Þjóðviljinn - 10.09.1977, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. september 1977
Norðurlandamótið í nútímafimleikum
— en hún er fyrsti íslendingurinn sem tekur þátt
í Norðurlandamóti í fimleikum
Berglind Pétursdóttir úr
Gerplu tók þátt í nútíma
fimleikum á Noröur-
landamótinu/ fyrst Islend-
inga. Berglind hefur í sum-
ar vakiö mikla athygli
fyrir mjög góða frammi-
stöðu á móti sem haldið
var fyrir fimleikastigann í
Noregi. Fyrirfram var
búist við að hér yrði við
ramman reip að draga
enda keppendur á þessu
móti geysilega vel þjálfað-
ir. Er samanburður við
erlendar þjóðir því mjög
óhagstæður fyrir okkur
Dana Jónsson, þjálfari Berglind-
ar.
islendinga. Stjórn Fim-
leikasambandsins hefur á
undanförnum árum unnið
mjög ötult og gott starf og
rifið fimleikaíþróttina upp
úr þeirri ládeyðu sem hún
var í fjöldamörg ár. För
Berglindar til Noregs í
sumar er fyrst og fremst
afraksturaf því starfi sem
Fimleikasambandið hefur
unnið.
En snúum okkur þá að
keppninni sjálfri. Berglind
fór út síðastliðinn föstudag
ásamt þjálfara sínum
Dönu Jónsson en hún hefur
þjálfað Berglindi svo að
segja frá því að hún hóf að
Berglind-gengur I salinn, fyrst islenskra þátttakenda á Noröurlanda-
móti i fimleikum
leggja stund á nútimafim-
leika. I flokki Berglindar
voru keppendur 13 og urðu
úrslit i þremur efstu sæt-
unum þessi:
1. Anna Jansson Svíþjóð
2. Lena Smith Sviþjóð
3. Leila JááskelSinön
Finnlandi
Frá setningu mótsins I Kaupmannahöfn
Berglind hafnaði í 10. til
12. sæti.
Fyrirfram var búist við
betri árangri en hafa verð-
ur i huga mjög ungan aldur
og reynsluleysi í svo erfið-
um stórmótum. Þá voru
nokkrar tæknilegar trufl-
anir á mótinu, einkum í
sambandi við hljómlist
sem leikin var undir hjá
Berglindi, en á segul-
bandsspólunni var að
miklu leyti gölluð upptaka.
Þetta er að sjálfsögðu
mjög trufiandi.
Það var samdóma álit
allra dómara að Berglind
væri mikið efni sem vel
yrði að hlúa að.
Að sögn Dönu Jónsson aðal-
þjálfara Berglindar, þarf að gera
mikið átak til að Islendingar geti i
framtiðinni sett sig á háan hest.
bannig er fjármálahliðin mjög
mikilvægur þáttur en starfsem-
inni hafa alltaf verið sett nokkuð
skýr mörk hennar vegna. Þá er
allt skólastarf mjög mikilvægt.
Taka þarf fólk mjög ungt i þjálfun
svo að nauðsynleg reynsla fáist
áöur en út er lagt i stórmótin.
Dana mun byrja námskeiö i
fimleikum i lok september og er
það öllum opið. Þetta er á vegum
fimleikasambandsins og mun
Dana æfa fyrst og fremst skyldu-
æfingar. Vonast hún eftir góðri
þátttöku enda er hún mjög fær
fimleikaþjálfari sem kennt hefur
viða nú siðast i Japan.
Nú hefur Fimieikasambandið i
bigerð að taka upp sænskt kerfi
sem gefur mjög góða raun þar i
landi.
Mikilvæg reynsla
fékkst með þátt-
töku Berglindar
Englendingar
úr leik í HM?
England varð aö láta sér
Iynda markalaust jafntefli
gegn Sviss á Wembley-ieik-
vanginum i London á miöviku-
dagskvöldiö. Þessi úrslit eru
geysilegt reiöarslag fyrir
enska landsliöiö, þvl nú eru
litlar sem engar likur á aö liö-
inu takist aö komast i úrslita-
keppnina sem fram fer i
Argentínu á næsta ári. Yröi
það I annaö sinn i röö sem
Englendingum tækist ekki aö
vinna sér þátttökuréttinn, en i
undankeppninni fyrir úrslitin i
Þýskalandi slógu Pólverjar þá
út.
Raunar voru Englendingar
stálheppnir aö ná jafntefli i
leiknum þvi lengst af sóttu
Svissiendingar stift en án
árangurs. Til þess aö komast
áfram i keppninni þurfa Eng-
lendingar aö vinna tvo siöustu
leiki sina gegn ítaliu og Lux-
emborg meö talsveröum
markamun.
Námskeið í jazzleikfimi og
leikrænni tjáningu
íþróttaskóli Sigurðar
R. Guðmundssonar og
Fimleikasamband
islands gengust
sameiginlega fyrir nám-
skeiði i djassleikfimi og
leikrænni tjáningu dag-
ana 21.-26. ágúst s.l.
Námskeiðið fór fram að
Leirárskóla (Heiða-
skóla) i Borgarfirði. Það
var fullskipað með 45
þátttakendum.
Kennarar voru tvær sænskar
konur, Monica Beckman og
Dagny Kronlund. Monica Beck-
man var hér á landi I fimmta
skipti. Djassleikfimi er hennar
sérgrein og óhætt að fullyrða að
hún sé löngu orðin heimsþekkt
fyrir kennslustörf sin. Dagny
Kronlund kenndi leikræna
tjáningu með miklum ágætum.
Þessar tvær konur starfrækja
saman barna- og unglingaleikhús
i Sviþjóð og vinna út frá hreyf-
ingum og hugmyndum sameigin-
lega.
Þátttakendur námskeiðsins
voru mjög ánægðir með kennsl-
una og er óhættað telja aö þessir
dagar hafi verið lærdómsrikir og
ánægjulegir i senn. Auk fastra
kennslustunda, sem voru 5 dag
hvern, voru kvöldvökur með
skemmtiatriöum namskeiðs-
fólksins. Þá gafst þátttakendum
kostur á aö hagnýta sér sundlaug
og gufubaðstofu staðarins og var
það óspart notað.
Golfmót í
Grafarholti
Um helgina veröur haldiö i
Grafarholtinu flokkakeppni i
golfi. Þetta er siöasta golf-
keppni Golfklúbbs
Reykjavikur og jafnframt
siöasta stórmót sumarsins
sem er aö liöa. Keppt veröur
I Mfl., 1. fl., 2. fl, og 3. fl.
karla og einum flokki
kvenna. Leiknar veröa 36
holur og hefst keppni kl. 9 á
laugardagsmorguninn.