Þjóðviljinn - 26.08.1977, Page 3

Þjóðviljinn - 26.08.1977, Page 3
Föstudagur 26. ágúst 1977 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 3 Finnar njósna í Sovét- ríkjunum HELSINKl. Reuter — Finnskur rithöfundur sagöi i dag aö banda- rlska njósnastofnunin CIA heföi á árunum 1949 til 1953 borgaö finn- um fyrir aö fara til Sovétrikjanna f leynilegar njósnaferöir. Dr. Eski Salminoen sagðist hafa aflað sér upplýsinga um þessar njósnaferðir með viðtölum viö menn, sem hann hefði tekið upp á segulband, og sagðist hann vera að skrifa bók um finnska njósn- ara. Birti hann upplýsingar sinar HEIMILIÐ ’77 opnað í dag Rússarnir fyrstir til að kynna sýningardeild sina i dagblaðinu Uusi Suomi. Að sögn hans voru sex finnar ráðnir með milligöngu norðmanna til að fara i njósnaferðir allt norður að Mur- mansk járnbrautarlinunni I norðurhluta Sovétrikjanna. Einn finninn beið bana i slikri ferð, en sovésk yfirvöld gerðu málið ekki opinbert. Norskur herforingi, Sven Blind- heim, skýrði nýlega frá þvi,að norðmenn hefðu á þessum árum þjálfað finna til njósna i Sovét- rikjunum og borgað þeim fyrir starfann,en samkvæmt Salminen voru norðmenn einungis milli- göngumenn fyrir CIA og kom féð þaðan. Sýningin „Heimiliö ’77” veröur opnuö f dag, en i gær var haldinn fyrsti blaða manna f undurinn á vegum sýningaraöila, en þaö var upplýsingadcild verslunar- og iönaðarráðs Sovétrikjanna sem tilhans boðaði. I uppiýsingadeild- inni gefst fólki kostur á aö afla upplýsinga um hin fjöldamörgu útflutningsfyrirtæki Sovetrikj- anna og vörur þeirra, bæöi al- mennt og þær sem fólk kann aö hafa sérstakan áhuga á. Veröur þar einnig veitt aöstoö viö aö komast I samband viö sovésk út- flutningsfyrirtæki. A sýningunni eru sýnishorn af ýmiss konar vörum sem fluttar eru út frá Sovétrikjunum, en einnig verða þar sýndar kvik- myndir, afhentir bæklingar og vörulistar og kynnt þróun sov- éskra efnahagsmála, utanrikis- viðskipta, menningarmála, fé- lagsmála og fleira. Eru fjórir fulltrúar frá verslun- ar- og iðnaðarráði Sovétrikjanna komnir hingað til lands i tilefni þessarar sýningar og flutti Chernishóv, yfirblaðafulltrúi ráðsins, ræðu á blaðamannafund- inum þar sem hann skýrði frá þróun sovésks þjóðfélags á þeim sex áratugum, sem liönir eru frá Framhald á bls. 14. BOKARKVERIÐ: NÝLIÐINN SVEJK ÍSLENSK FÖT SELJAST BETUR en fyrirtækjum og starfsfólki fækkar islenskur fatnaður hefur vaxið og dafnað á undan- förnum 8 árum. Eftir stöðnunar- og hnignunar- timabil fram til ársins 1969/ urðu umskipti hvað snertir markaðshlutdeild# afkomu og framleiðni í ís- lenskum fataiðnaði. Ölafur Daviðsson hagfræöingur hjá Þjóðhagsstofnunflutti yfirlits- ræðu um þróun islensks fataiðn- aðar á fundi sem Félag islenkra iönrekenda boðaöi til i fær. Þar kom ma. fram aö markaðshlut- deild innlendra fataframleiöenda i heildarverðmæti fatnaðar jókst úr 47% i 60% á árunum 1968 til 1972. A sama timabili batnaði afkoma fataiðnaðar verulega, þeas. hagnaður fyrir skatta jókst úr 3 1/2% árið 1968 I 7% árið 1971. ólafur taldi að fram til ársins 1975 hefðu markaðshlutdeild og afkoma þessara framleiðslufyrir- tækja haldist stööug.ar miðað við 1972, siöan hefði einhver sam- dráttur orðið árið 1975 sem þó virtist ekki hafa haldið áfram á siöasta ári. Meginástæðuna fyrir þessu uppgangstimabili fataiðnaðar á Islandi taldi ólafur vera aukn- ingu þjóðartekna og aukinn kaup- mátt tekna almennings. Aftur- kippurinn árið 1975 ætti fyrst og fremst rót að rekja til rýrnandi kaupmáttar á þvi ári. Aöra meginástæðu þessarar velgengni fataiðnaðarfyrirtækja væri að finna i framleiöslu- og fram- leiðniaukningu, sem orðið heföu ma. fyrir tilstilli hagræöingar og fjárfestinga i bættum tækjabún- aði. Þó kom fram að ekki hefur öllum fyrirtækjum vænkast arð- ur, þvi að fyrirtækjum i fataiön- aði hefur fariö fækkandi frá árinu 1971, smærri fyrirtækin hafa helst úr lestinni. Sem afleiðing af framleiöslu- aukningu fjölgaði mannafla i fataiðnaði fram til 1974, en eftir það ár hefur starfsfólki aftur far- ið fækkandi, væntanlega sem af- leiðing af framleiðniaukningunni. Á árinu 1975 störfuðu 860 manns við fatagerð, og um 300 við prjónavöruframleiðslu. Félag islenskra iðnrekenda hélt þennan fund i tilefni kaupstefn- unnar Islensk föt ’77, sem fram fer aö Hótel Loftleiðum 1.-3. sept- ember nk.. Kaupstefnan hefur þann tilgang ,,að gefa framleíð- endum og dreifendum islenskra fatnaðar- og vefnaðarvara kost á að stofna til viðskipta sin á milli” segir i fréttatilkynningu. -jás. ,,Arituð fyrir hönd höf- undar sem drakk sig i hel árið 1923 og getur þvi ekki áritað bókina sjálfur.” Þann 21. ágúst sl. kom út bókar- kver: NÝLIÐINN SVEJK eftir Jaroslav Hasek. í bók þessari eru 5 sögur af Svejk góðadáta og for- máli eftir þýðandann: Þorgeir Þorgeirsson. Bókin er 48 bls. i litlu broti. Af henni eru 169 eintök tölusett og árituð fyrir hönd höf- undar sem drakk sig i hel árið 1923 og getur þvi ekki áritað bók- ina sjálfur. Bókin fæst hjá forlaginu Iöunni og útgefandanum Þorgeiri Þor- geirssyni, Vonarstræti 12, Reykjavik, meðan upplagið end- ist. Um þessa bók gæti Jóhannes Nordal sagt: Skemmtiieg fjár- festing. (Fréttatilkynningfrá útgefanda.) í MQRGUNSARIÐ ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Nú hefur Óli í Ríó sent frá sér sína fyrstu sólóplötu. Á þessari plötu flytur Óli einungis frumsamda tón- list ásamt nokkrum þekktum tónlistarmönnum. Þessa plötu ættu allir að hlusta á því að hún er einhver sú athyglisverðasta sem heyrst hefur lengi. FALKIN N

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.