Þjóðviljinn - 20.11.1977, Side 12

Þjóðviljinn - 20.11.1977, Side 12
12 StÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 20. nóvember 1977 Sunnudagur 20. ndvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Myndir: Skafti Guðjónsson Texti: GFr ■ ■" : ■ \*«*>*> ■ ■ ■ ■ ggj||| £3 || g§r*r1 L M ~ f ■’ ILraa- rfl 2Í. « Lækjartorg á jóladag 1949. Strætisvagnarnir eru af geröinni Studebaker sem þá var aigengust hjá SVR. Þarna er blaösöluturninn á sfnum staft, Hreyfilshúsift og Hótel Hekla vift torgift. (Jtsýni yfir Norfturmýrina. Myndin er tekin einhvern tfma um efta upp úr 1950. Knattspyrnuvöiiurinn þar sem nú er heilsu verndarstöft, og kölluftu krakkarnir I Skólavörftuholti ,,aft fara Byrjaft er aft spilla gamla útvegsbankanum meft viftbyggingum. niftur á Flöt”. Fyrir neftan hann er hift geysimikia skátaheimili, fyrrum hermannabraggar. Hllftarnar fyrir ofan Krambratún eru aft byrja aft byggjast. Þegar Gullfoss kom einn maidag 1950. Fánum er stungiö út um glugga Eimskipafélagshússins. Takift eftir kaffivagninum til vinstri. Árið 1949 verður liklega lengst munað i íslands- sögunni vegna þess að þá samþykkti Alþingi að ís- land skyldi ganga i Atlantshafsbandalagið. Urðu þá væringar stórar sem vonlegt var. Aðeins 5 ár voru liðin frá þvi að lýðveldi var stofnað á Þingvöllum i svölu hrifningarregni. Þá höfðu góðir synir ekki trúað öðru en íslendingar fengju að byggja einir land sitt að loknu gjörningaveðri striðsins. Það hvarflaði ekki að þeim að setið væri á svikráðum. Banda- rikjamenn höfðu þegar upp úr 1941 ákveðið að gera landið að varðstöð fyrir Ameriku eftir striðiðt og stuðningur þeirra við lýðveldið var.liður i þeirri áætlun. Keflavikursamningurinn 1946 og inngangan I NATO voru einnig áfangar á þeirri braut að hafa hér fastan ameriskan her. Hann kom 1951. Um það leyti sem óeiröirnar miklu urðu á Austurvelli 31. mars 1949 skiptist þjóðin i 3 flokka. . í fyrsta flokki voru áróðurs- mennirnir fyrir ameriskum ftök- um, og bar það eðlilega mikið á kaupsýslumönnum og áhangend- um þeirra sem litu á hagsmuni hins kapítalíska kerfis sem sina. í öðru lagi voru andstæðingar er- lendrar ihiutunar hér, og bar þar mjög á sóslalistum sem skildist að barátta þeirra fyrir jafnrétti næði aldrei fram að ganga meðan Bandarikjamenn litu á ísland sem útvarðarstöð i varnarkerfi sinu. Einnig voru margir i þess- um hóp sem ekki voru sósialistar, en annt um sjálfstæði landsins. Þriðji hópurinn og kannski sá fjölmennasti var ruglaður I rim- inu i þeirri holskeflu áróðurs sem dundi á honum. Þetta var fólk til sjávar og sveita sem hafði trúað þvi við eiðstafina i sjálfstæðisbar- áttunni að Islendingar ættu að ráða sér sjálfir. en við sinnaskipti ráðamanna i Sjálfstæðisflokkn- um, Alþýðuflokknum og Fram- sóknarflokknum var komið aftan að þvi^svo að það vissi vart sitt rjúkandi ráð. Þrátt fyrir þessi áföll á fyrstu árum lýðveldis höfðu Islendingar tekið trúna á framfarirnar og margireinblindu á þær og reyndu að loka auganu fyrir flisinni i þvi, erlendri hersetu. Það var llka nokkur ástæða til bjartsýni. Nýsköpunarstjórnin 1944-1947 hafði varið hinum mikla gjaldeyrisforða sem safnaðist i striðinu til að kaupa ný atvinnu- tæki. Togarar af nýjustu gerð streymdu til landsins og landbún- aðurinn fór ekki heldur varhluta af nýsköpuninni. Islendingar fögnuðu hverjum nýjum togara sem kom og þegar hið glæsilega flaggskip flotans, Gullfoss, skreið inn I höfnina 1950 streymdi múgur og margmenni til að taka á móti honum. Þó voru kannski flugvélarnar enn meira tákn um framsókn Is- lendinga. Millilandaflug var ný- lega hafið og Gullfaxi Flugfélags Islands og Hekla Loftleiða vöktu stolt I brjósti manna. tsland var óðum að sanna til- verurétt sinn meðal þjóða. Sú þróun hélt jafnfram áfram að sveitafólk flykktist i þéttbýli og fbúar Reykjavikur voru orðnir hvorki meira né minna en 55 þús- und talsins. Það var óheyriieg tala. Húsnæðisvandamál voru mikil og fjölmargar fjölskyldur létu fyrir berast i daunillum kjöll- urum eða bröggum. t öllu þessu umróti týndu marg- ir fótfestunni. Hringl stjórnmála- manna i sjálfstæðismálum ýtti undir ábyrgðarleysi. Ýmsir gáfu bara skit i allar hugsjónir og gáfu sig bráðagróðanum á vald. Reykjavik þessara ára var þó enn i nokkuð föstum skorðum. Menn skorti byggingaefni og gamli bærinn fékk að halda sér enn um sinn. Það var þó ekki vegna þess að menn vildu ekki rifa hann. Þeir gátu það ekki. Þetta var á þeim timum sem 17. júni var enn þjóðhátið og kaup- mannaskrumið hafði ekki enn alveg kæft jólahaldið. Á gamlárs- dag fengu menn hins vegar útrás með þvi að brjóta allt og bramla. Eldri Reykvikingar voru flestir. upprunnir i sveit.en gengust yfir- leitt upp i þvi að vera smáborgar- ar. Yngra fólkið mændi á kvik- myndastjörnurnar, fyrirleit sveitavarginn og kastaði sér án hiks I djammið. Litlu börnin eltu ameriska hermenn og sniktu tyggjó. Harkan I stjórnmálum árið 1949, þegar Alþingi samþykkti i snatri inngöngu i NATÓ og kalda striðið fór vaxandi, fældi unga fólkið frekar frá að taka afstöðu. Það skreið inn i sjálft sig. Og enn eru tslendingar að súpa seyðift. —GFr A jóladag 1949. Bærinn var þó ekki eins skrautlegur og seinna varft. Þó voru sett upp jólatré á Austurvelli, vift Lækjargötu og á Hlemmi. Von er á Gullfossi,og bileigendur Hykkjast út I Effersey til aft skima eftir skipinu. Svo mikil var eftir- væntingin. Guilfoss, flaggskip Islenska flotans, er lagstur aft bryggju I fyrsta sinn 20. mat 1950. Múgur og margmenni stóft á hafnarbakkanum til aft fagna komu þessa glæsilega skips. Guftjón Jónsson bilstjóri Loftleifta stendur vift Loftleiftarútuna 17. júnl 1948, en þann dag fór ný vél I eigu félagsins, Douglasflugvélin Helgafell, I fyrstu ferft slna til Vestmannaeyja. 17. júnl 1949. Afteins tveir og hálfur mánuður liftinn frá hinum ógnvænlegu atburftum er Alþingi samþvkkti inngöngu Islands I NATO. Alþingishúsift er skreytt,en þaft skraut haffti nú aftra merkingu I huga margra heldur en 5 árum áftur þegar lýðveldið var stofnaft. .»«■ 1 # » V jmml. Þetta er fyrsta millilandaflugvél tslendinga, Gullfaxi,af skymastergerö.Hún er hér aft ieggja upp I Kaupmannahafnarferft 7. mal 1949. Stolt hrlslaftist um lslendinga þegar þeir börftu augum þennan glæsilega farkost.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.