Þjóðviljinn - 19.07.1977, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 19.07.1977, Qupperneq 5
Þriðjudagur 19. júli 1971 þJóÐVILJINN 5 StÐA af erlendum vettvangs VALDARANIÐ í PAKISTAN Fáum mun hafa komið á óvart er herforingjar í Pakistan tóku völdin þar í krafti byssunn- ar i byrjun mánaðarins. Þetta er í þriðja sinn i þriggja áratuga sögu rikisins, sem herinn fer á kreik á þennan hátt. Enda hefur herinn — 400.000 manns að tölu i 70 miljóna landi — allt frá upp- hafi Pakistans verið helsti vald- hafi þess, ásamt með nokkrum tugum yfirstéttarfjölskyldna, sem kunnugir segja að eigi flest, sem eigandi er þar i landi. Varia þarf að taka fram að milli þess- ara fjölskyldna og hersins, sem stöðugt hefur verið hafður sterkur og þrælvopnaður vegna spennunnar i samskiptunum við grannrikin Indland og Afganist- an, hafa jafnan legið vinsam- legir leyniþræðir. Pakistan varð mesta vand- ræðabarn þegar við fæðingu sina og hefur enn ekki komist yfir það. Skipting Indlandsveld- is breta var frá upphafi ófram- kvæmanleg fjarstæða, enda þótt hún væri framkvæmd. Orsakir skiptingarinnar voru ýmsar, svo sem djúplæg andúð ind- verskra múhameðstrúar- manna, sem fyrir daga breta höfðu verið drottnandi i landinu, á þvi að verða minnihluti i ríki með stórum hindúiskum meiri- hluta, og á þær andstæður höfðu bretar að sjálfsögðu spilað til að auðvelda sér það að hafa hemil á þessum langfjölmennasta hluta heimsveldis sins. Lika kom hér til persónulegur metn- aður einstaklinga, eins og Alis Jinnah, helsta leiðtoga múham- eðstrúarmanna þá. En i flestum hlutum Indlands bjuggu hindú- ar og múhameðingar hverjir innan um aðra, auk þess sem það var undir stjórn breta orðið að samofinni, efnahagslegri heild. Skiptingin olli þvi gifur- legu raski og efnahagslegu tjóni fyrir báða aðila. Auk þess hafði skiptingin i för með sér hryllileg fjöldamorð og hryðjuverk, sem ollu ef til vill meira manntjóni en sem nam mannfalli alls breska heimsveldisins i heims- styrjöldinni siðari. Tugir milj- óna urðu þar á ofan forflótta milli landshluta, og var þar um að ræða mestu flóttamanna- strauma eftir siðari heimsstyrj- öld. Og enda þótt indverskum mú- hameðstrúarmönnum tækist að fá þvi framgengt að stofnað væri fyrir þá sérstakt riki, hafa þeir siðan átt i stöðugum erfið- leikum með að halda þvi saman. Rikið var upphaflega i tveimur landfræðilega aðskildum pört- um og lengstum fjandsamlegt Indland hindúa á milli þeirra. Bengal var skipt i tvennt og austurhluti þess lagður til Paki- stans á þeim forsendum einum, að þar bjuggu múhameðstrúar- menn. Þótt Austur-Bengal (sem Zia ul-Haq hershöföingi — lofar að sjálfsögðu kosninum. kallað var Austur-Pakistan meðan það heyrði til Pakistan og heitir nú Bangladess) væri fjölmennara en vesturhluti rik- isins, voru hin pólitisku völd mestanpart i höndum vestur- pakistana, nánar tiltekið fyrr- nefndra auðfjölskyldna, sem flestar eru af punjabiskum og paþönskum ættum, og hersins, en hershöfðingjarnir voru flest- ir úr vesturhluta rikisins. Þetta ólukkulega samband endaði með uppreisn austurpakistana, sem pakistanski herinn reyndi að bæla niður með einhverjum viðurstyggilegustu hryðjuverk- um, sem um getur i siðari tið, en að lokum skárust indverjar i leikinn, sigruðu pakistanska herinn auðveldlega og þar með missti Pakistan austurhluta rik- is sins. En ekki nóg með það, full erf- itt hefur reynst að halda þvi, sem eftir er af Pakistan, saman. Rikið skiptist i fjögur fylki, Punjab, Sind, Norðvesturfylkið og Balútsjistan. I fyrrnefndu fylkjunum tveimur eru töluö tungumál náskyld norðurind- verskum málum og menningar- lega séð eiga þeir landshlutar fjölmargt sameiginlegt með Indlandi. I Norðvesturfylkinu búa hinsvegar paþanar, sem tala pústú, það mál sem er aðal- þjóðtunga Afganistans. Afgan- istan hefur á þeim grundvelli stundum gert kröfur til þessa svæðis og það valdið ýfingum milli þess rikis og Pakistans. í eyðimerkurlandinu Balútsjistan búa harðgerðir þjóðflokkar, balútar og brahúar, og talar sá fyrrnefndi mál náskylt pers- nesku. Þar una menn einnig illa sambandinu við Pakistan og mun balútum þykja það litil breyting til hins betra, þótt em- bættismenn frá Punjab og Sind ráðski nú með þá i stað breskra áður. 1973 var uppreisnarástand i fylkinu og beitti stjórn Zulfik- ars Ali Bhutto hervaldi til að bæla uppreisnina niður. Norð- vesturfylkið og Balútsjistan eiga hvað náttúruskilyrði og þjóðmenningu snertir flest sam- eiginlegra með Iran og Afgan- istan en öðrum hlutum Paki- stans, svo að ekki er von að sambúðin sé árekstralaus. „Múhameðskur sósial- isti” Flestum ber saman um að Bhutto, sem kom til valda eftir að herforingjastjórn Yahya Khans hrundi á illverkum sin- um í Bangladess, hafi reynst einhver nýtasti stjórnandi, sem Pakistan hefur haft, enda ekki við mikið að jafnast. Ot á við reyndist hann slyngur við að koma upp og halda við góðu sambandi við flest eða öll stór- veldi jafnt, svo og arabisku olíu- ríkin, sem var mikið atriði fyrir bögsulegan þjóðarbúskap ríkis- ins. Innanlands kom hann einn- ig I verk ýmsum umbótum. Bhutto er hástéttarmaður, menntaður i breskum og banda- riskum háskólum og þekkir þvi vestrænar hugmyndir vel. Hann lýsti sjálfum sér sem „múham- eðskum sósialista” og kom á þingræði að vestrænni fyrir- mynd. En að halda við þessum vest- rænu stjórnarháttum reyndist hægar sagt en gert. Grundvöllur Pakistans sem rikis er múham- eðstrúin Islam) ein, og af sjálfu íeiðir þvl að ráðamenn rikisins verða að leggja á það alla stund að það sé allra rikja múham- eðskast. En grundvallarreglan i múhameðstrú er hlýðni og und- irgefni, og það fer hvorki vel saman við þingræðislegt lyð- ræði né sósialiskar hugmyndir. Herinn einn i ráðum? Beinn undanfari valdaránsins urðu þingkosningarnar i mars, en i þeim vann flokkur Bhuttos, Alþýðuflokkur Pakistans, feiknasigur, miðað við uppgefn- ar tölur. En stjórnarandstæð- ingar sökuðu Alþýöuflokkinn um kosningasvik og ýmislegt bendir til þess að þær ásakanir Kort þetta af Pakistan sýnir skiptingu þess í fylki. Auk fylkjanna fjögurra heldur Pakistan norðvesturhluta Kasmlrs, eftir að þar samdist um vopnahlé milli Pakist- ans og Indlands. séu ekki með öliu úr lausu lofti gripnar. Afleiðingin varð mikil ógnaröld i borgum landsins og vigaferli milli stjórnarsinna og stjórna ra ndstæðinga . Þaö 1 ástand notuðu hershöfðingjarn- ir sem átyllu fyrir valdaráninu. Það er nokkurnveginn ófrá- vikjanleg venja hershöfðingja, sem fremja valdarán, að láta þvi fylgja fögur fyrirheit um lýðræði og frjálsar kosningar — innan skamms, en þaö er engu siður föst regla slikra valdaræn- ingja að standa ekki við þau lof- orð. Það er þvi ekki mikið upp úr þvi leggjandi að Zia ul-Haq, forsprakki herforingjanna, lof- ar kosningum i október. Hvort herinn hefur verið einn i ráðum um valdaránið er vafamál. Að visu setti hann foringja bæði stjórnarflokks og stjórnarand- stöðu i stofufangelsi, en hins- vegar hefur vakið athygli aö vissir framámenn stjórnarand- stöðunnar hafa tekið valdarán- inu með litt dulinni velþóknun. Einn af helstu leiðtogum stjórn- arandstæðinga er meira að segja einn af helstu herforingj- um landsins, Asghar Khan flug- marskálkur. Hann er góður kunningi hershöfðingja þeirra, sem stóðu fyrir valdaráninu, og hann hefur verið ósamvinnu- þýðastur allra stjórnarandstæð- inga gagnvart Bhutto og þannig hellt oliu á eld illindanna. Meðan óeirðirnar stóðu sem hæst, sakaði Bhutto Bandarikin um að reyna að grafa undan stjórninni með þvi að styðja stjórnarandstæðinga. Hvað hann hafði fyrir sér i þvi er ekki Frá Karachi. vitað, en liklega hafa þau um- mæli ekki fallið i góðan jarðveg hjá herforingjunum. Vald þeirra byggist á þvi að herinn sé sem best vopnaður, og þeir vilja þvi sem best samband við Bandarikin, langmesta vopna- útflutningsriki heims, til að tryggja sér stöðugan innflutning vopna þaðan. Þetta kann að hafa ýtt undir Zia og hans félaga um að hefjast handa. Um fyrri herforingjastjórnir Pakistans er það helst að segja i stuttu máli að þær reyndust all- ar illar og ónýtar, og varla mun búist við neinu betra af þeirri, sem nú er nýtekin við. Herfor- ingjarnir og stjórnarandstæö- ingar þeir, sem kunna að vera I samsæri meðþeim, munu reyna að byggja veg sinn sem mest á óvinsældum Bhuttos. Alþýöuflokkur hans kvað allvinsæll meðal bænda, sem eru stærsti hlul.i þjóðarinn ar, en hann espaði gegn sér múllana (múhameðsprestana) og aðra strangtrúaða múham- eðstrúarmenn, sem sáu véla- brögð Seitans (eins og kölski heitir hjá múhameðingum) á bak viö ymsar vestrænulegar ráðstafanir hans. Efnahagsráð- stafanir ýmsar bökuðu Bhutto einnig óvinsældir verkamanna og millistéttar i borgum, eink- um i Punjab, fylki þvi sem hvað völd snertir er þungamiðja rik- isns, en einnig suður i Sind, það- an sem Bhutto er sjálfur ættað- ur. Bhutto ætti hinsvegar ekki að þurfa að vera alveg vonlaus. Andstæðingar stjórnar hans eru að visu i bandalagi, en þar eru saman i fylkingu flokkar strangtrúaðra og ihaldssamra múhameðinga og tiltölulega umbótasinnaðir flokkar, sem raunverulega eru ekki sammála um neitt nema það að vera á móti Bhutto. Með tillit til þessa og einnig hins, að vera kynni að Zia hershöfðingi reyndist álika gæfulgur stjórnandi og Yahya Khan (sem ofaná allt annað var alkóhólisti. sem vita- skuld er grófasta hugsanleg svi- virða i riki, er beinlinis grund- vallast á múhameðstrú), þá er alls ekki óhugsandi að Bhutto, sem þrátt fyrir alla galla er enginn veifiskati, gæti átt eftir að ná i hendur sinar stjórnar- taumunum á nýjan leik. dþ. ÍBÚASAMTÖK VESTURBÆJAR: Mótmæla spjöllum á trjágróðrí Nýlega var haldinn almennur félagsfundur ibúasamtaka Vesturbæjar og varhann vel sótt- ur. Ýmis mál voru á dagskrá: 1. Fyrir dyrum stendur á veg- um samtakanna útgáfa bæklings um viðhald húsa og voru þau mál kynntog samþykkti fundurinn að vinna að þeim af fullum krafti og leita fjárstuðnings ýmissa aöila. 2. Gestur Ólafsson arkitekt kynnti skipulag við Hafnarstræti austanvert með tilliti til niðurrifs hússins nr. 22. Spunnust um þaö miklar umræöur og komu fram efasemdirum að rifa ætti húsiö. Fundurinn kaus vinnuhóp til að kanna aðrar leiðir, bæði með til- liti til þessa húss og götutenging- ar Hafnarstrætis og Tryggva- götu. 3. Laufey Jakobsdóttir kynnti það sem gerst hefur i fegrunar- málum Grjótaþorps en ibúar þar hafa nýlega gertskrúðgarði port- inu bak viö Fjalaköttinn. Stjórn- inni var falið að mynda vinnuhóp til að fegra einhverja aðra lóö á þessu svæði. 4. Kynntur var undirbúningur að gerð plakats sem stjórnin er að láta gera og samþykktifundurinn hugmyndir hennar. 5. Eftirfarandi ályktun var samþykkt: „Ibúasamtök Vesturbæjar beina þeim eindregnu tilmælum til borgaryfirvalda að komiö sé i veg f yrir f rekari spjöll á trágróðri i miðbænum. Gömul tré sem ver- ið hafa bæjarprýði falla nú hvert af öðru og heggur sá er hlifa skyldi. Má nefna áratuga gömul tré viö Túngötu i garði Magnúsar Einarssonardýralæknis, gullregn og fleiri fögur tré I garði Onnu Thoroddsen. Þar féllu tré ötulla brautryðjenda i garöræktarmál- um Reykjavikur. Fundur Ibúasamtaka Vestur- bæjar telur að Reykjavikurborg beri skylda til að halda hlifiskildi yfir trjágróðri i borginni og standa vörð um gamla gróður- reiti sem tengjast farsælu starfi borgarbúa.” Nýir félagar i ibúasamtökunum geta látið skrá sig i sölubúð Sögu- félagsinsefsti Fischersundi (opið kl. 2-6). (Fréttat ilky n ning)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.