Þjóðviljinn - 07.10.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.10.1977, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN Föstudagur 7. október 1977 —42. árg. 222. tbl. Ríkið knúið að samningaborðinu Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganef ndir BSRB og ríkisins til sátta- fundar í Hátíðasal Háskól- ans kl. 10 í dag. Undanfari þessarar boðunar var tveggja stunda fundur Kristjáns Thorlacius, for- manns BSRB, með ráð- herrunum Matthíasi Á. Matthísen og Halldóri E. Sigurðssyni í gær. Þeir haf a verið settir til þess af ríkisstjórninni að bregðast við úrslitum atkvæða- greiðslunnar um sáttatil- löguna. Á fundinum var rætt um tilhögun á fram- haldi samningaviðræðna deiluaðila. Ekkert liggur fyrir um það hvort tilboð kemur frá samninganefnd ríkisins strax í upphafi fundar i dag. í gær var samninga- nefnd, verkfallsnefnd og stjórn BSRB á löngum fundi í Hreyfilshúsinu, og voru þar rædd ýtarlega ýmis framkvæmdaatriði í verkfalli, ef til þess kæmi. Þá gaf Kristján Thorlacius einnig fundinum skýrslu um samtal sitt við ráðherr- ana. — ekh. Víðtæk verkfallsvarsla B.S.R.B. tekur til sinna ráða vegna ákvarðana kjaradeilunefndar Eins og fram hefur komift hefur BSRB gagnrýnt ákvaröanir kjaradeilunefndar og jafnvel talið hana fara út fyrir lög viö úrskurö um undanþágur frá yfirvofandi verkfalli BSRB. A fundi stjórnar, samninganefndar, og verkfalls- nefndar BSRB i Hreyfilshúsinu i gær, sem stóö fram á kvöld, var ákveöiö aöBSRB skipulegöi sjálft viötæka verkfallsvörslu á vegum bandalagsins og einstakra banda- lagsfélaga. Sérstök verkfallsvörslunefnd á vegum BSRB á aö hafa það hlut- verk aö koma I veg fyrir verk- fallsbrot og fylgjast meö þvi aö hvergi sé farið út fyrir löglegar ákvarðanir kjaradeilunefndar eða undanþáguheimildir verk- fallsnefndar BSRB. BSRB telur að allar undanþág- ur umfram mjög þröngar heim- ildir sem kjaradeilunefnd hefur samkvæmt lögum til að veita til- heyri samtökunum sjálfum. BSRB leggur þó áherslu á að góð samvinna takist milli kjaradeilu- nefndar um lausn þessara mála og um mörkin i verkaskiptingu þeirra á milli. Bent er á i ályktun fundarins i gær, að samkvæmt lögum eigi kjaradeilunefnd að tryggja ,,að haldið verði uppi nauösynlegri ör- yggisvörslu og heiisugæslu',’ Hún skuli ákveða „hvaöa einstakir menn skuli vinna i verkfalli”. t greinargerð sem fylgdi laga- frumvarpinu um verkfallsréttinn var verksvið kjaradeilunefndar þrengt enn meira, þvi að þar er einungis miðað við ,,aö öryggi og heilsu fólks” verði ekki stefnt i hættu. Þaö er þvi ljóst að það er mat BSRB að kjaxadeilunefnd hefur farið út fyrir sitt hlutverk með viðtækum undanþágum. Allar beiðnir um undanþágur þurfa framvegis aö berast skrifstofu BSRB skriflega og munu þær af- greiddar á vegum verkfalls- nefndar bandalagsins að fenginni umsögn bandalagsfélaganna. — ekh. Spænskt ljóðskáld fær Nóbelsverðlaun STOKKHÓLMI 6/1« Reuter — Bókmenntaverölaun Nóbels ár- iö 1977 voru i dag veitt spænska ljóöskáldinu Vicente Aleixandre. t tilkynningu sænsku aka- demiunnar um verölaunin stóö að Vicente Aleixandre heföi sýnt „kraft til að lifa af hörm- ungar” i ljóðum sem hann orti, meðan hann þjáðist af berklum, þegar borgarastyrjöldin stóð yf- ir, og meöan hann liföi i ein- angrun undir stjórn Francós einvalds. t verkum sinum sem samin eru á hálfri öld hefur hann orðið tákn um þaö sem „eftir var af andlegu lifi” i Spáni á dögum Francós. 1 ár nema Nóbels-verðlaunin 700 (T00 sænskum krónum. Venjulega eru bókmenntaverð- laun Nóbels veitt siðast, en i þetta skipti hefur sænska aka- demian breytt út af venjum sin- um og eru bókmenntaverölaun- in nú tilkynnt fyrst. Á mánudag- inn er búist við þvi að norska stórþingið tilkynni hver fái friöarverðlaun Nóbels i ár, og hefur ýmsum getum þegar ver- ið leitt að þvi hver verðlauna- hafinn veröi. Vicente Aleixandre fæddist 1898 i Sevilla og var hann sonur járnbrautarverkfræðings. Hann fékk berkla i nýrun á unga aldri og var eftir það mjög heilsutæp- ur. A unga aldri byrjaði hann að yrkja, og segja gagnrýnendur að hann hafi i verkum sinum sameinað hefðbundna spænska ljóðlist og súrrealiskan stll. Mörg kvæða hans fjalla um æsku hans, en hann ólst upp i sveit nálægt Malaga. t spænsk- um bókmenntum er hann talinn til „kynslóðarinnar 1927”, en forsprakki hennar var ljóö- skáldið og leikritahöfundurinn Federico Garcia Lorca, sem falangistar myrtu i upphafi spænsku borgarastyrjáldarinn- ar 1936. Fyrsta bók Vicente Aleix- andre kom út 1928 og hét „Am- bito”, en siðan gaf hann út ljóöabækur mjög reglulega. I Vicente Aieixandre borgarastyrjöldinni, þegar fjöl- margir vinir hans sáu þann kost vænstan að flýja land, var hann um kyrrt á Spáni, einkum af heilsufarsástæðum. Sagði i til- kynningu sænsku akademiunn- ar að „i huganum hefði hann einnig lifað af Franco-stjórnina og aldrei lotiö henni, og þannig hefði hann orðið sameiningar- tákn og lykil-persóna fyrir allt það sem eftir var af andlegu lifi á Spáni.” Siðasta bók hans „Dialogos del conocimiento” (Samræður um þekkingu) kom út árið 1974. Þegar blaðamenn gengu á fund Vicente Aleixandre i dag, sagði hann einungis um verö- launaveitinguna: ,,Ég er mjög undrandi”. Þegar hann var spurður að þvi hvert hann áliti vera sitt besta verk, sagði hann „Skáld og rithöfundar eru oft ekki góðir dómarar um sin eigin verk”, en svo bætti hann þvi við aö hann teldi „La destrucción o el amor” („Eyðilegging eða ást”) og „Historia del corazón” (Saga um hjartað) vera meðal bestu berka sinna. Jón Oddsson, verjandi Sævars Ciecielskis t.v. og Bragi Steinarsson vararikissaksóknari, ræöast viö eftir aö dómi haföi veriö frestaö I gær. (Ljósm.: —eik) Staldrað viðí Klausturrétt — sjá opnu Haröar ásakanir á hendur rannsóknarlögreglunni Hótanir,kúgun og líkamsmeiðingar Vörninni í Guömundar og Geirfinnsmálunum var haldið áfram í dómsal Sakadóms í gær kl. 9.30 og hóf þá Hilmar I ngi- mundarson hrl. vörn fyrir Tryggva Rúnar Leifsson og lauk hann máli sínu um hádegið. Þá tók Jón Odds- son hrl. við, en hann er verjandi Sævars Marinós Ciecielskis og var hann rúmlega hálfnaður í varnarræðu sinni þegar dómi var frestað kl. 16.00 í gær, þar til kl. 9.30 í dag. Þaö kom fram mjög hörö ásökun I varnarræðum beggja þessara lögmanna á hendur rann- sóknarlögreglumönnum þeim, og fulltrúa Sakadóms, sem rannsök- uðu málið á sinum tima. Hilmar taldi aö allar reglur til verndar grunuöum mönnum hefðu verið þverbrotnar við frumrannsókn málsins. Votta heföi vantað við yfirheyrslur, og menn heföu verið yfirheyrðir lengur en I 6 klukkustundir á dag, en slikt er óleyfilegt. Einnig taldi Hilmar að allar skýrslur meö játningum og öðrum framburði skjólstæðings sins, Tryggva Rúnars væru meö orðalagi rann- sóknarlögreglumanna, jafnvel beinar ræður sem eftir Tryggva. væru hafðar. Hefðu lögreglu- mennirnir notað leiðandi spurn- ingar viö yfirheyrslur, sem siðan væru gerðar aö orðum Tryggva. Þá ásakaöi hann lögreglu- mennina fyrir að leyfa ekki réttargæslumönnum að vera viö- stöddum yfirheyrslur og sagði aö Tryggvi Rúnar hefði verið yfir- heyrður 68 sinnum án þess að réttargæslumaöur væri viö- staddur. Einnig ásakaði Hilmar rann- sóknarlögregluna fyrir að hafa yfirheyrt skjólstæðing sinn svo harkalega að hann gat ekki sofið og var hann þá sprautaður niður eins og hann orðaöi það. Þá hefur Tryggvi Rúnar sagt Hilmari það að honum heföi veriö hótað að hann yrði látinn sitja i gæsluvarðhaldi i 2 ár ef hann ekki játaði. Eins nefndi Hilmar að tvö mjög þýöingarmikil gögn i málinu hefðu horfið hjá rannsóknarlög- reglunni. Jón Oddsson tók mjög i sama streng og sagði hann að áriöandi bréf frá Sævari Marinó til rann- sóknarlögreglunnar hefðu horfið. Sævari hefði veriö hótað og meira að segja hefði hann að eigin sögn veriö beyttur likamlegu ofbeldi og nefndi Jón framburö fanga- varöar við dómrannsókn sem vitni i þessu máli. Jón sagöi að Sævari heföi verið færður lyfja- skammtur sem hann heföi ekki beðið um og ekki viljað. Sem dæmi um átök við yfir- heyrslur nefndi Jón, aö móðir Sævars hefði fengiö föt hans rifin og tætt til viðgeröar og aö eitt sinn hefði Tryggvi Rúnar ráðist á Sævar i yfirheyrslu og hefði séð á Sævari á eftir. Þeir lögmenn sögðu margt fleira i þessa veru og einhvern veginn finnst manni að rann- sóknarlögreglan geti ekki setiö þegjandi undir svona ákærum. —S.dór. Sjá bls. 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.