Þjóðviljinn - 07.10.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.10.1977, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. október 1977 Guðmmdar og Geirfinnsmálin:____________________ Voru játningar þvingaöar fram? Tveir verjendur sakborninga telja líkur á aö svo sé Klukkan 9,30 i gærmorgun var vörn haldið áfram fyrir sak- borninga i hinum svo nefndu Guðmundar og Geirfinnsmál- um, svo og hliöarmálum, sem sakborningar eru ásakaðir fyrir. Fyrstur á mælendaskrá verjenda i gær var Hilmar Ingi- mundarson, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, sem er ásakaöur fyrir aðild að morði Guðmundar Einarssonar, fkveikju aðLitla Hrauni, nauðg- un og fleira. Hilmar krafðist þess i byrjun að Tryggvl Rúnar yrði sýknaður af ákæru um aðild að morði Guðmundar Einarssonar, taldi hann þar hvergi hafa nærri komið, ekki einu sinni verið við- staddan þegar verknaðurinn var framinn og færði síðar að þvi rök. Aður en lengra er haldið frá- sögn af vörn i málunum vill undirritaður taka það fram, eftir að hafa hlýtt á varnarræð- ur i tvo daga, aö ljóst er að, afturköllun sakborninga á fyrri játningum fyrir dómrannsókn og siðan alger neitun á sakar- giftum, sem þeir höfðu áður ját- að á sig, var og er alger for- senda þess að verjendur þeirra gætu haldiö uppi vörn fyrir þá i málinu. Það liggur alveg ljóst fyrir. Harðar ásakanir. Bæði Hilmar Ingimundarson, sem fyrstur talaöii gær og siðan Jón Oddsson hrl. sem talaöi næstur og varði Sævar Marinó Ciecielski komu fram með mjög harðar ásakanir á hendur rann- sóknarlögreglumönnum þeim sem að frumrannsókn málanna unnu. Þeir ásökuðu þá fyrir aö brjóta allar reglur varöandi rétt grunaöra manna við lögregiu- rannsókn svo sem að hafa yfir heyrt fanga lengur en 6 klukku stundir á dag, votta hefði hvað eftir annað vantað við yfir- heyrslur, þvingunum hefði jafn- vel verið beitt svo og hótunum margskonar. Þá eru lögreglumenn ásakað- ir fyrir að hafa spurt leiöandi spurninga og að hafa sagt við- komandi manni I yfirheyrslu hvað sá næsti á undan sagði og þannig notfært sér greindar- leysiog ruglaðan huga sakborn- inga sem oft á tiðum hefðu ekki getað greint á milli hugarburð- ar og raunveruleika og hefðu jafnvel verið farnir að trúa þvi vegna frásagna annara, að þíeir hefðu framið fyrr nefníia verkn- aði, eins og lögmenn orðuðu það i ræðum slnum. Hilmar Ingimundarson, verj- andi Tryggva Rúnars sagðist telja vitnisburð Erlu Bolladótt- ur, um að Tryggvi hefði tekiö þátt i að bana Guðmundi Ein- arssyni, einskis virði. Hún hefði orðið sönn að þvi að sverja rangan eið, svo og að hún hafi oftar en einu sinni breytt fram- burði sinum og að hún hefði tek- ið þátt I að ásaka fjóra saklausa menn um þátttöku i Geirfinns- málinu. Og hún væri aðal vitnið gegn Tryggva Rúnari, að sögn sækjenda málsins. Þá kom fram hjá Hilmari að skjólstæðingur sinn hefði tjáö sér,að honum hefði verið hótaö og aö hann hefði veriö þreyttur svo við langar og strangar yfir- heyrslur að hann hefði tekið það til bragðs aö játa i skjóli þess að geta tekið aftur játninguna og sannað sakleysi sitt við dóms- rannsókn. Mætti þvi segja að jatning hefði verið þvinguð fram. Hilmar rakti siðan ýmislegt, sem hann taldi renna stoðum undir þá kenningu sína aö Tryggvi Rúnar Leifsson heföi alls ekki verið staddur að Ham- arsbrautlliHafnarfirði kvöldið þegar Guðmundi Einarssyni var ráðinn bani. Nefndi hann að fyrst hefði HUmar Ingimnndarson, verj- andi Tryggva Rúnars Leifsson- ar. (ljósm-eik) Tryggva verið sýnd herbergis- skipan að Hamarsbraut 11, en siðan hefði hann verið látinn lýsa henni og það sett i skýrslu. Eins hefði hann verið látinn gera riss af herbergjaskipan, en þessu rissi hefði verið týnt og spurði verjandi hvers vegna svo mikilvægt sönnunargang hefði týnst. Var það kannski óheppi- legt fyrir rannsóknarlögreglu- mennina að það væri til? spurði sækjandi. Verjandi nefndi lika að Erla Bolladóttir hefði talað um að viðstaddir hefðu verið Sævar Marinó og Kristján Viðar og svo 3ji maður, sem hún siöar sagöi að hefði verið Tryggvi Rúnar. Hvers vegna var ekki látin fara fram sakbending. Var það af þvi áð hún gat ekki átt við Tryggva Rúnar, spurði Hilmar. Hilmar gagnrýndi einnig hvemig Gunnar Jónsson hefði veriö tekinn sem vitni i málinu, eftir að Sævar Marinó heföi ver- ið búinn að segja að hann hefði lagt á ráðin um aö fela lik Guð- mundar Einarssonar. Gunnar var sóttur og sendur aftur til Spánar, eftir að hann hafði borið vitni. Heföi litið komið útúr vitnisburði hans, enda hefði hann sifellt borið við minnis- leysi. Taldi Hilmar fulla vissu fyrir þvi að Tryggvi Rúnar hefði ekki verið að Hamarsbraut 11 þegar Guðmundi Einarssyni var ráðinn bani og ekki mætti vera eitt einasta atriði, sem hægt væri að véfengja, þegar dómur yrði felldur og þvi krefð- ist hann sýknu fyrir skjólstæð- ing sinn. Þegar Hilmar lauk máli sinu hóf Jón Oddsson varnarræðu sina, en hann krafðist lika sýknu fyrir Sævar og taldi hann ekki. hafa verið að Hamarsbraut 11 umrætt kvöld, þegar Guðmundi Einarssyni var ráðinn bani. Til vara gerði Jón kröfu um væg- ustu refsingu þvi að ef Sævar hefði tekiö þátt i verknaðinum, hefði það ekki verið af ráðnum hug, heldur hefði verið um slys að ræða. Siðan rakti Jón hvernig lang- varandi einangrun (nærri 2 ár) hefði farið með skjólstæðing sinn og hvernig honum hefði verið hótað við yfirheyrslur, hann hefði jafnvel orðið að þola likamsmeiðingar og einu sinni likamsárás Tryggva Rúnars við yfirheyrslur, sem Sævar telur hafa verið samantekin ráð Tryggva og rannsóknarlögregl- unnar. Fangavöröur sem starf- aði i Siðumúlafangelsinu i april og mai 1976 hefði borið viö dóm- rannsókn málsins að yfirheyrsl- ur yfir Sævari hefðu oft verið mjög hávaðasamar og að henn hefði séð fangavörð leggja hendur á Sævar. Taldi Jón að allri frumrannsókn málsins væri mjög ábótavant. Jón sagði að Sævar hefði alla tið haldiðþvi fram að hann hefði ekki verið staddur að Hamars braut 11 kvöldið, sem Guðmundi Einarssyni var ráðinn bani. Hann hefði þá ekkert samband haft við Erlu Bolladóttur, held- ur gist hjá stúlku sem vann á Kópavogshælinu. Hefur hún borið fyrir dómi að Sævar hafi gist hjá sér um þær mundir. Guðmundi var ráðinn bani að kvöldi 26. jan 1974, en Jón hélt þvi fram að Sævar, sem kom til landsins frá útlöndum 19. jan. 1974 hafi ekki hitt Erlu Bolla- dóttur fyrr en að kvöldi 27. jan. 1974, er hann var á leið austur i ölfus. Varðandi játningu Sævars i þessu máli taldi Jón aö hvergi i skýrslum væri um sjálfstæða frásögn hans að ræða, heldur leiðandi spurningar lögreglu- manna, sem siðan væru gerðar að hans orðum. Þá taldi Jón að aðalvitnið gegn Sævari, Albert Skaftason væri ekki sakhæfur, þar sem hann greini ekki á milli imyndunar og raunveruleika og að framburður Erlu Bolladóttur sé svo ruglingslegur að ekki sé mark takandi á honum. Nefndi hann sem dæmi um rugling Albertsað hann segði að i hann hefði verið hringt um nóttina sem Guðmundi var ráð- inn bani, en Iljós hefði komið að siminn að Hamarsbraut 11 hefði- verið lokaður þessa nótt. ÞábreyttiAlbert framburðisin- um og sagðist hafa verið við- staddur. Þá sagðist hann hafa verið á Toyota bifreiö fööur sfns, en þá bifreið eignaðist fað- ir hans ekki fyrr en um voriö. Þá breytti Albert enn f rambur IS og sagðist hafa verið á VW bif- reið. Loks benti Jón á að Erla Bolladóttir hefði alltaf i þessum málum, reynt að gera hiut Sævars sem allra mestan og verstan, en hann aftur á móti reynt að gera hlut Erlu, sem og annara vina sinna sem minnst- an og tekið sem allra mest á sig. Þegar dómi var frestað i gær var j8n Oddsson kominn aö Geirfinnsmálinu og mun hann þvi hefja vörn I þvi kl. 9.30 i dag. m m Dilkakjöt s a gamla verðinu Fékk aðeins að lesa Morgunblaðið 1 varnarræðu Jóns Odds- sonar hrl. fyrir Sævar Marinó Ciesielski fyrir Saka- dómi f gær, komu fram mjög harðar ásakanir á hendur rannsóknarlögreglumönn- um, svo og á meöferð sak- borninga i Guðmundar og Geirfinnsmálunum. Meðal annars taldi Jón Oddsson einangrun sakborninga hafa verið of stranga eftir aö mál- in voru komin á hreint. Nefndi hann sem dæmi að skjólstæðingi sinum hefði ekki verið leyft að lesa bæk- ur né blöð og ekki hefði hann fengið skriffæri meðan hann var ieinangrun. En þar kom eftir að dómrannsókn hófst, að dómarar úrskuröuðu að Sævar Marinó mætti lesa dagblöðin en þá brá svo við að hann fékk eingöngu að lesa Morgunblaðið, önnur dagblöö fékk hann ekki. Mann undrar ekki á þvi að Jóni Oddssyni þyki þetta „þunnur þrettándi”. -Sdór Pípulagnir Nýlagnir, breyting- ar, hitaveitutenging- ar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin) Herstöövaandstæöingar Herstöövaandstæöingar Smáibúðahverfi.Fundur verður haldinn i Tryggvagötu 10 mánudag kl. 830. Rætt verðurum landsráðstefnu og starfið framundan. Dreif- ing Dagfara og sala happadrættismiða herstöðvaandstæðinga Herstöðvaandstæðingar, — Sogamýri, Mýrar og Leiti Fundur kl. 14 laugardag i Tryggvagötu 10. Rætt verður um landsráðstefnuna og verkefnin framundan. Laugarneshópur: Fundur kl. 16 laugardag i Tryggvagötu 10. Rætt verður um landsráðstefnuna og verkefninu framundan. Herstöðvaandstæðingur um land allt eru hvattir til að skrá sig sem fyrstá ráðstefnuna 15-16. október n.k. á skrifstofunni, Tryggvagötu 10 simi 17966, frá kl. 1-5. Blaðberar Vinsamlegast komið á afgreiðslu blaðsins og sækið rukkunarheftin. Afgreiðslan opin: mánud. — föstud. frá kl. 9-17. Þjóðviljinn Síðumúla 6 sími 81333 !************************♦*♦*****♦***** * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * FRAMHALDS æ/tl/ti STOFNFUNDUR tHÍTUj veröur í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 9. október n.k. kl. 14. DAGSKRÁ: 1. Lög félagsins 2. Kjör stjómar 3. Önnur mál. Stofnfclagar em hvattir til að fjölmcnna. ^UUlIUUIlIIlgSIIt'IIIU. /V 5|C5jC^5|C5|C5|€^**5|€5|C5|C5ÍC*5|C5|C5ÍC5|C5|C5ÍC5Í<3ÍC5ÍC*5|C5ÍC*5Í€*5ÍC**5ÍC*^^$

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.