Þjóðviljinn - 19.07.1977, Side 8

Þjóðviljinn - 19.07.1977, Side 8
8 SIÐA — ÞJ6ÐVILJ1NN Þriðjudagur 19. júli 1977 Þriöjudagur 19. júll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 GAGN OG GAMAN ÁN KYNSLÓÐABILS Sólveig Halldórsdóttir, Stefán Jónsson, Soffla Guömundsdóttir og ólaf- ur Halldórsson á tali. Hagnheiöur, Hildigunnur og Steinar frá Akureyri aö snæöingi. Þaö viöraöi vel til matseldar á útigrillinu og samræöna yfir eldinum. i ánni var hægt aö busla og vaöa I 20 stiga hita. Þeir allra svölustu reyndu jafnvel aö taka sundtökin. og .... Um helgina 8.-10. júll komu ýmsir vinir og vel- unnarar Alþýðubandalags- ins á Norðurlandi eystra saman að Breiðumýri í Reykjadal. Uppi í árgilinu með Mýraránni/ sem rétt ofan við heitir Seljadalsá, reis tjaldborg — ekki eins og þær gerast stærstar en milli 20 og 30 tjöld voru sett upp. Að sönnu eru stærstu blokkir í Breiðholtinu ris- meiri og mun fjölmennari en vafasamt er hvort þar eru allir jafn glaðir og ánægðir eins og íbúar þess- arar ,,rauöu höfuðborg- ar". Bylting? En hvert var þá ætlunarverkiö meö þessari tjaldborgarbygg- ingu? Var veriö aö gera samsæri gegn rikjandi stétt? Jafnvel veriö aö undirbúa byltingu? Vafalaust hefur ýmsum dyggum uppeldis- sonum Jónasar frá Hriflu þótt nærri sér höggviö og stórlega misboöiö, aö efna til sliks rauö- liöamóts i héraöinú miöju. En þarna ætluöu þessir „byltingar- sinnar” að sýna sig og sjá aöra, skrafa og skemmta sér i tvo daga. Sú bylting sem þar yrði grund- völluö kæmi aö visu ekki strax á morgun, en i framtiöinni yröi hún. Sú stund kæmi að um landiö flygi fréttin: „Byltingin var gerö i gær”, eins.og Starri i Garöi sagöi i „hátlöarljóöi” sinu sem hann flutti á sumarmótinu. Maður er manns gaman A Breiöumýri voru aöstæður á ýmsan hátt hinar bestu til móts- halds af þessu tagi. Fremst I ár-' gilinu verður dálitil eyri þar sem hentugt er aö tjalda og hafa hart og slétt svæöi til leikja á svæöinu miöju. I gilinu er gott skjöl , sem reyndar þurfti ekki á aö halda þar sem guð hefur greinilega mikla velþóknun á téöum rauöliöum og skammtar þeim afbragösveöur. En á laugardaginn var sólskin og um eöa yfir 20 stiga hiti. 1 sllku veöri tók unga kynslóöin Mýrar- ánni fegins hendi og hagnýtti sér til baða. Hreinlætisaöstööu fengu mótsgestir i Þinghúsinu að Breiöumýri örskammt frá, og Breiöumýrarbændur veittu góö- fúslegt leyfi sitt til mótshaldsins. Kunna mótsgestir þeim sinar bestu þakkir fyrir svo og húsveröi þinghússins, Jóni Jónssynni i Grundargili. Á hátiöina munu hafa komið rúmlega hundraö manns, nokkrir af þeim aöeins á laugardaginn en flestir komu á föstudagskvöld og fóru um miöjan dag á sunnudag. Eyddu menn tima sinum viö skraf og skémmtan góöa. Sann- aöist þar hiö fornkveöna aö „Maöur er manns gaman”. Menn voru þarna svo skemmtilegir aö þeir frábáöu sér hina ómissandi Halla og Ladda og jafnvel sjálfan Ómar Ragnarsson eöa Bessa Bjarnason. En hvernig er þá hægt aö skemmta sér á sumarmóti án þess aö hlusta á búkhljóö þeirra félaga? Jú.meö þvi aö syngja saman, leika sér eöa hlusta á menn úr eigin rööum fara meö bundið og óbundiö mál. Músik Mikiö var sungiö og spilaö,- Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli hóf leikinn strax þegar tjöldum hafði veriö slegið á föstudagskvöld meö þvi aö draga upp úr pússi sinum harmóniku af gamalli gerö, alsetta tökkum. En vinsældir hljóöfærisins og þessjer þaö þandi, standa sist aö baki þeim er atvinnumenn hljóta hjá áheyrendum sinum hvort heldur þeir flytja popp ellegar háklassik. Munu þeir er áöur þekktu Einar Erna Erlingsdóttir tekur til mat- ar sins I útilegunni. sem gott skáld áreiöanlega ekki siöur minnast hans héöan i frá fyrir hljóöfæraslátt hans. Sonur Einars, Angantýr skóla- stjóri á Raufarhöfn,lét ekki sitt eftir liggja með harmónikkuna, en stórum var hans maga-orgel voldugra en föðurins, enda yngra. allt þarf aö fara stækkani — eöa hvað?Angantýr sló einnig gitar af list og þaö geröu fleiri. Sungu menn klukkustundum saman viö þann undirleik. Enn er ógetiö Garðars Jakobs- sonar i Lautum I Reykjadal með fiölu sina. Garöar er gamall fiölu- leikari á dansleikjum og segist sjálfur hafa leikiö þar sem sex hafa leikiö fyrir dansi ýmist i einu eöa til skiptis. Bæöi lék Garöar einn á fiölu sina fyrir dansi" og söng eöa meö þeim feðgum Ein- ari og Angantý. Er list hans arfur frá gamalli tiö, og ef til vill siðasti hljómur þeirrar sjálflæröu hljóm- listar sem dafnaði i sveitum landsins nokkuö fram eftir þess- ari öld. Munu þó mótsgestir vafa- laust minnast hans best er hann lék Sunnudag selstúlkunnar,. hiö angurværa lag Bulls, og kvaddi á sinn kurteisa hátt. Og kveðskapur Unga kynslóöin var fjölmenn á mótinu og skemmti sér vel. Stundaði hún knattleiki af kappi og hvaö er yndislegra en busla i svölu vatni i sól og sunnangolu og 20 stiga hita? Hinir eldri létu sig ekki heldur vanta I leikina og hlupu i skaröiö við mikinn oröstir, eöa fóru I eitt par fram, poka- hlaup» fataboöhlaup, reiptog og svofmætti enn telja. Kynslóöabiliö Menn íóru I ýmsa leiki á eyrinni viö ána. Hér er veriö aö hlaupa I skaröiö. Klukkutimunum saman var sungiö og spilaö. Hljóöfæraleikarar voru AngantýrEinarsson, á gitar og harmóniku, Einar faöir hans frá Hermundarfelli á sinu gömlu nikku og Garöar Jakobsson í Lautum i Reykjadal, sem léku á fiölu. Var leik þeirra eldri mannanna sérlega vel tekiö, enda um aö ræöa arf frá gömium og góöum dögum. Dansinn dunar á búöasvæöinu miöju i skini hntgandi sólar. til þess manns sem lét sér leiöast, heldur höföu allir nokkra skemmtan af. Auk skemmtunar- innar má nefna þaö gagn aö þarna kynntust margir samherj- ar sem áöur þekktust litt eöa ekki, spjölluöu saman, léku og sungu. Um gagnsemi sliks þarf ekki að fjölyröa i pólitisku starfi fermur en ööru félagsstarfi. Mót þetta var ágæt sönnun þess aö pólitik þarf alls ekki aö vera leiöinleg og er þaö ekki vilji menn hafa hana ööruvisi. Hún er þvert á móti stórskemmtileg, a.m.k. ef saman eru komnir alþýöubandalagsmenn og þeirra vinir og velunnarar sem eru eins skemmtilegir og raun bar vitni á mótinu á Breiðumýri. Er ekki aö efa aö mót þessi eiga eftir aö veröa árviss og æ fjölmennari, ef marka má reynsluna af hinu fyrsta. Grein og myndir Erlingur Sigurðars. í upphafi sumarmótsins á Breiöumýri var flaggaö islenskum og rauö- um fánum. Vilborg Haröardóttir, Kristin ólafsdóttir og Bragi Skarp-' héöinsson koma þeim fyrir viö innganginn aö mótssvæöinu. Unga kynslóöin tók heldur betur til hendinni og hreinsaöi mótssvæöiö af grjóti. Þaö fékk Mýraráin til baka. Menn spréyttu sig aö sjálfsögöu i pokahlaupi og hér er Snær Karls- son frá Húsavik á fullri ferö. margumrædda fannst ekki á mót- inu, heldur voru þar allir aldurs- flokkar hver öörum til gagns og gamans. Enda var mótiö hugsaö sem fjölskyldumót og tókst vel sem slikt. A laugardagskvöldiö var innan um sönginn skotiö stuttum atriö- um. Flutti þá Starri i Garöi „Hátiöaljóö” orti tilefni mótsins. Var þaö þula i léttum dúr um byltinguna og fleira. Einar frá Hermundarfelli unni Starra þess ekki aö iöka einn hina andlegu hliö mála og fór meö frumsamiö efni, og Stefán Jónsson fór meö stökur, einkum eftir Jón Pálma- son lifs og liöinn. Var aö þessu hin ágætasta skemmtun- Hverjum leiddist ? Um mótiö i heild má segja aö þaö hafi tekist vel og ekki spuröist

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.