Þjóðviljinn - 19.07.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.07.1977, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. júli 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — 7 3Þeir sem vanmeta sálfrædileg atridi hafa ekki tekið einkalíf sitt til athugunar og sett það i pólitiskt samhengi. Oft eru þeir kúgarar i samskiptum við þá sem þeir umgangast mest. Ecjill Egilsson eölisfræöingur og Guðfinna Eydal sálf ræðingur Meira um Marx og Freud Þau skrif sem sýning Lés konungs fæddi af sér hafa upp á siðkastið færst nær hreinni hug- myndafræði. Um það er deilt hvort framleiðsluhættir og stéttabarátta leiði ein til nauð- synlegs skilings á samfélaginu. A hinn bóginn hefur einangruðu atriði Ur yfirbyggingu þess ver- ið gert hátt undir höfði og þvi ætluð mikil þýðing. Karl Marx skipti samfélaginu annars veg- ar i undirbyggingu, sem er hið efnislega umhverfi mannsins og enn frekar skipulag á fram- leiðslu efnalegra gæða. Þetta svið er samkvæmt kenningunni ákvarðandi fyrir þróun sam- félagsins. Það ákvarðast af þvi hvemig það þróast sjálft og ennfremur ákvarðar það þróun afgangsins af samfélaginu, þvi sem hefur verið nefnt yfirbygg- ing þess. Dæmi um einstaka hluta yfirbyggingarinnar eru trúarhugmyndir, heimspeki- eða stjórnmálakerfi, siðfræðilegt ogfagurfræðilegt mat, lög sam- félagsins. Meðal þessara atriða yfirbyggingarinnar er kynlífið, sem einn greinarhöfundur hefur haldið á lofti og talið skapa mannkyninu örlöjg. öðrum greinarhöfundi hefur fundist sæmra að einbeita sér að skiln- ingi á undirbyggingunni þvi að hún sé ákvarðandi fyrir allt hitt, þar á meðal það svið sem hinn höfundurinn telur svo mikil- vægt. Meðal annars hefur hann spurt hvort i blaði þjóðfrelsis og sósialisma eigi að leggja fyrir róða allt tal um framleiðsluöfl og stéttarandstæður en fara að masa um pikur og typpi i stað- inn. Litum á hvernig ,,blað só- sialisma” rækir þær skyldur sem slik nafngift leggur þvi á herðar. 1 blaðinu 26/6 sl. er sagt frá að fallegar stúlkur valdi hryggsköðum á karlmönn- um af þvf að þeir taki á sig snögga rykki við að horfa á eftir þeim. t sama tbl. er sagt frá könnun tveggja sálfræðingá á mati karlmanna á konum. Samkvæmt henni er kynhvöt karlmanna sterkari en kvenna af þvi að þeir eru gefnari fyrir kynsvall og klám en konur. Með þessu er blaðið að flytja mál sem er til þess eins fallið að halda við kúgun karlmanns*auð- valdsskipulagsins á konum. 1 öllum tbl. eru iþróttir með- höndlaðar eins og i hinum dag- blöðunum. Alið er á afreka- streði i stað þess að setja þær i félagslegt samhengi eða berjast fyrir almenningsiþrótt- um sem gætu spornað við þeim skaða á heilsu manna sem borgarlif leiðir til. A móti þessu vegur deilan sem sýning Lés konungs kom af stað. Fleira gott vegur á móti hinni ljótu upptalningu hér að framan. Ástæðan til að leggja orð i belg er að þessi umræða er nú komin að mörgum meginatrið- um sósialismans. Grein Vé- steins ólasonar i Þjv.þann 25/6 sl. beinir umræðunni að Marx og Freud, sem hann notar að nokkru leyti fyrir tákn undir- byggingar annarsvegar en hins- vegar yfirbyggingar. Greinin beinir umraeðunni einkum að þvi höfuðatriði hvort fram- leiðsluhættir séu orsök að öllu öðru i samfélaginu. Vésteinn bendir á að reynslan hafi sýnt að ekki nægi að breyta undir- byggingunni til að hugsunar- háttur eða hegðun breytist. Dæmi um þetta eru lönd Austur- evrópu, þar sem litið sem ekk- ert hefur færst i átt til jafnréttis á milli kynjanna. Þá, sem hallast að þvi að leita skýringar á öllu i fram- leiðsluháttunum, teljum við markaða af hugsunarhætti hefðbundins marxisma sem hefur ekki tekið mið af þvi sem hefur bæst við af þekkingu mannkynsins frá þvi að Marx var uppi. Þetta flókna mál er i sem stystri framsetningu þann- ig: Marxismi er orðinn til þegar hin mekaniska heimsmynd raunvisindanna var einráð og talin altæk. Hún fól aðeins i sér hluti sem voru i orsakasam- hengi hver við annan. Ef ekki var hægt að komast að orsök hlutar var það af tæknilegum á- stæðum en ekki fræðilega úti- lokað. Sú grundvallarhugmynd marxisma að samfélag sé sam- safn efnislegra hluta veldur því að þessi lögmálsbundni hugsun- arháttur er færður yfir á það. Astand hins efnislega umhverfis og framleiðsluhættir ákvarða allt sem gerist „ofar” i samfé- laginu, það sem hefur verið nefnt afleidd fyrirbrigði i téðum dagskrárgreinum. Seinna (um 1925) urðu náttúruvisindin að gefa fyrrnefnda heimsmynd upp á bátinn eða setja henni skorður. (Engin tilviljun að eina marxiska rikið sem var þá til stóð gegn þeirri endurskoðun). Þegar um litlar efnisagnir var að ræða varð fræðiléga útilok- að að rekja samhengi efnislegra fyrirbrigða þannig að hægt væri að tala um orsakir og afleiðing- ar. Hugtökin orsök og afleiðing höfðu misst gildi sitt. Auðvelt er (með rafútbúnaði eða i lifandi verum) að magna þessi ó- orsakabundnu fyrirbrigði svo að þau verði af dagsdaglegri stærð.Þarmeð var hinum raun- visindalega grundvelli sem var m.a. rennt undir hina lögmáls- bundnu söguskoðun marxism- ans kippt burt. t samræmi við þettahafaChe Guevaraog Maó formaöur tekið siðfræðileg atriði i hugmynda- fræðilegar athuganir sinar (vol- untarismi). Alhr geta verið sammála um að undirbyggingin hafi áhrif á yfirbygginguna. Auðvelt er að taka dæmi um hið gagnstæða: Drykkfelldur ráðherra ákveður i timburmönnum að reisa skuli verksmiðju. Þetta myndu þeir sem halda fram að undirbygg- ingin sé orsök alls skýra með að drykkjuskapur ráðherrans eigi sér orsök i undirbyggingunni, og dæmið sé þvi ekki i ósamræmi við hefðbundinn marxisma. Við höldum aftur á móti að svo þurfi ekki að vera,sbr. ofangreint um náttúruvisindi nútimans. Þann- ig hafi yfir- og undirbyggingin áhrif hvor á aðra. Auk þessa er um baktenginu (e. feedback) að ræða á milli sviðanna tveggja. Séu þannig orsakasamhengi fyrir hendi er erfitt að tala um orsakir og afleiðingar. Þannig eru sviðin tvö jafn rétthá. Ekki erhægtaðsegjaað annað sviðið fáist við meiri grundvallarsann- indi en hitt. Maðurinn og mann- legt samfélag er afleiðing fram- leiðsluhátta. En um leið mótar hann þá framleiðsluhætti sjálf- ur. Samfélagið er i einu hlutlæg- ur veruleikiog búið til af mönn- um. Ef á að skilja samfélagið (og þar meðgrunneiningarþess, einstaklingana) þarf að taka fyrir bæði sviðin. Hin hefð- bundna marxiska greining á samfélaginu nægir ekki. Hún fæst einungis við hinn ytri raun- veruleika. Umræður um „typpi og pík- ur” eru þvi ekki mas. Það á að taka slika hluti alvarlega og reyna að skilja þýðingu þeirra hluta fyrir framgang sósial- isma. Margir hafa bent á hvað aðstaða kvenna sé órjúfanlega tengd kynferði þeirra. Kon- an er fest i kynhlut- verki sinu vegna kyn- ferðisins, („pikunn- ar”). Heilar bækur hafa verið samdar um það hvernig kynferðið er notað gegn konum og hvernig gildismat samfé- lagsins á konum er bundið kyni þeirra. Einnig er sumum mönn- um orðið ljóst, að það þarf að taka sálfræðilegar skýringar með i reikninginn til að skilja að hægt sé að kúga einstaklingana með kynferði þeirra. Þetta á að sjálfsögðu bæði við um konur og karla. Marxistar hafa oft ekki viljað taka sálfræðileg atriði með i greiningu samfélagsins og hafa haldið að með þvi einu að brey ta undirbyggingunni yrðu konur meðvitaðar um stöðu sina. En í uppbyggingu sósialisks þjóðfé- lags þarf að taka sálfræðileg atriði með og gefa þeim svipað vægi og hinum efnislega eða ytri veruleika. Freud fékkst mikið við sál- fræðileg atriði i ljósi kynferðis. Hann lagði fyrstur manna áherslu á hvernig kynferðisleg atriðimóta manninn. Það skipt- irekkimálii þessu sambandiað hann fékkst meira við „typpi” en ,,pikur”.Hið mikilvæga er að hann gerði sér grein fyrir að sterk ómeðvituð kynferðisleg öfl ráða miklu um persónuleika mannsins. Hvort sem menn aö- hyllast Freud eða ekki, geta fæstir neitað að hann auðgaði skilning mannsins á sjálfum sér mjög. Marxisk kenning og sálgrein- ingin þurfa hvor á annarri að halda, og að gagnrýna og auðga hvor aðra. Þetta er verið að gera idag. Það fer einkum fram við Sigmund Freud stofnunina i Vestur-Þýskalandi. Þar eru brautryðjendur hins svonefnda Frankfurtskóla. Greina má á milli þriggja aðferða þeirra. Ein sameinar fræðikenningar sálgreiningarinnar, um sið- menningu, samfélagskenningu marxismans. önnur er fólgin i að setja fram kenningu um hvernig maðurinn verður að fé- lagsveru („sósialiserast”) eða aðlagast samfélaginu. Hún leggur áherslu á hið sagnfræði- lega við það hvernig samfélagið mótar einstaklingana. Þriðja aðferðin notar kenningar sál- greiningarinnar um taugaveikl- un (neurosis) til að fylla upp i eyður i kenningum Marx um auðvaldssamfélagið. Við vekjum athygli á hættu sem leynist i þeirri skoðun að undirbyggingin sé frumorsök alls. Við höldum sterklega aö kú trú sé meginorsök þess hvernig tókst til um uppbyggingu sósial- isma i löndum Austur-Evrópu. Sósialiskar „umbætur” gerðar af mönnum með þessa skoðun eru dæmdar til að mistakst i sama mæli. Hlutir sem „koma af sjálfu sér” vegna breytinga á undirbyggingu verða vanræktir af þvi að þeir koma ekki af sjálfu sér. Marxisk kenning hef- ur snúist um framleiðslu efna- legra gæða (e. production). Henni hefur sést yfir mikilvægt svið sem er órjúfanlega tengt framleiðslusviðinu. Þaö er end- umýjun (e. reproduction) sam- félagsins, allt sem lýtur að „framleiðslu” og „viðhaldi” einstaklinga. Þetta starf fer að miklu leyti fram á heimilunum og er nærri eingöngu unnið af konum. Einhver hefur sagt að samkvæmt marxiskum kenn- ingum mætti halda að maðurinn fæddist daginn sem hann kemur út á vinnumarkaðinn. Það er enn að þeir,sem van- meta þýðingu yfirbyggingar- innar, svo sem sálfræðileg atr- iði, og þýðingu alls hins per- sónulega, hafa þar með ekki tek- ið einkalif sitt til athugunar eða settþað i pólitiskt samhengi, en eru oftkúgarar i skiptum sinum við þá sem þeir hafa mest af að segja. Þessir menn geta verið framkvæmd sósialismans til skaða, þvi að við framkvæmd hans reynir á þau atriði sem þeir vanrækja. Vinn oli Kópavogs í heimsókn A dögunum fengu Þjóðviljamenn ágæta gesti: sjö stúlkur úr Vinnuskóla Kópavogs ásamt leiðbeinanda, en Vinnuskóli þessi er útleitinn og forvit- inn og fer viða. Nú var spurt um blaðamennsku, kosti og galla þessstarls, daglega iðju á dagblaði og fleira þessháttar. Arni Bergmann varð fýrir svörum. Eik tók myndina á kaffistofu blaðsins. Samid um skada- bætur Landsvirkjun hefur samið við júgósIavenska verktakann Energoprojekt um bætur vegna aukakostnaðar af vatnsaga i stöðvarhúsgrunni og botnrás stiflu við Sigölduvirkjun. Greiðir Landsvirkjun Júgó- slövum um eina miljón banda- rikjadollara i bætur og vexti eða um 195 milj. isl. króna. Aukakostnaður þessi varð i meginatriðum vegna meiri leka bergsins og jarðlaga en gera mátti ráð fyrir i upphafi verks, sem leiddi óhjákvæmilega til meiri kostnaðar við dælingu jarðvatns i stöðvarhúsgrunni og botnrás stiflu meðan á fram- kvæmdum stóð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.