Þjóðviljinn - 15.06.1977, Side 7

Þjóðviljinn - 15.06.1977, Side 7
Miðvikudagur 15. júni 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Framleiöslufélagid,semíslenskaríkið og íslensk sveitar- j félög eru adilar aö, tapar mjög verulegum fjárfúlgum fimm fyrstu árin, en Johns-Manville hiröjr mikil sölu- laun og laun fyrir tækniþjónustu þessi sömu fimm ár íslenskur kísilgúr og útlent kex Fróðir menn bæði hérlendir og erlendir telja að jarðelda- svæðið i og við Mývatn sé eitt meðal mestu náttúruundra á allri jörðinni. Gildir einu hvort litið sé á svæði þetta frá náttúrufræðilegu eða liffræði- legu sjónarmiði. Þorsteinn Jósepsson sagði svo i bók sinni Landið þitt: „I landslaginu ber mest á ýmsum sköpunarverkum jarðeldsins, eldvörpum og hraunum. Þar eru stórir sprengigigar (Viti við Kröflu), gosmalargigar (Hver- fjall, Lúdent) og gossprungur og gigaraðir (Þrengslaborgir). — t og við vatnið eru þúsundir gervigiga og Dimmuborgir austan vatnsins, með tröllslegu og mjög sérkennilegu landslagi, en þær eru myndaðar i fornri hrauntjörn, sem tæmst hefur”. Lifriki við Mývatn er fjöl- skrúðugt en viðkvæmt, mikil gróðursæld og fuglalif meira en viðast annarsstaðar, þannig er talið að við vatnið haldi sig fleiri andategundir en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. Þrátt fyrir nokkur eldsumbrot á liðnum öldum hélst jafnvægi i sambúð mannsins við lifandi og fagra náttúru þessa jarðelda- svæðis — þar til Viðreisnar- stjórnin tók til höndum strax i upphafi sins ferils. ■ 1 stefnuyfirlýsingu Viðreisnarstjórnarinnar „taldi hún það höfuðverkefni sitt að koma atvinnulifi þjóðarinnar á traustan og heilbrigðan grundvöll ... Rikisstjórnin myndi beita sér fyrir gagngerri stefnubreytingu I efnahags- málum þjóðarinnar, og nauðsynleg frumvörp samin, þar sem hin nýja stefna er mörkuð ........ Megintilgangur þeirrar stefnubreytingar, sem rikisstjórnin leggur til, að fram- leiðslustörfum og viðskiptalifi landsmanna sé skapaður traustari, varanlegri og heii- brigðari grundvöllur en at- vinnuvegirnir hafa átt við að búa undanfarin ár.” (Tilvitnanir úr Viðreisn, bæk- lingi sem rikisstjórnin lét senda inn á hvert heimili i landinu á árinu 1960). Eitt af þessum „nauðsyn- legu” frumvörpum var frum- varpið til laga um byggingu og rekstur kisilgúrverksmiðju við Mývatn. Að venju stóðu allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins sem einn maður að samþykkt frumvarpsins, en þeir voru ekki einir um hituna. Enda þótt nokkrir þingmenn Framsókarflokksins væru and- vigir frumvarpinu (meðal þeirra voru þeir Eysteinn Jónsson og Ólafur Jóhannesson) voru þó aðrir sem börðust af miklu kappi fyrir framgangi þess. Einn þeirra sagði m.a. i þingræðu: „Ég tel brýna nauðsyn bera til að hraða sem mest byggingu kisilgúrverk- smiðjunnar við Mývatn og tryggja sölu á afurðum hennar”. Allir þingmenn Alþýðubanda- lagsins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og rökstuddu mál sitt með þvi að það væri hin rnesta óhæfa að byggja verk- smiðju við Mývatn og i annan stað vegna þess aö i frum- varpinu var gert ráð fyrir mjög sérkennilegri samvinnu við erlendan auðhring. 1 frumvarpinu var nefnilega gert ráö fyrir stofnun hluta- félags i samvinnu við erlendan aðila, átti islenska rikið að eiga minnst 51% hlutafjárins og sveitarfélög á Norðurlandi allt að 10%, eftirstöðvar hluta- fiárins yrði i eigu hins útlenda fyrirtækis. Með öðrum orðum: Sameign skyldi verða um byggingu og rekstur verk- smiðjunnar. A hinn bóginn var ráðgert að útlendi aðiiinn yrði eini eigandinn að sölufélaginu, annaðist einn sölu á allri fram- leiðslunni gegn ákveðnum umboðslaunum, 12% af CIF- verðmæti hennar, og fengi auk þess 6% af FAS-verðmæti fram- leiðslunnar gegn þvi að veita svokallaða tækniþjónustu. A þessum grundvelli var samið við bandariska auðhringinn Johns-Manville Corporation, en áður hafði verið reynt að semja við önnur erlend fyrirtæki en gengið heldur böslulega. ■ Framleiðsla i tilraunaskyni hófst i verksmiðjunni á haust- mánuðum 1967, en fyrir alvöru hófst framleiðslan á árinu 1968. Greinarhöfundur hefur hugað að reikningum verksmiðjunnar frá árinu 1968 til 1975 og óneitan- lega er i þeim að finna margt forvitnilegt. Fyrst er það að nokkurs ósamræmis gætir i uppfærslu reikninganna á hinum ýmsu árum. Þannig eru sölulaun Johns-Manville og laun fyrir tækniþjónustu ekki færð sérstaklega öll árin, heldur aðeins sum þeirra. Hið sama gildir um greidd vinnulaun. Þó er hægt að sjá skýrt viss atriði og hægt að geta sér til um önnur á grundvelli saman- burðar milli reikninganna. A árinu 1968 varð rekstrar- halli verksmiðjunnar 34,9 milj. króna. Greidd vinnulaun voru 6,3 milj. kr. Tæknikostnaður (væntanlega greiddur Johns- Manville) var 4,5 milj, kr. og „Sölukostnaður á standard- verði” (einnig væntanlega greiddur J.-M.) nam hvorki meiru né minna en 11,9 milj. kr. A árinu 1969 varð einnig rekstrarhalli, 30,4 milj. kr. Greidd vinnulaun tæpar 13 milj. kr. en tækniþjónusta 6.3 milj. króna. A árinu 1970 nam rekstrar- hallinn 23,4 milj. króna, vinnu- launin voru 20 milj. kr. og tækniþjónustan 6,1 milj. kr. A árinu 1971 varð rekstrar- hallinn 12,6 milj. kr., en vinnu- launin 26,7 milj. kr. og tækni- þjónustan 8 milj. króna. Á árinu 1972 nam rekstrar- hallinn tæpum 2 milj. kr„ vinnu- alunin 33 milj. kr.,tækniþjónusta 10.4 milj. kr. og „Annar kostn- aður” 16,4 milj. kr. A árinu 1973 var hagnaður af rekstrinum 18,9 milj. kr„ en „þar af nam gengishagnaður af föstum lánum 14,8 milj. kr.”, eins og segir i ársskýrsl- unni. „Umboðslaun Johns-Man- ville” námu tæpum 37 miljónum króna. A árinu 1974 varð hagnaöur af rekstrinum 16,1 milj. kr„ vinnu- laun um það bil 95 milj. kr. og „Umboðslaun Johns-Manville” 57,6 milj. króna. Á árinu 1975 var rekstrar- hagnaðurinn um það bil 40 milj. kr„ vinnulauna er ekki sérstak- lega getið i ársskýrslunni, en fram er tekið að „Umboðslaun Johns-Manville” hafi numið tæpum 82 miljónum króna. Greinarhöfundur vill vekja sérstaka athygli á tvennu: Framleiðsluféiagið, sem islenska ríkið og islensk sveitar- félög eru aðilar aö, tapar mjög verulegum fjárfúlgum fimm fyrstu árin, en Johns-Manville hirðir i sinn hlut — algjörlega i samræmi við samning þann sem Viðreisnarstjórnin gerði — mjög mikil sölulaun og laun fyrir tækniþjónustu þessi sömu fimm ár. Þá er hlutfallið i milli greiddra vinnulauna og umboðslauna Johns-Manville ekki siður athyglisvert, sbr. reikning ársins 1974. Þar stendur skýrum stöfum að vinnulaunin hafi numið 95 milj. kr. en umboðslaun Johns-Man- ville 57,6 miljónum króna. Ekki er getið i skýrslunni hvaða umbun Johns-Manville fékk fyrir veitta tækniþjónustu þetta ár, en eins og að ofan greinir nam þessi kostnaðarliður frá 4,5 milj.kr. (1968) og hækkaði stöð- ugt ár frá ári og var kominn upp i 10,4 milj. kr. (1972). En við skulum staldra aðeins við vinnulaunin og umboðs- launin. 1 ljós kemur að á þessu ári (1974) fær Johns-Manville sölulaun sem samsvara tveim þriðju hlutum af öllum greidd- um vinnulaunum Kisiliðjunnar. Að sjálfsögðu verður að ætla að hlutföllin séu svipuð öll árin, þó gætu verið frávik á einhverju áranna en aldrei sem skiptir neinu meginmáli. Allt málið liggur ljóst fyrir eins og stafur á bók. Til viðbótar þeirri ósvinnu að hefja verk- smiðjurekstur i miðri Mý- vatnssveit og setja þar með i hættu dásamlegt lifriki þar nyrðra lét Viðreisnarstjórnin og fylgifiskar hennar innan Fram- sóknar hlunnfara sig fjárhags- lega svo mjög að telja má eins- dæmi. Svo sagði i bæklingnum Við- reisn: „Megintilgangur þeirrar stefnubreytingar, sem rikis- stjórnin leggur til, að fram- leiðslustörfum og viðskiptalifi landsmanna sé skapaður traustari, varanlegri og heil- brigðari grundvöllur en at- vinnuvegirnir hafa átt við aö búa undanfarin ár”. Fyrsta aðgerð rikisstjórnar- innar var að byggja og reka kis- ilgúr-verksmiðjuna við Mývatn, önnur aðgerðin var Alverk- smiðjan i Straumsvik, en hún er ekki til umræðu i þessum pistli. Ein meginástæðan fyrir verk- smiðjúrekstrinum þar nyrðra var að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Skoðum þessa hlið málsins nár.ar. A árinu 1975 urðu útflutnings- tekjurnar af kisilgúrnum 571.6 miljónir króna. Ekki er hér um hreinar gjaldeyristekjur að ræða þvi enda þótt hráefnið (kisilgúrinn) og orkan (gufan og rafmagnið) séu að mestu leyti af islenskum toga er þó margt sem þarf að kaupa erlendis frá vegna framleiðslunnar. A móti gjaldeyristekjunum koma þvi gjaldeyrisútgjöld. 1 þessu sam- bandi skiptir mestu máli hvort margnefnd umboðslaun Johns- Manville verða hér eftir i land- inu eða ekki. Opinberir aðilar hafa gefið greinarhöfundi upp- lýsingar um að ekki hafi verið veitt leyfi til Johns-Manville fyrir yfirfærslu á umboðslaun- um, en hinsvegar verður að telja harla óliklegt að hið bandariska fyrirtæki safni hér á landi tugum miljóna á ári hverju og haldi þeim hérlendis. 1 tilefni af þessu sem nú er sagt verður að teljast eðlilegt að þess sé krafist af viðkomandi stjórnvöldum, að þau geri nána grein fyrir viðskiptum þeirra við Johns-Manville. Að þau gefi skýr svör við ákveðnum spurn- ingum: Hver hafa verið sölulaun Johns-Manville á hverju um- ræddra ára fyrir sig og hverjar hafa tekjur þessa erlenda fyrir- tækis verið fyrir veitta tækni- þjónustu? Hver hafa verið greidd vinnu- laun Kisiliðjunnar á þessum sömu árum? Hve mikiðhefur islenska rikið og sveitarfélögin fyrir norðan lagt af mörkum i Kisiliðjuna og hvernig hefur það fjármagn á- vaxtast? Útflutningstekjurnar 1975 eru sem sagt taldar vera 571.6 miljónir króna. Göngum út frá þessari tölu. En á þessu sama herrans ári var innflutningur á eftirtöldum vörutegundum sem hér segir: Lakkris sykraður og lakkrisvörur .................... 9.8m.kr. Brjóstsykur, sælgætistöflurog pastillur ............. 5.5m.kr. Tyggigúmmi......................................... 29.i7m.kr. Karamellur........................................... 0.4m.kr. Aðrar sykurvörur..................................... 6.7m.kr. Súkkulaðio.fl............................................ 58.0 m.kr. Limonaði............................................. 3.5m.kr. Olgertúrmalti....................................... 20.3 m.kr. Brauð, skonrok og aðrar algengar brauðvörur ....... 32.0 m.kr. Kökur, kex og aðrar iburðarmeiribrauðvörur...............269.1 m.kr. eða samtals 435.0 miljónir króna. Með byggingu verksmiðjunnar við Mývatn lagði Viðreisnar- stjórnin i hernað gegn viðkvæmu dýra- og jur,tariki við vatnið. Fyrir bragðið nýtur núverandi rikisstjórnnokkurra gjaldeyris- tekna. Þær samsvara þvi sem næst þeim gjaldeyri sem varið er til kaupa á erlendu kexi og öðrum siikum „þarfavarningi”. Meó sanni másegja aðrfkisstjórn Geirs Haligrimssonar sé I einu og öllu verðugur arftaki Viðreisnarstjórnarinnar. Það er þungur áfellisdómur. Myndar Begin haröiínustjórn? Það gœti leitt til missættis við Bandaríkin TEL AVIV 13/6 Reuter — Menakem Begin, leiðtogi Likúd-flokksins I Israel, segist gera sér vonir um að geta mynd- að nýja ríkisstjórn undir forustu flokksins I næstu viku. Likúd leit- ast enn við að fá Lýðræðislegu breytingahreyfinguna undir for- ustu fornfræðingsins Jigaels Jadin til þess að koma I stjórn Styrkið neyðarvamir RAUÐA KROSS ÍSLANOS með sér, en heldur litlar horfur eru á að það takist. Samkomulag milli flokkanna strandar einkum á Vesturbakka- héruöunum svokölluðu, en likt og Verkamannaflokkurinn, fráfar- andi stjórnarflokkur, vill Lýð- ræðislega breytingahreyfingin að þau verði að miklu leyti afhent aröbum gegn þvi að arabarikin semji fullan friö við Israel. Likúd stendur hinsvegar fast á þvi að Israel ráði Vesturbakkahéruöun- um áfram og vill innlima þau i rikiö. Sagt er að Begin verði ekki þokað um fet i þvi máli. Þá hefur Lýðræðislegu breytingahreyfing- unni einnig gramist að Likúd skyldi bjóöa Mosje Dajan, fyrrum varnarmálaráöherra, utanrikis- ráðherraembættiö i stjórninni. Takist ekki stjórnarsamstarf milli Likúd og Lýðræðislegu breytingahreyfingarinnar, er tal- ið lfklegast að Likúd myndi stjórn með stuðningi minni hægriflokka og óháðra þing- manna, sem eru á sama máli og Likúd um Vesturbakkahéruðin. Harölinustefna stjórnar undir forustu Likúd I þeim málum gæti hinsvegar haft I för með sér árekstur viö Bandarikin, e.n Bandarikjastjórn hefur gefið I Begin skyn aö hún sé þvi hlynnt að Isra- el láti mestan hluta Vesturbakka- héraðanna af hendi. Lítiö slakaö á kúgun PARIS 10/6 Reuter — Sovéski læknirinn Mikhail. Sjtern, sem látinn var laus úr sovéskum vinnubúðum i mars s.l. eftir alþjóðlega viðleitni til þess að fá hann lausan, sagði i dag I viðtali við franska blaðið Le Monde að Helsinki-samkomulagið frá 1975 hefði engu breytt i stjórnmálum innan Sovétrikjanna. í fáeinum tilfellum hefði að visu verið slak- að á kúgun gagnvart pólitiskum andófsmönnum, en i meginat- riðum hefði ekkert breyst til batnaðar i þvi efni. Sjtern, sem er af gyðingaætt- um, var dæmdur til átta ára frelsissviptingar i desember 1974. Hann var ákærður fyrir að hafa mútur út úr sjúklingum sínum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.