Þjóðviljinn - 23.06.1977, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 23.06.1977, Qupperneq 11
Fimmtudagur 23. júni 1977 þjóÐVILJINN - StÐA 11 Dali Lama frammi fyrir styttu af guftnum Avalokiteshvara, en hann er holdtekja þess guðs á jörðu hér. „Mér virðist kommúnismi réttlátari en lýðræðið” Stern: Yðar heilagleiki, nú eru 18 ár sfðan þér flýöuð Tibet undan kinversku hernámsyfir- völdunum. Sjáið þér einhverja möguleika á þvi að snúa aftur til Tibet? Dalai Lama: Já. Við trúum þvi statt og stöðugt. Stern: Það þýðir að þér eruð ekki viss um það. Dalai Lama: Við vitum, að mikill meirihluti tibeta i Tibet er andvigur kinversku hernámsyfirvöldunum, fleiri nú en nokkru sinni áður. Þeim liður illa og þeir þjást. Þeir búa við sult. Stern: Kemur það eitthvað við möguleikum yðar á að snúa aftur til Tibet? Dalaí Lama: Þjáningar þjóöarinnar leiða af sér að hún verður hernámsveldinu frá- hverfari og skapa beiskju. Með- an þessi viðhorf eru fyrir hendi, þá hljóta að verða breytingar, kinverjar meðhöndla tibeta ennþá eins og óæðri mannteg- und. Stern: Getið þér nefnt okkur dæmi um þessa illu meðferð? Dalaí Lama: 1 fyrsta lagi kemur hún fram i þvl, hvað þjóðin fær að borða. Tibetar mega ekki kaupa meiri mat en svo I einu, að það dugi þeim I þrjár vikur. Kjöt og smjör fá þeir yfirleitt ekki nema tvisvar eða þrisvar á ári. Umfram- framleiðslan á matvælum fer til kinversku hermannanna 1 land- inu, sem eru um 300.000 talsins, og óbreyttra kinverskra borg- ara þar, sem eru um 100.000. Kinverjar skira upp þorp og staöi og gefa þeim kinversk nöfn. Tibetar mega þvi aðeins ferðast frá einu þorpi til annars aö þeir fái til þess skriflegt leyfi. Stern:Getið þér hugsað yöur, yðar heilagleiki, aö þér muniö einhverntima beita ofbeldi til þess aö ná takmarki yðar? Her- valdi? Dalai Lama: Við búddasinnar prédikum gegn beitingu ofbeld- is. Undir vissum kringumstæð- um eiga menn samt sem áður einskis annars kost en að beita ofbeldi. Stern: Hvenær rennur þá stund valdbeitingarinnar upp, frá yðar sjónarmiði? Dalai Lama: Eins og sakir standa er valdbeiting sennilega óhentug. Þar er I fyrsta lagi éin- faldlega um að ræða mun á höfðatölu: sex miljónir tibeta, sex hundruð miljónir kln- verja.. . Stern: Evrópskur málsháttur hljóðar svo: „óvinir óvina minnaeruminir vinir”. Væri þá ekki rökrétt að þér reynduð að nálgast sovétmenn, sem eru innilegir óvinir kinverja? Dalaí Lama: Það myndi gleðja mig mjög, ef ég ein- hverntíma gæti heimsótt Sovét- rikin. Stern: Haldið þér aö rússar myndu fagna komu yðar? Dalai Lama: Þvi ekki það? Að vlsu héldu rússar þvi fram allt til byrjunar þessa áratugs, að barátta tibeta gegn kinverjum væribarátta afturhalds. En sið- ustu sjö árin hafa rússar endur- skoðað þessa afstöðu sina. Stern: Hafiö þér komið yður i samband við sovétmenn? Dalai Lama: Já, en þar er um einkasambönd að ræða, milli einstaklinga. Stern: Hvert er vald yðar? Ekkert riki i heimi viðurkennir útlagastjórn yðar. Þér lifiö I gullnu búri. Finnst yður ekki oft að þér séuð að slást við skugga? Dalai Lama: Réttlætið og heiðurinn eru okkar megin. Ég hefi ekkert á móti kommúnism- anum. Hann hefur margar góðar hliöar. Ef kinverjar aö- eins færu vel með tíbeta, væri allt frábært. En til þessa höfum við tíbetar ekki séð að við höfum neitt gott út úr hernámi kin- verja. Þessvegna heyjum við baráttu okkar. Stern: Mynduð þér draga yöur I hlé, ef meirihluti tíbetsku þjóðarinnar vildi ekki lengur viðurkenna yður? Dalai Lama: Já. Þegar I stað. Stern: Mynduð þér þá einnig hætta aö verða andlegur leiötogi allra tibeta, Dalai Lama? Dalai Laraa: Vissulega. Ég hef gefið yfirlýsingar I þá átt, að ég myndi ekki hafa neina opin- bera stöðu á hendi I Tibet, ef það yröi sjálfstætt. Ég vildi þar á meðal ekki vera rikisleiðtogi áfram. Vald hefur spillingu i för með sér. Ég vildi frekar vera einskonar „gamall stjórnmála- maður”, einskonar gamall og vis maður meö pólitíska reynslu, sem gæti gefið ráð á bak við tjöldin. Stern: Yðar heilagleiki, hatið þér kinverja? Dalai Lama: Nei. Við erum búddasinnar. Við megum ekki hata. Stern: Hið gamla Tibet, sem hélt út fram að flótta yðar 1959, var i senn prestaveldi og léns- veldi. Það var ófélagslegt og ómannúðlegt riki, og landsfólk- inu var skipt niður i mismun- andi stéttir.... Dalai Lama : Það kerfi var að flestu leyti áreiðanlega órétt- látt. Það var mikil óhamingja. Okkur þykir ennþá mjög leitt til þess að hugsa. Stern: Hverskonar þjóð- félagsform mynduð þér velja fyrir Tíbet, ef þér gætuð ákveðið stefnu þess I stjórnmálum i dag? Dalai Lama: Ég myndi taka eitthvað frá öllum þjóðfélags- formum. Hið frjálsa þjóðfélags- form, lýðræðið, hefur margar góðar hliöar, engu síður en kommúnisminn.Þó virðist mér kommúnisminn margfalt rétt- látari en lýðræöið, þvi aö I lýð- ræðisriki missir maöur vald sitt jafnskjótt og hann missir auð- inn. Kommúnisminn sér greini- lega betur fyrir þeim þegnum samfélagsins, sem minna mega sin. Stern: Einnig I Tibet? Dalai Laraa: Ekki hjá okkur. Þvi miður. Stern: En nú hafa ýmsir blaðamenn farið hrósyrðum um ástandið I hinu nýja Tlbet. Dalai Lama: Blaðamennirnir fengu aðeins að sjá það, sem klnverjar töldu sér gagnlegt aö þeir sæu. 1 samræmi við það höfðu þeir haft um hönd undir búning fyrir komu blaðamann- anna. Þegar Birendra Bir Bikram, konungur I Nepal, fékk að heimsækja Tlbet siðast- liðið ár, var öllum tibetum I Lasa skipað að klæðast tibetsk- um búningum. Rétt áður en konungurinn kom, ruddust kín- verskir lögreglumenn inn I verslanirnar og fylltu þær af matvörum. Tíbetarnir I Lasa fengu lika frá hæstu stöðum fyrirskipun um að bera stórar innkaupatöskur, þegar þeir voru úti á götum, svo að þaö liti út eins og þeir væru nýbúnir að gera stór innkaup. En ég er hræddur um að konunginum hefði brugðið I brún, hefði hann fengið aö sjá I töskurnar. I þess- konar undirbúningi eru kinverj- ar stórsnjallir. Stern: Yðar heilagleiki, þér hafið sagt við tibeta: ,,Ég verð sennilega ekki miklu lengur á meðal yðar.” Hversvegna? Dalai Lama: Ég hygg að ég verði hinn siðasti Dalal Lama. Stern: Hvernig sannfærðust þér um þetta? Dalal Lama: Trúarbrögð okk- ar eiga þar hlut að máli, einnig það, sem vesturlándamenn gjarnan nefna dulrænu. Likt og I kristninni eru -á meðal okkar menn, sem öðlast uppljómun, sjá sýnir, skynja eitthvað innra með sér á yfirskilvitlegan hátt. Viö verðum aðallega fyrir þess- konar reynslu i draumum okk- ar. Stern: En Dalai Lama endur- fæöist alltaf eftir dauða sinn? Dalai Lama: Vissulega. Stern: Hvar endurfæðist þér þá? Dalai Lama: Um það er mjög erfitt að segja. Dalai Lama endurfæðist vissulega héreftir sem hingað til, en næst endurfæöist hann líklega I ann- arri mynd en áður. Nafniö Dalai Lama fylgir honum þá ekki lengur. Hann getur endurfæöst sem steinn, dalur, tré eða blóm. Dalaí Lama í fréttaviðtali við vesturþýska blaðið Stern: nýja ferðaskrifstofu ★ Önnumst alla mögulega fyrirgreiðslu. * Reynið viðskiptin. * Vinsamlegast skrifið hjá yður símanúmer okkar 2 92 11 Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar h/f Skólavörðu stíg 13a — Reykjavík Sími 29211 Laus staða Dóscntsstaða I llffærameinafræði við læknadeild Háskóla isiands er laus til umsóknar. Staða þessi er hlutastaða og fer um veitingu hcnnar og tilhögun samkvæmt ákvæðum 2. gr. laga nr. 67/1972, um breyting á lögum nr. 84/1970, uni Háskóla islands, m.a. að'þvi er varðar tengsl við sér- fræðistörf utan háskólans. Gert er ráð fyrir, aö væntan- legur kennari hafi jafnframt starfsaðstöðu á sjúkrahúsi I Reykjavik. Umsóknarfrestur er til 20. júll n.k. Laun samkv. gildandi reglum um launakjör dósenta I hlutastöðum I læknadeild I samræmi við kennslumagn. Umsækjendur um dósentsstöðu þessa skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vlsindastörf þau, er þeirhafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuneytið, 21i, júni 1977 KópaTOgskaupstaðnr Kl) Kennarastöður i Kópavogi Nokkrar kennarastöður eru lausar við grunnskóla Kópavogs næsta skólaár, m.a. i talkennslu. Einnig i tungumálum, smið- um, teiknun og vélritun á unglingastigi. Umsóknarfrestur til 30. júni. Skólafulltrúinn. Sími AAA Þjóðviljans er Q j_

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.