Þjóðviljinn - 15.06.1977, Page 3
Miðvikudagur 15. jdni 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3
r
A.S.I. svarar Davíð Scheving:
Um 60 þúsund miljónir
Alþýðusamband tslands hefur
sent fjölmiðlum orðsendingu á
þessa leið:
t viðtali við dagblaðið Visi 13.
júnl kastar formaður Félags
islenskra iðnrekenda, Davið
Scheving Thorsteinsson, fram
miklu talnaflóði til útleggingar á
þeirri tillögu Alþýðusambandsins
sem lögð var fram 11. júni, til
lausnar yfirstandandi kjaradeilu.
Þar sem hér er augljóslega
veriö að leika sér að háum tölum
til þess eins að skapa ugg meðal
almennings, sér Alþýðu-
sambandið ástæðu til aö gera
nokkrar athugasemdir við
þennan málflutning.
t upphafi viðtalsins segir Davíö
Sch. fullum fetum, að þessi kaup-
tillaga þýöi „40 þúsund milljóna
útgjaldaaukningu á ársgrund-
velli”.
Þessiútreikningur formannsins
er miöaður við að öll hækkunin
sem um er talað komi strax til
framkvæmda. Ekkert slikt er
hins vegar tekið framisamnings-
tilboði ASI. Þar er hækkunin
ódagsett, enda skoðuð sem
samningsatriöi milli aðila. Hér er
þvi um beiná rangtúlkun að ræöa
á samningstilboðinu.
Siöar I viötalinu miöar for-
maður Félags Isl. iðnrekenda við
þá sjálfgefnu forsendu, aö opin-
berir starfsmenn og aðrir hópar
sem standa utan við ASI fái þessa
hækkun alla þegar I stað. Ot úr
þvi dæmi fær hann 60 þúsund
milljónir króna. Siðan ber hann
þessa tölu saman við fjárlög
rikisins, 80 þúsund milljónir, og
hfópar upp yfir sig af skelfingu.
Eins og formaður iðnrekenda
veit harla vel, voru fjárlög rikis-
ins afgreidd I desembermánuði
siðastliðnum, miðað viö þær
verðforsendur sem þá voru
kunnar. Nú er aö hefjast slðari
helmingur ársins 1977 og
verðlagsþróunin á árinu hefur öll
verið upp á við, eins og hvert
mannsbarn veit. Forsendur fjár-
laga eru þvl fjarri þvl að vera
sambærilegar við forsendur til-
boðs ASI, og öll viðmiðun viö þau
út I hött.
Að endingu má benda á þá stað-
reynd, að munurinn á umræðu-
grundvelli sáttanefndar og tilboöi
ASI er i krónutölu 14 þúsund
krónur. Þar við bætist aö I
umræðugrundvellinum var
Framhald á bls. 14.
Aðalfundur Rafafls
SamvínnufóHd
tll skammar
Aðalfundur Rafafls, vinnu-
félags rafiönaðarmanna,
haldinn dagana 10. og 11. júnl
1977 að Freyjugötu 27,
Reykjavlk, lýsir yfir stuöningi
viö kröfur verkalýðshreyfingar-
innar 1 yfirstandandi kjara-
samningum. Fundurinn leggur
áherslu á nauðsyn þess, að
lægstu laun verði a.m.k. 100
þúsund krónur miöað viö
verðlag I nóv. 1976 verðtryggð
að fullu. I þessu sambandi er
vert að minna á þann einhug,
sem rlkti á siðasta Alþýðusam-
bandsþingi, þar sem fram kom,
að þær kröfur, sem verkafólk
ber fram nú, hafa veriö ræki-
lega kynntar I öllum félögum
þannig að I þeim felst einlægur
vilji þjóðarinnar.
Fundurinn fordæmir hinar
dræmu undirtektir Vinnu-
veitendasambandsins svo og
lltinn áhuga þeirra að leysa hinn
mikla vanda, sem nú blasir viö.
Þetta er sérstaklega alvarlegt,
þegar þess er gætt, að lsland er
orðiö láglaunasvæði. I því yfir-
vinnubannij sem nú stendur yfir
verður allt verkafólk I landinu
áþreifanlega vart við, að sú lág-
launastefna, sem rlkt hefur
ásamt óstjórnlegri yfirvinnu
verkafólks.er smánarblettur á
islensku þjóðinni. Krafa verka-
lýöshreyfingarinnar um llf-
vænleg laun fyrir dagvinnu er
þvl sjálfsögð réttlætiskrafa.
Fundurinn skorar á Vinnumála-
samband Samvinnufélaganna
að ganga að kröfum verkalýös-
hreyfingarinnar nú og standi
þannig viö slnar fyrri yfir-
lýsinar. Þaö er andstætt hug-
sjón samvinnustefnunnar að
sýna ekki verkafólki fullan
stuðning I baráttunni fyrir
bættum kjörum almennings og
hlýtur þvl allur undansláttur
Vinnumálasambandsins og
undirlægjuháttur þess við
forystu Vinnuveitenda-
sambandsins að vera sam-
vinnufólki um allt land til
skammar.
Spassky Polugajevski Kortsnoj Mecking
r
Askorandaeinvigið i skák:
Hefst 1. júli
Spassky - Portisch í Frakklandi
- Kortsnoj - Polugajevski i Sviss
i
i
Undanúrslitin i áskorandaein-
viginu i skák hefjast 1. júli nk.
og hefur nú verið ákveðið hvar
þau fara fram.
Spassky, sem sigraði Hort hér á
landi i vetur eins og öllum er I
fersku minni mætir tékkanum
Portisch, sem sigraði danann
Bengt Larsen I vetur og munu
þeir tefla i Frakklandi.
Kortsnoj, sem sigraði
Petrosjan á Italiu i vetur mætir
Polugajevski, sem sigraði
brasiliumanninn Mecking og
munu þeir tefla i Genf I Sviss.
Þarna er um 16 skáka einvigi að
ræða og munu sigurvegararnir úr
þessum tveimur einvigjum siðan
mætast og tefla um það hvor öðl-
ast réttinn til að skora á heims-
meistarann Karpov.
—S.dór
Harðord mótmæli
Kína við japansstjórn
HONGKONG 13/6 Reuter — Kina
hefur borið fram við japönsku
stjórnina harðorð mótmæli gegn
samkomulagi Japans og Suður-
Kóreu um vinnslu á oliu og jarð-
gasi I landgrunninu út af austur-
strönd Kina. Telur kinverska
stjórnin að með þessu samkomu-
lagi sem samþykkt hefur verið i
japanska þinginu, hafi Japan
brotið gróflega gegn sjálfstæði
Kina.
1 mótmælaorðsendingunni
segir, að kinverjar telji sig hafa
fullan yfirráðarétt á austurkin-
verska landgrunninu. Samkvæmt
samkomulagi japana og suður-
kóreumanna hefur rúmum
fjórðungi oliu þeirrar og jarð-
gass, sem fundist hefur á norður-
hluta umrædds svæðis, verið
skipt jafnt milli rikjanna
tveggja. Kina telur að skipting
svæðisins sé ógild, þar eð öll
hlutaðeigandi riki hafi ekki átt
aðild að henni.
Nýtt
fónaöarblaö
er komið út
Meðal efnis:
• Nútima launakerfi i stað upp-
mætingar
• Margþætt verkefni Rann-
sóknarstofnunar byggingar-
iðnaðarins
• Grein um Landssamband iðn-
aðarmanna, cn þar er unnið að
skipulagningu iðngreina,
fræðslu og upplýsingastarfi
fyrir meðlimi sambandsins.
• Ný og breyttprenttækni kallar á
stöðuga endurmenntun á sviði
prentverksins.
• Vistgæði vinnustaðar — Nýtt
svið rannsókna og ný fræði-
grein, þar sem fjailað er um
starfsumhverfi vinnustaða.
• Hampiðjan hf. — Fyrirtæki,
sem staðið hefur af sér allar
sveiflur og hefur hafið nýja
framleiðslu á plaströrum.
• Arðsemi stálbrasðslu getur verið
umtalsverð. Sagt frá rekstrar-
möguleikum Stálfélagsins.
• Vöruþróun, einn af hornsteinum
öflugrar framleiðslu þjóðfélags-
ins. Sagt frá nýjum islenskum
framleiðsluvörum, sem komið
hafa á markaðinn, og fram-
kvæmd vöruþróunar.
• Fagleg grein um
• EINANGRUNARGLER, sem
allir ættu að icsa, er starfa i
byggingariðnaði.
• Iðnaðarblaðið birtir sérkafla
um byggingariðnaðinn og segir
frá einstökum iðngreinum,
þróun og rannsóknum, verk- og
tæknimenntun, félagsmálum,
nýjungum ásamt öðru fjöl-
breyttu efni.
• Iðnaðarbiaðið er nýtiskulegt
blað. Eignist Iðnaðarblaðið frá
upphafi, meðan það er hægt, og
með þvi eignist þér verömæti,
sem eykst með hverju ári.
• Iðnaðarblaðið er eingöngu selt i
áskrift. Askrift kr. 2.970,-
• Um leið og þér veljið Iðnaðar-
blaðið eignist þér verðmæti,
sem cykst mcð hverju ári.
• Iðnaðarblaðið birtir faglcgar
auglýsingar, sem ná til þeirra,
er þurfa á þeim að halda, og
hafa langtimagildi.
Til Iðnaðarblaðsins, Armúla 18. — Pósthólf 1193, Rvk.
Nafn:
193, Rvk. X
Heimilisfang:
Simi:
lIÐNAÐARBLAÐIÐi