Þjóðviljinn - 07.10.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.10.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. október 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýöshreyfingar og þjóöfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann. Auglýsingastjori: úlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla. auglýsingar: Síöumúla 6. Sfmi 81333. Prentun: Blaöaprent hf. Báðum til jafn mikils sóma Það er eins og eitthvert dæmafátt lán- leysi sé yfir Alþýðuflokknum, — þar ris hver feigðarboðinn á fætur öðrum. Undir forystu Gylfa Þ. Gislasonar tapaði Alþýðuflokkurinn um helming þess kjör- fylgis, sem hann áður hafði, og i siðustu kosningum var svo komið, að hefði kjós- endum flokksins fækkað um örfá hundruð i viðbót var flokkurinn horfinn af Alþingi íslendinga. Sumir Alþýðuflokksmenn vildu alfarið kenna Gylfa um ófarirnar, hann ætti alla sök á niðurlægingu flokksins, hann yrði þvi að vikja. Auðvitað ber Gylfi Þ. Gisla- son sinn stóra hluta ábyrgðarinnar á þvi hvernig komið er fyrir Alþýðuflokknum. En það væri alltof einföld skýring að kenna Gylfa einum um allar ófarir. Það er öllum kunnugt, sem til þekkja, að þeir Benedikt Gröndal og Eggert G. Þorsteins- son kunnu ekkert lakar við sig en Gylfi i þjónustunni við ihaldið á viðreisnarárun- um ellefu. Það er lika alkunna, að þeir Benedikt og Eggert hafa ekki siður en Gylfi verið áhugamenn um það að þjóna sem best hagsmunum bandariskra hernaðaryfirvalda og fjölþjóðlegra auð- hringa i islenskum stjórnmálum. Og sé lit- ið til yngri manna Alþýðuflokksins, þá er t.d. ástæða til að festa sér vel i minni skrif Vilmundar Gylfasonar gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar um aukin pólitisk völd samtaka launafólks, og skrif sama Vilmundar fyrir tveimur árum um það, hversu sjálfsagt væri að leyfa vestur - þýskum togurum áfram. l að veiða i is- lenskri landhelgi. Það væri sannarlega alltof mikil bjart- sýni að reikna með einhverri vinstri vakn- ingu i Alþýðuflokknum, þótt Gylfi hafi nú verið hrakinn i pólitiska útlegð af félögum sinum. í prófkjöri Alþýðuflokksins nú á dögun- um vegna komandi borgarstjórnarkosn- inga i Reykjavik sigraði Björgvin Guðmundsson keppinauta sina með yfir- burðum án þess þó að fá sjálfur nema rúmlega 1400 atkvæði. Björgvin verður þvi enn á ný eins og siðast efstur á borgar- stjórnarlista Alþýðuflokksins i Reykjavik i vor. - Það er sannarlega vert að minna á, að vorið 1974 fékk listi Alþýðuflokksins með Gylfa efstum þó 4071 atkvæði i alþingiskosningum, en i borgarstjórnar- kosningunum einum mánuði fyrr fékk listi Alþýðuflokksins með Björgvin Guðmundssyni efstum aðeins 3.034 atkvæði, og naut borgarstjórnarlisti Björgvins þó fulls stuðnings Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sem alþingislisti Gylfa gerði ekki. Björgvin sigraði glæsilega i prófkjörinu, að sögn ýmsra Alþýðuflokksmanna, reyndar með dyggum stuðningi Kristins Finnbogasonar, yfirritstjóra Timans og fleiri góðra drengja úr fjármálaheimin- um!! En dettur nokkrum i hug að sá ,,sig- ur” verði heilladrjúgur fyrir framgang jafnaðarstefnunnar á íslandi? Það er vist ósköp bágt ástandið i vesal- ings Alþýðuflokknum núna eftir fall Gylfa en sigur Björgvins. Mættum við vitna stuttlega i skrif Vilmundar Gylfasonar i Dagblaðinu 9. ágúst s.l. - Þau varpa skýru ljósi á „heimilisfriðinn” sem nú rikir i Alþýðu- flokknum. - Vilmundur er 9. ágúst að fjalla um fund i fulltrúaráði Alþýðuflokks- ins árið 1975 þar sem m.a. var rætt um reikninga kosningasjóðs frá 1974 og segir orðrétt: „Kynning reikninganna fór þannig fram að braskaragrey i Reykjavik, sem þvi miður er i Alþýðuflokknum stóð upp og las fyrir fundinum sex eða sjö tölur.” Vilmundur segir siðan að vegna geðleysis manna hafi reikningarnir verið samþykktir , en þó með þeim fyrirvara, að þeir yrðu kynntir i heillegri mynd á framhaldsaðalfundi. Það hafi hins vegar aldrei verið gert, en i staðinn beitt hótun- um um uppljóstranir um einstaka flokks- menn, ef menn hefðu sig ekki hæga!! Vilmundur segir siðan orðrétt I grein sinni 9. águst: ,,Það er svo til marks um geðleysi Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins i Reykjavik, að Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi skyldi vera endurkjörinn formaður fulltrúaráðsins eftir þessi ósköp. Formennska Björgvins Guðmundssonar i Fulltrúaráði Alþýðuflokksins er sömu ættar og for- mennska Kristins Finnbogasonar i fulltrúaráði Framsóknarflokksins i Reykjavik. Og báðum stjórnmálaflokkun- um til jafn mikils sóma.” Þetta var þá dómur Vilmundar Gylfa- sonar um Björgvin Guðmundsson. Þar mælir sá sem gerst telur sig vita. Við ósk- um Alþýðuflokknum til hamingju með glæsilegan sigur sins „kraftaverka- manns”, og hlökkum til að sjá þá Björgvin og Vilmund hlið við hlið á lista Alþýðu- flokksins i næstu þingkosningum. En hvor skyldi nú verða fyrir ofan hinn? —k. Auka vopnasprettinn Morgunblaðiö upplýsir okkur um að fjórir sovéskir „Birnir” hafi verið i hópflugi i islenskri lofthelgi um helgina eins og til þess að kvitta fyrir heimsókn Geirs til Sovét. Við fáum að jafnaði mikið úr þessari átt af upplýsingum um stórfellda flotauppbyggingu Sovétmanna i Norðurhöfum. A stundum er að heyra á bergmáli frá NATÓ- herforingjum i Morgunblaðinu að Sovétrikin hafi hernaðaryfir- burði á Noröur-Atlantshafinu. Eins og bent hefur veriö á hér i Þjóðviljanum versnar vigstaða bandariska NATÓ-hersins á þessu svæði mjög, þegar iðnað- ar-hernaðarsamstey pan i Bandarikjunum er að berjast fyrir opinberum fjárveitingum til framleiðslu nýrra vigtóla. Að fénu fengnu batnar vigstaðan á ný, og án þess aö ætlunin sé aö karpa um þaö hvort risaveld- anna þenji sig meir i vopna- kapphlaupinu, viröast nýjustu fréttir benda til aö það séu bandarisk stjórnvöld sem nú vilja auka hraðann á þessum vitfirrta spretti. SIPRI og Barnaby Frank Barnaby heitir enskur doktor, sem verið hefur for- stööumaður Alþjóöa friðarrann- sóknarstofnunarinnar i Stokk- hólmi (Stockholm International Peace Research Institut — skammstafaö SIPRI) frá 1971. Stofnun þessi hefur starfað frá ’66 og er óháð visindastofnun sem sænska rikið stendur undir kostnaöi af. Markmiö hennar er að auka þekkingu um þau skil- yrði sem nauðsynleg eru til þess Nýjasta bandarfska vigvélin sem komin er i notkun er lágfleyg eld- flaug sem finnur sjálf skotmark sitt. Undir sviði radargeisla, I 50 til 100 metra hæð, fer hún krókaleiðir að markinu með mikilli ná- kvæmni eftir 5 þúsund kilómetra leið. Skotmarkið á þessari mynd er eldflaugarpallur. að hægt sé aö leysa alþjóðlegar deilur og ná varanlegum friöi. Innan SIPRI starfa um 40 manns, og eru visindamenn frá austri og vestri um 20 þar af. I stjórn og visindaráði SIPRI eru margir heimsþekktir visinda- og stjórnmálamenn, og niöur- stöður stofnunarinnar birtast i fjölmörgum ritum viösvegar um heim á ári hverju. Stefna Bandaríkjanna hreint brjálæöi Frank Barnaby segir I viðtali sem hann átti viö fréttastofu sænsku blaðanna (Tidningarnas Telegrambyrá) að nifteinda- sprengjan sé táknræn fyrir aukna villimennsku mannkyns. Akveði Bandarikjamenn að framleiöa hana og fylgi önnur NATO-riki i kjölfarið geti það breytt afstöðu herforingja til kjarnorkuvopna og notkunar þeirra. — Hugmyndin um að þróa nifteindasprengjuna sannar aö til eru vitskertir heilar sem álita að hægt sé að takmarka kjarn- orkustriö við visst svæði og möguleiki sé á að vinna kjarn- orkustrið, segir Barnaby. — Þetta getur leitt til þess að kjarnorkuvopn fái aukna út- breiðslu, áframhald verði á vopnakapphlaupinu og hættan á kjarnorkustriði aukist. — Breyti stórveldin afstööu sinni og hafni kenningunni um jafnvægi skelfingarinnar (terr- orbalans) og taki þau að halda þvi fram að hægt sé að beita kjarnorkuvopnum án þess að heimurinn tortimist, mun draga úr hræðslunni við notkun slikra vopna, segir Barnaby. — En það er blekking að hægt sé að takmarka kjarnorkustriö. A sama andartaki og Banda- rikjamenn stöðva skriðdreka- árás með litilli nifteinda- sprengju, skýtur Varsjárbanda- lagið á loft þrjúþúsund kjarna- hleðslum, og skotmörk 600 þeirra verða helstu borgir Evrópu. — Eg trúi ekki heldur á þá bandarisku og sovésku herfræð- inga sem halda þvi fram að hægt sé að takmarka kjarn- orkustrið við Evrópu. — Með þetta i huga er stefna Bandarikjanna og NATÓ varö- andi notkun kjarnorkuvopna og hugmyndirnar um nifteinda- sprengjuna hreint brjálæði, seg- ir Barnaby. — Ef það tekst með áróðri aö sannfæra menn um að nift- eindasprengjan sé „mannúð- legt” vopn, getur þaö haft óhugnanlegar afleiðingar fyrir mannkynið. — Það gæti haft þaö i för með sér m.a. að riki eins og Sviþjóö yrðu aö hugleiða það i alvöru að útvega sér kjarnorkuvopn. Eins og komið hefur fram i fréttum er nifteindasprengjan sambland af venjulegri kjarn- orkusprengju og vetnis- sprengju. Meö öflugri nifteinda- geislun er henni ætlað aö drepa fólk en hlifa byggingum springi hún i réttri hæð. Hún verður höfð á skammdrægum en mark- sæknum eldflaugum, sem beint verður að minni skotmörkum á þéttbyggðum svæöum, aðallega i Evrópu. Siðferðisvottorð frá Ein- ari og Geir 1 viðtalinu við T.T. bendir Barnaby á fleiri hættur af þess- ari nýju vigvél en beint mann- tjón. Ahrifin á ózónlagiö i him- inhvolfinu geta orðið geigvæn- leg með loftslagsbreytingum og erfðabreytingum á jörðu niðri. Hann ræðir einnig þróun hrað- kjarnkljúfsins sem framleiðir meira plútónium en hann notar. Hann brennir hreinu plútónium, sem einnig má nota I kjarnorku- vopn. Allt stefnir i þá átt að verslun með plútónium leiöi til þess að æ fleiri lönd geti innan áratugs framleitt kjarnorku- vopn. Suður-Afrika, Pakistan, Suður-Kórea, Brasilia, Argen- tina, Israel og Egyptaland hafa öll pólitiskar ástæöur til þess að útvega sér kjarnorkuvopn og jafnvel möguleika á þvi, hafi þau ekki þegar framleitt kjarn- orkuvopn, segir Barnaby. Þess- vegna vonast hann til að kjarn- orkutimabilið verði sem allra styst i mannkynssögunni og fundnar veröi hið fyrsta aðrar leiöir til orkuöflunar. Aukin „friðsamleg” not af kjarnorku þýða nefnilega vaxandi hernað- arnot. En skyldi nokkrum vera huggun I þvi, að þegar nift- eindasprengjurnar taka að falla, þá fylgir þeim siðferðis- vottorð frá Einari Ágústssyni, utanrikisráöherra, og Geir Hallgrimssyni, forsætisráð- herra Islands, sem þeir gáfu á siöasta þingi Atlantic Treaty Association. ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.