Þjóðviljinn - 26.08.1977, Side 11

Þjóðviljinn - 26.08.1977, Side 11
Föstudagur 26. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA ll Víkingar tóku stig af Val IA er Islandsmeistari Skagamenn: tslandsmeistarar 1977. Úr þessu færi tókst Inga Birni aö skora fyrra mark sitt I leiknum. Diörik viröist eiga möguleika á aö vcrja, cn svo varö ekki. Mynd: G. Jóh. Vikingar tryggöu Skagamönn- um lslandsmeistaratitilinn i gær- kvöld meö þvi aö gera jafntefli við Val, tslandsmeistarana frá þvi i fyrra, 3:3 i æsispennandi hörkuleik. Þetta var heint stór- kostlegur leikur á aö horfa fyrir hina 4 þús. áhorfendur sem borg- uöu sig inná völlinn. Og þeir fengu svo sannarlega eitthvaö fyrir peningana. Vikingar sem léku sinn langbesta leik á keppnistimabilinu voru minnugir ófaranna fyrir Val, bæöi i bikar og deild, og verri grikk gátu þeir ckki gertþeim. Valsmenn uröu aö vinna en barátta Víkinga var slik að raunar voru Valsmenn stál- heppnir aö sleppa meö annað stigiö. Þar með eru Skgamenn Is- landsmeistarar, nokkuö sem ég held ekki aö nokkur maöur haföi gert ráð fyrir er þrjár umferðir voru til loka mótsins. Þá hafði Valur tveggja stiga forskot og björninn virtist unninn. En þessir þrfr lokaleikir reyndust afdrifa- rikir fyrir bæöi liöin. Valur gerði þrjú jafntefli á meðan Skaga- menn unnu alla sina leiki meö glæsibrag. Það var fyrst og fremst óbilandi kjarkur og bar- átta sem færði ÍA liðinu þennan eftirsóknarverða titil. Liðið lék frábærlega vel, næstum áhyggjulaust sina siðustu leiki, á meðan Valsmenn, þrúgaðir af taugaspennu, rembdust við að halda i fengið forskot. Skaga- menn eru vel að sigrinum komnir það væru Valsmenn lika en aðeins einn getur sigrað. Snúum okkur þá að þessum „dramtiska” leik. Það voru ekki margar minútur liðnar þegar það var lýöum ljóst að Vi'kingar gengu ákveðnir til leiks, selja skildu þeir sig dýrt. Þeir áttu fyrsta verulega hættu- lega tækifærið i leiknum en þversláin barg Val. Fyrsta markið kom á 10. min. Gunnlaug- ur Kristinsson átti eitt af sinum frægu þrumuskotum. Boltinn þeyttist upp i markvinkilinn og þaðan út þar sem Gunnar Orn kom aðvifandi og hann sendi bolt- ann i netið framhjá Sigurði sem misreiknaði sig herfilega , 1:0. En Valsmenn voru ekki á þeim buxunum að gefa sig. Hörður Hilmarsson átti þrumuskot sem Diðrik varði mjög vel. Stuttu sið- ar á Hörður mjög fast skot sem sleikir marksúluna. Pressa Vals- manna var hörð en vörn Vikings var að sama skapi þétt fyrir. En eitthvað hlaut undan að siga og á Sagt eftir leikinn Tony Knapp: „Besti ieikur sem ég hef séö á keppnistim abilinu. Vikingar léku eins og þeir best geta meö frábærri hörku og harðfylgni. Þeir vcröskulduðu aö mínu áliti sigurinn og þar meö mögu- leika á UEFA keppni næsta ár. Ég vil óska Skagamönn- um til hamingju meö sigur- inn I mótinu. Þeir áttu hann fyllilega skilinn.” Youri llitsjéf: „Hræöilegt, hræöilegt, cr þaö eina sem ég get sagt. Dómarinn eyöilagöi allt fyrir okkur meö fáránlegum rang- stööudómum. Hvað eftir annaö tók hann af okkur frá- bæra möguleika meö rang- túlkun sinni. Og markiö sem hann tók af okkur. 1 guöanna bænum, minnstu ekki á það.” Athygli vakti þegar Ijóst var oröiö aö 1A er tslands- meistari aö bikarinn var ekki afhentur i leikslok. Þaö hefur verið viötekin venja undir svipuöum kringum- stæöum. Astæöan liggur i þvi aö Skagamenn gátu ekki komiö meö alla sina menn til leiksins og báöu um frestun afhendingarinnar. Hvenær bikarinn veröur afhentur er ekki vitaö. Man. Utd. á topinn Allmargir leikir fóru fram i ensku deildarkeppninni á miðvikudagskvöldið. — — Manchester United sigraði á heimavelli Coventry með 2 mörkum gegn einu og hefur þar með tekið forystuna i 1. deild með 4 stig. Manchester city sem margir spá sigri i deildinni i ár gersigraði Aston Villa 4:1 á útivelli Úrslitin urðu annars sem hér segir: 1. deild: A. Villa — Man. City 1:4 Chelsea — Birmingham 2:0 Derby — Ipswich 0:0 Leeds — WBA 2:2 Leicester — West Ham 1:0 Man. Utd. — Coventry 2:1 Norwich — Middlesboro 1:1 2. deild: Blackburn — Tottenham 0:0 Stoke —Southampton 1:0 35. min. jafna Valsmenn. Guðmundur Þorbjörnsson nær til knattarins eftir að Diðrik hafði misst hann á klaufalegan hátt úr greipum sér. Guðmundur var mjög aðþrengdur en tókst á snilldarlegan hátt að gefa boltann út þar sem Albert kom á fullri ferð og þrumaði i netið, mjög lag- legt mark, 1:1. Stuttu siðar ver Sigurður meistaralega skot frá Gunnari Erni. A 37. min. eiga Valsménn eitt sitt besta færi er Atli kemst einn innfyrir . Hann rennir boltanum framhjá Diðrik en of utarlega. Eirikur Þorsteinsson kemst i svipaða aðstöðu stuttu siðar. Hann kemst aleinn innfyrir en Sigurður bjargar á yfimáttúru-, legan hátt. Vikingar sækja mjög i sig veðrið og þegar ein minúta er til leikhlés ná þeir aftur foryst- unni. Eirikur sneiðir laglega sendingu frá Óskari i netið, alger- lega óverjandi, 2:1. Seinni hálfieikur. Vikingar greinilega ákveðnir i aðhalda i forystuna. Þeir draga i upphafi nokkuð úr hraðanum, mikið ber á langsendingum til markvarðar en Valsmenn eru ákafir i að jafna metin og á 4. min skorar Ingi Björn. Hann kann svo sannarlega að staðsetja sig pilt- urinn sá, nær stungubolta frá Al- bert, brýst skemmtilega fram völlinn og vippar yfir Diðrik sem hættir sér of langt, 2:2. Nú fer menn að óra fyrir úr- slitaleik. Valsmenn setja allt i Framhald á bls. 14. staöan Lokastaðan i 1. deildarkeppninni i knattspyrnu 1977: Akranes 18 13 2 3 35: 13 28 Valur 18 11 5 2 38: 18 27 IBV 18 9 3 6 27 : 18 21 IBK 18 8 4 6 29: : 28 20 Vikingur 18 6 8 4 22 :23 20 Breiðablik 18 7 4 7 27: : 26 18 FH 18 5 6 7 26: 30 16 Fram 18 4 6 8 24 : 35 14 KR 18 3 4 11 24: 34 10 Þór 18 2 2 13 21 :48 6 Markahæstu menn: Pétur Pétursson ÍA 16 Ingi Björn Albertsson Val 15 Sigurlás Þorleifsson IBV 12 Sumarliði Guðbjartsson Fram 8 TómasPálsson IBV 8

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.