Þjóðviljinn - 20.11.1977, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 20. nóvember 1977
Liv Ullmann i hiutverki Manuelu
Götusena frá Berlin; veröbólga, neyö, ofbeldi — og Hitler fer af staö I MUnchen.
ÞÝSK HROLLVEKJA
Ormsins
Eftir Ingimar Bergman
Ingmar Bergman hefur
gert sína fyrstu kvikmynd
erlendis, eftir að hann fór
úr landi út af glímu sinni
við sænsk skattayf irvöld.
Myndin heitir Ormsins egg
og er gerð í Þýskalandi og
gerist þar reyndar. Talið
er á ensku. Og Liv Ullman
er mætt í aðalhlutverkið.
Atburöir myndarinnar gerast
nokkra haustdaga árið 1923 i
Þýskalandi sem er að hrynja
saman: æöislegri verðbólga og
gengisfall en önnur lönd hafa
þekkt ósigur og uppgjöf — og Hitl-
er er einmitt i fyrsta sinn að sýna
tennurnar i bjórstofu i Munchen.
Innan þessa ramma býr Ing-
mar Bergman til hrollvekju. Hún
fjallar um bandariskan gyðing,
Abel að nafni, og mágkonu hans
sem Manuela heitir og hafa þau
bæði starfað i sirkus. Maður
Manuelu sviptir sig lifi i upphafi
myndar án þess það sé f fyrstu
ljóst hvernig á þvi stendur.
Myndin er um tilraunir þeirra
til að komast af: Maneia sér þeim
farborða með kabarettsöng og
svolitlu vændi og reynir að halda
hinum reikula og drykkfellda Ab-
el á réttum kili.
Myndin sýnir einnig veröld á
ringulreið, veröld ofbeldis, ótta,
misþyrmda gyðinga, dularfull
lik, sem skjóta upp kolli og
prófessor sem stundar einhverjar
hryllilegar tilraunir I kjallaran-
um hjá sér.
CJr bessu verður seiðsterk
blanda, sem bendir i ýmsar áttir.
Spiegel segir, að grunurinn um
skelfilega framtíð Þýskalands sé
mjög sterkur þáttur I myndinni —
en reyndar sé það alltaf auðvelt
eftir á að gerast spámaður um tíö
sem þegar er liðin.
DN segir, að myndin sé um
margt í ætt við þá frægu mynd
Cabaret, kannski af ásettu ráði.
En Ingmar Bergman megi eiga
það, að hann komist nær „djöful-
dómnum”. Einnig er myndin að
aðferð nokkuð skyld þýskum
hrollvekjum og martröðum i þvi
sem var að gerast i Þýskalandi
millistriðsaranna á filmu frá
þriðja áratugnum (Dr. Caligari)
DN segir á þá leið, að Ingmar
Bergmann standi sig um margt
vel sem hroilvekjuleikstjóri, og
piski taugar manna án miskunn-
ar. Kannski sé i myndinni einum
of mikið af svo góðu — af blóð-
gusum og ofbeldi. Liv Ullmann og
David Carradine fá bestu ein-
kunnir fyrir leik sinn í hlutverk-
um Manuelu og Abels.
Ingmar Bergman ásamt einum leikara í myndinni - rennur blóö eftir
slóð.
Dr. Frank N. Steinsson: Svona er lífid
i Borgarfjarðarbrú í Breiðholtinu j
IVegna mannkosta minna og
viðtækrar menntunar hefur
bisleifarlagið i borgarstjórn
■ Reykjavikur nýlega falið mér
Iað gera viðtæka könnun á högun
og tilhögun Breiðholtshverfis.
Til liðs við mig hef ég fengið
• nokkra valinkunna faghræringa
I(Innan sviga skal þess getið, að
faghræringur er nýyrði um
þann visindamann, sem áður
• nefndist hagfræöingur. Sbr. hið
Iágæta orð fræbúðingur i stað bú
fræðingur). Enn er langt i land
að við ljúkum rannsóknum okk-
• ar. og skýrslugerð. Nokkrar
Ibráðabirgðaniðurstöður liggja
þó fyrir nú þegar, og mun ég nú
reyna aö gera grein fyrir þeim i
■ stuttu máli, á alþýðlegan og
I 'greinargóðanhátt einsog min er
von og visa.
Það skal tekið fram, að könn-
I* unin nær á þessu stigi aðeins til
Seljahverfisins, sem svo er
nefnt vegna þess að ekki hefur
tekist að selja allar þær ibúðir
sem þar hafa verið reistar af
stórhug og framsýni bygginga-
meistara og fasteignasala. En
könnunin hefur sumsé leitt eft-
irfarandi i ljós nú þegar:
Gangstéttir eru þar ekki með-
fram akbrautum og er það vel.
Ætti það að koma i veg fyrir alla
óþarfa umferð svokallaðra
„gangandi vegfarenda”, sem
ávallt hafa verið sjálfum sér og
öðrum tii vandræða og óþurftar
i umferðinni. Þeir sem enn
þrjóskast við og ætla sér að fara
gangandi út úr húsi, verða þá að
álpast út á malbikaða akbraut-
ina eða vaða i drullu og spýtna-
braki, og er þeim hvorttveggja
maklegt fyrir ósvifnina. Mátu-
legast væri að keyrt væri á þá til
að lækka i þeim rostann. Hin
snilldarlega lausn umferðar-
vandans i hverfinu, með þvi að
leyfa aðeins umferð bifreiða,
ætti að sýna það og sanna, að
engin þörf er lengur á þvi fyrir
menn á þvi Bisleifs ári 1977, að
vera að álpast um eins og hálf-
bjánar á hestum postulanna.
Billinn blifur, og skal að þvi
stefnt, að i hverri Breiðholts-
fjölskyldu séu a.m.k. tveir bilar,
einn fyrir bóndann og annar
handa frúnni.
Engir eru þarna barnaleik-
vellir, gæsluvellir eða dagheim-
ili, enda er slikt óþarft og úrelt
að bestu manna yfirsýn. Börnin
eiga að vera heima hjá sér, i
öruggu skauti móður sinnar,
ömmu eða langömmu. Ef endi-
lega þarf að láta þau út, er vel
hægt að binda þau við staur eða
stuðara á næsta bil og segja
þeim svo að passa aö stiga ekki
á naglaspýturnar og hella ekki
yfir sig úr málningardósum.
Sem betur fer er þarna lika
ágætis klóak, og hafa blessuð
börnin unað sér þar lengi við
leik og störf. Þarna komast þau
á raunsannan hátt i tengsl við
hringrás náttúrunnar og iðu
borgarlifsins, en ekki þarf að
taka það fram hve slikt er talið
þroskandi að mati færustu
rottusálfræðinga og fremstu
félagsmeltingarsálfræðinga.
Að visu verður að geta hér
leiðindaatviks, sem setti ljótan
blett á þessa fögru veröld
þroska og leiks. Einhverjir
óprúttnir innbyggjarar komu
sér upp dálitlum sandkasa fyrir
utan húsið sitt. Sem betur fer
gerðu kettir i hverfinu þarna öll
sin stykki og sáu þannig um að
hringrás náttúrunnar iét ekki
þennan reit ósnortinn að heldur.
Nú er búið að tæma kassann af
sandi og fagna þvi allir góð-
gjarnir menn.
Engin atvinnufyrirtæki eru i
hverfinu og þvi siður skemmti-
staðir. Ein matvöruverslun er
þó þarna, og er það meira en
nóg. Það er svonefndur stór-
markaður, en að sjálfsögðu er
þar þó ekkert pláss fyrir sorprit
það i dagblaðsliki, sem Þjóðvilj-
inn nefnist. Reyndar er aðeins
eitt dagblað til sölu i búðinni og
er það sjálft Dagblaðið, en fleiri
menningarrit eru að sjálfsögðu
á boðstólum, einsog Vikan,
Samúel, Konfekt, Sportblaðið og
Dagsannar sögur.
Strætisvagnaferðir eru svona
holt og bolt þarna, en þær eru
sjálfsögð þjónusta velferðar- I
rikisins við gamalmenni, börn,
aumingja og fátækar húsmæður I
sem eiga ekki bfl. Þjónusta ‘
þessi er auðvitað hvimleið og
borgaryfirvöldum til hinnar I
mestu armæðu, enda kostar
taprekstur vagnanna heiðvirða
skattborgara stórfé. Með
strætisvögnunum fá menn svo
aukreitis skoðunarferð um hin
ýmsu Breiðholtshverfi, áður en .
þeir komast loks niðri bæ.
Ástandið i Seljahverfi er sem-
sagt gott og ekki furða þótt ung-
ur og gáfaður Sjálfstæðismaður,
sem jafníramt er framámaður i
framfarafélagi i Breiðholti,
segði i grein sem hann skrifaði i
Morgunblaðið um daginn, að nú
þyrftu Breiðholtsbúar, sem eru
1/8 hluti landsmanna, að verða
sér úti um svo sem einn þing-
mann, sem gæti beitt sér fyrir
hinu eina og mikla hagsmuna-
máli þeirra, sem eftir á að koma ,
i framkvæmd: að byggja brú yf- l
ir Breiðholtsbraut.