Þjóðviljinn - 15.06.1977, Side 5

Þjóðviljinn - 15.06.1977, Side 5
Miðvikudagur 15. júni 1977 WÓÐVILJINN — StÐA 5 Glæsilegt barnaheimili við Klepp Nýtt og fullkomið barnaheimili hefur nú verið opnað við Klepps- spitalann og með eldra húsnæðinu er barnaheimilið nú alls i 580 fer- metra húsnæði. Barnaheimili þetta er á ýmsan hátt frábrugðið flestum islenskum barnaheimil- um, en þar er t.d. i kjallari sem er hannaður fyrir ýmsa grófa leiki, t.d. með vatn og sand og einnig eru þar iþróttatæki. Þórunn Pálsdóttir, hjúkrunar- forstjóri spitalans, sagði i viðtali við blaðið að hún gerði sér vonir um að hið nýja barnaheimili myndi bæta nokkuð úr hjúkrunar- kvennaskorti við spitalann, en til skamms tima annaði barnaheim- ilið ekki eftirspurninni eftir dag- vistunarplássum. Eiga nú allir starfshópar við spitalann kost á dagvistunarplássum fyrir börn sin. A barnaheimilinu er pláss fyrir 40 börn i nýja húsinu og 20 i hinu eldra og er börnunum ekki skipt i fastar deildir, heldur systkina- hópa. Eru börnin allt frá 3ja mán- aða gömul og upp i skólaaldur, en skóladagheimili og visir að vöggustofu hefur verið við spital- ann frá árinu 1973. Fyrsti visir að barnaheimili við spitalann var i 12 fm herbergi, og var það opnað árið 1958. 4 fóstrur, 1 fósturnemi og 4 starfsstúlkur vinna nú við heimilið. þs 2,2 milj. i hluteftir veiðar við tsland 19. mai s.l. kom norski linuveið- arinn Per Senior heim til Noregs af djúpmiðum Islands með einn allra verðmætasta farm sem linuveiðari af þessari stærð hefur komið með að landi. Aflaverð- mæti er sagt rúmlega n.kr. 1.200,000 og háseta hlutur úr afl- anum á milli 50,000 og 60,000 n.kr. 1 islenskum kr. nemur aflaverð- mætið yfir 43,620,000 og hlútur há- seta á milli 2 milj. 181 þús. og 2 milj. 617 þús. Þessi veiðiferð stóð yfir i 7 vikur. Samsetning þessa verðmæta afla var þessi: Af löngu og keilu 65 tonn sem ýmist var heilfryst eða isvarið, 20 tonn af heilfrosinni stórlúðu, 20 tonn af isvarinni stórlúðu og 18 tonn af saltfiski. Þá kom annar linuveiðari Bergholm frá sama útgerðarfyrirtæki um svipað leyti heim af íslandsdjúpmiðum en eftir mikið styttri veiðiferð og var aflaverðmæti þessa skips n.kr. 400,000, eða i islenskum kr. 14,540,000. Þessi afli samanstóð eingöngu af keilu og löngu. Það var haft eftir skipverjum á Per Senior að ennþá sé hægt að sækja verðmætan afla á djúpmið Islands fyrir þá sem þekki þau mið. Þetta hafa þeir lika fært sönnur á i hinni velheppnuðu sjó- ferð. Pípulagnir Nýlagnir, breytingar hitaveitutengingar. Sími 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin) Ert þú félagi 1 Rauða krossinum? Deildir félagsins g eru um land allt. 'llf RAUÐI KROSS ISLANDS Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt hefur hannað barnaheimiliö, sem er að ýmsu leyti frábrugðið flestum öðrum barnaheimilum. Ekki er ennþá búið að ganga frá útileiksvæðinu, en Reynir Vilhjálms- son mun hanna það. 17. JUNI 1977 Þjóðhátíð í Reykjavík DAGSKRÁ Kl. 09.55 Kl. 10.00 Kl. 11.15 III. Kl. 10.00 Kl. 10.45 IV. Kl. 14.30 VI. Kl. 16.15 VII Kl. 17.00 Dagskráin hefst: Samhljómur kirkjuklukkna i Reykjavik. Olafur B. Thors, forseti borgarstjórnar leggur blómsveig frá Reykvikingum á leiði Jóns Sigurðssonar i kirkjugarðinum v/Suðurgötu. Lúðrasveitin Svanur leikur: Sjá roðann á hnjúkunum háu. Stjórnandi Sæbjörn Jónsson. Við Austurvöll: Lúðrasveitin Svanur leikur ættjaröarlög á Austurvelli. Hátiöin sett: Margrét S. Einarsdóttir, formaður Þjóðhátiðar- nefndar. Karlakór Reykjavikur syngur: Yfir voru ættarlandi. Söng- stjóri Páll Pampichler Pálsson. Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, leggur'blómsveig frá islensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Karlakór Reykjavikur syngur þjóösönginn. Avarp forsætisráðherra, Geirs Hallgrimssonar. Karlakór Reykjavikur syngur: Island ögrum skorið Avarp Fjallkonunnar. Lúðrasveitin Svanur leikur: Ég vil elska mitt land. Kynnir: Arni Gunnarsson. Guðsþjónusta i Dómkirkjunni. Prestur séra Ólafur Skúlason. Dómkórinn syngur, Ragnar Björnsson leikur á orgel. Einsöngvari Sigurður Björnsson. Leikur lúðrasveita: Við Hrafnistu. Við Elliheimilið Grund. Barna- og unglingalúðrasveit Reykjavikur leikur. Stjórn- andi: ólafur L. Kristjánsson. Skrúðgöngur: Safnast saman á Hlemmtorgi, Miklatorgi og við Sundlaug Vesturbæjar. Frá Hlemmi verður gengið um Laugaveg og Bankastræti á Lækjartorg. Lúðrasveit verkalýösins leikur undir stjórn Ólafs L. Kristjánssonar. Frá Miklatorgi verður gengiö um Hringbraut, Sóleyjargötu, Frikirkjuveg og Lækjargötu á Lækjartorg. Lúðrasveit Reykjavikur leikur undir stjórn Björns R. Einarssonar. Frá Sundlaug Vesturbæjar verður gengið um Hofsvallagötu, Túngötu, Garðastræti, Vesturgötu og Hafnarstræti á Lækjar- torg. Lúðrasveitin Svanur leikur undir stjórn Sæbjörns Jóns- sonar. Skátar ganga undir fánum fyrir skrúðgöngunum og stjórna þeim. Barnaskemmtun á Lækjartorgi: Lúðrasveit Reykjavikur leikur. Samfelld dagskrá: Stjórnandi: Klemens Jónsson. Kynnir: Bessi Bjarnason. Leikþáttur: Lilli, Lúlla og Labbakútur. Flytjendur: Randver Þorláksson, Helga Þ. Stephensen, Lilja Þórisdóttir og Arni Elvar. Barnavisur, flytjendur: Svanhildur og Ólafur Gaukur. Gamanmál, flytjendur: Arni Blandon og Gisli Rúnar Jóns- son. Tóti trúður skemmtir, (Ketill Larsen). Dýrin i Afriku, flytjendur: Bessi Bjarnason og fleiri. Leikþáttur: Steinbitsstrið, flytjendur: Jón Hjartarson, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir og Magnús Pétursson. Bifreiðaakstur: Akstur gamalla bifreiða. Félagar úr Fornbilaklúbbi Islands aka á bifreiðum sinum umhverfis Tjörnina. Síðdegisskemmtun á Lækjartorgi: Kynnir: Gunnar Eyjólfsson. Avarp frá Vestur-Islendingum i Winnipeg, (vinabæ Reykja- vikur i Kanada). VIII. Kl. 15.00 IX. Kl. 15.00 X. Kl. 21.00 XI. Kl. 13.15 Kl. 13.45 Kl. 21.00 XII. Kl. 13.00 Kl. 13.45 Einsöngur: ólafur Þ. Jónsson syngur, undirleikari, Ólafur Vignir Albertsson. Karlakórinn Fóstbræður syngur. Stjórnandi: Jónas Ingi- mundarson. Söngflokkurinn Randver skemmtir. Hljómsveitin Póker og söngkonan Shedy Owens skemmta. Laugarda Issund laug: Sundmót. Laugardalsvöllur: 17. júnimótið i frjálsum iþróttum. Kvöldskemmtanir: Dansað verður á sex stöðum i borginni: við Austurbæjar- skóla, Breiðholtsskóla, Langholtsskóla, Melaskóla, Arbæjar- skóla og Fellaskóla. Hátíðahöld i Arbæjarhverfi: Skrúðganga leggur af stað frá Arbæjarsafni, eftir Rofabæ að Arbæjarskóla. Barna- og unglingalúðrasveit Reykjavikur leikur undir stjórn ólafs L. Kristjánssonar. Fyrir göngunni fara skátar og iþróttafólk. Samfelld dagskrá: Kynnir: Aðalsteinn Hallgrimsson. Hátiðin sett: Halldóra Steinsdóttir, formaður Kvenfélags Ar- bæjarsóknar. Hátiðarávarp: Séra Guðmundur Þorsteinsson. Gamanmál, flytjendur: Arni Blandon og Gisli Rúnar Jóns- son. Leikþáttur á vegum skátafélagsins Arbúa. Leikþáttur, Steinbitsstrið, flytjendur: Jón Hjartarson, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir og Magnús Pétursson. Gamanþáttur frá skátafélaginu Arbúum. A vegum iþróttafélagsins: Tunnuboðhlaup, naglaboöhlaup og eggjaboðhlaup. Dansað við Arbæjarskóla. Skemmtuninni lýkur kl. 24.00. Hátiðahöld í Breiðholtshverfum: Skrúðgöngur: Safnast saman við iþróttavöllinn i Breiöholti I, gengiö um Leirubakka, Stöng, Breiðholtsbraut og Noröurfell að Fella- skóla. Lúðrasveitin Svanur leikur fyrir göngunni undir stjórn Sæ- björns Jónssonar. Safnast saman við Hólahring, gengið um Suðurfell, Austur- berg og Norðurfell að Fellaskóla. Lúörasveit Reykjavikur leikur fyrir göngunni undir stjórn Björns R. Einarssonar. Skátar og iþróttafólk fara fyrir göngunni. Samfelld dagskrá við Fellaskóla til ki. 19.00. Kynnir: Ragnar Bjarnason og Ómar Valdimarsson. Hátiöin sett: Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri. Hátiðarávarp: Séra Lárus Halldórsson, sóknarprestur. Eftirhermur og búktal: Agúst ísfjörð. Visnasöngur o.fl.: Bessi Bjarnason. Danssýning: Nemendur frá Dansskóla Heiðars Astvaldsson- ar sýna táningadansa. Leikþáttur: Lilli, Lúlla og Labbakútur. Flytjendur: Randver Þorláksson, Helga Þ. Stephensen, Lilja Þórisdóttir og Arni Elvar. Danssýning: Nemendur frá Dansskóla Sigvalda sýna Rock’n Roll o.fl. Barnavisur, flytjendur: Svanhildur og ólafur Gaukur. Upplestur: Ævar R. Kvaran, leikari. Eftirhermur: Þorsteinn Eggertsson. Diskótek, plötusnúður: Skúli Björnsson. Við íþróttahús Fellaskóla: Skátativoli. iþróttavöllur i Breiðholti III: Frjálsiþróttamót i umsjá iþróttafélaganna Leiknis og I.R. Kvöldskemmtanir: Dansaö við Breiðholts- og Fellaskóla. Skemmtuninni lýkur kl. 24.00.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.