Þjóðviljinn - 10.11.1977, Síða 6

Þjóðviljinn - 10.11.1977, Síða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. nóvember 1977 Fyrri hluti fjárlagaræðu Geirs Gunnarssonar Fjárlögin hækka umfram al- menna verölagshækkun þingsjá í fyrradag fór fram á Alþingi fyrsta umræða um fjárlaga- frumvarp rlkisstjórnarinnar. Af hálfu Alþýöubandalagsins talaði Geir Gunnarsson i þessari fyrstu umrsðu. Greint verður frá fyrri hluta ræðu hans hér i Þjóðviljan- um I dag, en seinni hluti ræðunnar verður birtur fljótlega. Geir ræddi fyrst um afkomu rikisjóðs ’75, og kom fram i máli hans að samkvæmt rikisreikningi fyrir það ár heföi halli á rikissjóði numið riflega 7500 miljónum króna. Þessi rékstrarhalli svarar til 13 miljarða f núgildandi verð- lagi. Og við afleiðingarnar af þessum halla er enn veriö að glima við fjárlagagerð, t.d. er á- ætlaö að á árunum 1975—78 að báðum meötöldum nemi vaxta- greiöslur rfkissjóðs til Seölabank- ans um 4.600 milj. króna miðað við verölag hvers árs. Og þessi mikli rekstrarhalli varð á þvi ári sem verölag vöru og þjónustu var að meðaltali um 50.2% hærra en árið áður, en reynslan er þó sú að jafnaöi, að mikil veröbólga færir rikissjóði meiri tekjur en gjöld. Hins vegar hafi fjármálaráö- herra tekist að snúa þessari reglu viö. Og hinn mikli rekstrarhalli 1975 varð þráttfyrir það, að ríkis- stjórnin legði á nýja skatta, 12% vörugjald með bráöabirgöalögum i júlí 1975. Þegar svo niðurstaða rikisbú- skaparins árið 1976 er athugaö þá sé hún slik að stjórnarflokkarnir kjósi helst að bera hana saman við árið ’75, ár stjórnarslyssins mikla i ríkisbúskapnum, í þvi skyniaö reyna aö fá út hagstæðan samanburö. En rikisreksturinn 1976 einkenndist' af eftirfarandi: 1) stórbættar ytri aðstæður 2) mjög aukin skattheimta við af- greiðslu fjárlaga og sérstakar viðbótarskatthækkanir á f jár- lagaárinu. 3) lækkun framlaga til verklegra framkvæmda. 4) stóraukin rekstrarútgjöld. 5) nær helmingi minni rekstrar- afgangur en áætlaö var i f jár- lögum og ógreiddir rekstrar- liöir langt umfram þann af- gang. 6) hækkun skulda við Seðlabank- ann um 1500 miljónir króna i stað 2000 miljóna króna lækk- unar. Þvi næst ræddi Geir f járlaga- frumvarp það sem nú liggur fyrir Alþingi og sagöi: ,,Og nú hefur verið lagt fyrir Alþ. fjóröa fjárlagafrv. hæstv. ritósstjórnar. Hæstv.fjármálaráð herra sem boðaði einu misseri áð- ur en hann tók við ráðherrastörf- um, að auðvelt væri að lækka út- gjöld rikissjóös um upphæð sem svarar i dag til nálega 16.7 miljarða kr. tókst að tvöfalda upphæð fjárlaga á 2 árum, nær þrefalda hana á 3 árum og tekst nú með framlagningu þessa f jár- lagafrv. að riflega fjórfalda heildarupphæðf járlaga á 4árum. Hætter þó viö, að ekki séu öllkurl komin til grafar enn. Svo margt er enn óráðið um afgreiðslu fjár- laga og óljóst um meöferö frv., að irauninni er tillitils að ræða það i heild nú við þessa umræöu. Ljóst er, aö miöað við tekjuhlið fjár- lagafrv. og þá þætti sem hljóta að eiga eftir að bætast viö gjalda- megin, þá ná endar ekki saman. Stefna rikisstjórnarinnar I mál- efnum rikissjóðs á næsta ári ligg- ur þvl i rauninni ekki fyrir enn. Aukin skattheimta Það hefur einkennt fjárlagaaf- greiðslu hæstv. rikisstjórnar, að sifellt er bygt á aukinni skatt- heimtu, nýjum og nýjum tekju- stofnum. Hæstv. núverandi rikis- stjórn hefur ekki dugaö þeir lekjustofnar, sem fyrrv. rikis- stjórn byggði tekjuöflun rlkis- sjóös á,heldur hefur sifellt verið seilst lengra og lengra eftir tekj- um, dýpra og dýpra i vasa al- mennings, ekki einungis við af- greiöslu fjárlaga,heldur með sér- stökum efnahagsráðstöfunum eftir aö fjárlög hafa veriö af- greidd og jafnt I góðæri sem við erfiðari aðstæöur. Fyrsta verk hæstv. rikisstjórn- ar var hækkun söluskatts um tvö stig,og siöan hefur hver aðgeröin rekið aöra, viölagagjald, sem samsvarar tveimur söluskatts- stigum, hirt i rikissjóö, 18% vöru- gjald lagt á, að ógleymdum geng- islækkunum og stöðugu gengis- sigi, jafnvel þótt verð útflutnings- vöru hafi farið hækkandi. Þær lækkanir sem á móti hafa komiö vegna lækkunar tolla og breyt- inga á tekjuskattslögum hafa engan veginn vegið á móti þeim breytingum sem geröar hafa ver- ið til tekjuaukningar fyrir rlkis- sjóð,enda bera fjárlög undanfar- andi 3 ára og fjárlagafrv. nú þvi gleggst vitni. Hækkun fjáriaga um- fram verðlagshækkun Það er t.d. eftirtektarvert að rikistekjurnar árið 1976eru hærra hlutfall af þjóðarframleiðslu en nokkurtannaöárs.l. lOáraa.mk. svo sem sjá má I hagtölum mán- aðarins I mal eftir 1977 og jókst þó þjóðarframleiöslan á þvi ári. Ef miðaö er við hækkun framfærslu- kostnaðar i landinu frá þvl að núv. rikisstjórn tók viö völdum þá var vlsitalan 226 stig 1. nóv. 1973 þegar f járlög fyrir árið 1974 Voru til afgreiðslu. Aætla má að 1. nóv. n.k. verði sambærileg visitala 840 stig eða 3.7 sinnum hærri og þykir flestum nóg um. Það f járlagafrv. sem hér er til umræðu er þó ekki alveg 3.7 stigum hærra en fjárlög sem samþykkt voru haustiö 1973, heldur 4.5 sinnum hærri, og er þetta þó aðeins frumvarp. Hæstv. fjármálaráöherra hefur lýst þvi yfir, að launaliöir fjárlagafrv. þurfa að hækka um 7.7 miljarða kr., þó að ekki sé á þessu stigi reiknað meö öðrum fyrirsjáan- legum hækkunum, þá yröu fjár- lögin 132.5 miljarðar og eru þá 4.5 sinnum hærri en þau fjárlög sem samþykkt voru i des. 1973, en framfærsluvisitala 3.7 sinnum Gelr GuurifM. hærri. Hverju munar þetta I krón- um? Ef tekjuhlið fjárlaga tæki sömu breytingum og oröið hefur á almennu verölagi i landinu á sama tlma næmu niðurstööutölur fjárlaga fyrir árið 1978 108,5 miljörðum kr. i stað 132.5 mil- jörðum sem hæstv. fjármálaráö- herra hefur boðaö. Það munar 24 miljöröum kr. hjá þeim ráðherra, sem taldi haustið 1973 auðvelt að lækka fjárlögin um upphæð sem 1 dag svarar til 16.7 miljarða kr. 1 stað þess að lækka fjárlögin um 16.7 miljarða hækkar hæstv. ráð- herraþau umfram almenna verð- lagshækkun um 24 miljarða. Mis- munurinn á fyrirheitum og efnd- um er riflega 40 miljaröar kr. Samkv. fyrirheitunum ættu f jár- lögin að vera 108.5 miljörðum minus 16.7miljarðar eða 81.8 mil- jaröar, en verða a.m.k. 132.5 eftir boðskap hæstv. ráöherra. Það munar um 62%. 750 miljón krdna sparn- aður fyrir atv.rekendur Nú er ekki yfir þvi að kvarta ef þessi aukna skattheimta væri notuð til þess að auka I jafnrikum mæli samfélagslega þjónustu og framkvæmdir, en staðreyndin er sú, aö þessir þættir fjárlaga hafa dregist saman i hlutfalli við al- menn rekstrarútgjöld. 1 frum- varpinu er enn gert ráö fyrir samdrætti opinberra fram- kvæmda um 5%, þó aö efnt sé til svo mikillar nýrrar skattheimtu á bifreiöaeigendur, að fram- kvæmdir i vegamálum verði nokkuð auknar frá þvi lágmarki sem þær hafa verið i siðan núv. stjórnarflokkar tóku við völdum. Jafnhliða þessari nýju skatt- heimtu meb hækkun bensingjalds hirðir rikissjóður i sinn hlut meö söluskatti ofan á hækkunina um 360 milj. kr. á næsta ári. Þessi hækkun á samkvæmt hugmynd- um stjórnarflokkanna ekki að hafa áhrif á greiðslu visitölubóta á laun. Hér er um að ræöa 0.5 visitölustig, sem ekki kæmi fram sem launahækkun ef miðað er við félagsmenn Alþýöusambands ís- lands. Myndi sú ráðstöfun færa atvinnurekendum um 750 milj. kr. sparnab i launagreiðslum á næsta ári, og rikinu riflega 200 milj kr. I sparnaði á launaútgjöld- um til starfsmanna ríkisins og rlkisstofnana, auk þeirra 360 milj. kr. sem rikissjóður myndi hiröa i aukinn söluskatt. Vegaframkvæmdir minni að raungildi en 1971-74 Þrátt fyrir þá aukningu sem ráðgerð er á vegaframkvæmdum á næsta ári með hækkun bensin - verðs um a.m.k. 18kr. á litra aö meðtalinni sjálfkrafa hækkun á söluskatti má reikna með, aö framkvæmdir veröi aö raungildi minni en á hverju áranna f yrir sig 1971, 1972, 1973 Og 1974. Ef miðað er við að visitala vegagerðar verði 30% hærri á framkvæmda- tima á næsta ári en i ágúst i ár verða sambærilegar tölur um vegagerö á verölagi ársins 1976 þessar: 1970 1982 milj. kr., 1971 3770 milj., 1972 4128 milj., 1973 4689 milj., 1974 3761 milj., 1975 2742 milj., 1976 2515 milj., 1977 2208 milj., og og 1978 3113 milj. Þrátt fyrir mjög mikla hækkun bensin- gjalds og þungaskatts skortir þó verulega á, að á næsta ári verði unnið að vegagerð fyrir hliðstæða upphæð og gert var árið 1971—1974 að báöum meðtöldum. Framkvæmdaféð var á þessum 4 árum aö meðaltali 4.087 milj. kr. á verðlagi ársins 1976 en verður á sama verölagi á næsta ári 3.113 milj. En samhliða þessari aukningu tekna Vegasjóðs hyggjast stjórn- arflokkarnir nota tækifæriö og hiröa I rikissjóð um 360 milj. kr. með auknum söluskatti á bensin; jafnframt á aö spara rikinu 200 milj. kr. I launagreiðslur og viö- semjendum Alþýðusambands ís- lands um 750 milj. kr. meö skerð- ingu visitölubóta á laun. Vaxtagjöld áttfaldast Vaxtagjöld af ýmsum lánum rlkissjóðs i A-hluta fjárlagafrv. aukast um 1040 milj. kr., hækka um 45.6% og nema 3.311.2 milj. kr., en námu 411.8 milj. kr. á f jár- lögum 1974 eöa hafa riflega átt- faldast I tiö núv. rikisstjómar. Vaxtakostnaður I A og B-hluta nemur 11. 976 milj. kr. hækkar á næsta ári um riflega 5.600 milj. Það þarf ekki að hafa mörg orö um þróunina, útþenslu rekstrar- liöa i samanburði viö framlög til verklegra framkvæmda. Eins og égáðansagði námu vextiraf ýms- um lánum rikissjóðs 411.8 milj. kr. á fjárlögum 1974. Þá voru veittar 444 milj. kr. til almennra hafnarframkvæmda sveitarfé- laga og auk þess 169 milj. kr. vegna sérstakra framkvæmda i Grindavik ogi Höfn i Hornafirði. Þó að aðeins sé miðað við hina’r almennu framkvæmdir sveitarfé- laga, þá nam framlag rikissjóðs nokkuð hærri upphæð en útgjöld vegna vaxtagreiöslna rikissjóðs á þvi sama ári. A fjárlagafrv. nú eru 1170 milj. kr. veittar til al- mennra hafnarframkvæmda sveitarfélaga, en vaxtagreiðslur i A-hluta eru áætlaöar 3.312.4 milj. kr. Þetta segir nokkra sögu um hvað hefur veriö aö gerast hin siöustu ár. Byggingakostnaður er 3.2sinnum hærrien við afgreiðslu fjárlaga 1974, fjárveiting til al- mennra hafnaframk væmda sveitarfélaga 2.6 sinnum hærri, en vaxtagjöld 8 sinnum hærri. Þab sem jákvætt má telja i fjárlagafrv. nú varbar einungis uppsetningu og fylgisskjöl. Sjúkratryggingagjald er nú talið með tekjum rikissjóðs eins og frá upphafi hefði átt að gera, sérstök yfirliteruaukin og erþað tilbóta, sérstaklega yfirlit nr. 12, þar sem sýndur er samanburður á fjár- veitingum samkv. rikisreikningi 1976, fjárlögum 1977 og frv. til fjárlaga fyrir áriö 1978 eftir ráöu- neytum og stofnunum I A-hluta. Ég tel, að hliðstæðar upplýsingar þyrfti aö veita um heildarútgjöld eftir útgjaldaþáttum, þ.e. breyta yfirliti 1, 2 og 3 1 hliðstæða mynd og yfirlit 12. Einnig þyrfti i yfirliti 3 að koma fram hliðstæðar upp- lýsingar um verklegar fram- kvæmdir og fjáröflun til þeirra á gildandi fjárlögum og veittar eru úr f járlagafrv.,,gem lagt er fram. Kenna á BSRB um hækkun fjárlagafrum- varpsins An efa á fjárlagafrv. eftir að taka verulegum breytingum i meðferð Alþingis þar sem útgjöld erusýnilega vantalin. í sambandi við nýgerða kjarasamninga BSRB og rikisins hafa málgögn stjómarflokkanna óspart haldiö þvi á lofti, ab útgjaldaauki vegna þeirra nemi 7.7 miljöröum kr. og vegna þessara nýju samninga verði að hækka útgjaldatölu f jár- lagafrv. um þá upphæö. Morgun- blaðið segir t.d. hinn 26. okt. s.l. með leyfi hæstv. forseta: „Fjármálaráðherra sagöi, að útgjaldaauki rikissjóös á næsta ári af völdum þessara kjara- samninga mundi nema um 7.7 miljörðum kr. miðað við þaö fjár- lagafrv., sem nú liggur fyrir Al- þingi. Matthias A Mathiesen sagöi.að tryggja yrðifjármagn til þess að standa undir þessum auknu útgjöldum við afgreiðslu fjárl. I des.” Og ritstjóri Tlmans háttvirtur 4. þingmaður Reyk- vikinga, Þórarinn Þórarinsson, hefur ekki viljaö láta sinn hlut eftir liggja að sýna fólki fram á, að auka þurfi útgjöld rikissjóðs um 7.7 miljarða kr. vegna nýrra kjarasamninga við opinbera starfsmenn. Háttv. þingmaöur sagði I leiðara Timans hinn 27. okt. s.l., með leyfi hæstv. forseta: „Samkv. hinum nýju samning- um hækka útgjöld rikisins um 7.7 miljarða kr. umfram það, sem er áætlað í hinu nýja fjárlagafrv. og er þó búið að gera þar ráð fyrir verulegri launahækkun.” Það fer ekki á milli mála hverj- um stjórnarflokkarnir vilja kenna um þá hækkun, sem verbur áfjárlagafrv. Imeðförum Aljring- is. Ég er ekki svo kunnugur hin- um nýju kjarasamningum Bandalags starfsmanna rikis og bæja og ríkisins, aö mér sé ljóst, hver útgjaldaaukier af þeim mið- að við f járlagafrv. og niöurstaða um launakjör félagsmanna i Bandalagi háskólamanna liggur ekki fyrir. En hitt veit ég, að i fjárlagafrv. er ekki gert ráð fyrir þeim hluta launakostnaðar á ár- inu 1978, sem leiðir sjálfkrafa af hækkun verðlags nú I haust, en á- ætlað hefur verið, að sú verðlags- hækkun valdi 9.6% hækkun launa 1. des. n.k. Þessum launabreyt- ingum, sem fyrirsjáanlegar voru, hefur verið sleppt i fjárlfrv. að öðru leytienþvi að verðlagsbætur 1. sept. voru oft áætlaðar um 1.07%. Sú breyting á launaliö, sem var fyrirsjáanleg hvað sem leið nýjum kjarasamningum, en vantar þó i fjárlagafrv. nemur 2500—2700 milj. kr., ef tekiö er til- lit til ofáætlunar visitölubóta i sept. Hliðstæð hækkun á llfeyris- tryggingum almannatrygginga gæti numið 1400—1450 milj. kr. og I sjúkratryggingum 825—850 milj. Þetta nemur samtals 4500—4900 miljónum króna og er eingöngu vegna venjulegra verölagsbóta i samræmi við hækkun verölags i haust. En fjárhæöinni er visvit- andi sleppt I fjárlagafrv. til þess að þessi hækkun útgjaldahliðar fjárlaga verði bendluð við ný- geröa kjarasamninga. Að sjálf- sögbu hefur þessi útgjaldaauki þó jafnframt áhrif á tekjuhlið til hækkunar, en þeir félagar hæstv. fjármálaráðherra og ritstjóri Timans gæta þess vandlega að nefna einhverja brúttótölu, sem þegar betur er að gáö inniheldur nær 5 miljarða útgjöld, sem ein- göngu eiga rætur að rekja til hækkunar verölags nú á haust- mánuðum. Sá hluti útgjaldaupp- hæðarinnar hefði að sjálfsögöu átt aö ve ra I f járlagafrv., en siðan leggja þeir félagar áherslu á, að afla þurfi tekna til þess að standa undir þessari hældcun útgjalda, 7.7 miljörðum kr,, án þess aö nefna hve mikiö á rætur að rekja til venjulegra verölagsbóta á laun eða hve mikið af launaupp- hæðinni kemur til baka i rikissjóö vegna skattkerfisins. Rikið fær sitt aftur Verulegur hluti launþega greið- ir aftur til rikisins 40% af þvi, sem viö launin bætast eftir að ákveönu tekjumarki er náð og nú er I f jár- lagafrv. beinlinis gert ráð fyrir Gervilýðræði A fundi Alþingis i gær lýstiLúð- vik Jósepsson sig andvlgan frumvarpi Jóns Skaftasonar um breytingar á kosningalögunum og sagöi það vera dæmi um yfir- borðslýðræði. Frumvarp Jóns fel-. ur I sér að settir séu fram listar með frambjóðendum I stafrófsröð og að kjósendur raði þeim siðan að eigin vild. Er tillaga Jóns ekki langt frá tillögu sem 5 þingmenn Alþýðubandalagsins hafa lagt fram um aukin áhrif kjósenda á að velja milli frambjóöenda á lista. Nánar verður sagt frá umræðunum siöar. Lúbvik Jósepsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.