Þjóðviljinn - 07.10.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.10.1977, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. október 1977 Félagið Ísland-DDR minnist 28.þjóðhátiðardags Þýska Alþýðu- lýðveldisins með samkomu að Lækjar- hvammi, Hótel Sögu, i kvöld, föstudaginn 7. október 1977 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Ávarp: Dr. örn Erlendsson, form. Félagsins Ísland-DDR Georg Spitzl, Charge d’Affaires a.i. 2. Skemmtiatriði: Visnasöngur, örn Bjarnason Samkór Trésmiðafélags Reykjavikur 3. Dans. Kynnir: Kristbjörg Kjeld, leikkona. Allir félagsmenn og vinir Þýska Alþýðu- lýðveldisins velkomnir. Stjórnin Aðalskoðun bifreiða í Reykjavík í októbermánuði Fimmtudagur 6. okt. R-47801 til R-48100 Föstudagur 7. okt.R-48101 til R-48400 Mánudagur 10. okt. R-48401 til R-48700 Þriðjudagur 11. okt. R-48701 til R-49000 Miðvikudagur 12. okt. R-49001 til R-49300 Fimmtudagur 13. okt. R-49301 til R-49600 Föstudagur 14. okt. R-49601 til R-49900 Mánudagur 17. okt. R-49901 til R-50200 Þriöjudagur 18. okt. R-50201 til R-50500 Miövikudagur 19. okt. R-50501 til R-50800 Fimmtudagur 20. okt. R-50801 til R-51100 Föstudagur 21. okt. R-51101 til R-51400 Mánudagur 24. okt. R-51401 til R-51700 Þriðjudagur 25. okt. R-51701 til II-52000 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Bilds- höfða 8, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardög- um. Festivagnar, tengivagnar og far- þegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoð- unar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- ferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 5. október 1977 Sigurjón Sigurðsson. >■■1 ■ (jr Vatnsdal vestra. ! Játvarður Jökull skrifar: I Fréttapistlar úr j Reykhólasveit I ■ I ■ I ■ I i ■ I m I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I i ■ I Játvaröur Jökull hefur sent Landpósti eftirfarandi fréttir úr Reykhólasveit: Heyannir eruum garö gengnar og nú lán- aðist afburðavel með heyskap. Saman fór gott grasár og sér- lega hagstæð heyskapartið eftir að þornaði með ágústbyrjun. Grasspretta var heldur sein til, svo að gras var minna sprottið úr sér en ætla hefði mátt þegar fullur skriður komst á heyskap- inn. Viða lauk heyskap að fullu um 20. ágúst, en einstöku þurftu 2—3 vikur til viðbótar, einkum þeir, sem sækja heyskap á fleiri jarðir en eina. Slysfarir Þrir bændur hér i sveitinni slösuðust á tuttum tima. Einn hrapaði af vinnupalli og varð fyrir vondum meiðslum. Tveir voru saman i bíl, sem valt suður iDölum. Annar meiddist minna og var látinn gróa sára sinna heima. Hinn varð að fara i sjúkrahús og á lengi i meiðslun- um. Stefnubreyting Siðustu árin hefur verið alger kyrrstaða með útihúsabygging- ar hér i sveit. Bókstaflega ekk- ert hefur verið gert ár eftir ár. 1 sumar voru byggðar ,,flat- gryfjur”, sem svo eru nefndar, á þremur bæjum, Arbæ, Stað og Hrishóli. Flatgryfjurnar eru votheysgeymslur, nýjasta gerð bygginga af þvi tagi. Þetta bendir til landvinninga votheysins, að eingöngu er byggt fyrir það þetta árið. Þarna koma trúlega fram áhrif- in af fordæmi Strandamanna, sem landsfrægireru orðnir fyrir votheysverkun og hafa verið ó- háðir heyþurrk undanfarin tvö- votviðrasumur og aldrei gengið betur. A Stað og i Árbæ var þetta viðbót við heygeymslur.en á Hrishóli voru einnig byggð fjárhús og þar risa öll útihús ný af grunni. Húsagerðarsamband er komið á með Norður-tsfirð- ingum og Austur-Barðstrend- ingum. Nú eru allar byggingar smiðaðar af umferðaflokki smiða á vegum þess. Búnaðar- félögin i sýslunum komu sam- bandinu á og lögðu fram fé til kaupa á steypumótum og vél- um, sem smiðaflokkurinn notar. Ný Kinnarstaðarétt hefur litið dagsins ljós i sumar. Gamla Kinnarstaðarétt var nærri kaffærð af þjóðveginum og auk þess forn og af sér geng- in. Nýja réttin er örskammt frá Bjarkalundi, raunar Berufjarð- armegin við merkin. Hún er úr fúavörðum trjáviði utanlands frá. Hún er byggð með tilliti til sameiningar alls hreppsins á ný, eftir 40 ára sundrung vegna mæðiveikigirðingar, sem hefur skipt sveitinni i tvennt lengstaf, en i fernt á timabili. Gamla Kinnarstaðaréttin var kvödd i fyrra með ljúfum trega margra gamalla sveitunga og komu sumir langt að i dýrðar- veðri. Innrásir hafa vofað yfir og vofa liklega enn, þar sem er ásóknin i lóðir undir sumarhús. Ef glæstustu draumar sem lóðabraskara dreymir eiga eftir að rætast, fer hún Reykhólasveit að veröa skritin i klæðaburði. Hitt er svo annað mál, að einhver á eftir að vakna upp við vondan draum i þvi þéttbýli og bilaþvargi, sem fyrirsjáanlegt er þegar búið verður að raða tugum sumar- húsalóða hverri utan á aðra. öræfi h.f. Skólahúsið á Reykhólum var leigt i sumar (og væntanlega framvegis) fólki, sem rekur þar þýska ferðalanganýlendu, með framangreindu nafni. Þetta starf hvað mest út á útreiðar fjær og nær. 1 sumar var þetta reynslu- og kynningartimi og fátt i hverjum dvalarflokki. Hópur hrossa var tekinn á leigu og var tvennt alveg útgefið við hrossin og útreiðarnar. ,,ör- æfa”- ferðirnar voru nú ejnkum um Reykjanesfjallið og er auð- séð að öllu má nú nafn gefa. Annars er ekki ástæða tU aö vanþakka eða forsmá fegurð Reykhólasveitar eða þær ferða- leiðir, sem þar er aö finna. Hér getur orðið eftirsóttur dvalar- staöur erlendra ferðalanga Afli Borgarfjarðarbáta í ágústmónuöi var afli Borgarf jaröarbáta sem hér segir: Tala sjóf. Veiðarfæri Hólmanes..............1 Sindri VE .. Björgvin .... Unnur VE... Opnir bátar. 1 Botnv. Botnv. Færi Færi Færi Afli 16.2 lestir 11.9 lestir 18.4 lestir 5.31estir 176.1 lestir Samtals 227.9 lestir haj/mhg Umsjón: Magnús H. Gislason Dýrasta vinflaska í heimi LONDON 29/9 Reuter — Flaska af vininu Chateau Lafite Claret, áriö 1806 var i dag seld á uppboöi i London fyrir 8.300 sterlingspund, en þaö er hæsta verö sem nokkurn tima hefur verið borgað fyrir vin- flösku og nálægt þvi helmingi meira en nýlega var borgaö fyrir uppstoppaöan geirfugl i London. Seljandinn var bandarlskur vln- búöareigandi, en kaupandinn ónefndur „áhrifamikill og auðug- ur viöskiptavinur”. Viniö var selt I sinni upphaflegu flösku. „Ég býst ekki við þvl að kaup- andinn ætli að drekka vinið” sagði kaupmaðurinn „hann vill bara eiga það”. A uppboðinu var bent á að á þvi ári sem þetta vín varð til hafði Beethoven samið sína fjórðu symfóníuog Napóleon haldið inn- reið sína i Berlin Vinningsnúmer Godahappdrætti GOÐA-happdrætti á Iönkynning- unni I Laugardalshöll Eftirtalin númer hlutu vinning: 624, 2347, 5488, 7345, 9263, 10076. 11236. 13532. 14262, 17816 Kjötiðnaðarmiðstöð Sambands-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.