Þjóðviljinn - 26.08.1977, Page 5

Þjóðviljinn - 26.08.1977, Page 5
Föstudagur 26. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Borgarastéttin á íslandi hefur löngum talid sér henta ad halda skólastarfi í úlfakreppu, sem tvinnuð er úr skorti á öllum svidum,kennaraskorti, peningaleysi, stefnuleysi og sofandahætti E i n a r Ö r n Stefánsson: Að manna skólana Kennaraskortur er sagður óvenju mikill um þessar mund- ir. Ramakvein um kennara- skort eru reyndar að verða ár- viss viðburður á haustin, rétt eins og barlómur bænda á sumrin vegna óþurrka. En hverjar eru orsakir kennara- skortsins og hvernig tengist hann öðrum vandamálum skól- ans og samfélagsins? Meiniö er margþætt. Léleg launakjör kennara eru oftast sett efst á blað. >að mun lika rétt, þvi viðunandi laun hljóta að vera forsenda þess að menn taki að sér svo erfitt og krefj- andi starf sem kennsla er. Þá má nefna þá rótgrónu mismun- un, sem er mjög áberandi úti á landi, þar sem t.d. læknum er boðið gull og grænir skógar, oft stærðar einbýlishús ásamt ýms- um hlunnindum, meðan kennur- um er boðið upp á sultarkjör og húsnæðisskort. Skyldi maður þó ætla að hvort tveggja væri jafn nauðsynlegt, að kenna börnum að lesa og að gefa mönn- um læknisráð og lyf. Það er eins og eimi enn eft:r af lengi landlægu tómlæti al - mennings i garð kennara. Aður fyrr voru barnakennarar oft bæklaðir menn eða brjóstveikir, — menn sem dæmdir voru óhæfir til erfiðisvinnu og „neyddust” þvi til aö stunda það litilsvirta starf að ganga milli bæja og segja börnum til. Vegna lélegra kjara hafa kennarar svo oft neyðst til að taka að sér hverskyns aukastörf i sumarleyfum. Iðulega eru þaö þvi þreyttir menn sem mæta til kennslustarfa á haustin. Margt fleira stuðlar að þvi að gera kennslu að litt fýsilegu framtiðarstarfi. Aðstöðuleysi ýmiskonar, skortur á góöum kennslugögnum og skilnings- leysi stjórnvalda og alltof margra foreldra á mikilvægu starfi kennarans. Margir for- eldrar virðast álita skólann hentugan geymslustað, sem jafnframt taki við flestöllum uppeldisskyldum heimilanna. Svonefndir foreldrafundir eru þvi miður oft hreinasta sýndar- mehnska, þar sem foreldrar og kennarar hræsna hvorir fyrir öðrum. Það er ekki nóg að semja glæsileg grunnskólalög og fylla skrifstofur i Rvik af spreng- lærðum uppeldisfræðingum og námsráðgjöfum, sem siöan rita umburðarbréf til skólanna I þeim nýja kansellistil sem eng- inn skilur. Það er heldur ekki nóg að tönnlast á gamalkunnum klisjum um að skólinn eigi að komast i nánari snertingu við atvinnulifið, námið skuli verða lifrænna, tengja beri bóklegt nám og raunhæft starf o.s.frv. þegar hvorki eru fyrirhendi fjár hagslegar forsendur né áhugi eða skilningur þeirra sundur- leitu afla, sem i raun stjórna skólakerfinu. Skólinn er nefnilega „lok- að kerfi” i þjóðfélaginu og verður það áfram að óbreytt- um félagslegum og pólitisk- um aðstæðum. Skólinn er fyrst og fremst rekinn sem at- hvarf fyrir börn og unglinga, þegna sem þjóöfélagið hefur engin not fyrir enn. Og ef þjóð- félagið telur sig ekki hafa not fyrir skólafólkið, er ekki hægt að búast við þvi, að unglingun- um verði troðið með góðu eða illu þar inn fyrir dyr. Kennararnir eru sjálfir, oftast án þess að gera sér grein fyrir þvi, dyggustu verðir þessa lok- aða kerfis. Flestir þeirra kom- ast aldrei út fyrir veggi skólans, ef svo má segja. Þeir koma beint úr sinu firrta námi I firrt kennslustarfið. Þeir færa sig að- eins um set i kennslustofunni og taka nú að prédika yfir lýðn- um það sem þeir hafa innbyrt af þeim molum, sem matreiddir hafa verið ofan i þá i skóla. Er hægt að búast viö að slfkir kenn- arar stuðli aö þvi að tengja nemendur sina gangverki þess þjóðfélags, sem þeir þekkja naumast sjálfir nema af af- spurn? Geta slikir menn glætt með nemendum sinum skyn- samleg vinnubrögð, skarpan skilning og gagnrýna hugsun? Þeim fáu kennurum, sem reyna að brjótast út úr þessari hring- rás og varpa af sér oki vanans og sljóleikans, er úthúöað af for- eldrum, skólanefndum, skóla- stjórum eða jafnvel fjölmiðlum, sem vilja óbreytt ástand i skól- um jafnt sem annarsstaðar i þjóðfélaginu, — hlýðni, fram- taksleysi og ófrjálsa hugsun. Eitt er vist, að þrátt fyrir grunnskólalögin verður engin hugarfarsbreyting meðal þeirra ihaldsafla, sem viðast hvar i þessu landi hafa úrslitaáhrif á þróun skólamála. Engin vel- meinandi lög geta betrumbætt hinn þjóðfélagslega veruleika né fegrað svipmót hans. Vald- Guðs Hvenær kemur Móses ofan af fjallinu? Jesús-fólkið (Jesus People) er ein af mörgum trúarbragöa- kvislum, sem sprottiö hafa upp i Bandarikjunum á undanförnum árum. Ein greinin af Jesus People eru Guðsbörnin (Children of God) svokölluðu, sem breitt hafa hreyfingu sina út til fjöl- margra landa, þar á meðal tslands. Guðsbörnin voru framan af aliaðsópsmikil I upprunalegu föðurlandi sinu, Bandarikj- unum, trufluðu þar messugerð- ir annarra trúfiokka, lýstu frati á skólakerfið, kapl- talismann og kerfið eins og það lagði sig. En fyrir um hálfu fjórða ári varð sú breyting á háttalagi Guðsbarnanna að þau lokuðu flestum hinna um það bil hundrað „nýlendna” sinna i Bandarikjunum og hópuðust til Evrópu. Á bak við þessa flutn- inga lá sú trú, að Amerlka myndi fljótlega falla á iliverkum sínum, og var halastjarnan Kohoutek talin fyrirboði þess. Siöan hafa Guðsbörn orðiö að alþjóðlegum flokki flökkumanna, enda þótt liöskjarni þeirra sé ennþá bandariskur. Trú sina boöa þau i bréfum frá spámanni sinum og frelsara, sem nefnist Moses David og er kallaður Mo til hægri verka. Móses þessi er sagð- ur tæplega sextugur að aldri, mun vera bandariskur og upprunalega hafa heitið David Brandt Berg. 1 bréfum sinum hvetur hann kven- kyns fylgjendur sina meðal ann- ars til þess að gerast „hamingju- samir veiðimenn fyrir Jesúm”. Rakel drottning Hinn nýi Móses lifir annars mjög leynilega, fáir vita hvar hann dvelst og aðeins fáir postula hans njóta þeirrar náöar að fá að hitta hann persónulega. Næst honum að völdum i trúarflokkn- um er sögð vera Barbara nokkur Canevaro, rúmlega tvitug aö aldri. Hún nefnist opinberlega Rakel drottning, segist vera opin- ber fulltrúi spámannsins og hafa fullt umboð hans til að koma fram i öllum tilfellum fyrir hans hönd. Móses kvað einnig hafa útnefnt hana sem eftirmann sinn. Rakel drottning er hávaxin kona og glæsileg og hefur verið i flokki Guðsbarna siöan 1968, er ferill þeirra hófst. 1973 gekk hún að eiga italskan aðalsmann, sem einnig er i trúflokknum, Emanuele Canevaro, hertoga af Zoagli og Castelvari. Hertog- inn hefur gert Poggiosecco, land- setur ættar sinnar nálægt Flór- ens, að bækistöð Guðsbarnanna. Eins og vænta mátti eru ekki allir á einu máli um ágæti þessa nýja mannkynsfrelsara og áhang- enda hans. Guðsbörnin hafa til þessa að mestu sloppiö við á- rekstra við laganna verði, og margir bera þeim það vitni að Móses spámaöur Davlð i fögrum hópi fylgismanna á Kanarieyjum. þau séu kurteis og prúö i allri hegðun. Ot á við ber mest á þvi að þau selji bæklinga spámanns sins og hljómplötur á götum og mælist gjarnan til fjárstuönings um leið. Hinsvegar hélt vesturþýska tima- ritið Stern þvi nýlega fram, að á fyrrnefndu landsetri italska her- togans væru laglegar stúlkur trú- flokksins æfðar i mannaveiðum upp á gamlan móð. I þvi sam- bandi er vitnað i bréf frá Mósesi Davið frá 1974, en þar segir hann frá þvi að hann hafi gefið konu sina „Mariu” allmörgum mönn- um og spurt hana út úr eftir á til að gleðjast við „lýsingu i smáatr- iðum” á þeim athöfnum. Hvort bréfið er ekta? Stern og spænska blaðið Inter- viu skýrðu einnig frá þvi, aö Mós- es Davið hefði til skamms tima búið á Kanarieyjum og birst þar á hverju kvöldi á bar i Puerto de la Cruz með heilt harem laglegra stúlkna, sem beinlinis hafi stund- að mannaveiðar. Hann á að hafa flúið til Libiu, þegar yfirvöld fóru að skipta sér af málinu. Canevaro hertogafrú segir þetta lygimál. Guðsbörn séu að visu ekkert fráhverf sexi og telji þaö ekki nema sjálfsagt að hátta endrum og eins hjá fólki til þess að sýna þvi fram á „ást Guðs”, En það sé undantekning frekar en regla, og aldrei sé gjald tekið fyrir svoleiðis nokkuð. En sú til- gáta haföi komið fram, að guðs- börn öfluöu sér fjár með þessu móti. Nú nýlega hefur hinsvegar komiö upp alvarleg kreppa i trú- flokknum vegna eins Mo-bréfsins, en I þvi lýsir Móses spámaöur þvi yfir aö hann hafi verið falsspá- maöur og mælist til þess að trú- flokkurinn sé leystur upp. En sið- an hefur annað Mo-bréf komið fram, þar sem hið fyrra er lýst sviviröilegt fals og andstæðingum trúflokksins Iýst með ófögrum orðum. Guðsbörnin virðast yfir- leitt trúa siðarnefnda bréfinu, en erfitt mun að fá úr þvi skorið hvort er ekta, nema þvi aðeins að hafar munu ávallt túlka lögin sér og sinum hagsmunum i vil þegar á reynir. Fjöldi kennara hefur útskrif- ast á undanförnum árum, en aö- eins hluti þeirra hefur gert kennslu að starfi sinu. Hinir hafa heykst á þvi af ýmsum or- sökum. Nú þegar kennara- menntun hefur verið færð á há- skólastig, útskrifast árlega að- eins brot af þeim fjölda sem áð- ur lauk námi i Kennaraskólan- um,og er þvi viðbúið, að skortur á menntuðum kennurum til starfa verði enn meiri á næstu árum. Þar að auki koma þeir nú nokkrum árum eldri til starfa og verður þvi starfsaldur að meðaltali styttri en áður. Rótgróið viðhorf og vanmat á störfum kennara kemur berlega fram i þeim lágu launum sem þeim eru skömmtuð. Löngum hefur þótt gott, ef hægt hefur verið að „manna skólana” og dugir þá ekki að sýta það, þótt skorti menntun eða atgervi til starfans. Liklega tækju ekki ali- ar starfsstéttir þvi með þegj- andi þögninni, ef,,manna” ætti störf þeirra með fólki sem hvorki hefði tilskilda menntun né þjálfun til þeirra. Borgarastéttin á Islandi hefur löngum talið sér henta að halda skólastarfi i úlfakreppu, sem tvinnuð er úr skorti á öllum sviðum, kennaraskorti, pen- ingaleysi, stefnuleysi og sof- andahætti. Kennarar eru sundr- aðir og starf þeirra ekki talið margra fiska virði. Meðan svo er ástatt, er borin von að úr ræt- ist i málefnum skólanna. Öánægja og leiði kennara bitnar gjarna á starfi þeirra, til ómælds tjóns fyrir nemendur og samfélag það, sem þeir eiga eftir að móta siðar. Drottningin og hertogafrúin hinn raunverulegi Móses fari að dæmi nafna sins i forneskju og komi ofan af fjalli dulúðar sinnar. Líkiö i kastalanum Foreldrar sumra ung- mennanna, sem gerst hafa Guðs- börn, eru ekkert hress yfir þeirri breytni afkvæma sinna og hafa myndað samtök i þvi skyni aö fá þau undan merkjum spámanns- ins. Skuggalegir atburðir hafa einnig gerst i sögu hreyfingarinn- ar. Þannig fannst siöasta ár lik af Guðsbarni einu i miðaldakastala nokkrum i Belgiu, og var það nakið og bar merki eftir hrotta- legar misþyrmingar. Guðsbörn kenna óvinum sinum morðið en andstæðingar þeirra telja að þau hafi hér sjálf um vélt. Paul, sonur Mósesar spámanns sjálfs, hlaut svipaðan dauðdaga i Sviss 1973. Samkvæmt Mo-bréfunum magnast og styrkist trúflokkur- inn með hverju ári sem liður. Móses segist hafa 8000 trúboða að störfum i 80 löndum og fullyrðir aö tvær miljónir manna hafi þeg- ar snúist við fylgis við þennan nýja sið. Hann segir einnig að enginn trúflokkur i sögunni hafi breiðst svo ört út á fyrstu starfs- árunum. (Byggt á Time, dþ)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.