Þjóðviljinn - 26.08.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.08.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 26. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Gallabuxurnar sem Karnabær setti upp I bás slnum árið 1971 á inyndarlegri iönaðarsýningu eiga vafalitiö heima I hinni alræmdu heimsmetabók Guinness. Hér er Colin Porter, klæöskeri Karnabæjar, ásamt aðstoðarmanni fyrir framan meistarastykkiö. frekar, þaö er fátt skemmtilegra en að selja vandaða islenska vöru sem maður framleiöir sjálfur. Hitt er svo annað að timinn einn mun skera úr um það hvort borg- ar sig frekar, atvinnurekstur með saumastofu og öðru tilheyrandi eða þá eintómur innflutningur og jafnvel algjört brask meö ein- hverjar draslvörur eða gamla af- ganga utan úr heimi. Slikt hefur aldrei verið á boöstólum i Karna- bæ en fyrirtækið er ennþá á floti sem betur fér. Hermannaskyrtur á hundraðkall — Hvað um gamlar þjóösögur sem segja aö þiö hafiö keypt her- mannaskyrtur á hundraökall i „sölunefnd varnarliöseigna” og selt þær á þrjú þúsund kall i Karnabæ meö góöum árangri — Þetta er svona álika eins og þegar viö áttum að hafa keypt heilan vörulager i Hagkaup, lagt ofan á verðið ca. 300% og siöan rokselt þetta. Auðvitaö er þetta allt saman tóm lygi. Við höfum aldrei á ævinni verslað við sölu- nefndina og eigum þaö væntan- lega ekki eftir. Hins vegar höfum við bæði flutt inn og framleitt her- mannaföt á meðan sú tiska gekk yfir. En allar þessar furðulegu viðskiptasögur sem af okkur gengu i gamla daga voru út i hött. Þær hafa enda hljóðnað og dáið drottni sinum. Karnabær hefur öðlast viðurkenningu. Fordóm- arnir eru sem betur fer úr sög- unni enda byggðust þeir á forn- aldarhugarfari ööru fremur. Hitt er annaö:enn þann dag i dag er islenska þjóðfélagið < ótrú- lega vanþroskað i viðskiptum. Mörgum finnst atvinnurekstur nánast glæpur. Við erum á ann- arri skoðun. Einkarekstur fyrir- tækja, sem virkja allt starfsfólk sitt, greiða þvi góö laun og borga sina skatta og skyldur til samfé- lagsins, er langt i frá syndsam- legur. Þvert á móti er heiðarieg samkeppni hið eina sem getur haldið þjóðfélaginu gangandi, segir Guðlaugur. Þaö er ekki gert út á rikið. Karnabær er ekki eitt þeirra fyrirtækja sem gerir út á rikið. Ekki er heldur hægt aö gera út á bankakerfið, þvi fyrirgreiðslan þar er i algjöru lágmarki. Það væri margt auðveldara og betra ef önnur fyrirtæki væru rekin á sama grundvelli, eins og t.d. bátaútgerðin, fiskiðnaður, land- búnaður ofl.,Þar græða menn á þvi að tapa — hér nærast menn á þvi að spara og spara, halda reksturskostnaði i lágmarki og njóta þess svo ef vel tekst til. Karnabær rekur núna sauma- stofu ihúsakynnum Kjörgarös við Framhald á næstu siðu var verið að leggja flisar i gólfið i einum básnum,og veriö aðflytja óteljandi fallegar flisar niður i básinn. Þar rétt við hliðina voru tveir ungir menn með forláta spegilramma, en þeir kváðust heita David Pittog Gisli Guðjóns- son. David rekur fyrirtækið Lud- vig Storr og Co og einnig fyrir- tækið David Pittog Co og er hann með vörur frá báðum fyrirtækj- unum i' einum bás. ,,Ég verð aðallega með spegla, baðskápa og svo ýmiss konar spil. Ég býst við að baöskáparnir veki mesta athygli, þvifólkhefur mik- inn áhuga á slikum skápum.” ,,Og áttu nóg af þeim, ef salan verður mikil?” ,,Ég vona það, þóttmaöur voni lika að salan verði sem allra mest” sagði David Pitt. Uppi á loftinu var Agla Marta Marteinsdóttir að vinna við bás Vörumarkaðarins, sem hún hefur hannað. Er þetta i þriðja sinn sem Vörumarkaðurinn sýnir þarna á þessum stað, og hefur þessi bás jafnan vakið nokkra athygli. „Hér verður káeta, barnaher- bergi, bambushúsgögn, og i gam- alli eldavél verður komið fyrir djúpsteikingapotti, glerhellum og kolagrilli. Þar verður svo mat- reitt allan daginn. Einnig verða hérsýndar þvottavélar i fjölbýlis- hús,”sagði Alla. Þvi má svo bæta viðaðþarna verðursýnd meðferð svo kallaðs „galdrapriks” sem gerir ýmsar eldhúskúnstir, en svissnesk stúlka kemur hingað til lands til að kynna þetta merka tæki. Það var vissulega ýmislegt ógert þegar við yfirgáfum Laug- ardalshöllina, en reynslan hefur verið sú hér, sem viðar, að mest gerist á siöustu stundu. Hafa menn jafnvel veriö að leggja sið- ustu hönd á verkið nokkrum min- útum áður en sýningin hefur opn- að. Vonandi geta þó allir gefið sér tima tilað verömerkja þær vörur, sem eru til sýnis i básunum, þvi slikt er ekki aðeins skylda, heldur algjör nauðsyn, eigi fólk að hafa eitthvert gagn af slikri sýningu. Það er útilokað fyrir fólk að spyrja um verðihverjum einasta bás, og yerðmerkingar á vörum sem stUlt er út voru skyldaðar af 'verðlagsstjóra fyrir nokkrum ár- um og ekki seinna vænna að þær reglur séu virtar á vörusýning- um. þs VEIST ÞÚ framleiðir um 40% af öllum litskermum fyrir litsjónvarpstæki, sem framleiddir eru í heiminum í dag. Stór fjöldi Evrópskra sjónvarpstækjaframleiðenda kaupir litskerma (myndlampa) frá Toshiba og notar í tæki sín Þvíborgar sig tvímælalaust að kaupa orginal Toshiba litsjónvarpstæki hjá okkur. Einstaklega lágt verð vegna hagstæðra samninga við Toshiba. 18 " litsjónvarpstæki kr. 208.095.- 20" litsjónvarpstæki kr. 229.355.- (verð til afh i Rvik ) . x 14" litsjónvarpstæki kr. 180.420.- (verð til afh i Rvik ) Toshiba Japan eru stærstu framleiðendur íheimi á elektroniskum tækjum. ÁRS ÁBYRGÐ — GREIÐSLUSKILMÁLAR EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTADASTRÆTI I0A - SlMI 16995 Aðrir útsölustaðir: KB BORGARNESI KS SAUOÁRKRÓKI KÞ HÚSAVÍK KEA AKUREYRI KH EGILSSTÖÐUM KR HVOLSVELLI KH BLÖNDUÓSI VSP HVAMMSTANGA BJARG AKRANESI STAPAFELL KEFLAVÍK GESTUR FANNDAL SIGLUFIRÐI HLJÓMVER AKUREYRU KJARNI VESTMANNAEYJUM RADOI & SJÓNV.B. SELFOSSI ALLT- NEMA TEPPIÐ FLJÚGANDI I teppadeild JL-hússins finnið þér mesta teppaúrval á landinu - hverskonar teppi í öllum verðflokkum. Verð: Kr. 1.229 til kr. 17.000 pr. m2 í leiðinni getið þér litið inn í stærstu húsgagnaverslun landsins. Og það kostar ekkert að skoða. A A A A A A □ l I 1.1 I La ii L_ m Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.