Þjóðviljinn - 19.07.1977, Blaðsíða 11
KR áfram
KR-ingar halda áfram i
bikarkeppninni. A laugar-
daginn léku þeir i 16 liða úr-
slitunum gegn Selfossi, og
lauk leiknum með stórsigri
KR, 6:0. KR-ingar hafa ekki
unnið marga sigra i sumar,
en góða. Þar er skemmst að
minnast 6:0 sigursins yfir
Þór i Islandsmótinu. Annars
var leikurinn á laugardaginn
algerlega eign KR. Selfyss-
ingar eru með afar slakt lið
um þessar mundir, og þvi
léttvægir fundnir.
Strax á 2.min komst örn
Óskarsson, sem áður lék
með IBV, inn fyrir vörn
Selfoss og boltinn söng i net-
inu, 1:0, en örn átti eftir að
gera fleira i þessum leik.
Hann bætti öðru marki við
stuttu siðar, eftirfyrirgjöffrá
hinum efnilega markveröi
KR, Stefáni Sigurðssyni,
skallabolti, sem markvörður
Selfoss gerði máttlausa og að
sama skapi árangurslausa
tilraun til að verja.
Enn voru KR-ingar með
höfuðið á réttum stað um
miðjan hálfleikinn, þegar
Vilhelm Fredriksen skálláði
i netið eftir fyrirgjöf frá
Stefáni, 3:0. Og rétt fyrir
hálfleikslok var örn aftur á
ferðinni með skemmtilegt
mark eftir gegnumbrot, 4:0.
I seinni hálfleik tóku KR -
ingar lifinu með ró. Létu
boltann ganga á milli án þess
að vera neitt sérlega aðsóps-
miklir þegar að markinu
kom. Þó tókst þeim að bæta
tveimur mörkum við. Hið
fyrra skoraði Orn Guð-
mundsson með skalla
eftir fyrirgjöf frá Stefáni.
Hið siðara var hálfgert klúð-
ur, svona eitthvað á milli
þess að vera sjálfsmark og
hins, en það var Guömundur
Jóhannsson sem var síðasti
KR-ingurinn sem snerti bolt-
ann sem siðan gældi við
nokkra Selfyssinga á leiðinni
i netið, 6:0.
Ekki er hægt að draga
miklar ályktanir af KR-ing-
um i þessum leik. Liðið er þó
greinilega allt of gott til að
falla niður i 2. deild sem
óneitanlega virðist vera að
gerast. Þeir örn öskarsson
og Stefán Sigurðsson voru
bestu menn liðsins.
Hjá Selfyssingum skaraði
enginn framúr öðrum.—hól.
Órn Oskarsson
Þriðjudagur 19. júli 1971 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Ekki er ólíklegt aö islenska landsliðið sem hefur leikinn gegn Svium verði skipaö sömu leikmönnum og þessum, að þeim Jóhannesi
Eðvaldssyni og Guðgeiri Leifssyni að sjálfsögðu undanskiidum.
Landsleikurinn ísland — Svíþjóð á miðvikudag
Aðeins einn nýliði í
íslenska liðinu
Albert Guðmundsson leikur sinn fyrsta landsleik
Næstkomandi miöviku-
dagskvöld leika Islend-
ingar og Svíar landsleik í
knattspyrnu á Laugardals-
velli. Þetta er fjóröi leikur
þjóðanna. Það er dálítið
einkennilegt hversu fáa
leiki þessar þjóðir hafa
leikið og kemur það sjálf-
sagt til af því hversu fram-
arlega Sviar hafa staðið i
alþjóðaknattspyrnu þ.e.
alltaf verið með fremstu
liðum, margsinnis náð
mjög langt í úrslitum
heimsmeistarakeppninnar
á meðan við islendingar
höfum átt i miklum brös-
um með að senda lið til
þessarar keppni svo ekki
hafi hlotist af hin versta
útreið.
En nú eru timarnir breyttir.
Gengi tslands á alþjóðavettvangi
hefur farið hraðvaxandi hin siðari
ár, og Sviar eru stórum uggandi
um sina menn og telja jafnvel að
islenskur sigur sé hugsanlegustu
úrslitin. Hvað varðar sænska liðið
kemur það með sina bestu menn
sem hægt er að stilla fram i dag.
Atvinnumennirnir koma ekki,
enda flestir i sumarfrium og tæp-
lega mikill hagur fyrir sænska
liðið að láta þá leika. Nokkrir af
okkar islensku atvinnumönnum
eru einnig fjarri góðu gamni, og
þar ber þá hæst, Asgeir Sigur-
vinsson, Jóhannes Eðvaldsson og
Guögeir Leifsson. Engu að siöur
lita menn bjartsýnisaugum til
leiksins, og þar kemur velgengni
siðustu orusta inn i myndina.
A blaðamannafundi i gær voru
liöin tilkynnt. Islenski hópurinn,
sem nú stundar æfingar undir
stjórn Tony Knapps, er þannig
skipaður:
Markverðir:
Sigurður Dagsson, Val, 15
Arni Stefánsson, Fram, 11
Aðrir leikmenn:
Olafur Sigurvinsson, IBV, 27
Marteinn Geirsson, Royal Union,
35
Gisli Torfason, IBK, 22
Janus Guðlaugsson, FH, 2
Jón Gunnlaugsson, IA, 4
Viðar Halldórsson, FH, 2
Atli Eðvaldsson, Val, 3
Ingi Björn Albertsson, Val, 8
Teitur Þórðarson, Jönkoping, 26
Matthias llallgrimsson, Halmia,
41
Guðmundur Þorbjörnsson, Val, 5
Arni Sveinsson, IA, 11
Albcrt Guömundsson, Val, 0
Hörður Hilmarsson, Val, 7
Islenska liðið hóf æfingar á
sunnudaginn. Piltarnir skokkuðu
og gerðu léttar æfingar. I gær var
svo önnur æfing i Laugardal, en
eftir hana hélt liðið til Þingvalla,
þar sem það mun dveljast fram
að leik. Sænska liðið er einnig
komið á pappirinn. Það er þannig
skipaö:
Markverðir:
Göran Hagberg, Osters IF
Jan Möller, Síalmö FF
Aðrir leikmenn:
Albert Guðmundsson IcTSut sirr.r
fyrsta landsleik gegn Svium á
miðvikudaginn.
Magnus Anderson, Malmö FF
Roland Anfreson, Malmö FF
Roy Anderson, Malmö FF
Framhald á bls. 14.
Ingunn Einarsdóttir og stöllur hennar I islenska liðinu á trlandi voru
langt frá sinu besta i undanúrslitum Evrópumeistaramótsins.
Undanúrslit Evrópumeistaramótsins í frjálsum
Erfiður róður hjá
íslensku stúlkunum
— og þær urðu að ‘gera sér neðsta sætið að góðu
Það var ekki islenskur dagur
hjá kvenfólkinu sem tók þátt I
undanúrslitum Evrópumeistara-
mótsins i frjálsum iþróttum i
Dublin, lrlandi, um helgina. ts-
lenska liðið varð að gera sér að
góðu langneðsta sætið, hlaut að-
eins 21 stig, og það var heill haf-
sjór á milli liðsins og næstu þjóð-
ar, Danmerkur, sem hlaut 46 stig.
Neðsta sætiðkom e.t.v. ekki svo
mikið á óvart, heldur það að is-
lensku stúlkurnar flestar hverjar
virtust algerlega heillum horfnar
i keppninni og undantekning ef
einhver geröi svo mikið sem að
nálgast sinn besta árangur i við-
komandi grein. Lokastaöan i
mótinu varö þessi: 1. A-Þýska-
land 114 stig 2. Bretland 102 stig 3.
Búlgaria 91 stig. 4. Holland 63 stig
5. Austurriki 55 stig 6. Irland 48
stig 7. Danmixrk 46 stig 8. Island
21 stig. Tvær efstu þjóðirnar kom-
ast beint i úrslitakeppnina i Hel-
sinki.
A-þýsku stúlkurnar „áttu”
hreinlega mótið, og sigruöu i
hverri greininni á fætur annarri.
Framhald á bls. 14.