Þjóðviljinn - 19.07.1977, Page 16

Þjóðviljinn - 19.07.1977, Page 16
DMÐVIUINN Þriðjudagur 19. jiili 1977 Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tlma er hægt að ná I blaöamenn og aöra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. C81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá. Gífurleg eftirspurn eftir einkagæslu: „Stjórnmálamenn hafa ekkí áhuga” segir Margrét Siguröardóttir, sem hefur eftirlit með starfseminni á vegum Félagsmálastofnunar „Ég hef aldrei haft veð- ur af því/ að stjórnmála- menn sýndu þessari starf- semi áhuga eða leituðu eft- ir upplýsingum um hana. Að minnsta kosti ekki karl- mennirnir. Þeir vilja fá góða þegna, en hvernig á að a la þá upp er ekki þeirra vandamál," sagði Margrét Sigurðardóttir, sem hefur eftirlit með barnagæslu í heimahúsum á vegum Fé- lagsmálastofnunarinnar. Bladamenn standa i kjarasamningum: Neita ad afsala sér verkfallsrétti Blaöamenn og útgefendur eiga nú í samningaviðræöum og er deila þeirra komin til sáttasemj- ara fyrir alllögnu. Hefur henni ekki miðaö langt áleiðis þótt átta fundir hafi verið haldnir. Blaðamannafélag Islands efndi i gær til félagsfundar þar sem staðan i samningunum var skýrð. Jafnframt fór stjórn félagsins og launamálanefnd fram á að efnt yrði til atkvæðagreiðslu meðal blaðamanna um verkfallsheimild til handa stjórn og launamála- nefnd. Var það samþykkt og fer hún fram á skrifstofu félagsins aö Skólavörðustig 12 kl. 13-15 i dag og á morgun. Af samning'unum er það helst að frétta að útgefendur hafa boðið blaöamönnum sömu kjarabætur og um var samið i samningum ASt og VSI frá 22. júni sl., þe. 18 þúsund krónur strax ofan á öll laun, 2.5% i sérkröfur og samning til 1. desember 1978. Blaðamenn kváðust ekki vera til viðræðu um þessa tillögu fyrr en búið væri að samræma laun þeirra þeim kjör- um sem fréttamenn rikisfjölmiðl- anna búa við.en þau eru allmiklu betri þegar litið er til neöri hluta launastigans en jafnast svo nokk- urn veginn út þegar starfsaldur blaðamanna eykst. A fundi sem haldinn ar sl. föstudag lögðu blaðamenn þvi til að samið yrði til tveggja mánaða meðan beðið er eftir samningagerð BSRB og rikisvaldsins en þá yrði aftur tek- ið til við samræminguna. Þessu höfnuðu útgefendur og kváðust vilja leysa samræminguna með nefndarskipan og oddamanni en blaðamenn neituðu að afsala sér verkfallsrétti sinum og láta samningsrétt sinn af hendi til slikrar nefndar. Samningafundur hófst i deil- unni kl. 20.30 i gærkvöldi og voru engar fréttir að hafa af honum þegar blaðið fór i prentun. _j»h Talið er að nú séu amk. 700 börn i einkagæslu hjá konum, sem Fé- lagsmálastofnunin hefur veitt leyfi en vegna afturkipps i bygg- ingu dagvistunarstofnana á s.l. ári hefur gifurleg eftirspurn verið eftir einkagæslu. Sagði Margrét að s.l. vetur hefði skapast nánast neyðarástand, einkum i ýmsum eldri hverfum borgarinnar. „Þetta kemur auðvitað niður á gæðum þessarar þjónustu, og margar konur urðu að hlaða á sig miklu fleiri börnum en þær gátu sómasamlega sinnt vegna þessa neyðarástands.”,,Styður hið op- inbera eitthvað viö þessa starf- semi?” „Gæsla barna einstæðra foreldra er niðurgreidd, en að öðru leyti hefur hið opinbera ekki afskipti af þessu. Við reynum aö fylgjast með þessum heimilum og veita fræðslu og aðstoð eftir þörf- um. Það má segja að oft gefist þessi einkagæsla ágætlega, eink- um hjá konum sem hafa sjálfar komið upp eigin börnum og hafa ánægju af að hafa börn i kringum sig. En þvi fer f jarri að hægt sé að leysa dagvistunarmálin eingöngu á þennan hátt. Hið opinbera verður aö gera verulegt átak i byggingu dagvistunarstofnana þannig að á- lagið veröi ekki svona mikiö á einkagæsluna og að fólk hafi ein- hverja valmöguleika”, sagði Margrét ennfremur. Talið er að verð fyrir einkagæslu sé nú um 22 - 25 þús. á barn og rætt hefur verið við skattstjóra um leiöir til að telja þessa vinnu fram. þs Myndina tók gel. á starisvelu l Breiftholti. Þessir hressu krakkar bjarga sér sjálf þessa stundina, en staftreynd er, samkvæmt nifturstöðum sálfræftideildarskóla, að flest sál- ræn vandræfti barna má rekja til langs vinnutima foreldra og skorts á góðri umönnun — á dagvistunarheimilum eða meft öðrum hætti. FYRIRFRAM SALA Á SÍLD 4 miljarðar Fyrrihluta þessa mánaftar voru undirritaðir samningar um fyrir- framsölu á 72.000 tunnum af ýms- um tegundum saltaftrar Suftur- landssildar til Sviþjóftar og V- Þýskalands. Nokkur hækkun varft á söluveröi frá fyrra ári. Aður var búið að semja um fyr- irframsölu á 65.000 tunnum til Sovétrikjanna og Finnlands. Samtals hafa þvi verið seldar með fyrirframsamningum um 137.000 tunnur og áætlað er að fyr- ir innanlandsmarkað verði saltað i 20 — 30.000 tunnur og er i þeirri tölu innifalið það magn, sem Sfldarútvegsnefnd gerir ráð fyrir að selja i öðrum dreifingarum- búðum en tunnum. Samkvæmt framansögðu hefir sala verið tryggð á 157 — 167 þús. tunnum og er útflutningsverð- mæti þess magns áætlað um 3.800 miljónir króna, miðað við svipaða stærðarskiptingu sildaraflans og i fyrra. A s.l. ári nam heildarsöltun Suðurlandssildar um 125.000 tunnum, en mestur hluti aflans fór þá til söltunar. Verdbólguyélin komin í gang Vaxtahækkun sú sem Seðlabankinn boðaði fyr- ir helgina sýnir greini- lega að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar er ráð- og dáðlaus í höndunum á dr. Jóhannesi Nordal. Þetta viðurkenndi viðskipta- ráðherra opinberlega og sagðist ekkert hafa með þau viðskiptakjör að gera er vextir nefnast. Það fer heldur ekki á milli mála hvaöa hagsmuna Seðla- bankinn þarna gætir. Það eru hagsmunir veröbólgubraskara og innflutningskónga. Þar i flokki er framarlega Geir Hall- grimsson, sem fyrir undarlega tilviljun er alnafni forsætisráð- herrans, sem ekkert hefur með vaxtamál að gera. Ekkert vafamál er að þessi vaxtahækkun virkar sem hvati á verðbólguna. Vextir eru stór liöur i kostnaði fyrirtækja hér á landi og sérhver hækkun útláns- vaxta eykur framleiöslukostnað hjá fyrirtækjum. Þessari aukn- ingu framleiðslukostnaðar reyna fyrirtækin að sjálfsögðu að velta út i verðlagið. Fyrir- tæki, sem framleiða til útflutn- ings og geta þvi ekki velt hækk- ununum út I verðlagið, munu i staðinn fara fram á gengislækk- un. (Ætli frystihúsin krefjist ekki gengisbreytinga i haust?) Vaxtaráðstafanir af þvi tagi sem nú hafa verið ákveðnar þýða einfaldlega aö vextirnir elta verðbólguna og veröbólgan vextina o.s.frv., o.s.frv. Vextir af rekstarlánum til at- vinnureksturs eru mun hærri hérlendis en i nágranna- og samkeppnis-löndum okkar, og hafa veriö þaö undanfarin ár. Þetta hefur gert samkeppnis- hæfni okkar slæma. Til að Islensk fyrirtæki gætu verið samkeppnishæf hefur bilið i raun verið brúaö meö þvi aö borga islensku verkafólki lægri laun en tiðkast i þessum lönd- um. Vaxtahækkun þessi er þvi bara enn einn áfangi á þeirri sömu braut. Það vantar ekki að nógu fal - legar hugmyndir eru settar fram þegar vaxtahækkunin er skýrð. Með þvi að hækka vexti á aö minnka eftirspurn eftir fjár- magni og þar með verður dregið úr þenslu i efnahagskerfinu og verðbólgan minnkar. Hljómar flott, ekki satt? Og samkvæmt kennslubókum þeim I hagfræði sem dr. Jó- hannes Nordal hefur lesið i skóla er þetta rétt. En forsendur kennslubókarinnar eru ekki fyr- ir hendi i islensku þjóðfélagi, og þvi verða röksemdir og úrræði frjálshyggjumanna að hreinni endaleysu, jafnvel á mæli- kvaröa frjálshyggjunnar (sem þó kallar ekki allt ömmu sina i lélegum röksemdum). Vaxtahækkun mun eins og nú háttar i efnahagskerfi Islend- inga ekki draga úr eftirspurn eftir fjármagni heldur mun hún þvert á móti auka hana. Það er litið á hana sem fyrir- boða annars og meira, t.d. meiriháttar gengisbreytinga og aukinnar verðbólgu. Þess vegna taka menn lán með hverjum þeim kjörum sem bjóðast og fjárfesta i steinsteypu og tréysta svo á aö verðbólgan bjargi málunum. Verðbólgu- braskarar af ýmsu tagi sjá svo um að ýta undir bálið. T.d. birt- ist i Timanum á sunnudaginn viðtal við nokkra fasteignasala og aömati eins þeirra „má gera ráð fyrir allt að 30% hækkun til áramóta”. Þegar svo er komið málum verður hagfræði frjálshyggj- unnar að öfugmælavisu og allar ráöstafanir byggðar á henni að hreinum skripaleik. Verkalýðshreyfingunni að kenna? En frjálshyggjumennirnir eru þó svo heppnir að þeir hafa komið sér upp föstum sökudólg til að kenna um verðbólguna. Það er verkalýðshreyfingin. Og sami söngurinn mun verða sunginn aö þessu sinni, og er reyndar hafinn. Forystumenn i svonefndum „samtökum atvinnuveganna” hafa ekki verið neitt sérlega áfjáðir að skamma rikisstjórn- ina fyrir að hækka rekstrar- kostnað þeirra, en i aðalmál- gangi heildsalastéttarinnar, Visi, er Grýlusöngurinn um verkalýðshreyfinguna hafinn. Dr. Þráinn Eggertsson skrifar þar grein þar sem Sólstöðu- samningunum er lýst sem „af- kastamestu verðbólguvél sem sést hefur”, og þar fram eftir götunum og spáð algjöru hruni af þeirra völdum. Það er þvi ljóst að ætlunin er að koma þvi inn hjá fólki að verkalýðshreyfingin beri ábyrgð á efnahagsástandinu, en ekki rikisstjórnin, þvi af grein doktorsins er helst hægt að lesa að rikisstjórnin sé fangi ASt. En i raun er i grein þessari um harðan áfellisdóm að ræða yfir islensku efnahagskerfi og þeim er þvi stjórna. Þvi i raun segir dr. Þráinn þarna, að is- lensku efnahagskerfi verði ekki stjórnaö i anda frjálshyggjunn- ar nema þvi aðeins að verka- fólki séu borguð sultarlaun. eng. Vextirnir elta verðbólquna og verðbólgan vextina

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.