Þjóðviljinn - 24.04.1977, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 24.04.1977, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. aprll 1977 brýtur leikreglurnar? Hver Mjallhvit og eplið rauða Fá viðfangsefni eru vinsælli i borgaralegum blöðum en hætt- urnar sem steðja að lýðræðinu. Þær eru þá ekki allar hafðar sömu ættar. En algengast er samt að lýsa lýöræðinu sem lit- illi og fagurri Mjallhvit, sem labbarsig gegnum skðg sögunn- ar og áttar sig ekki á þvi, að hin fláráöa stjúpmóðir liggur I leyni fyrir henni i mynd kommún- ískrar nornar. Og býður lýö- ræðismjallhvit rautt epli að eta, og er það hið fegursta álitum en i reynd magnað eitri. Þessi mynd er mjög höfð á lofti þegar talið berst að þrem löndum þar sem kommúnista- flokkar eru öflugir og samband þeirra við sósialista aligott: Frakkland, ltaliaSpánn. Hægri- kratar, Timatótar og Matthias- ar ljá hver sina rödd i þann söng, að aldrei megi treysta kommúnistum fyrir kosninga- sigri, ekki einu sinni þeim, sem hafa sagt skitt og laggo' við Natóaðild. Þeir muni áreiöan- lega ekki skila aftur kosninga - sigri. Þessu tali fylgir svo mikill harmagrátur um sósialista, sem er lýst eins og saklausum fáráöum eða samviskulausum hentistefnumönnum fyrir þeirra samstarf viö kommana. Að þessu sinni skal ekki út i þá sálma farið, hve illa þessi Mjallhvitargrátur kemur heim og saman við raunverulega þró- un I stjórnmálum. Sem hefur m.a. gert svonefndan Evrópu- kommúnisma að áhrifamikilli staðreynd. Hún táknar það fyrst og fremst, aö vestrænir kommúnistaflokkar hafna sovétbundnum hugmyndum um „alræði öreiganna” (m.ö.o. al- gjört forræði flokksins) — en hvað sem mjallhvitarvinir hafa annars um þá þróun að segja, þá ættu þeir aö vita það vel, að af þessari „villu” vesturkomma hafa sovéskir haft miklu meiri áhyggjur en af þvi, hvaða aug- um þeir þinir sömu kommar litu Nató eða efnahagsbandalög. Við „eigum” þjóðina Að sjálfsögöu skiljum við vel, hvaö hægrisinnuöum málgögn- um gengur til, þegar þau remb- ast við þaö áfram að láta sem lýðræðislegum leikreglum geti aðeins stafað hætta frá vinstri. Samt mætti ætla, að a.m.k. sósialdemókratar ættu að reyna að hafa nokkuð viðara sjónar- svið þegar þeir reyna að gera sér grein fyrir samhenginu I tilverunni. Það er t.d. ekki úr vegi að minna bæði þá og aðra á ýmislegt það, sem upp kemur I Frakklandi þessa daga — og þá einmitt varöandi hættur þær, sem lýðræði stafar frá þeirri borgaralegri samsteypu, sem nú er viö völd. Bandalag sósialista og kommúnista náði miklum sigri I borgarstjórnarkosningum I fyrri mánuði. Margt bendir til þess, að þessir flokkar geti fengið hreinan meirihluta i þingkosningum á næsta ári. En þar með er ekki sagt, að þeir gætu fengið að stjórna með eöli- legum hætti i krafti þess sigurs. Eins og marxistar hafa alltaf vitaö á hin ráðandi stétt sér mörg virki önnur en meirihluta atkvæöa, og á auövelt með að notfæra sér vopn þaðan til þess að ónýta niðurstöður kosninga. Þaö þarf ekki einu sinni einn af hinum róttækari sósialistum til að skilja þetta. Til dæmis kemst borgarstjórinn i Marseilles, sósialistinn Gaston Deferre, svo að orði um hina borgaralegu flokka I nýlegri bók sinni „Si de- main la gauche....” (,,Ef vinstrisinnar vinna á morg- un”): „Horfur á þvi, að þeir missi þau völd sem þeir hafa farið með i tuttugu ár gera þá til alls búna, því að þeir vita, að það er ekki auðvelt aðná aftur völdum, þegar þeim hefur einu sinni ver- ið tapað. Við stöndum ekki and- spænis mönnum sem munu berjast heiðarlega til að vinna kosningar og sætta sig fyrir fram viö þann möguleika aö þeir kunni að tapa, eins og ger- ist I sönnum lýðræðislöndum. Við stöndum andspænis stjórn og pólitiskri stétt, sem litur á þessa þjóö sem sina eign, og sem er sannfærð um aö menn verði að vera við völd til að geta unnið kosningar. Þeir munu taka til brúks allar hugsanlegar aðferðir til aðhalda völdunum”. Skuggabaldrar Gaston Defferre visar þá m .a. til ýmissa skuggalegra samtaka eins og SAC („Borgaraleg at- höfn”) sem eru einskonar blanda af gaullisma og maffu. Defferre segist hafa frá borg sinni, Marseille, áreiöanlegar upplýsingar um það, hvernig þessi „hliðstæöa lögreglunnar” áformi að ögra til átaka og æs- inga með það fyrir áugum, að óttinn sé I spenntu ástandi vis liðsmaður hægrisinna. I Paris stendur mönnum og stuggur af undirheimafólki sem stendur I skipulagstengslum við hina borgaralegu flokka. Þetta ljósfælna liö, sem kallaö er „Le Milieu”, er taliö hafa sambönd allt inn i rikisstjórn, gott ef ekki við Poniatowski innanrikisráð- herra. Lið af þessu tagi mun áreiðanlega hafa sig mikiö i frammi, hvenær sem vinstri stjórn birtist við sjóndeildar- hring. Eða eins og Le Nouvel Observateur segir i leiðara: „Það verður ekki duliö, að auð- magnið og atvinnurekendur munu gera allt sem i þeirra valdi stendur til að grafa undan vinstristjórn — eigandi það á hættu eða vonandi að útkoman verði í skásta tilfelli „Italskt” á- stand, I versta falli Chile-á- stand”. — Peningarnir flýja En auðmagnið á sér fleiri leiðir. 1 plöggum OECD er þeg- ar fariö að tala um, að ástæð- unar fyrir efnahagsvandræð- um frakka sé m.a. aö leita I „óvissu fjárfestingaraðila um framtiöina” — þ.e. i óttanum við stjórn verklýðsflokka. Areiðanlegar heimildir eru fyrir þvi, að stórauðaldið sé nú þegar farið aö draga fé út úr landinu. Vinstriflokkarnir frönsku hafa einmitt gert sér grein fyrir þvi, að það er hægt að stefna vinstri stjórn I mjög verulega fjárhags- lega örðugleika með skipulögð- um fjárflótta — og hafa sett gagnráðstafanir við sliku at- hæfi á blað i sinni „Sameigin- legu stefnuskrá” — tií háværrar gremju þeim sem hafa ekki á- hyggjur af öðru frelsi en frelsi peningastreymisins. Þvi er það svo, aö I væntan- legum kosningaslag I Frakk- landi veröur liklega bæði gripiö til skipulegs „óróa” á peninga- markaði og á götunum — ef að „ósýnileg öfl” innan borgara- legs meirihluta vilja svo vera láta. En Giscard d’Estaing for- seti getur einnig gripið til ým- issa ,,þingræöis”kúnsta til aö gera vinstrifylkingunni lífiö leitt. Til dæmis er kosningafyrir- komulagið þannig, að „meiri- hlutinn”, sem nú er, þarf ekki að fá nema 45,2% atkvæða til að halda þingmeirihluta, en vinstrifylkingin þarf um 55% at- kvæða til að tryggja sér þing- meirihluta. I annan stað hefur forsetinn sjálfur einkarétt á aö skipa forsætisráðherra, og hans umboð rennur ekki út fyrr en 1981. Forsetinn getur og ráðiö þvi I reynd hvaöa mál kæmust frá vinstri stjórn til þingsins — t.d. með þvi að skjóta málum I sífellu til þjóöaratkvæðis. Lán með skilyrðum Þegar svo rætt er um hættur frá hægri, sem stefnt er að leik- reglum lýðræðis i hinum þrem rómönsku löndum sem áður voru nefnd, þá hljóta menn einnig að nefna alþjóðlega ihlut- un. Eins og margir sjálfsagt muna frá alþjóölegri kappræðu fyrra árs, á sú skoöun miklu fylgi að fagna á ítaliu, að þvi landi verði alls ekki stjórnaö án hins öfluga kommúnistaflokks — vinnur þessi skoðun sér einn- ig fylgi hægt og bitandi meöal þeirra sem styðja hitt stórveldiö i italskri pólitik — Kristilega demókrata. Eftir kosningar I fyrra situr minnihlutastjórn kristilegra við völd upp á þau býti, að kommúnistar greiði ekki atkvæði gegn henni — og þá að visst tillit sé tekiö til þeirra við ákvarðanatöku. 1 fyrra varð það frægt, að Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýskalands, hafði I hótunum um að þjóðverj- ar mundu i krafti sins auðs koma þvi svo fyrir, að Italir fengju enga efnahagsaðstoð ef að þeir tækju kommúnista i stjórn. Nú í mars hefur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, IMF, lagt fram sinn skerf til þess aö kippa „leikreglum lýðræðis” úr sam- bandi. Hann hefur birt skilyröi sin fyrir því, að Itölum sé veitt 530miljón dollara lán. Skilyröin eru m.a. þau, aö aflétt sé verð- lagseftirliti almennings, nýjar hömlur séu lagðar á lán og fjár- festingu til atvinnuleysis- og eymdarhéraða á Suður-Italíu, dregið sé úr visitölubótum á laun og stöövaðar samningavið- ræður við verklýösfélögin. Hér eru einmitt valin skilyrði, sem verklýðsfélögin og kommún- istaflokkurinn geta með engu móti fallist á — bersýnilega i þeirri von, að hægt verði að neyða kommúnista til að hætta „hjásetustuðningi” sínum við stjórn Andreottis (og þar með e.t.v. stöðva hægfara inngöngu kommúnista inn i stjórn „hinn- ar sögulegu málamiölunar”). Heldur er reynt að efla til nýrr- ar pólitiskrar kreppu, til kosn- inga — þar sem nýfasistum og skuggaböldrum öðrum yrði óspart beitt i þeirri von að „ótt- inn” reynist hægrisinnum bandamaður i átökum um óráðnar sálir. Gangan langa Eftir innrásina I Tékkó- slóvakiu 1968segir sagan aö hist hafi bandariskur diplómat og sovéskur og tekið tal saman af gagnkvæmum skilningi. Hinn sovéski stundi þungan yfir vandræðum sinnar stjórnar og sagði: „Þiö getið alltaf gripiö til dollaranna. Við höfum bara skriðdreka”. Svona sögur bera alltaf I sér einföldun veruleik- ans, en það felst samt i þeim drjúgur skammtur af óskemmtilegum veruleika. í tafli hins græna páfa, dollarans, við skriðdrekapólitik og sam- tvinnun þess við vélabrögð aft- urhalds i hverju landi, er mjög þrengt aö þvi bandalagi verka- lýðsflokka sem i nokkrum lönd- um Evrópu lyftir fána „sóslal- isma i lýðræði” eins og Berlinguer orðar þaö. Það er ljóst að ganga undir slikum fána verður löng og ströng og rik af skakkaföllum. Engu að slöur verður hún farin, vegna þess blátt áfram að hún þýðir, að brugöist er viö þörf fólks fyrir skynsamlegri sambýlishætti — þörf sem verður hvorki barin niður meö lögreglukylfum, né heldur afskrifuö með hótfyndni. Arni Bergmann. Sunnudagspistill Arna Bergmann

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.