Þjóðviljinn - 04.11.1977, Qupperneq 2
2 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. nóvember 1977
Rækja, byggingar
og hafnarbætur
Yfirdrifin
— Sauöfjárslátrun mun Ijúka
hjá okkur nú i vikunni og veröur
slátraö alls um 15 þús. fjár,
sagöi Már Karlsson, fréttaritari
Þjóöviljans á Djúpavogi, er
Landpóstur átti tal viö hann s.l.
miövikudag.
Síldarsöltun
Síldarsöltun er i fullum gangi
og er búið að salta i 4000 tunnur.
Atvinna er hér mjög mikil og er
það ekki hvað sist sildinni að
þakka, en svo hefur sláturhús-
vinnan verið til viðbótar. Sildin
hefur verið að smáfærast vestar
og er núna komin vestur fyrir
Ingólfshöfða. En i haust hafa
sjómenn orðið varir við tölu-
verða sild i Lónsbugt.
atvinna
Frystihúsbyggingin
Verið er að vinna af fulium
krafti viö frystihúsbygginguna.
Múrverki ætti að verða lokið um
næstu mánaðamót, þannig að
vonir standa til þess, að hægt
verði að taka i notkun hluta af
húsinu nú á vetrarvertfðinni.
Þessi bygging gjörbreytir hér
allri aðstöðu til útgerðar. Við
höfum t.d. ekki getaö fryst
nema 40 tonn hér i haust þvi
kjötiö hefur tekið það mikið rúm
i frystihúsinu á meðan slátrun
stendur yfir. Við biðum þess-
vegna með óþreyju eftir þvi að
hið nýja hús verði fullbúið og
sem betur fer styttist óðum i
það.
— Rækjuveiðin hefur gengið
vel hér það sem af er, sagði
Ingimar Júliusson fréttaritari
Þjóðviljans á Bildudal i viðtali
við Landpóst nú fyrir
skemmstu.
— Veiðarnar eru nú búnar að
standa rúmar þrjár vikur. Atta
bátar stunduðu þær i byrjun en
einn hefur helst úr lestinni og
eru þeir nú sjö. Rækjan var
ágæt framanaf en hefur verið
heldurlakari nú upp á siðkastið.
Við rækjuna er töluverð vinna
og má það raunar heita aðal-
vinnan hér.
Hafnarbætur
Svo er verið aö vinna vrð höfn-
ina og er það fólgið i þvi, að
stækka þar viðleguplassið fyrir
bátana. Rekið hefur verið niður
30 m langt stálþil. Er búið að
ramma það niður og fylla að þvi
að miklu leyti. Vinna við höfn-
ina mun halda áfram eftir þvi,
sem tiðarfar leyfir. Hafnarskil-
yrði batna hér mjög við þessa
framkvæmd. Áður var höfnin of
litil. Við erum með tvo nokkuð
stóra báta, á annað hundrað
tonn,og þeir liggja hér inni og
eru búnir að gera það I mánuð.
Þeir taka að sjálfsögðu mikið
pláss i þessari litlu höfn,og svo
þegar rækjubátarnir koma til
viöbótar þá erum viö komnir
upp i fjöru. Þessi framkvæmd
bætir þvi mikið úr skák.enda er-
um við lengi búnir að biða eftir J
henni.
Byggingar
Dálitiö er svo um vinnu við I
byggingar. Veriö er til dæmis að !
byggja yfir Landsbankaútibúið, “
þvi alltaf geta blessaðir bank- |
arnir byggt. Nú, svo eru leigui- ■
búðir hér i byggingu. Ekki I
eru nær nú komnar i nothæft m
ástand ennþá, en hluti af ■
þeim er orðinn fokheldur og '
veriö er að steypa upp ann- j
an áfanga. Unnið er að þvi I
að koma upp fleiri húsum, ■
undanfarið, en á engum nýjum |
húsum hefur verið byrjaö I sum- ■
ar.
Atvinna er hér engan veginn J
nægileg fyrir landverkafólk i
a.m.k. Það er rækjan, vinna við 1
byggingarnar og svo hafnar- j
gerðin,ogerþásáhængurþará, |
að við hana vinna aðallega að- ■
komumenn, sagði Ingimar I
Júliusson að endingu. ■
ij/mhg |
mk/mhg
Tala búfjár á Vesturlandi 1974-1976
Yfirlit yfir tölu búfjár á Vesturlandi á árunum 1974,1975 og 1976 sýnir að þar hefur nautgripum fækkað
á timabilinu, sauðfé einnig en óverulega þó,en hrossum fjölgað. Nánari sundurliðun litur þannig út:
Nautgripir Sauðfé Hross
1974 1975 1976 1974 1975 1976 1974 1975 1976
Borgar'fjarðarsýsla.........................371« 3468 3334 32184 31816 31632 2230 2352 2411
Mýrasýsla ................................. 2439 2388 2317 36087 35917 35448 2074 2204 2080
Snæfellsnessýsla.. ........................ 1940 1879 1838 33842 34103 33130 1030 1021 1154
Dalasýsla................................ 1292 1164 1059 35600 36512 37345 1372 1448 1472
Akranes.................................... 48 41 0 677 710 681 208 205 257
Nautgripum á svæðinuhefur fækkaðum 88, sauðfé fækkaðum 154,en hrossum fjölgaðum 460.
-mhg
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Frá Djúpavogi:
Frá Bfldudal
Frá Bíldudal:
Alþýðusamband Vestfjarða50 ára
Fyrr á þessu ári varð Alþýðu-
samband Vestfjarða 50 ára. í til-
efni afmælisins hefur stjórn Al-
þýðusambands Vestfjarða sent
fjölmiðlum til birtingar stutt yfir-
lit, sem hér fylgir og er á þessa
leið:
Alþýðusamband Vestfjarða var
stofnað 20. marz 1927, og hét
fyrstu starfsárin Verkalýössam-
band Vestfjarða.
Sambandssvæði A.S.V. er Vest-
fjarðakjördæmi og eru aðildar-
félög sambandsins nú 15.
Aðal áhrifa af starfi sambands-
ins hefur fyrst og fremst gætt á
vettvangi kaupgjalds og kjara-
baráttunnar og hefur sambandiö
á margan hátt gegnt merkilegu
og mikilvægu forustuhlutverki á
liðnum áratugum.
Frá árinu 1949 að sambandinu
tókst að koma á heildarsamning-
um um kaup og kjör landverka-
fólks, hefur einn heildarsamning-
ur gilt milli verkalýðssamtak-
anna og atvinnurekenda á Vest-
fjörðum. Samningar þessir hafa
ýmist verið gerðir i tengslum viö
samninga heildarsamtaka um
landið allt, og stöku sinnum að
eigin frumkvæði verkalýösfélag-
anna á Vestfjörðum á vegum
A.S.V.
í árslok 1952 var gerður
heildarsamningur um kaup og
kjör háseta, matsveina og vél-
stjóra á skipum sem veiðar
stunda með linu, netum, botn-
vörpu, dragnót og handfærum,
viö Útvegsmannafélag Vest-
fjaröa. Siðan hefur einnig gilt
einn samningur milli aöila um
kjör sjómanna.
Heildarsamningur við smá-
bátaeigendafélögin á Vestfjörð-
um, um kaup og kjör sjómanna á
bátum undir 30 rúml. hefur gilt
hér siðan 1969.
I samningum um kaup og kjör
sjómanna hafa vestfirskii sjó-
menn gegnt mikilvægu forustu-
hlutverki fyrir sjómannastéttina I
heild og veriö öðrum til fyrir-
myndar.
Avinningur af heildarsamning-
um er mikill og ótviræöur, og
þetta nána samstarf sam-
bandsfélaganna I samningum er
sérstaklega þýðingarmikið fyrir
smærri og veikari félögin.
Það sem einkum hefur einkennt
allt starf A.S.V. er sú trausta
samstaða, sem skapast hefur
milli hinna einstöku sambands-
félaga á þessu dreiföa félags-
svæði, þar sem ógreitt er um
samgöngur megin hluta ársins.
Batnandi samgöngur siöari ár,
hafa gert samstarfið nánara og
framlag félaganna varöandi
samninga og viöræður við at-
vinnurekendamunmeira en áður
var unnt. Fulltrúafundur sam-
bandsfélaganna hefur ávallt ver-
ið kallaður saman þegar
ákvarðanir i kaupgjaldsmálum
eru teknar.
Fundir þessir haldnir milli
þinga sambandsins hafa gefist
mjög vel, þeir hafa aukið kynni
forystumanna aðildarfélaganna
og aukið skilning og þekkingu á
hinum ýmsu félagslegu vanda-
málum byggöarlaganna og ein-
stakra félaga, ekki siður en
vandamál kaupgjaldsbaráttunn-
ar. Samninganefndir A.S.V. eru
uppbyggðar þannig, að auk sam-
bandsstjórnarinnar tilnefna sam-
bandsfélögin, sem aðild eiga að
viðkomandi samningi, fulltrúa I
nefndina svo tryggt sé, að sér-
staða hinna ýmsu byggðarlaga sé
virt til fulls.
A.S.V. hefur ásamt verkalýðs-
félögunum á tsafirði rekið um
nokkurt skeið skrifstofu á Isafirði
og annast hún i vaxandi mæli
margvislegar fyrirgreiöslur og
upplýsingastarfsemi fyrir félög-
in á sambandssvæðinu.
Við stofnun lifeyrissjóöa verka-
lýösfélaganna beitti A.S.V. sér
fyrir samstöðu Vestfjaröafélag-
anna u.: stofnun sameiginlegs
lifeyrissjóðs kjördæmisins. Þetta
frumkvæði sambandsins varð til
þess að 12 aðildarfélög A.S.V.
ásamt nokkrum öðrum stéttar-
félögum stofnuðu til „Lifeyris-
sjóðs Vestfiröinga”.
A vegum sambandsins og i
samstarfi viö félög og landssam-
bönd eru nú I byggingu 11 orlofs-
hús I friðlýstu leigulandi A.S.V. i
Vatnsfirði á Barðaströnd.
t sumar hefur farandsýning
málverka frá Ásgrimssafni og
Listasafni alþýðu verið á sam-
bandssvæðinu. Þetta og margt
annað i samskiptum félaganna
hefur sannað að verkalýðsfélögin
á Vestfjörðum eiga samleið á
fleiri sviðum en aðeins I kaup-
gjalds- og kjaramálum þó það
eigi og verði jafnan aö sitja I
fyrirrúmi.
Forsetar A.S.V. hafa veriö
Ingólfur Jónsson 1927-1931
Finnur Jónsson 1931-1935
Hannibal Valdimarsson 1935-1954
BjörgvinSighvatsson 1954-1970
PéturSigurössonfrá 1970.
Núverandi stjórn sambandsins
skipa
Pétur Sigurðsson forseti.
Karvel Pálmason v. forseti.
Guðmundur Friðgeir Magnússon
ritari.
Bjarni L. Gestsson gjaldkeri.
HörðurSnorrason meöstjórnandi.
23. þing Alþýðusambands Vest-
fjarða fer fram dagana 11. til 13.
nóv. n.k. I Alþýöuhúsinu á tsafirði
og verður sett kl. 14 föstudaginn
11. nóvember.
Rétt til setu á þinginu eiga um
35 fulltrúar.