Þjóðviljinn - 15.06.1977, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. júnl 1977
Eðvarð
Framhald af 1
þeim kostnaBi, sem þetta hefur i
för meö sér. Meöan allir aörir eru
aö vinna, þá veröa þessir menn
einnig aö fá sitt kaup.
Fjöldinn mun
tryggja þeim kaup
Langstærsti hluti þeirra, sem I
verkfalliö fara, eru Dagsbrúnar-
menn, eöa sennilega rösklega 600.
Aö sjálfsögöu er útilokaö, aö
Verkamannafélagiö Dagsbrún
geti eitt staöiö undir greiöslum til
verkfallsmannanna, en heildar-
samtökin munu sjá fyrir þvi, og
Dagsbrún aö sinu leyti, þannig aö
mennirnir haldi sinu kaupi. Frá
þessu hefur nú veriö gengiö, og á
trúnaöarmannaráösfundi okkar á
sunnudaginni samþykkti Dags-
brún aö boöa vinnustöövun viö
alla hafnarvinnu og i afgreiöslum
skipafélaga, svo og viö alla
afgreiöslu flugvéla frá og meö
miövikudeginum 22. júni. Undan-
þegin frá þessu afgreiöslubanni
er þó öll vinna viö afgreiöslu
fiskiskipa.
— 011 framkvæmd vinnustööv-
ana I þessari kjaradeilu er meö
öörum hætti en venjulegt má
teljast, þ.e.a.s. allsherjarvinnu-
stöövun hefur ekki veriö beitt
nema aö litlu leyti. Þaö hefur oft
og mikiö veriö rætt I verkalýös-
hreyfingunni, aö beita aöferöum,
sem ekki eru eins fórnfrekar fyrir
verkafólkiö og allsherjarverkfall,
en þó árangursrikar.
Strangar
viðvaranir
Allar þessar vinnustöövanir nú
hafa auövitaö faliö I sér strangar
viövaranir til atvinnurekenda og
rikisvalds og sýnt góöa samstööu
og baráttuvilja verkafólksins.
Full ástæöa var til fyrir atvinnu-
rekendur aö taka þessar
viövaranir alvarlega og ganga til
heiöarlegra samninga. Þvl lengur
sem þaö dregst þeim mun meiri
veröur nauösynin aö grípa til enn
haröari aögeröa. Menn hefur
máske greint nokkuö á um i
hvaöa formi og hversu haröar
aögeröir ættu aö vera hverju
sinni. Ég er sjálfur þeirrar
skoöunar, aö þaö heföi mun fyrr
átt aö setja bann á allan
útflutning afuröa okkar.
Vonum að
þetta flýti fyrir
Okkur er alveg ljóst aö þessar
aögeröir, sem nú hafa veriö
boöaöar, bæöi af Dagsbrún og
fleiri félögum, eru haröar
aögeröir, sem viö vonum að veröi
til þess aö flýta fyrir farsælli
lausn kjaradeilunnar, sagöi Eö-
varö Sigurösson.
ASÍ
Framhald af bls. 3.
launaliður bónda I búvörugrund-
velli talinn meö í vlsitölu-
útreikningum, auk þess sem
tæpur mánuöur er frá því þessi
umræöugrundvöllur var lagöur
fram. Þessa töf og niðurfellingu
launaliöarins er óhjákvæmilegt
aö meta til fjár, þannig aö
munurinn á þessum tveim til-
boöum minnkar enn.
Þegar svo er haft I huga ab
þessi upphæö á aö skiptast i
áfangahækkanir á samnigs-
timanum, er vandséö hvers
vegna Davíð Sch. Thorsteinsson
grípur til slikra rangtúlkana.
Nema tilgangurinn sé, eins og til
er getið hér að framan, aö skapa
ugg meöal almennings og beina
athyglinni frá stlfni atvinnurek-
enda I samningaviöræöunum.
Tískan í
Blóma-
salnum
Fyrir fjórum árum var tekinn
upp sá háttur að efna til tísku-
sýningar i Blómasal Hótels Loft-
leiða hvern föstudag. Það voru
fyrirtækin íslenskur heimilis-
iðnaður, Rammagerðin og Hótel
Loftleiöir , sem stóðu að
sýningunum, þar sem kynntur
var islenskur klæðnaöur unninn
úr i'slenskri ull, að miklu leyti
handunninn. í dag hefjast tisku-
sýningarnar að nýju og fara sem
áöur fram i Blómasal Hótels Loft-
leiða og veröa i hádegisverðar-
tima á hverjum föstudegi til 2.
september n.k. Unnur Arngrims-
dóttir hefur frá upphafi séð um
tiskusýningarnar og mun stjórna
þeim f sumar. Undirbúningur
hefur veriö i höndum Gerðar
Hjörleifsdóttur að hálfu Islensks
heimilisiðnaðar, Hauks Gunnars-
sonar vegna Rammageröarinnar
og Emils Guðmundssonar fyrir
HótelLoftleiðir. Ekki verður unnt
að telja upp allt það sem sýnt
verður, en hér eru flikur allt frá
islenskum ullarnærfötum til
dýrindis samkvæmisklæðnaðar,
en allt unnib úr islenskri ull.
Margar flikur eru handprjónaðar
eða unnar i heimahúsum og
litlum verksmiðjum viðs vegar
um land. Þá mun Guðrún
Vigfúsdóttir frá Isafirði sýna
handofinn klæðnað og Jens
Guðjónsson gullsmiður silfur-
skraut. verða sem fyrr segir
islensku ullarnærfötin tilsýnis, en
þau hafa fyrir löngu hlotið viður-
kenningu allra sem útilif stunda
og þykja einhlit i köldu loftslagi.
Það nýmæli verður á tisku-
sýningunum að nú verður sýnd
tóvinna og sér Sigrún Stefáns-
dóttir um þann þátt- sýningar-
innar. Hárgreiðslu sýningar-
stúlknanna annast Hárgreiðslu-
stofan að Hótel Loftleiðum.
Undanfarin sumur hafa tisku-
sýningarnar vakiö mikla athygli,
bæði eriendra og innlendra gesta i
Blómasal. Þarna gefst gestum
tækifæri til að sjá margbreytileik
islensks ullariönaðar, sem ber
vott um snilli þeirra sem fram-
leitt hafa þennan fatnað og
skrautmuni.
I Blómasal stendur gestum til
boða mikill f jöldi rétta og þar er i
hverju hádegi kalt borð með um
60 réttum. Á kalda borðinu er
m.a. islenskur matur og hefur
hótelið látið sérprenta
upplýsingar um t.d. skyr, svið og
fleira.
Ársafmœli So weto-uppreisnarinnar:
Útifundur í Bakara-
brekkiií dag kl. 530
Þeir sem að útifundinum standa eru ma. Verðandi,
Stúdentaráð, Baráttuhreyfing gegn heimsvaldastefn-
unni, Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins, Fylkingin,
MFÍK og KFÍ, m-l. Fólk er hvatt til að koma á f undinn til
að sýna samstöðu með baráttu svartra í S-Afríku gegn
kúgurum sínum.
Aðalfundur kjördæmisráðs Reykja-
neskjördæmis
Aðalfundur kjördæmisráös Reykjaneskjördæmis
verður haldinn miðvikudaginn 22. júni kl. 20.30 i
Félagsheimilinu Seltjarnarnesi.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning
ritnefndar Keilis. 3. Kosning uppstillingarnefndar
til alþingiskosninga. 4. Svanur Kristjánsson ræöir
kjördæmamáliö. 5. önnur mál.
Svanur
Styrktarmannakerfi Alþýðubandalagsins
Flokksmenn eru vinsamlega minntir á að greiða framlag sitt i styrkt-
armannakerfi flokksins. Greiöa má framlagiö með giróseðli inn á
•hlaupar. 4790 i Alþýðubankanum eða senda þaö til skrifstofu flokksins
aö Grettisgötu 3.
Herstöövaa ndstæöi nga r
Almennur fundur í Höfn í Hornafirði
Almennur fundur herstöðvaandstæðinga veröur haldinn á Höfn i
Hornafirði i kvöld kl. 20.30 i Sindrabæ, uppi. A fundinn mætir Hall-
grimur Hróðmarsson fyrir SHA.
Miðbæjardeild
Hverfahópur herstöövaandstæöinga i Miðbæ heldur fund að
Tryggvagötu 10 I kvöld kl. 20.30. Umræðuefni: Sumarstarfið.
Þjóðhátiðarnefnd Reykjavikur
óskar eftir sölufólki
til að selja merki þjóðhátiðardagsins 17. júnl. Sölufólk
komiaðFrikirkjuvegi 11 á 17. júnikl. 10. Góðsölulaun.
ÞjóNiátiöarnefnd Reykjavikur.
LOFTRÆSTILAGNIR
Blikksmiöjan Vogur Kópavogi
Dregiö hefur verið úr réttum lausnum I 11. auglýsingamyndaget- vitlausri ráðningu gátunnar. En sá sem hlýtur verðlaunin að þessu
raun Þjóðviljans. Lesendur blaðsins áttu f litlum erfiðleikum með sinni, kr. 3.000.-, Birna Oddsdóttir, Kleppsvegi 26, má vitja vinn-
að finna réttu lausnina að þessu sinni og barst aðeins ein lausn með ingsins á auglýsingadeild Þjóöviljans
L J
LEIKFÉLAG a®
REYKJAVtKUR “ “
SAUMASTOFAN
i kvöld, uppselt.
SKJALDHAMRAR
fimmtudag kl. 20.30.
BLESSAÐ BARNALAN
laugardag, uppselt.
Síöustu sýningar á þessu leik-
ári.
Miðasala i Iðnó kl. 14-20.30
Simi 16620.
ÞJÓDLEIKHÚSID
HELENA FAGRA
fimmtudag kl. 20
laugardag kl. 20
Fáar sýningar eftir.
SKIPIÐ
sunnudag kl. 20
Siðasta sinn
Litla sviðiö
KASPAR
fimmtudag kl. 20.30
Slðasta sinn
Miðasala 13.15-20. »
N emendaleíkhúsið
sýnir í Lindarbæ
„Hlaup -
vldd sex”
eftir Sigurð Pálsson.
I kvöld kl. 20.30
fimmtudag kl. 20.30
sunnudag kl. 20.30
Miðasala I Lindarbæ alla daga
kl. 5—7.
Sýningar»daga frá kl. 5—20.30
simi 21971.
SÍS
Framhald af 1 siðu
samstarf verkalýðshreyfingar og
samvinnuhreyfingar væri ein af
megin forsendum þess að
samvinnuhreyfingin gæti orðið
það félagslega afl á þéttbýlis-
svæðunum sem eðlilegt væri.
Var skorað á stjórn SIS að
hlutast til um aö Vinnumála-
sambandið gengi nú þegar til
samninga viö verkalýös-
hreyfinguna á grundvelli yfir-
lýsinga stjórnar Sambandsins,
sem öllum eru kunnar. Valur Arn
þórsson og Eysteinn Jónsson,
sem einkum urðu til svara fyrir
stjórn SIS, töldu öll tormerki á að
hægt væri að semja sérstaklega.
Reyndi Eysteinn aö koma ábyrgð
á þvi aö ekki er hægt að semja að
nokkru á verkalýðshreyfinguna.
Ölafur R. Grimsson hrakti mis-
færslur hans og spurði: Fyrst
samvinnuhreyfingin gat samið
sér árið 1961, hvers vegna er það
óhugsandi nú?
Nánar verður greint frá
fundinum siðar.
eng.
Sjómenn
Framhald af bls. 6.
irmanna sem ráðast til sjós séu ó-
starfhæfir?
Og það er annað sem stéttar-
félög og yfirvöld ættu að kynna
sér, en það er mönnun þessara
skipa. Eldvikin er 2.900 lestir að
stærð og áhöfnin 12-13 manns.
Samsvarandi skip hjá Eimskip
eða SIS myndi ekki hafa undir 20
manna áhöfn, sennilega 25. Er
ekki kominn timi til að skýringa
sé krafist á þvi hvers vegna þess-
um smáútgerðum liðst að hafa
helmingi fámennari áhafnir á
sinum skipum en Eimskip og
SIS? —
Þar með sláum við botninn i
spjallið við Sigurbjörn Guð-
mundsson stýrimann.
— ÞH
Munió
alþjóólegt
hjálparstarf
Rauða
krossins.
RAUÐI KROSS tSLANDS