Þjóðviljinn - 26.08.1977, Page 2

Þjóðviljinn - 26.08.1977, Page 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. ágúst 1977 Laus staða Dósentsstaöa i lögfræöi viö iagadeild Háskóia islands er laus tii umsóknar. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. Umsóknum skulu fylgja ýtarlegar upplýsingar um rit- smiðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, og skulu þær sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 3. ágúst 1977. Iþróttakennari stúlkna (hálf staða) óskast að Gagnfræðaskólanum i Mosfells- sveit. Upplýsingar gefur skólastjórinn, Gylfi Pálsson, simi 66186 — 66153. Ritari óskast Staða ritara vegamálastjóra er laus til umsóknar. Verslunarskólamenntun eða hliðstæð menntun áskilin. Laun sam- kvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Vegagerð rikisins, Borgartúni 7, Reykjavik, fyrir 5. september n.k. Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir starfskrafti i skamman tima til skrifstofustarfa. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir merktar „Septem- ber” sendist blaðinu sem fyrst. Atvinna Eftirtalda starfskrafta vantar nú þegar: — Á saumavélar — Á suðuvélar — Aðstoðarmanneskju við sniðastörf. Aðeins heils dags vinna kemur til greina. Upplýsingar hjá verkstjóra á vinnustað. Sjóklæðagerðin h/f Skúlagötu 51 empa INNRÖMMUN Hamraborg 12 Simi 43330 Alhliða innrömmunarþjónusta ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I Poppið hornreka Tilefni þessa bréfs er það að mér finnst það vera oröið til stórrar hneisu hve litla virö- ingu blaðiö ber fyrir popp- áhugafólki, sem kemur m.a. fra m i þvi, að tónlistarþættinum ykkar: Með eyrun opin, bregður ekki fyrir i biaðinu nema einu sinni til tvisvar i mánuði. önnur blöð hafa þó sina tónlistarþætti a.m.k. einu sinni i viku og sum tvisvar i viku. Þá er Með eyrun opin ekki nema ein blaðsiða i þau fáu skipti sem hann birtist en i hinum blöðunum eru tón- listarþættirnir a.m.k.ein og hálf bls. og oft 2-3 bls. En þó kórónaði óvirðing ykk- ar á poppáhugamönnum allt þegar þátturinn kom allt i einu fyrir i laugardagsblaöi i stað sunnudags. — Stór hópur popp- áhugamanna og þar á meðal ég kaupir Þjóðviljann aðeins á sunnudögum yfirleitt og þá til þess að sjá okkar tónlistarþátt og var það bara rétt fyrir tilvilj- unaðég náði þættinum i laugar- dagsblaöinu, vegna þess að ég þekki stelpu i sjoppunni þar sem ég kaupi blaðið og lét hún mig vita af þessu þegar ég ætlaði að kaupa sunnudagsblaðið. Slikri ósvifni við poppáhugafólk vona ég að við eigum ekki eftir að verða aftur fyrir hjá blaðinu; og hvort sem það er að kenna um- sjónarmanni þáttarins eða blað- inu, þá vona ég að þetta bréf verði tekið til greina. Jón ólafsson SALA MJÓLKUR OG MJÓLKURAFURÐA Hugleiðing um „stjórnmálumenn” Vetur og sumar, vor og haust vaða þeir elginn striðan, þrátta og karpa þindarlaust, þenja sinn kjaftinn viðan, andlega fremja átroðning, áróður magna siðan, en örvita þjóðin allt um kring ærist og versnar iiðan. Hógværu orðin hafa ber heldur en flauminn leiða. Gæti þeir best að sjálfum sér, sem elginn drýgst framreiða. Segja ber. allan sannleikann, sist yfir nokkuð breiða. Margur þann háttinn meta kann meira en annan greiða. Þessi ef háttur yrði á og aðferðir manna sléttar, alþjóð vafalaust ætti þá auðvelt að skilja réttar, og almennings liðan yrði vist ánægjulegrar fréttar. En þrjótunum likar þetta sist, þótt þjóðin andaði léttar. H.G. A veguin Framleiðsluráðs landbúnaðarins hefur verið gert yfirlit um frainleiðslu og sölu mjólkurafurða fyrstu 6 mánuði þessa árs. Samtals var innvegin mjólk 55.163.905 kg. og er það 4,1% meira en á fyrra árshelmingi 1976. Seldir voru rúmir 23 milj. ltr. af nýmjólk eða 0.9% minna en á sama tima i fyrra. Seldir voru 545 þús. ltr. af rjóma, en það er 1,3% minni sala en i fyrra. Verulegur samdráttur varð á sölu venjulegs skyrs eða 6,6%. Á móti kemur aukin sala á Ými og Jógurt. Fyrstu 6 mánuði ársins 1976 seldust 778 þús. ltr. af und- anrennu.en fyrri helming þessa árs 1.8 milj. ltr. Ef tekin er saman sala á undanrennu og nýmjólk þá gerir undanrennu- salan 7,1% af heildarsölunni. Framleidd voru 748 tonn af smjöri, en það var 62 tonnum minna enn á sama timabili i fyrra. Seld voru 632 tonn og er það 180 tonnum minna en í fyrra eða um 30 tonnum minni mán- .aðarsala. Birgðir 1. ágúst voru 673 tonn,en á sama tima i fyrra voru til i landinu 317 tonn. Framleidd voru 768 tonn af 45% osti og 338 tonn af 30% osti og er það veruleg aukning frá fyrra ári. Innanlands voru seld 583 tonn eða 17 tonnum minna en i fyrra. Flutt hafa verið út i ár 229 tonn, en á sama tima i fyrra 53 tonn. Birgðir af ostum 1. ágústvoru nú 964tonn,en ifyrra 614 tonn. (Upplýsingaþjón. landb.) —mhg Friörik ólfsson. Hann er lang- hæstur á Elo-listanum. Friðrik efstur á Elo-stigum Skáksamband Islands hefur nú látið reikna út skákstig sem spannar yfir öll skákmót sem fram hafa farið á tslandi allt til dagsins i dag. Friörik Ólafsson stórmeistari er langhæstur á list- anum, meira en 100 stigum hærri en næsti maður, Guðmundur Sig- urjónsson stórmeistari. Listinn yfir þá 39 skákmenn sem eru yfir 2200stigum lítur þannig út, en alls eru 466 skákmenn skráðir. 1. Friörik Ólafss. 2595 2. Guð. Sigurjónss. 2475 3. Helgi Ólafss. 2450 4. Jón L. Árnason 2435 5. Jón Kristínss. 2415 6. Ingvar Asmundss. 2400 7. IngiR. Jóhannss. 2395 8. Haukur Angantýss. 2390 9-II. MagnúsSól. 2355 9-II. Margeir Péturss. 2355 9-II. Ólafur Magnúss. 2355 12. Björgvin Viglundss. 2325 13. Benóný Benediktss. 2320 14. AsgeirÞ. Árnas. 2305 15. Bragi Halldórss. 2295 16-18. Bragi Kristjánss. 2290 16-18. Jón Torfason 2290 16-18. JónasP. Erlingss. 2290 19. Kristján. Guðmundss. 2285 20-21. Hilmar Karlss. 2280 20-21. Stefán Briem 2280 22. Jónas Þorvaldss. 2265 23. JónBriem 2260 24-25. Jón Þorsteinss. 2250 24-25. Magnús Gunnarss. 2250 26-29. Halldór Jónsson 2240 26-29. JónPálsson 2240 26-29. Jón Þ. Þór 2240 26-29. LárusJohnsen 2240 30-. Asgeir P. Ásbj. 2225 31. GunnarFinnl. 2220 32-35. Gunnar Gunnarss. 2215 32-35. Hilmar Viggóss. 2215 32-35. Július Friðjónss. 2215 32-35. Ólafur Bjarnas. 2215 36-38. Björn Þorsteinss. 2205 ' 36-38. Haraldur Haraldss. 2205 36-38. ólafurH. ólafss. 2205 39. ÓmarJ.Jónss. 2200

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.