Þjóðviljinn - 19.07.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.07.1977, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 19. júli 1977 54 skip Framhald af 1 En þaö er auðvitaö enginn vandi aö „plata Matta” í slikri skýrslugerö. Skipin veiða oft lika á Færeyjamiðum og á Noregs- miðum. Þar sem þorskurinn er ekki merktur eftir þjóöerni er þvi enginn vandi fyrir skipstjórana að lýsa þvi yfir er þeir koma til heimahafnar aö allur uísinn og karfinn hafi fengist á Islandsmið- um en allur þorskurinn viö Fær- eyjar. Meðal annars þess vegna er af- staða sjávarútvegsráðherra til veiða útlendinga við landið með- an á friðunaraðgerðum þessum stendur hreint makalaus. — eng. Undanúrslit Framhald af 11 Fyrirfram var þeim lika spáö ör- uggum sigri. Besta aírekið i mót- inu var unnið i 100 metra hlaupi. Þar hljóp Lannaman, Bretlandi, ■á 10,93sek. Glæsilegt afrek og eitt örfárra sinna sem kvenmaður hleypur undir 10 sek. Islensku stúlkurnar komust hvergi á verö- launapall, og þær Ingunn Einars- dóttir og Lilja Guðmundsdóttir, máttarstólparnir I liðinu, voru langt frá sinu bðsta. — hól. Landsleikur Framhald af 11. siðu. Roy Augustsson, Landskrona Kent Karlsson IFK Eskilstuna Björn Nordquist, IFK Göteborg Bo Borjesin, IFK Sundsvall Eine Fredriksson, IFK Norrköp- ing Lenest Larsson, Halmstad BK Anders Linderoth, Osters IF Sigvard Johansson, Landskrona bois Olle Nordin, IFK Gðteborg Toraas Sjöberg, Malmö FF Forsala aðgöngumiða er hafin i sölutjaldi við tltvegsbankann. Miðaverðer 800 krónur i stæöi, en 1200 i stúku. Geysilegur áhugi er fyrir leiknum i Sviþjóð, og er taliö að a.m.k. 12 sænskir blaöamenn komitil að fylgjast meö leiknum. Sérstakur heiðursgestur, Kristján Eldjárn, forseti Islands, mun veröa meðal áhorfenda, en hann mun einnig heilsa leikmönn- um áður en leikur hefst. Dómari verður skoskur, Willy Anderson, en linuverðir islenskir, þeir Þor- varður Björnsson og Kjartan Ólafsson. Eimskip Framhald af 1 Spor þessara miklu athafna- manna liggja viða um heim fjár- málanna og mun Þjv. á næstu dögum gera nokkra grein fyrir þvi hvar þeir koma við á för sinni. eng. Innflutn- ingur bifreida tvö- faldast Bilainnflutningur hefur tvö- faldast á sl. þrem mánuðum að þvi er skýrsla frá hagstofunni hermir. Fyrstu þrjá mánuði árs- ins voru fiuttar inn 1135 nýjar fóiksbifreiðir og er það ailmiklu meira en i fyrra, þá voru fiuttar inn 1926 fólksbilar. Innflutningur á notuðum bilum, vörubilum ofl. er ekki mikill, en alls hafa 3.851 bifreið komið til landsins á sl. hálfu ári. Þakkir frá Schmidt Helmut Schmidt, kanslari, sendi Geir Hallgrimssyni, for- sætisræaðherra, svohljóðandi skeyti frá flugvél sinni á leið frá islandi i fyrradag: „Þegar ég nú kveð ísland, þakka ég innilega hlýjar móttök- ur og mikla gestrisni, sem ég og kona min nutum. Ég met mikils viöræður okkar og skoðanaskipti. Förin til Vestmannaeyja var hin ánægjulegasta og væntanleg heimsókn yðar til Bonn er mér gleðiefni.” íslenskir alþingismenn í Bretlandi Sendinefnd frá Alþingi heim- sækir nú Bretland og dvelstþar til 27. þessa mánaðar. Hún dvelst i boði breska þingsins i Lundúnum og fer þaðan til Grimsby og Edin- borgar. Þátttakendur i ferðinni eru þessir alþingismenn: Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, Jón G. Sólnes, Gunnlaugur Finnsson, Ragnar Arnalds og Benedikt Gröndal. Auk þess Frið- jón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis. Þorvaldur Garðar Kristjánsson fors. Ed. er formaður sendi- nefndarinnar. Tvö presta- köll laus Biskup Islands hefur lýst tvö prestaköll laus til umsóknar. Annaö er Isafjöröur i Isafjarðar- prófastsdæmi, (Isaf jarðar-, Hnifsdals- og Eyrarsóknir), en hitt er Reykholt i Borgarfjarðar- prófastsdæmi, (Reykholts-, Stóra-Ass-, Gilsbakka- og Siöu- múlasóknir). Umsóknarfrestur um bæöi prestaköllin er til 20. ág. n.k. f Tílkynning tU launagreiðenda er haJfa í þjónustu sinni starfsmenn búsetta í Kópavogi Samkvæmt heimild i 7. tölulið 103. gr. reglugerðar nr. 245/1963, er þess hér með krafist — af öllum þeim er greiða laun starfsmönnum búsettum i Kópavogi, að þeir skili nú þegar skýrslu um nöfn starfs- manna hér i umdæminu,semtaka laun hjá þeim, nafnnúmer, heimilisfang og gjald- daga launa. Jafnframt skal vakin athygli á skyldu kaupgreiðenda,að tilkynna er launþegar hætta að taka laun hjá þeim,og þeirri ábyrgð, er kaupgreiðandi fellir á sig, ef hann vanrækir skyldur sinar samkvæmt ofansögðu eða vanrækir að halda eftir af launum upp i þinggjöld samkvæmt þvi sem krafist er, en i þeim tilvikum er hægt að innheimta gjöldin hjá kaupgreiðanda, svo sem um eigin skuld væri að ræða. Þá er þess óskað að við launaútborganir um næstu mánaðamót og i ágúst verði haldið eftir sömu fjárhæð og tekin var i hverjum mánuði i febrúar-júni, ef krafa hefur þá ekki enn borist frá mér. Bæjarfógetinn i Kópavogi 14. júli 1977. BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Tómasarhaga, Fellsmúla, Bólstaðarhlíð_______ ÞJÓOVILJINN Vinsamlegast hafið samband við af- greiðsluna Siðumúla 6 — simi 81333 mánud — föstud. Guðiaug Bjartmarsdóttir er látin. Börn og tengdabörn. Fœrri umferdarslvs í ár. en: 15 hafa látist í slysum Samkvæmt nýútkominni bráðabirgöaskýrslu um um- ferðarslys fyrstu sex mánuði þessa árs kemur I ljós að umferðarslysum hefur i heild fækkað nokkuö frá þvi á sama tima árið 1976. Frá áramótum til júniloka hafa orðiö 2.874 umferðarslys,en þau urðu á sama tima árið 1976 samtals 3.263. 1 159 þessára slysa hlutust meiri eða minni meiðsli á móti 178 slysum i fyrra. Dauöaslys á þessu timabili eru oröin fleiri en hafa verið á undanförnum árum. Þannig hafa orðið 12 dauðaslys i ár þar sem 15 manns hafa látist en urðu i fyrra 8 og 8 árið 1975. Þess má geta að árið 1975 létust fleiri iumferðarslysum en nokkru sinni áður á einu ári eða samtals 33. I 159 slysum með meiðslum i ár slösuðust 205 manns, en á sama tima i fyrra slösuðust 236 manns. Minni háttar meiðsli hafa 101 hlotið á móti 126 1 fyrra og meiri háttar meiðsli 104 á móti 110 á sama tima i fyrra. Flestir slasaðra voru ökumenn og farþegar Langflestir þeirra sem slösuð- ust eða létust I umferðarslysum fyrri helming þessa árs voru öku- menn og farþegar bifreiða, sam- tals 132. Gangandi vegfarendur eru næstflestir 57, ökumenn bif- hjóla 7,11 ökumenn léttra bifhjóla og i reiðhjólaslysum slösuðust 13. Pípulagnir Nýlagnir, breyting- ar, hitaveitutenging- ar. Simi 36929 (milli kl. 12 og I og eftir kl. 7 á kvöldin) Langflest slysanna urðu vegna áreksturs tveggja eða fleiri öku- tækja. Þar næst var ekið á gang- andi vegfarendur i 55 tilfellum og útafakstur var i 35 tilfellum. Nakin hjóna- vígsla ■TORONTO 15/7 Reuter — Kanadískur prestur, B.E. Lesiie, sem stýrir giftinga- þjónustu, þar sem hjónaleysi geta látið pússa sig saman hvenær sem er sólarhrings- ins, hefur nú fallist á að framkvæma vigsluathöfnina fyrir fólk, sem vill ganga ailsnakið í þaö heilaga. „Við giftum hvern sem er, hvar sem er, hvenær sem er, svo framarlega sem það er gertá virðulegan hátt” sagði hann i dag. Brúðurin, Elaine Wills, er fegurðardrottning striplinga i Texas, og ætlar hún aö taka þátt i alþjóðlegri fegurðar- samkeppni striplinga i Ontario, tveimur dögum eft- ir giftinguna, sem fram á að fara 22. júli. Presturinn féllst á að framkvæma hjónavigsl- una, og sagði einungis að hann ætlaði að ræða við stúlkuna og unnusta hennar til aö ganga úr skugga um það að þau hefðu annan og göfugri tilgang með þessari nöktu vigslu en auglýsinga- bröltiö eitt. Herstöðvaandstæðingar Fundur verður I Laugarness- og Vogahóp Samtaka herstöðva- andstæðinga n.k. fimmtud. ki. 1/2 9 aö Tryggvagötu 10. Umræðuefni: hugsanleg útihátiö i haust og starfið I sumar. Ariö- andi að allir mæti. Skrifstofa samtakanna að Tryggvagötu 10 er opin alla virka daga milli 4 og 7, siminn er 17966. Litið inn og kynniö ykkur útgáfuefni samtakanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.