Þjóðviljinn - 10.11.1977, Page 7

Þjóðviljinn - 10.11.1977, Page 7
Fimmtudagur 10. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Hvers vegna eru árnar ekki leigðar íslendingum? Er ástæðan fremur tilfinningaleg en viðskiptaleg? Sigmar Ingason/ verkstjóri Keppnin um veiðiárnar Vatnsdalsá Mikið getur áhugi á tóm- stundagamni hertekið hugann. Þetta sannast meðal annars á stangaveiðimönnum, islenskum sem erlendum. Hvar sem tveir eða fleiri slíkir hittast eru þeir innan skamms farnir að ræða þetta sameiginlega áhugamál. Meira að segja á haustdögum, þegar minningin um veiðiævin- týri sumarsins er ennþá fersk i huganum,. eru menn farnir að ræða þaö hvar þeir ætli að fá veiöileyfi næsta sumar. Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem með þessum málum fylgist að islenskir stangaveiðimenn hafa þóst nokkuð afskiptir á veiðileyfa- markaðnum undanfarin ár. Margar helstu veiðiár landsins hafa verið leigðar útlendingum besta hluta veiðitimans, annað hvort beint eða fyrir milligöngu islenskra aðila. Þessir milli- göngumenn reka þá gjarnan allumfangsmikla starfsemi i þessu sambandi. Taka á móti hinum erlendu veiðimönnum á flugvellinum, sjá þeim fyrir fari að veiðiánni og skaffa þeim þar leiðsögn, bfl og annan aðbúnað sem þurfa þykir, auk þess sem þeir eru að sjálfsögðu vel haldnir i mat og drykk. Ýmsir fjársterkir aðilar innlendir hafa sótt allfast inn á þennan markað og má af þvi ráða að þar sé góð hagnaðarvon. Að sjálfsögöu þrengist hlutur islenskra stangaveiðimanna að sama skapi og áðurgreind starf- semi vex, enda hefur það verið hald manna að eigendur ánna, bændurnir, högnuðust svo vel á þessum viðskiptum, aö is- lenskum veiðimönnum þýddi ekki að keppa við þá fjársterku aðila, innlenda og erlenda sem þarna eiga hlut að máli. Að visu hefur ekki alltaf á það reynt hver vill borga best þvi oft hafa árnar verið leigðar án útboðs. Að öllu þessu athuguðu er ekki að undra þótt uppi yrði fótur og fit meðal stangaveiði- manna þegar ein ágæt og vinsæl veiðiá, sem leigð hefur verið út- lendingi um árabil, var auglýst föl til leigu i september siöast- liðnum. Hér var um að ræða Veiðiréttur til lax- og silungsveiði i Vatns- dalsá i Austur-Húna- vatnssýslu er til leigu næstu ár. Tilboð, sem gera má i vatna- svæðið i heild, eða einstaka Vatnsdalsá I Húnaþingi. Auglýsingar birtust i blöðum og stangaveiðifélögum og fleiri aðilum voru send bréf þar sem vakin var athygli á útboði þessu. Nú upphófust miklar eftir- grennslanir og umþenkingar, simtöl, bréfaskriftir og skoðunarferðir norður I Vatns- dal. Forsvarsmenn þeirra Vatnsdæla tóku komumönnum vel og leystu greiðlega úr öllum spurningum. Þeir létu i ljós áhuga á þvi að fá sameiginlegt tilboð i allt veiðisvæðið og upp- lýstu meðal annars að það væri nærri þvi fullvist að hæsta til- hluta þess, eitt eða fleiri timabil, berist stjórn Veiöi- félags Vatnsdalsár fyrir 20. sept. n.k. Formaður þess, Gisli Pálsson, Hofi, veitir frekari upplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. boði yrði tekið þar sem slæm reynsla væri af þvi að ganga fram hjá hæsta boði eða leyfa einhverjum að hækka tilboð sin eftir á. Veiðihús og allur aðbún- aður fyrir veiðimenn var með miklum myndarbrag. Hér bar sem sagt allt að sama brunni: Vatnsdalsá var þess virði að borga vel fyrir hana. Nú rennur upp sá stóri dagur þegar tilboð skyldu opnuð að viöstöddum fulltrúum frá til- boðsgerendum. Jú,vist komu ýmsar háar tölur úr umslögunum en ein þó miklu hæst 15,7 miljónir. Það tilboð var frá þrem stangaveiði- félögum sameiginlega. Félög þessi voru i Keflavik, Hafnar- firði og Akranesi og var tilboö þeirra miðað við veiöisvæðið i heild. Onnur tilboð voru ölí miðuð við hluta úr umræddu veiði- svæði og hvernig sem þeim var hrært saman var alls ekki hægt að fá út úr þeim hærri tilboðs- upphæð, miöað viö allt svæðið, en 14,5 milljónir. Nú taka Vathsdælir sér góðan tima til að glugga í pappira og ræða við þá er tilboð höfðu gert og að vandlega ihuguðu máli barst úrskurður þeirra. Hæsta tilboði var ekki tekið heldur samið við aðila sem gert hafði 11 milljóna tilboð i aðal- laxveiðisvæöið og ekki i aðra hluta árinnar. Auk þess var svo tekið tveggja milljóna tilboði sem fyrir lá i annan hluta af ánni. Það fylgdi svo meö svari þeirra Vantsdæla (sem ennþá er aöeins simtal þar eð póstur hefur ekki borist um sinn) að með ýmis konar samningum, utan þess sem getið var um i til- -boðum, myndi útkoman verða ,,allt aðþvisú sama” og tilboðið frá stangaveiðifélögunum þremur. Og svo kemur það sem trú- lega skiptir mestu máli i þessu sambandi: Sá sem hnossiö hreppti er þekktur aðili I veiði- leyfasölu til útlendinga og hefur um árabil rekið blómlega starf- semi á þeim vettvangi. Að sjálfsögðu var um þaö spurt i fyrrnefndu simtali hver ástæðan væri fyrir þvi að hæsta tilboði var ekki tekið. Svarið var á þá leið að bændur hefðu óttast það ,,að áin yröi ofveidd ef þar kæmu kappsamir islenskir veiðimenn sem að jafnaði væru tveir um stöng.” Vissulega má slá fram svona hugdettum en sem betur fer hafa islenskir stangaveiðimenn sýnt þaö og sannað að þeim er trúandi til að umgangast veiði- ár. Þeir hafa meira að segja stundum haft frumkvæði um friðunaraögerðir og veiðitak- markanir i þeim ám, sem þeir hafa haft á leigu, ef þeir hafa talið ástæðu til. Og hafi þetta verið hin raunverulega ástæða hefði það ekki verið nema almenn kurteisi, við þá sem hæsta tilboð áttu, að spyrja þá hvort þeir gætu fallist á ákveðin veiðitakmörk en svo var ekki gert. Það skal tekið fram áður en lengra er haldið að sá sem þetta ritar er ekki að véfengja laga- legan rétt þeirra Vatnsdæla eða annarra bænda til að leigja veiðisvæöi sin, þeim aðilum sem þeir sjálfir kjósa og á þvi veröi, sem þeir vilja. Þessar linur eru til þess skrif- aðar að leggja fram ljóst dæmi um það aö islenskir stanga- veiðimenn eru reiðubúnir til að greiða bændum fyrir veiðiár þeirra jafngóða leigu og kannske betri en þeir aðilar sem taka árnar á leigu með útlendingaviðskipti að mark- miði. Þá kemur að spurningunni stóru, hvers vegna eru Islend- ingum þá ekki leigðar árnar? Sé framangreint dæmi athugað, hlýtur manni að detta i hug að ástæðurnar séu frekar tilf inningalegs eðlis en viðskiptalegs. Já þvi ekki það. 1 hópi þeirra veiðimanna erlendra sem hingað hafa sótt til veiða eru ýmsir þekktir menn, sem prýtt hafa sjónvarpsskjái nágranna- landanna á liðnum árum og sjálfsagt getur það verið nota- leg tilfinning að láta endur- skinið af frægðarsól þeirra verma landareign sina nokkra daga á rigningarsumri. Vel má það lika vera að það sé dálitið niðurlægjandi tilfinning að vera staddur I hópi veiði- réttareigenda og heyra bænd- urna I grannsýslunum bera saman bækur sinar um heim- sóknir þeirra Mack Clouds og prinsins af Wales — eða hvað þeir nú allir heita — og geta sjálfir ekki teflt neinu fram til mótvægis nema frystihúsa- körlum af skipaskaga og skreiðarverkendum sunnan með sjó. En hvað sem öllum hug- leiðingum af þessu tagi liður, skulum við, bæði bændur og stangaveiðimenn hafa það hug- fast að það er hlutskipti okkar að búa saman i þessu landi og virða hver annars rétt. Stangaveiðifélögin, a.m.k. þau sem hér koma við sögu og flest önnur, eru ekki félög fárra útvaldra efnamanna heldur eru þau opin almenningi og I þeim er fólk úr öllum stéttum og starfsgreinum og þau eru fjöl- menn. Þessum stóra hópi fólks sárnar það að vonum að vera hornrekur i sinu eigin landi. Veiðifélag Vatnsdalsár. Þessi auglýsing birtist i Timanum þann 28. águst s.l. -1 hana vantar bara eina setningu: Hæsta tilboði því aðeins tekið að tryggt sé að ís- lendingar veiði ekki í ánni. Veiðihúsið góða í Vatnsdal, þar eru „kappsamir islenskir veiði- menn” ekki aufúsugestir. Nýir sjúkralidar útskrifaðir Þessir sjúkraliðar útskrifuðust frá Sjúkraliðaskóla íslands 16. september sl. Efsta röð frá vinstri: Bertha S. Jónsdóttir, Guðrún Valdimars- 'dóttir, Áse Marit Einarsson, Alda G. Jörundsdóttir, Elinborg W. Halldórsdóttir, Petrina Jónsdótt- ir, Maria B. Finnbogadóttir, Móéiður Sigvaldadóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Sig. Benny Björnsdóttir, Lára Björns- dóttir. Miðröð frá vinstri: Stefania S. ölafsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir, Svana H. Kristins- dóttir, Brynhildur Baldursdóttir, B. Sólveig Gunnarsdóttir, Sigur- björg K. Jónsdóttir, bórdis J. Rúnarsdóttir, Kristin Eyjólfs- dóttir, Björg Pálsdóttir, Katrin ó. Þorgeirsdóttir, Drifa Hrólfsdótt- ir. Fremsta röð frá vinstri: H. Elsa Harðardóttir, Halldóra Sig- urðardóttir, Halldóra R. Hansen, Maria Ragnarsdóttir, Kristbjörg Þórðardóttir, Margrét Kristins- dóttir, Sóley G. Höskúldsdóttir, Kristin J. Ágústsdóttir. Ljósm. Mats Ósammála um fiskveidar OSLO 8/11 Reuter,— Noregi og Efnahagsbandalagi Evrópu mis- tókst i dag að ná samkomulagi um gagnkvæmar fiskveiðar á auðlindalögsögusvæðum þessara aðila næsta ár. Segir Knut Vart- dal, fiskimálastjóri Noregs, aö umræður um þetta yrðu hafnar að nýju i Bríissel 24. þ.m. Vartdal sagði að aðilum bæri enn mikið á milli um veiðikvóta á þorski, sild, ýsu og fleiri fiskteg- undum. Þessir fiskistofnar eru á sveimi milli auðlindalögsögu- svæðanna tveggja. Vill EBE aö meirihluti þess, sem leyft sé aö veiða af umræddum fiskistofnum, verði veitt i auðlindalögsögu Efnahagsbandalagsins, en Norð- menn krefjast þess að álika mikið verði veitt á lögsögusvæðunum báðum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.