Þjóðviljinn - 04.11.1977, Side 7
Föstudagur 4. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
í baráttu launafólksins í landinu fyrir bættum
kjörum er óvinurinn aöeins einn.
Þess vegna þurfa launamenn lika að koma fram
sem eitt afl — ein hreyfing.
Baldur Óskar^son:
Ein hreyfing
Fyrsta verkfall BSRB er sá
atburöur í Islensku þjóöllfi sem
hæst ber á þessum haustdögum.
Meö þvi er merkum áfanga náö
I baráttusögu Islenskrar verka-
lýöshreyfingar. Enginn getur
lengur dregiö I efa aö samtök
opinberra starfsmanna hafa
haslaö sér völl sem fullgildur
aöili viö hliö annarra félaga I
verkalýöshreyfingunni.
Þrotlaust starf margra
manna liggur aö baki hinu
stéttarlega þroskaferli BSRB á
undanförnumárum. Ég hygg aö
á engan sé hallaö þótt þar sé tal-
inn mestur hlutur þeirrar for-
ystu sem tók við samtökunum,
nánast I molum, áriö 1960 og
hefur æ siöan haldiö um stjóm-
völinn. Verkfalliö og fram-
kvæmd þess er siðasta stóra
átakið I hinni stéttarlegu upp-
byggingu samtakanna.
Handbókardæmi
En þessi stéttarlegi styrkur I
skjóli verkfallsvopnsins hefur
lika skilaö miklum ávinningi.
Verkfallsrétturinn hefur þegar
sannað áþreifanlegt gildi sitt og
leitt af áer mun hagstæöari
samninga en náöst heföu meö
gömlu geröardómsaöferöinni.
Og þaö gerist þrátt fyrir þaö aö
Starfsmannafélag Reykja-
vikurborgar rauf samstööuna á
viökvæmasta stigi verkfallsins.
Klofningssamningur þeirra
hlaut aö veröa markandi um úr-
slit deilunnar. Þetta ihaldsiit-
hlaup leiddi ekki aöeins til lak-
ari samninga heldur lengdi
verkfall rlkisstarfsmanna veru-
lega. Aögerö stjórnar Starfs-
mannafélags Reykjavikur ætti
fullt erindi I handbók verkalýös-
félaga sem dæmi um þaö
hvernig fariö getur I verkalýös-
. hreyfingunni þegar þeir sem
þjóna undir flokk auöstéttarinn-
ar eru þar I forystu.
Verkfallsmenn
hrakyrtir
Framkoma stjórnarflokk-
anna i þessari deilu ætti lika aö
vera mönnum þörf lexia um hug
ihalds og framsóknar til launa-
fólks. Þegar deilan var rædd á
Alþingi þrefuöu stjórnarþing-
menn eingöngu um einstök
framkvæmdaratriöi verkfalls-
ins i staö þess aö ræöa málið
efnislega. Ekki var heldur spar-
aö að velja verkfallsmönnum
hin verstu hrakyröi. Sérstaka
athygli vakti aö ekki i eitt ein-
asta skipti geröu framsóknar-
ráöherrarnir minnstu tilraun til
aö ganga fyrr eöa lengra til
móts viö kröfur rlkisstarfs-
manna en ihaldsráöherrarnir.
Eru mönnum þó i fersku minni
yfirlýsingar Ólafs Jóhannes-
sonar frá þvi J vor þegar hann
taldi þá eölilegt að ganga strax
til móts viö kröfur ASI um 100
þúsund króna lágmarkslaun
miðaö viö visitölu i nóvember
1976. En nú þegar hann sat sjálf-
ur i stóli atvinnurekandans
heyrðist hvorki hósti né stuna.
Mikill fjöldi liðsmanna
Kjaradeila og verkfall BSRB
hefur llka um margt veriö lær-
dómsrikt fyrir hin almennu
verkalýösfélög, enda starfsaö-
feröir I flestu mjög til fyrir-
myndar. A ég þá ekki slst viö
mikilvægt upplýsingastarf og
traust tengsl forystu og félags-
manna BSRB um land allt meö
útgáfu og fundum. Fjöldi
félagsmanna var virkur I samn-
ingageröinni sjálfri og þegar til
verkfalls kom voru daglegir
samráösfundir flestra hópa og
fjölmennt liö kom til þátttöku I
framkvæmd verkfallsins. Allt
þetta hefur án efa aukiö mjög á
samstööu og stéttarlegan
þroska.
Ein hreyfing — eitt afl
Mér þykir einsýnt að eittallra
brýnasta verkefni verkalýös-
hreyfingarinnar næstu vikur og
mánuöi sé aö stórauka samstarf
hinna ýmsu samtaka launafólks
og þá fyrst og fremst ASl og
BSRB. Margþætt samráb þurfa
aö koma til viö mótun nýrrar
kjarastefnu og þegar. meta skal
baráttuleiðir. Ný kjarastefna
þarf aö taka jafnt til kaupliöa i
kjarakröfum og æskilegrar póli-
tlskrar þróunar I landinu. Þá
þarf aö sjálfsögöu aö draga
rétta lærdóma af þeirri baráttu
sem þessi samtök hafa háö á
þessu ári. Þar var af báðum
samtökunum farið inn á nýjar
brautir sem skiluðu félagsfólk-
inu verulegum ávinningi. Auk
þess þarf aö ihua rækilega hvort
ekki sé æskilegra ab samræma
gildistima samninga hinna
ýmsu samtaka launafólksins i
landinu fyrirbættum kjörum en
óvinurinn abeins einn. Þess
vegna þurfa launamenn lfka aö
koma fram sem eitt afl — ein
hreyfing.
sjálft, hvernig þessu landi er
stjórnað.
Þjónar atvinnu-
rekenda innan
launþegasamtakanna
Ég held að naumast sé annað
verkefni brýnna innan launþega-
samtakanna en að hætta að styðja
stéttarandstæðinginn til valda, en
margefli þess I stað sin eigin
stjórnmálasamtök. Þess er og aö
vænta að fólk dragi rétta lær-
dóma af stefnu auðstéttarflokk-
anna, eins og hún er i reynd og
látlausri styrjöld þeirra við al-
þýðu. Sú staðreynd blasir viö, aö
launþegar geta ekki rétt hlut sinn
til frambúðar meö kjarasamn-
ingum einum. Þeir veröa einnig
að smiöa sér þau pólitisku vopn
sem duga.
Barátta launþega aö undan-
förnu við atvinnurekendur og
ríkisvald hefur verið lærdómsrik
um margt. I ljós hefur komið
hversu háskalegt það er, þegar
þjónar atvinnurekenda og óvin-
veitts rikisvalds koma ár sinni
fyrir borö innan launþegasam-
takanna. Þá er einatt hætta á
ferðum. Frá mörgum flugumanni
segir i fornum ritum. Einn þeirra
var Þorbjörn rindill. Hann gerðist
þjónn Guömundar rika og var fal-
ið að koma sér i mjúkinn hjá and-
stæðingi hans, til þess aö geta
dregið þar lokur frá hurðum á ör-
lagastundu. Sagan endurtekur
sig. Islensk launþegasamtök
hafa sist af öllu fariö varhluta af
slikum sendingum, og hefur
hrekklaust fólk einatt veriö helst
til seint að átta sig á þessum
fyrirbærum. Einn er þó sá mæli-
kvaröi, sem teljast má nokkuö
öruggur. Það er aðalmálgagn
Þorbjarnar rindils og Guðmund-
ar rika, Morgunblaöið. Kjass og
bllðmælgi úr þeirri átt i garö
áhrifamanna innan launþega-
hreyfingar, ættu að minnsta kosti
að vekja efasemdir og spurning-
ar. A hinn bóginn má hiklault
treysta þvi, aö þegar fyrrgreint
málgagn og önnur af svipuðum
toga ráöast af mestu offorsi á for-
ystumenn verkalýðs og annarra
launþegasamtaka, þá eru þeir á
réttri leið. I siðasta mánuði
hlotnaðist oddvitum Bandalags
starfsmanna rlkis og bæja sá
sómiaðvera hrakyrtir I Morgun-
blaðinu dag eftir dag. Er það óllkt
meiri og einlægari viðurkenning á
myndarlegri frammistööu en
stórriddarakross með stjörnu.
Reynsla
félagsmanna
BSRB
Nú er það vafalaust, að veru-
legur meirihluti islenskra rlkis-
og bæjarstarfsmanna hefur kosið
núverandi stjórnarflokka viö siö-
ustu kosningar. Þessir flokkar
hafa einnig átt mikið fylgi meðal
verkalýðs og annarra launþega.
Ekkert vil ég um það fullyrða,
hvort einhver umtalverð breyting
hefur orðið á þessu. Hitt þykir
mér sennilegt, að látlaus styrjöld
núverandi rikisstjórnar og flokka
hennar við nær allt launafólk i
landinu, hafi komið ýmsum til að
hugleiða rækilegar en áöur sam-
hengið milli kjarabaráttunnar og
stjórnmálaátakanna. Sé þessi
grunur minn réttur, kann aö vera
að eitthvað fækki þeim launþeg-
um, sem styðja flokka atvinnu-
rekanda til áhrifa og valda.
Margur maðurinn I rööum
opinberra starfsmanna kynntist
nýlega i fyrsta sinn stéttabaráttu
af eigin raun, og er vis til aö
draga af þeirri reynslu gagnlegar
ályktanir.
Alþýdubandalagiö
pólitisk fylking
vinnandi fólks
tslenzk verkalýöshreyfing og
opinberir starfsmenn eiga aö lik-
indum þróttmeiri stéttasamtök
um þessar mundir en löngum
fyrr. En á vettvangi stjórnmál-
anna skortir enn mikiö á, aö al-
þýðu landsins hafi smiöaö sér þau
vopnsem bita. Um þessar mundir
er Alþýöubandalagið sá stjórn-
málaflokkur á Islandi, sem einn
viröist hafa skilyrði til aö veröa
sú stóra pólitiska fylking hins
vinnandi fjölda, sem á næstu ár-
um kynni aö geta boðið flokkum
auðstéttarinnar byrginn. Þessa
haustdaga hafa komiö til liös við
okkur I Alþýðubandalaginu
margir nýir félagar viös vegar
um land, reiðubúnir að leggja
hönd á plóginn. En þeir þurfa aö
verða miklu fleiri. Við Alþýöu-
bandalagsmenn fögnum hverjum
liðsmanni sem vill vinna aö þvi
með okkur, af einlægni og ein-
beittni að gera þennan eina um-
talsverða flokk islenskra sóslal-
ista, Islensks launafólks, aö
öflugri og betri flokki, hvassara
vopni I baráttu alþýðu fyrir feg-
urra mannlifi, réttlátara þjóö-
félagi á tslandi.
Rannsóknarstyrkir frá Alexander
von Humboldt-stofnuninni
Þýska sendiráðið i Reykjavik hefur tiikynnt að Alexander
von Humboldt-stofnunin bjóði fram styrki handa erlend-
um visindamönnum til rannsóknastarfa við háskóla og
aðrar visindastofnanir i Sambandslýðveldinu Þýskalandi.
Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi I fræðigrein
sinni og eigi vera eldri en 40 ára. — Sérstök umsóknar-
eyðublöð fást I menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavik, en umsóknir skulu sendar til Alexander von
Humboldt-Stiftung, Schillerstrasse 12, D-5300 Bonn-Bad
Godesberg. — Þá veitir þýska sendiráðið (Túngötu 18,
Reykjavik) jafnframt nánari upplýsingar um styrki'
þessa.
Menntamálaráðuneytið,
3. október 1977
ugiysmg
í ÞjóðvUjanum
ber ávöxt
Plötusmiðir,
rafsuðumenn
og aðstoðarmenn óskast
Stálsmiðjan h.f. — sími 24400.