Þjóðviljinn - 07.10.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.10.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. október 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Af 83 nemum eru 19 stúlkur Blessaö barna- lán flyst í Austurbæjarbió Leikfélag Reykjavikur tekur nú upp á ný til sýninga ærslaleikinn Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson sem var sýnt fyrir fullu húsi i fyrra i 18. skipti. Hefur nú verið gripið til þess ráðs að flytja sýninguna i Austurbæjarbió og verður fyrsta sýning laugar- daginn 8. okt. á miðnætti. "Sú breyting verður á hlutverkaskip- an að Margrét ólafsdóttir tekur við hlutverki Þorgerðar kerlingar af Herdisi Þorvaldsdóttur. GFr Séra Benedikt og Bina á löppinni (Sigriður Hagalin og Sigurður Karlsson) Bændaskólinn á Hvanneyri var settur s.l. sunnudag. Athöfnin hófst með guðsþjo'nustu I Hvann- eyrarkirkju, þar sem sóknarpest- urinn, sr. ólafur Jens Sigurðsson, predikaði. Tilnámsvið skólann i vetur eru skráðir 83 nemendur, 9 i bú- visindadeild og 74 i bændadeild. Er þetta stærsti hópur, sem inn- ritast hefur I skólann til þessa. Af nemendum bændadeildar eru tæp 60% úr sveitum og smærri þétt- býlisstöðum. I hópi nemenda eru 19 stúlkur. Nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði skólans. Ami Snæ- björnsson tekur á ný við kennslu i jarðrækt, að afloknu framhalds- námi i Edinborg. Friðrik Pálma- son hefur verið ráðinn til kennslu I liffræði og jarðrækt, auk þess sem hann mun stjórna efnarann- sóknarstofu Bændaskólans. Gisli Sverrisson hefur verið ráðinn til bútæknikennslu og GIsli Karlsson hefur tekið við störfum yfir- kennara Búvisindadeildar. Fast- ráðnir kennarar við skólann eru 11, auk skólastjórans, Magnúsar B. Jónssonar. A þessu hausti eru 30 ár liðin siðan fyrstu nemendurnir innrit- uðust til náms við framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri, sem nú nefnist Búvisindadeild. t ræðu sinni drap skólastjóri á þá baráttu,semháð hefur verið fyrir tilveru þessarar námsbrautar. ,Hann kvað það efamál, að nokk- urt eitt framtak til eflingar fræðslu- og leiðbeiningaþjónustu landbúnaðarins hafi skilað jafn miklum árangri og starfræksla framhaldsdeildarinnar, sem útskrifað hefur nokkuð á annað hundrað búfræðikandidata. Vonir standa til, að frumvarp, sem felur i sér viðurkenningu á búvisinda- deildBændaskólans á Hvanneyri, sem búnaðarháskóla nái fram aö ganga á næsta Alþingi, en frumvarpið hefur nú um alllangt skeið verið til athugunar hjá stjórnvöldum. Á Hvanneyri er nú unnið nokkuð að endurbyggingu eldri húsa, með það fyrir augum, að bæta aðstöðu til búrekstrar og rannsóknarstarfsemi. Lokafrá- gangi heimavistarhúsnæðis mun ljúka snemma á næsta ári. A liðnu sumri heimsóttu nokkrirafmælisárgangar skólann ogfærðu honum góðar gjafir. Með tilkomu hinnar nýju heimavistar og mötuneytisaðstööu færist það i vöxt, að húsnæði skólans sé nýtt utan skólatimans. —mhg Concorde-þotan fyrir hœstarétti NEW YORK 6/10 Reuter — Yfir- stjórn Kennedy-flugvallar I New York sagði I gær að hún myndi áfrýja til hæsta réttar Bandarikj- anna þeim úrskurði áfrýjunar- dómstóls að gefa hinni hljóðfáu Concorde-þotu lendingarleyfi. Hefur stjórnin þegar falið aðal lögfræðingi sinum að fara fram á hæstarréttarúrskurð um þetta efni, en áfrýjunardómstóllinn úr- skuröaði einungis að Concorde- þotan ætti að fá leyfi til tilrauna- flugs, en tók ekki afstöðu til kjarna málsins. Stjórn Kennedy-flugvellar hef- ur neitað að gefa Concorde-þot- unni lendingarleyfi i 18 mánuði vegna þess að hún telur að þotan uppfylli ekki sett skilyrði um há- markshávaða, og hefur hún kraf- ist betri upplýsinga um hávaða hennar. Orðrómur er uppi um það að stjórnin hyggist setja nýja reglugerð sem útiloki það fylli- lega að Concorde-þotan fái að lenda á Kennedy-flugvelli, en slik reglugerð myndi þó einnig útiloka margar aðrar tegundir af þotum, sem hingað til hafa lent þar reglulega. i r Jsflutningsmenn’ veröa gjaldþrota VERSÖLUM 5/10 Reuter — Franskt fyrirtæki sem hafði á prjónunum að draga Isjaka frá Suðurskautslandinu til Rauða hafsins til að leya úr vatnsskorti Sádi-Arabiu, varð nýlega gjald- þrota.aðsögn talsmanna fransks dómstóls i Versölum. Þetta fyrirtæki, sem bar nafnið „Cicero”, hafði gert áætlanir um að draga fsjaka, sem hver væri 100 miljónir tonna að þyngd, frá Suðurskautslandinu yfir Ind- landshaf inn til Rauða hafsins og bræða þá þar á strönd Sádi-arabiu til að fá drykkjarvatn eða vatn til áveitu. Til að vernda isjakana átti að vefja þá inn i plast-umbúðir, og siðan áttu sex dráttarbátar að draga þá áfram með um það bil eins hnúts hraða á klukkustund. Þessi áætlun vakti mikið umtal, en hætt er við þvi að bið verði á þvi að hún komist i framkvæmd, þvi að nú er fyrir- tækið „Cicero” komið fyrir skiptirétt, og eru skuldir þess að upphæð þrjár og hálf miljón franka (140 miljónir Isl. króna). Rikisstarfsmenn Endanleg úrslit Endanleg úrslit I atkvæða- greiðslu rikisstarfsmanna um sáttatillöguna liggja nú fyrir. Úrskurði vafaatkvæða lauk i gær um 1/2 4, á þriðja degi eftir að kosningu lauk. Atkvæði greiddu 7878, auð- ir seðlar voru 90, ógildir 6. Já sögðu 716 eða 9,20%, en nei sögðu 7066 eða 90,8%. Um kjörsóknina eru menn ekki á eitt sáttir, þvi ágrein- ingur var um þann fjölda sem á kjörskrá var. Ljóst er þó að kjörsóknin var alveg um 90%. Vönduöustu sjónvarps- tæki sem völ er á í dag Margra ára reynsla. Kalt kerfi, Inline myndlampi. Tækin eru byggð upp á einingakerfi sem auðveldar allt viðhald. Einingarnar eru prófaðar undir miklu álagi í 240 klukkustundir. 17” Verð kr. 210,000,— 20” Verð kr. 250,000,— 26” Verð kr. 313,000,— Uppseld. Ný sending kemur á þriðjudag Verð frá kr. 133,000,— með hátölurum LOEWE OPTA UMBOÐIÐ 3ja ára ábyrgð á myndlampa. 1 árs ábyrgð á tækinu. Vitastíg 3 Sími 25745 Póstsendum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.