Þjóðviljinn - 10.11.1977, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. nóvember 1977
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Auglýsingastjori: Úlfar Þormóðsson
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Síðumúla 6. Simi 81933.
Gestsson.
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsblaði: Árni
Bergmann. Prentun: Biaðaprent hf.
Aðhaldið” í
rikisbúskapnum
Siðsumars greindi Þjóðviljinn fyrstur
blaða frá þvi að rikisstjórnin og meirihluti
fjárveitinganefndar hefðu ákveðið að
kaupa hús nokkurt hér i bæ sem að með-
töldum viðgerðarkostnaði kostar um 700
miljónir króna. Þjóðviljinn birti siðan
ásamt fleiri blöðum skýrslur sérfræðinga
um Viðishúsið. í skýrslunum kemur fram
að Viðishúsið er verra en fokhelt hús
myndi nokkru sinni vera; það er horn-
skakkt, það er lekt, það er með ónýta
glugga, ónýt gólf o.s.frv. Kom i ljós að
aðeins eitt atriði var i lagi: Ljósastæði
efstu hæðarinnar eru vatnsheld! 1 fyrstu
reyndu ihaldsblöðin hvaða nafni sem þau
nefnast að þegja þetta hneyksli i hel, en
það gekk ekki lengi, og að siðustu varð
óánægja almennings svo mikil að blöð
þessi urðu að taka málið upp. Þar voru
þessi húsakaup gagnrýnd mjög harðlega.
Þá birtust i blöðum viðtöl við nokkra þing-
menn stjórnarflokkanna þar sem þeir
lýstu sig andviga þessum húsakaupum, og
einn ráðherranna kvaðst andvigur þeim.
Nú hefur um hrið verið hljótt um mál
þetta, þangað til forsætisráðherra, Geir
Hallgrimsson, lýsti þvi yfir að hann væri
hlynntur húsakaupunum. Þessi yfirlýsing
forsætisráðherrans vakti verulega
athygli; en skýringar á þessari afstöðu
hans eru margar. Hin fyrsta er að sjálf-
sögðu sú, að hann er formaður Sjálf-
stæðisflokksins og sem slikur veit hann
ákaflega vel hvaðan flokki þessum koma
peningar. Einn þeirra máttarstólpa Sjálf-
stæðisflokksins sem hafa lagt flokknum fé
á undanförnum árum og áratugum er
einmitt eigandi Viðishússins. Geir vill
launa honum greiðasemina við flokks-
sjóðina og þess vegna beitir forsætis-
ráðherra valdi sinu til þess að rikið leysi
eiganda Viðishússins úr hundraðamiljóna
króna skuldafeni — á kostnað rikisins.
Einhverjum kann að koma það á óvart að
Geir Hallgrimsson skuli misnota vald sitt
með þessum hætti. En það er byggt á mis-
skilningi. Það er höfuðskylda forustu-
manna Sjálfstæðisflokksins að sjá svo um,
að stjórnarráðið sé eins konar þjónustu-
stofnun við vildarmenn Sjálfstæðisflokks-
ins. Sjálfstæðisflokkurinn telur sér skylt
að hamla gegn samneyslu, gegn félags-
legri þjónustu i hvaða mynd sem er. Það
sýnir reynsla þessa rikisstjórnar
timabils. En um leið er það skylda flokks-
ins að sjá um sina, máttarstólpana á
framfæri rikisins, og gera allt sem hægt er
til þess að tryggja þeim aðstoð úr sam-
eiginlegum sjóðum landsmanna — jafnvel
til þess að selja „hundakofa” eins og eitt
stjórnarblaðanna nefndi Viðishúsið.
Fróðlegt verður að sjá hver verður
meðferð Viðismálsins á alþingi; hvaða
þingmenn stjórnarflokkanna kjósa að
knýja þetta hneyksli fram á alþingi. Með
þvi verður fylgst.
En þvi er á þetta mál minnst hér að
þessa dagana er einmitt verið að f jalla um
fjárlög ársins 1978 á alþingi. Þá kveður
jafnan við þann tón af þingmönnum
Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins að nauðsynlegt sé að veita
aðhald i rikisbúskapnum, að koma þurfi i
veg fyrir allskonar félagslega þjónustu og
framkvæmdir i þágu almennings á þeim
forsendum að veita þurfi „aðhald”. En
falsið, fláttskapurinn og óheilindin birtast
i hriplekum húskofa við Laugaveg i
Reykjavik: Þegar kemur að máttar-
stólpum Sjálfstæðisflokksins er ekki
hugsaðum „aðhald”, þá er ekki talað um
nauðsyn þess að draga úr rikisumsvifum,
þá er hugsað um það að kosningasjóður
Sjálfstæðisflokksins fái sinn skammt eins
og bent var á i einu dagblaðanna nú á
haustdögum. Þegar kemur að þci að veita
fjármagn til skólabygginga, sjúkrahúsa,
samgöngumála, menntamála almennt og
heilbrigðismála — þá er sparsemin hafin
til vegs i orði. Skitt með það þó að allur
almenningur verði að gjalda fyrir i verki
— kosningasjóður Sjálfstæðisflokksins
verður að fá fé sitt.
— s.
Hætta á ferðum
Prófkjör Alþýöuflokksins 1
Reykjavík fer fram um næstu
helgi og er mikill glimuskjálfti i
herbúöum þeirra sem um efstu
sætin á þinglistanum bitast.
Herbragö stuöningsmanna
Benedikts Gröndals er þaö helst
aö formaöurinn setji pólitiska
framtiö sina aö veöi i prófkjör-
inu og muni segja af sér ef hann
nái ekki efsta sætinu. Þeir láta
ekki þar viö sitja, heldur boöa
þaö iáróöri sinum aö fleiri muni
fylgja formanninum í pólitiska
gröf, ef illa fer um helgina.
Meöal þeirra sem hyggjast
segja af sér embættum á Al-
þýöuflokknum ef formaöurinn
fellur eru Arni Gunnarsson, rit-
stjóri Alþýöublaösins, Eyjólfur
Sigurðsson, fallisti úr borgar-
stjórnarprófkjörinu, Bjarni
Magnússon, starfsmaöur Al-
þýöuflokksins, Orlygur Geirs-
son, stjórnarráöskrati, og fleiri
góöir drengir.
Andstæðingar Benedikts
benda hinsvegar á aö það séu
dæmi um þaö úr öörum stjórn-
málaflokkum aö menn hætti viö
aö hætta, og þvi sé engin hætta á
ferðum.
f
50%
ávöxtun fés!
Bankarnir vilja stuöla að inn-
lendum sparnaöi meö þvi aö
hækka vexti. Sparifjáreigendur
kokgleypa ekki þaö agniö meö-
an veröbólgan geisar og gengiö
sigur stööugt. Þó eru til aöilar i
þjóöfélaginu, aörir en bankarn-
ir, sem geta boöið upp á ávöxtun
sparifjár I samræmi viö verö-
rýrnun peninganna og vel þaö.
Og þaö á algjörlega löglegan
hátt ef marka má auglýsingu i
Morgunblaöinu. Hvaö hlýtur þá
ekki aö vera hægt aö gera meö
þvi aö fara i' kringum lögin? I
auglýsingunni er að visu talaö
um ávöxtun sparifjárs, og er
þaö sjálfsagt eignarfallsending I
samræmi viö einhverja staf-
setningartillöguna, sem liggur
fyrir Alþingi. Þar eru menn
aldrei sammála um neitt, og
heyrst hefur um ráöherra sem
beygja villsvona: fé, fé, fé, fés.
ávöxtun sparifjárs!
Vilt þú auka sparifé þitt um helmrng á einu ári,
á algjörlega löglegan hátt? Stærri og minni
upphæðir -t 'íengri og styttri tima. Hafir þú
áhuga, sendu þá nafn og simanúmer til Mbl.
merkt: ,,X — 4226 '.
Fín frú það
Það þarf greinilega lagasetn-
ingu til þess aö skera úr um
hvort rita skal I eignarfalli fjár,
fjárs, eða fés. Oss er fjár-vant.
Henni er hinsvegar ekki fjár
vant konunni sem pelsinn var
stolinn frá i bandarlska sendi-
ráöinu sl. föstudag. Aö þvi er
Dagblaöið segir frá i gær er
pelsinn 6 miljón króna viröi:
,,Er þá miöaö viö verö jagú-
arbila. Er pelsinn var keyptur
kostaöi hann um 2 millj. eins og
jagúarbill þá. Slikirbiiar kosta I
dag um 6 miljónir. Frúin fékk i ■
upphafi aö velja milli jagúarbils
og pelsins og vaidi pelsinn.
Pelsinn er geröur úr skinnum
af villiminkum. Er þetta siö
kápa, hönnuö og saumuö I frægu
tiskuhúsi I Paris. Þaö eitt út af
fyrir sig gerir hann dýran á
bandariskum markaöi. Þaö er
fslenzk kona gift Islenskum
manni, sem pelsinn á. Hafa þau
hjón lengi búiö vestan hafs.”
Þjóöviljinn hefur fengiö
skömm I hattinn frá ýmsum
baráttuglööum jafnréttiskonum
fyrir aö hafa notaö oröin „finar
frúr” yfir öldungana I Hamra-
hliö. Allar konur standa I jafn-
réttisbaráttu hvar i stétt sem
þær annars standa er sagt. Má
þaö réttvera.en vonandi veröur
klippari þessa þáttar ekki
skammaður þótt hann hafi tii-
hneigingu til þess að kalla pels-
eigandann fina frú. Þegar
vandamál fólks eru farin aö
snúast um val milli Jagúars eöa
jafngildi hans i pels ætti aö vera
óhætt aö fara aö nota þessi
voöalegu orö.
Aronskan
of sein á sér!
Dagblaðið byrjar á þvi aö
birta grein Ur bandarisku blaöi
þar sem hermálasérfræöingur
skammastyfir þvi aö öll tæki og
vigvélar séu svo úr sér gengin á
Keflavikurflugvelli aö ein
sovésk herþota geti lagt þar allt
I rúst án þess aö svo mikiö sem
ein bandarisk þota komist á loft,
eða hleypt hafi veriö af einu
skoti. Þessi „hrörnun” her-
stöövarinnar, ef rétt er frá
greint, viröist ekki benda til
ýkja mikils áhuga Bandarikja-
stjórnar á viögangi herstöövar
hér norður i Dumbshafi. Að
sama brunni ber sú tregöa sem
Bandarikjastjórn sýnir i þvi efni
aö taka á sig meiri skuldbind-
ingar varöandi aöskilnaö hern-
aöarumsvifa og farþegaflugs á
Keflavikurflugvelli en ráö var
fyrir gert i Washingtonsam-
komulaginu 1974.
A sama tima tromma Arons-
menn upp meö það að Banda-
rikjastjórn eigi aö byggja veg-
ina okkar og borga okkur offjár
I leigu fyrir herstööina. Banda-
rikjamenn munu ekki leggja
krónu til Islenskra þarfa nema
þeir telji sig fá eitthvaö I staö-
inn. Séu þeir i raun aö missa
áhugann á Islandi sem herbæki-
stöö i þágu bandarfskra varna
gæti svo farið aö Aronskan yröi
herstöðvaandstæðingum hinn
nýtasti liösmaður. Heimtu-
frekja Islendinga I slikri stööu
og ágangur i bandariska sjóöi
gæti haft þær afleiðingar aö
Bandarikjastjórn sæi sitt
óvænna og hypjaöi sig með sitt
hafur- og hernaðartask frá ís-
landi.
— ekh.