Þjóðviljinn - 23.06.1977, Síða 13

Þjóðviljinn - 23.06.1977, Síða 13
Fimmtudagur 23. jani 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Fimmtudagsleikritiö: Kynvillu logiö á kennarana Leikritiö sem flutt veröur I út- varpinu i kvöld nefnist ,,Róg- burður”. Þaö er eftir banda- riska höfundinn Lillian Hell- man. Þýöinguna geröi Þórunn Siguröardóttir og leikstjóri er Stefán Baldursson. Aöalhlut- verkin leika Guörún Asmunds- dóttir og Arnar Jónsson. Leikritið er um tvær klst. i flutningi. Tvær ungar konur, Karen Wright og Martha Dobie, starf- rækja heimavistarskóla. Allt leikur i lyndi þar til einn nemenda þeirra, Mary, kemur þeirri sögu á kreik, að kennslu- konurnar séu kynvilltar. Þetta gerir hún til að sleppa við skól- ann, en hana grunar ekki þær hörmulegu afleiðingar, sem athæfi hennar hefur. Leikrit þetta þótt mjög „djarft” þegar það kom fyrst fram árið 1934. Þá var kynvilla litin mun alvarlegri augum en nú og vafasamt er að áhrifin hefðu orðið eins geigvænleg, hefði þetta gerst i dag. En eins og reyndin er um flest góð skáldverk er það sem i leikrit- inu felst ekki bundið við ákveðinn stað eða tlma. Segja má i fáum orðum að boðskapur þess sé, að þvi stærri og biræfn- ari sem lygin er, þvi fremur trúi menn henni. Höfundurinn, Lillian Hellman, fæddist i New Orleans árið 1905. Hún stundaði nám við New York háskóla og kennd þar siðar leikritun. Eitt frægasta leikrit hennar er „The Little Foxes” (Refirnir), 1939, en af öðrum má nefna: „Watch on the Rhine”, 1941, „The Autumn Garden” , 1950, og „Toys in the Attic”, 1960. Þá hefur hún einnig samið söngleik upp úr hinni frægu skáldsögu Voltairés, „Birtingi”, við tónTíst eftír Leonard Bernstein. Aður hefur verið flutt eitt leik- rit eftir Hellman i útvarpinu, „Refirnir” árið 1967. „Fjölliit okkar” í kvöld: Af því Einar Haukur Kristjánsson skrifstofu- stjóri talar um Heklu í þættinum,/ F jöllin okkar" i útvarpinu i kvöld að loknum veðurfregnum kl. 22.15. Af því tilefni eru hér birtar glefsur úr upphafi bókar Sigurðar Þórarinssonar jarð- fræðings,um Heklu, sem út kom árið 1970. Þar seg- ir m.a.: Ekkert eldfjall islenskt hefur hlotið erlendis slika frægð að endemum sem Hekla. Eftir að hún vaknaöi af aldasvefni árið 1104 og gaus I fyrsta sinn aö mönnum ásjáandi, leiö ekki á löngu þar til feiknlegar sögur Fimmtudagur 23. júni 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Sigriöur Eyþórsdóttir les sögur úr bókinni „Dýrunum i dalnum” eftir Lilju Kristjánsdóttur (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Viö sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræöir við Sigur- jón Stefánsson skipstjóra; — fyrri þáttur. Tónleikar kl. 10.40. Morguntónleikar kl. 11.00: Janus Starker og Györgi Sebök leika Sónötu i D-dúr fyrir selló og pianó op. 58 eftir Mendelssohn/ félagar i Vinaroktettinum leika Sextett i Es-dúr fyrir tvö horn og strengjasveit op. 81b eftir Beethoven / Alfred Sous og félagar i Endres kvartettinum leika Kartett fyrir óbó og strengi i F-dúr (K404) eftir Mozart. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frivaktinni. útvarp Hekla aö noröaustanveröu. Myndin er tekin i aprfl 1968. fræga fjalli Heklu tóku að berast af henni út um allan hinn kaþólska heim, og varð það brátt almannarómur, að þar væri að finna aðalinn- gang Helvitis, eða jafnvel Helviti sjálft. Benda likur til þess, að Cisterciensamunkar hafi af ásettu ráði breitt þessa skoðun út, til þess að hræða syndaseli af villunnar vegi meö áþreifanlegri sönnun fyrir hin- um vörmu vistarverum. t elstu skráðu heimildinni um Heklu- gos, Bók undranna, frá þvi um 1180, sem samin var af Herbert kapeláni i klaustrinu i Clair- vaux, segir svo um Heklu: „Hinn nafnfrægi eldketill i Sikil- ey, sem er kallaður strompur Vitis, — hann er, að þvi er menn fullyrað, eins og smáofn i sam- anburði við þetta gifurlega Viti.” Þaö er sigurhreimur i orðum hins fróma munks er hann heldur áfram: „hver er nú svo þverbrotinn og vantrúaður, að hann vilji ekki trúa þvi, aö til sé eilifur eldur, sem þjáir sál- irnar, þegar hann sér með eigin augum þann eld, sem nú hefur verið um rætt?” Nær fjórum öldum eftir að Herbert skrifaði bók sina skrif- ar tengdasonur Melanchtons, læknirinn Capar Peucer: „Upp úr botnlausri hyldýpisgjá Heklufells, eða öllu heldur neðan úr Helviti sjálfu, berast ömurleg óp og háværir hvein- stafir, svo að heyra má þann harmagrát i margra milna fjar- lægð. Kolsvartir hrafnar og gammar eru á sveimi kringum þetta fjall og eiga þar hreiður sin. Þar er að finna port Helvit- is, þvi það er fólki kunnugt af langri reynslu, að þegar fólk- orrustur eru háðar, eða stofnað til blóðbaðs einhvers staðar á jarðarkringlunni, heyrast það- an skelfileg org, grátur og gnistran tanna.” Flestu má venjast, e.t.v. einn- ig hitanum i Heklu, en myrkra- höfðinginn hefur slegið var- nagla við þvi. 1 ferðabók frakk- ans De la Martiniere, prentaðri 1675, eru lesendur fræddir um það, að djöfullinn dragi ^sálir fordæmdra af og til út úr eldum Heklu og kæli þær á halisbreið- unum undan ströndum tslands. Allt fram á 19.öld eimdi viða erlendis af hjátrú varðandi Heklu, og fram á okkar daga hefur mátt heyra svia segja manni aö fara til fjandans með orðunum: Dra át Hacklefjáll. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miöde giss a gan : „Elenóra drottning” eftir Noru Lofts. Kolbrún Friðþjófsdóttir les þýöingu sina (7). 15.00 Miödegistónleikar Hljómsveit franska út- varpsins leikur, .Hjaröljóð á sumri” eftir Arthur Honegger; Jean Martinon stjórnar. Sinfóniuhljóm- sveitin i Boston leikur Kon- serttilbrigði eftir Alberto Ginastera; Erich Leinsdorf stjórnar. Aimée van de Wiele og hljómsveit Tónlistarháskólans i Paris leika „Concert Champétre” eftir Francis Poulenc ; — Georges Prétre stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagiö mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Einsöngur I útvarpssal: Sigrlður Ella Magnúsdóttir syngurlagaflokkinn ,,Konu- ljóð” eftir Robert Schu- mann. Textaþýöing eftir Daniel Á. Danielsson. Ólafur V. Albertsson leikur 20.05 Leikrit: „Rógburöur” eftir Lillian Hellman. Þýöandi: Þórunn Sigurðar- dóttir. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Persónur og leikendur: Karen Wright ... Guörún Asmundsdóttir; Martha Dobie ... Kristbjörg Kjeld; Mary Tilford ... Val- i gerður Dan; Frú Amalia Tilford ... Anna Guðmundsdóttir; Lily Morter ... Þóra Friöriks- dóttir,- Peggy Rogers ... Sól- veig Hauksdóttir; Joseph Cardin ... Amar Jónsson; Rosalie ... Svanhildur Jóhannesdóttir; Evelyn Munn ... Helga Þ. Step- hensen; Agata ... Bryndis Pétursdóttir. Aðrir leikendur: Sólveig Hall- dórsdóttir, Elisabet Þóris- dóttir og Viðar Eggertsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Fjöllin okkar. Einar Haukur Kristjánsson skrifstofu- stjóri talar um Heklu. 22.45 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Jeppabifreiðir óskast Orkustofnun óskar að taka á leigu nokkrar jeppabifreiðir. Upplýsingar i sima 28828 frá kl. 9-10 fyrir hádegið næstu daga. mORKUSTOFNUN Útboð Tilboð i eftirtalin verk f yrir Hitaveitu Suð- urnesja verða opnuð á skrifstofu hitaveit- unnar Vesturbraut 10A Keflavik föstudag- inn 1. júli 1977: 1. Stofnæð Njarðvik—Keflavik, 3. áfangi, kl. 14.00. 2. Dreifikerfi Keflavik, 3. áfangi, kl. 15.00. 17. júní hátíðahöld hafnar- íslendinga Frá Stefáni Asgrimssyni, frétta- ritara Þjóöviljans i Kaupmanna- höfn, 21/6: 17. júni var haldinn hátiðlegur meðal islendinga I Höfn. Islendingafélagið bauö gestum upp á nýbakaðar rjóma- pönnukökur i Jónshúsi milli klukkan 4 og sjö, en um kvöldið var svo skemmtun og dansleikur, sem var mjög vel sótt. Hús Jóns Sigurðssonar er opið 1 sumar alla daga milli kl. 14-22, og fást þar léttar veitingar auk þess sem kostur gefst á að skoða minningarherbergi Jóns Sigurðssonar. Islendingum á leið til Hafnar er bent á aö heimsækja húsiö, en þar liggja frammi blöð aðheiman og ýmsar nytsamlegar upplýsingar. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir mai-mánuð 1977, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byr jaðan virkan dag ef t- ir eindaga uns þau eru orðin 10%, en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, .20. júni 1977.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.