Þjóðviljinn - 19.07.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.07.1977, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. jtíli 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Ólga og óeirðir í Suður-Afríku JÓHANNESARBORG 18/7 Reuter.Talsverð ólga var í tveimur borgarhverfum blökkumanna i Suður- Afríku um helgina, og á einum stað skaut lögreglan --Auðvitað reynum við aö gera eitthvað við menguninni - við blöndum reykinn með ilmvatni. Dönsk heilbrigðisyfirvöld: Sönnunarbyrði velt yfir á framleiðendur Umhverf isverndunar- menn i Danmörku hrósa nú nýunnum sigri i baráttunni við mengunarvaldandi verksmiðjur. Nýskipaður forstöðumaður danskra heilbrigðisyf irvalda og starfslið hans hafa synjað sænsk-norsku fyrirtæki, Lorokem A/S, um leyfi til aðreisa og reka poly-vinyl- kiórið plastverksmiðju i Skælskör í Danmörku. Plastefnið PVC, sem mikið er notað til framleiðslu alls kyns plasthluta, röra, umbúða og hár- greiða, svo eitthvað sé nefnt, er framleitt úr smærri einingum, vinyl-klöriöi. Fá efni eru eins vel þekkt sem skaövaldar fyrir menn og dýr eins og vinyl-klóriðiö, en við framleiðslu PVC sleppur alltaf einhver hluti hráefnisins út i andrúmsloftið, auk þess sem starfsmenn verksmiöjanna eru aldrei óhultir fyrir þvi. — Að undanförnu hefur verið unnið að þvi að loka efnaferlinu og hefur magn vinyl-klóriðs sem sleppur út i umhverfið veriö minnkað um 95% á siðustu fjórum árum. Samsteypa Norsk-Hydro og Nordkem er i þessu tilliti mjög framarlega i mengunarvörnum sinum, en dönsk heilbrigðisyfir- völd hafa krafist þess að hún sanni að það litla magn vinyl - klóriös sem samt sleppur við efnaferlið sé alls ekki skaðlegt heilsu manna. Með þessari ákvörðun hefur hlutunum verið snúið við neyt- endum i hag, þar sem heilbrigð- isyfirvöld hafa ávallt talið sér skylt aö sanna skaðsemi meng- unar áður en til synjunar á rekstrarleyfi eða stöövunar- rekstrar kæmi. Þetta þekkjum viö frá Alverinu, Kisiliðjunni og Grundartanganum hér á landi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Þjóðviljinn hefur aflað sér, er töluvert flutt til landsins af unnum plastvörum úr PVC, en einnig hefur Hampiðjan og fleiri fyrirtæki keypt PVC inn frá Þýskalandi og Noregi og steypt úr þvi sinar framleiðsluvörur. Eins og sagt er hér aö framan er það sjálf framleiðsla PVC sem er hættuleg en ekki vinnsla úr þvi efni, þótt varhugavert þyki að nota PVC-rör til drykkjarvatns- flutninga og PVC-umbúðir utan- um matvæli. Þetta fordæmi danskra heil- brigðisyfirvalda verður væntan- lega til þess að yfirvöld annars staðar láti af undirlægjuhætti sin- um gagnvart verRsmiðjurekstri, sem grunaður er um að vera hættulegur umhverfi sinu og starfsfólki.Umsagnar heilbrigðis- eftirlits rikisins var leitað, en þar eru allir i sumarfrii sem stendur. —A.I aövörunarskotum eftir að kveikt haföi verið í tveim- ur skólum. Til óeirða kom á laugardaginn og sunnudaginn i borgarhverfi blökkumanna fyrir utan Queens- town i Höfðahéraði og i Soweto skammtfrá Jóhannesarborg. All- margir lögregluþjónar og a.m.k. einn óbreyttur borgari urðu fyrir meiðslum i Queenstown á laugar- dagskvöld, þegar mannfjöldinn grýtti lögregluþjóna, sem komu á vettvang eftir að óeirðaseggir höfðu kveikt i tveimur barnaskól- um. Öeirðirnar stóðu aðeins yfir i tiu minútur og dreifðist mann- fjöldinn þegar lögreglan skaut aðvörunarskotum. Fjörutiu og tveir blökkumenn voru handteknir i Soweto á sunnudaginn þegar til óeirða kom við jarðarför manns, sem lög- reglan hafði skotið til bana. Frá óeirðum I Soweto. Lokið fundum á hajréttar- ráðstefiiu NEW YORK 16/7 Reuter — Sjötta fundi hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, sem staðið hefur yfir i New York undanfarnar átta vik- ur, lauk i dag og var ákveðið að sjöundi fundurinn skyldi hefjast 28. mars næstkom- andi i Genf. Sögðu fulltrúar á ráðstefnunni það í einkavið- ræðum að talsverður árang- ur hefði orðið af þessum við- ræðum einkum hvað snerti reglur um vinnsiu auðiinda á hafsbotni. Niðurstöður þessa fundar verða ekki birtar fyrr en i næstu viku. Trúaróeiröir í Tel Aviv TEL AVIV, — Til óeiröa kom I Tel Aviv á föstudagskvöldið, þegar lögreglunni lenti saman við um 3000 strangtrúaða gyðinga, sem reyndu aö loka götum I borginni. Ætluðu gyðingarnir með þessu að koma I veg fyrir alla umferð, þvi að samkvæmt trúarbrögöum þeirra er ekki leyfilegt að aka i bifreið á hvildardaginn. Þetta er i annað sinn i röð, sem óeiröir verða i þeim hverfum Tel Aviv, þar sem strangtúaðir menn búa, kvöldið á undan hvildardeg- inum. Reyndu trúaðir menn klæddir svörtum fötum að setja tálmanir fyrir göturnar,lögreglan tók burtu tálmanirnar og ýtti mönnum burt, en þeir gripu þá til þess að grýta lögregluna. Loks náðist samkomulag um að göt- urnar yrðu opnaðar, en einungis fyrir umferð þeirra sem búa i hverfinu. Fyrr um kvöldiö hand- tók lögreglan sjö unga menn, sem voru að mótmæla lokun gatn- anna. Umsvif strangtrúaðra gyðinga hafa aukist mikið siöan stjórn Be- gins tók við völdum i Israel, þvi að hann varð að ganga til samn- inga við trúarlega stjórnmála- flokka til að fá þingmeirihluta, og lofaði hann þeim þá ýmsum frið- indum. Handtökur i Egyptalandi KAIRÓ 15/7 Reuter — Talsmenn egypsku lögreglunnar skýrðu frá þvi i dag að undanfarna daga hefðu verið handteknir um 600 heittrúaðir múhameðstrúar- menn, sem ákærðir eru fyrir samsæri gegn rikisstjórn lands- ins. Þessir menn eru allir félagar i samtökunum „Iðrun og aftur-. hvarf frá synd” (Takfir wal hijira), sem handtóku og myrtu fyrrverandi ráðherra snemma i þessum mánuði og geröu sprengjuárásir i Kairó. Þinga um krabbamein KAUPMANNAHÖFN 15/7 Reuter — Búist er við þvi að fjórtán milj- ónir Evrópumanna deyi úr krabbameini á næsta áratug, en unnt er þó að lækna einn krabba- meinssjúkling af hverjum þrem- ur, sagði dr. Mikhail Garin, leið- togi krabbameinsdeildar heil- brigðismálastofnunar Sameinuöu þjóðanna, á blaðamannafundi i Kaupmannahöfn i dag. Undanfarna daga hefur Heil- brigðismálastofnunS.Þ. gengist fyrir ráðstefnu um varnir gegn krabbameini i Kaupmannahöfn, og tóku þátt i henni sérfræðingar frá 22 löndum. Lauk henni i dag, og var þá haldinn fundur með fréttamönnum. Yfirmaöur krabbameinsrann- sókna i Vinarháskóla sagði að bú- ast mætti við þvi að 90% lungna- krabba hyrfi ef menn hættu að reykja. „Það bendir einnig ýmis- legt til þess að áfengi sé ekki siður krabbameinsvaldur en tóbak, og valdi krabbameini i þvagblöðru og ýmsum öðrum stöðum likam- ans”, sagði hann. Danskur sérfræðingur sagði að krabbamein i húð væri stöðugt að aukast vegna óhóflegra sólbaða manna nú. Það kom fram i umræðum á ráðstefnunni að krabbamein væri ein af þremur helstu dánarorsök- -um i Evrópu, en hinar tvær væru hjartasjúkdómar og slys. Svipað væri ástandið i Norður-Ameriku og Japan. Lungnakrabbi væri al- gengasta tegund sjúkdómsins og væri hann stöðugt að aukast. Krabbamein i húð og hvitblæði væri einnig að aukast, i Evrópu, en hins vegar væri krabbamein i maga og móðurlifi að minnka. CIA: Byrluöu mönnum inn eiturlyf WASHINGTON 15/7 Reuter — Talsmenn bandarisku leyni- <þjónustunnar CIA skýröu frá þvi i Washington i dag að þeir hefðu fundið skjöl sem sönnuðu að leyniþjónustan heföi gert til- raunir meö eiturlyf á mönnum án vitneskju þeirra. Þegar Carter forseti hafði fengið vitn- eskju um þetta hjá Stansfield Turner, yfirmanni CIA, skýrði hann fréttamönnum frá þvL að hann liti mjög alvarlegum aug- um á þetta mál. Þegar rannsókn var gerð á ýmsu undirferli CIA árið 1975, m.a. áformum um að myrða er- lenda leiðtoga, var svo látiö heita að þessi skjöl um tilraunir með eiturlyf hefðu verið eyði- lögð. En samkvæmt upplýsing- um, sem komu fram i bréfi frá Turner til Daniels Inouye, öld- ungadeildarmanns og formanns rannsóknarnefndar um málefni CIA, fundust þessi skjöl nýlega. Tilraunir með eiturlyf voru geröar á árunum 1953 til 1964, en að sögn Turners var þeim þá hætt. M.a. voru notaðir drykkjumenn og eiturlyfjaneyt- endur við tilraunirnar og voru mönnum byrluö eiturlyf án vitn- eskju þeirra. Eitt markmiö til- raunanna var einmitt það hvernig unnt væri aö gefa mönnum slik lyf án þess aö þeir kæmust að þvi. Einn af þeim mönnum sem notaöir voru sem „tilrauna- dýr”, lifefnafræðingur að nafhi Frank Olson, beið bana við þessar tilraunir; stökk hann út um glugga á hóteli i New York 28. nóvember 1953, þegar hann var undir áhrifum eiturlyfja. Ekki var skýrt frá hinni raun- verulegu dánarorsök hans fyrr en 1975, þegar rannsóknarnefnd fór að hnýsast i leyndarmál CIA.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.