Þjóðviljinn - 27.08.1977, Blaðsíða 16
pjODvnnNN
Laugardagur 27. ágúst 1977
A&alsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-2ománudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tlma er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
:U81333
Einnig skal bent á heiiha-
slma starfsmanna undir
nafni Þjóöviljans i sima-
skrá.
SOdln þokast
suður með
Austfiörðum
— Jú, það sýnist vera al-
vara hjá síldinni að halda
hér suður með Austfjörð-
BSRB
Fjallad
um
launa-
stiga á
mánudag
Hié veröurá fundum hjá BSRB
og fulltrúum rfkisins um helgina,
en á mánudag er gert ráö fyrir
fundi hjá Sáttasemjara, þar sem
aftur veröur tekiö til viö launa-
stigann. A fundi f gær og i fyrra-
dag, var rætt um ýmiss atriöi i
kröfugeröinni, vaktavinnu I
fyrradag og aöstööu á vlnnustaö,
fæöiskostnaö og fleira i gær.
Baldur Kristjánsson á skrif-
stofu BSRB sagöi aö þegar ákv.
var aö fresta samningunum i vor,
heföi veriö gengiö svo frá aö þeg-
ar samningarnir yrðu geröir,
mynduþeirgilda frá 1. júlí. Hefur
fólk í BSRB þvi ekki fengiö neinar
hækkanir i sumar, umfram þær
sem tilheyröu fyrri kjara-
samningum og voru umsamdar
þá. Sagöi Baidur aö vissulega
bæri mikiö f milli i. þessum
samningum, en væntanlega yröu
kauphækkanirnarog launastiginn
tekin fyrir strax eftir helgi og þá
gæti veriö aö linurnar tækju eitt-
hvaö aö skýrast.
Sídasta
sýningar-
yikan
Siöustu sýningar á Light
Nights, kvöldvökuskemmtunum
fyrir enskumælandi feröamenn
veröa n.k. mánudags-, þriöju-
dags-, miövikudags- og fimmtu-
dagskvöld kl. 21.00 I ráöstefnusal
Loftleiðahótels. Þessar sýningar
Feröaleikhússins njóta vinsælda
erlendra feröamanna og hefur
aösókn verið góö I sumar, en
sýningar veröa alls 27 aö þessu
sinni.
Nýtt námsefni
1 samráöi viö Menntamála-
ráöuneytiö hefur Umferöarráö
hafiö útgáfu á nýjum umferöar-
verkefnum fyrir yngstu nem-
endur grunnskóla, þ.e. fyrir 7-9
ára nemendur. Hér er um aö ræöa
fjögur verkefni af tólf sem fyrir-
huguö eru i þessum flokki. Sam-
vinna var höfö viö Rikisútgáfu
námsbóka um dreifingu verkefn-
anna á kjörbókalista sem þýöir aö
nemendur fá verkefnin ókeypis
eins og flest annaö fræösluefni á
grunnskólastiginu.
um og menn eru eitthvað
farnir að búa sig undir
söltunhérá fjörðunum. En
við erum bara vanbúnir
þessari heimsókn því síldin
hef ur nú ekki ónáðað okkur
mikið að undanförnu. Von-
andi er hún nú að sjá sig
um hönd.
— Svo mælti Guömundur
Bjarnason, fréttaritari Þjóövilj-
ans á Norðfirði I viötali viö blaöiö
i gær.
— Litiö er annars um aö sild
hafi ennþá borist hingaö til Norð-
fjarðar, hélt Guömundur áfram. 1
nótt kom bátur inn meö 40 tonn og
var sildin fryst. Hún er ennþá
ekki söltunarhæf vegna meguröar
þó að úr þvi muni sjálfsagt rakna.
Engir Norðfjaröarbátar munu
fara á sildveiðar og eru þaö aöal-
lega Hornfjaröarbátar sem hér
eru farnir aö huga aö sfldinni.
Hér á Noröfirði hefur verið
yfirdrifin atvinna, sagði Guö-
mundur Bjarnason, svo aö þess-
vegna höfum viö lltiö meö sildina
aö gera. Mér sýnist ekki likur á
þvi, aö viö höfum neinn mann-
skap til þess aö sinna söltun.
Smábátarnir hér hafa fiskaö
mjög vel bæöi á færi og linu og svo
muneinnig vera viöar hér eystra.
Yfirleitt virðist mikill fiskur vera
fyrir Austurlandi. — Viö eigum nú
bráölega von á þriöja togaranum.
Ekki er annaö sjáanlegt en aö
hér veröi skortur á vinnuafli
þegar skólarnir taka til starfa og
unglingarnir hverfa frá fiskvinnu
aö námi.
Búiö er aö bræöa hér 2 þús. lest-
ir af loönu og 3 þús. lestir af kol-
munna, sem Börkur bar aö landi.
gb/mhg
Þeir semvllja ^lgjasí me«
komast ekki hja
aðlesa
hvortsemþcireni
sammala honum eÓa ekkl
Cr sýningarbás Þjóöviljans.
Sýningarbás
Þjóðviljans
Sýningin Heimiliö 77 var opnuö i gær aö viöstöddum miklum
fjölda gesta og veröur nánar sagt frá opnun sýningarinnar og
fleiru henni tengdu i blaöinu á morgun.
í sýningarbás Þjóðviljans veröa til sölu plaköt, tekið veröur á
móti áskriftum og auglýsingum og þar veröur svaraö öllum
spurningum sem sýningargestir hafa áhuga á aö leggja fyrir
fulltrúa Þjóöviljans á sýningunni.
Norrænt
verkamanna-
samband
þingar hér
á landi
Nordisk Fabriksarbetare-
federationen, sem er samband
13 landssambanda verkafólks i
Danmörku, Finnlandi, Noregi,
Svíþjóð og islandi, héldu aöal-
fund sinn á Húsavik I vikunni.
Félagsmenn innan þessa nor-
ræna sambands eru 397.794 tals-
ins.
Aöalfundirnir eru haldnir til
skiptis i aöildarlöndunum, og er
þetta i annað skipti sem aöal-
fundur sambandsins er haldinn
á Islandi.
Fundinn sitja alls 35 fulltrúar,
þar af 10 frá Danmörku, 9 frá
Finnlandi, 6 frá Noregi, 6 frá
Sviþjóö og 3 frá tslandi.
Aöalfundafulltrúarnir munu
ásamt mökum sinum, feröast til
Mývatns I dag og til Akureyrar
á morgun, en heim halda þeir á
mánudaginn.
Kjaradeila
verkfræðinga:
Áskorun
frá BHM
Vegna kjaradeilu Stéttarfélags
verkfræöinga og Reykjavíkur-
borgar vill Bandalag háskóla-
manna hér meö beina þeim til-
mælum til félagsmanna sinna, aö
þeir gangi ekki inn i störf þeirra
verkfræöinga hjá Reykjavikur-
borg, sem nú eru i verkfalli.
Jafnframt lýsir Bandaiag há-
skólamanna yfirfullum stuöningi
viö Stéttarfélag verkfræöinga I
baráttu þeirra fyrir bættum kjör-
um.
NÚ FÁUM VIÐ LÚÐU, LAX
OG SILUNG
Góðfiski getum við kallað allan ís-
lenzkan fisk, sé hann veiddur á
réttum tíma, vel verkaður og fersk-
ur, eða rétt geymdur.
Vissar fisktegundir þykja þó flest-
um öðrum betri. Með þeim viljum
við smjör, því þegar reynir á bragð-
gæðin, er það smjörið sem gildir.
\
Draumurinn um soðinn lax með
bræddu smjöri ögrar pyngju okkar
á hverju sumri, því hvað er annað
eins lostæti og nýr lax með íslenzku
smjöri?
Matgleðin nýtur sín einnig þegar
soðinn eða steiktur silungur er á
borðum. Og enn er það smjörið
sem gildir. Til að steikja silung
dugar heldur ekkert nema islenzkt
smjör og séu silungur eða rauð-
spretta grilluð, er fiskurinn fyrst
smurður vel með íslenzku smjöri
og síðan grillaður heill í örfáar
mínútur á hvora hlið.
Soðin lúða er herramannsmatur.
Sjálfsagt er að sjóða fiskinn í eins
litlu vatni og hægt er, ef ekki er
löguð súpa.
íslenzkt smjör má ekki gleyma að
bera með, það væri synd. Gott er
líka að steikja þykkan lúðubita í
ofni. Við smyrjum bitann vel með
smjöri og pökkum inn í álpappír,
en setjum ekkert vatn við.
fyrsta flokfo ísktrxþ smjör Æ\
foo grömn
Nú er lúðu-, lax- og silungstíminn.
Notfærum okkur gæði lands og
sjávar. Annar eins herramannsmat-
ur og þessi býðst ekki víða annars
staðar í heiminum.