Þjóðviljinn - 24.04.1977, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 24.04.1977, Qupperneq 23
Sunnudagur 24. aprn 1977 þJÓÐVILJINN — SIÐA 2 3 kompan Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir SKRÍTLUR Gesturinn: ,<Þaðer stór maðkafluga í súpunni!" Þjónninn: „Æ vesa- lings dýrið! Haldið þér að hún sé dauð?" Jón: „Hvernig í ósköpunum ferðu að því að lesa og éta i einu?" Jónas: „Það gengur ágætlega. Ég les með öðru auganu og ét með hinu." Frænka: „Gættu þín fyrir alla muni, Gunna litla, þegar þú ferð að læra á skauta . Ég datt einu sinni svo illa á isnum, að ég lá í hálfan mánuð á eftir.' Gunna: „Nei! Er það satt? Og þú hefur náttúrulega frosið föst við svellið?" •r SPURNINGAR — Jæja, hann hafði þá rétt fyrir sér, þegar hann hélt þvi fram að pabbi hans væri sterkari en þúj beldurðu ekki að afi myndi hafa afa hans....? Jói: „Ég sá þig hlaupa með hjólið þitt i skólann í morgun". Axel: „Já, ég var svo seinn, að ég mátti ekki vera að því að fara á bak." m 1111 l/. Drulludýrín DRULLUDÝRIN heitir myndasaga eftir Kjartan Arnórsson. Þetta er stutt spennandi hrollvekja sem verður í næstu tveimur eða þremur blöðum. Þó drullu- dýrin minni við fyrstu sýn örlítið á Ijúf ling litlu barn- anna „Barbapapa" eru þau hreint ekkert lik honum í háttum. Þau eru sannkölluð drulludýr og ekkert smábarnagaman! Lausnir á myndagátum 1. Hver er munurinn á hungruðum manni og átvagli? 2. Þegar þú leitar að týndum hlut, hvers vegna er hann alltaf á þeim stað sem þú leitar á síðast? 3. Hvað er best að gera til að halda höndunum mjúkum? 4. Hvað er hálf u stærra ef þvi er snúið á haus? (Svör i næstu Kompu) Siggi: „Systir mín er í sjö ára bekk og getur stafað nafnið sitt aftur á bak." Kalli: „Gasalega er hún dugleg. Hvað heitir hún?" ~ Siggi: „Anna." LAUSNIR Á MYNDAGATUAA í síðasta blaði eru: Blómið heitir HOFSÓLEY, blaðið heitir ÞJOÐVILJ- INN og stelpan sem gerði gátuna um blaðið og nafnið sitt heitir SIGRÚN LÁRA. í þessu blaði fáið þið myndagátu og ef þið getið ráðið hana kemur út setning sem er fræg úr tungu- málakennslunni. MYNDAGATA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.