Þjóðviljinn - 20.11.1977, Page 15

Þjóðviljinn - 20.11.1977, Page 15
Sunnudagur 20. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 fyrir „þyngri” hljómsveitir, svöruöu þeir aö hann heföi sjaldan veriö verri, kapitalism- inn væri svo ógeöslegur i þess- um „bransa” aö hljómsveitirn- ar hikuöu ekki viö aö eyöileggja heilu og hálfu helgarnar fyrir hver annarri ef þær halda aö þær geti grætt eitthvaö á þvi sjálfar, — fjárhagslega; stétt- arviröing þekkist ekki, hvorki hjá umboösmönnunum, hljóm- sveitunum eöa öörum sem hljómsveitum viö kæmi, en þó vildu þeir aö gefnu tilefni taica fram aö Félag islenskra hljóm- listarmanna væri þaö albesta stéttarfélag sem til væri og vildu þeir koma á framfæri kær- um þökkum til forráöamanna þess fyrir þaö mikla starf og þá miklu fórn sem þeir hafa fært i þágu popptónlistar i gegnum ár- in,svo ekki þarf aö efast um aö hver einasti islenskúr popptón- listarmaöur kýs i næstu al- þingiskosningum Sjálfstæöis- flokksins aöeins vegna þess aö formaöur FtH, Sverrir Garðarsson, veröur væntanlega ofarlega á framboöslista hans. Þrátt fyrir þessi vinsamlegu orð um FÍH þá mátti greinilega heyra beiskan háöstón i þessum töluöu orðum hjá Cirkus, og fannst okkur nú vera kominn timi til aö halda heim á leið fyrst aö Cirkus var farinn aö hæöast aö framboösfólki Sjálf- stæöisflokksins, og virtust þeir bara vera fegnir aö fá þó aö æfa nýja reggielagiö hans Helga i friði, og rétt náöum viö aö heyra Sævar Sverrisson syngja það lag af sömu innlifun og einkenn- ir Meistara Bob Marley, og þeir Davið Karlsson trommuleikari, Þorvaröur Hjálmarsson bassa- leikari, Orn og Helgi hjálpuöust aö viö aö gera lagiö eins gott og best gerist hjá The Wailers. —jens íslensk hljómsveit í Svíþjóö Vikivaki — Cruising cbs/FACO hf. Stjörnugjöf (af fimm mögulegum): ★ ★★-!. Þessi önnur plata islensku hljómsveitarinnar Vikivaka, sem lengst af hefur verið starf- andi i Sviþjóö, er nánast endur- tekning á þeirri fyrri, sem kom út fyrir tveimur árum. Þó eru aðeins Jón og Hans Gislasynir á báöum plötunum, en þeir semja reyndar svo til allt efnið á báö- um plötunum, auk þess sem þeir leika á trommur, gitar og hljómborö og syngja. A Cruising leikur Kenny Olsen á bassa og Gunnar Gislason leikur á gitar og raddar, einnig aöstoöar fjöldi hljóöfæraleik- ara meö blástur-, gitar- og hljómborðsleik. Þar sem Viki- vaki er kominn lengst islenskra hljómsveita inn á erlendan markað, þá geri ég ósjálfrátt meiri kröfur til hennar en ann- arra islenskra hljómsveita. En Vikivaki er ekki góö hljómsveit á islenskan mælikvaröa og Cruising er meöalmennsku- plata, þrátt fyrir sérstaklega góða upptöku. Lögin eru einföld og hrá „graöhestarokklög”, nokkur þeirra eru meö örlitlum „disco- filing”. Textarnir, sem allir eru á ensku,eru einfaldir og lélegir. Skástu lög: Long Distance Cruising My Woman Lonely Road —jens Rafmagns afturrúðuhitari auðveld isetning, skarpara og skýrara útsýn Falleg og hlý sætaáklæði úr gerfi-loöskinni einlit og köftótt ^SSÞSveinn Egi/sson hf. SKEIFUNNI 17 REYKJAVIK Hef opnað læknastofu að Laugavegi 43. Veiðtalsbeiðnum veitt móttaka i sima 21186 kl. 14—18 virka daga nema föstu- daga. Ársæll Jónsson, læknir Sérgrein: Lyflækningar. Ég sit i makindum meö haus- inn á milli axla, held á vindli i annarri hendi og glasi i hinni og læt hugann reika um hégóma. Átakalaus tónlist hverfur ofan i dúnmjúk teppi og daufri birtu slær á dökka viöi. Svona eru Islendingar komnir langt i barmenningu. ööru hvoru læöist bros út 1 munnvik. Ég er einn og skeyti engú þeirri visku aö heimskur hlæi að eigin hugsun — enda eigi meö öllu allsgáður. Uppi á annarri hæö á Hótel Esju er litill bar. Skyndilega vinda sér inn i þessa friðsælu veröld tveir snarborulegir ungir menn. Þeir eru óaöfinnanlega klæddir, báð- ir i stifpressuöum i jakkafötum og skyrtulitirnir smekklega valdir. Annar hefur vafið silki- klút um hálsinn eins og Clark heitinn Gable geröi oft og hinn er með bindi. Þeir ganga i takt inn bargólfiö og bera báöir svarta tösku i hægri hendi. Ekki er ein báran stök þvi að brátt streyma inn margir svip- aöir menn. Nokkrir fundasalir eru inn af barnum og greinilegt er aö þessir ungu glæsilegu menn ætla aö fara aö þinga. Liklega er eitthvaö afar mikil- vægt, hugsa ég meö mér. Ég reyni aö láta fara litiö fyrir mér enda finn ég til þess aö vera I óburstuöum skóm, tuskulegum buxum og bæöi bindis- og háls- klútslaus. Ég heyri á umræðuefni ungu mannanna meö svörtu töskurn- ar aö þetta eru ungir athafna- menn. Þeir eru i áköfum um- ræðum um litasjónvörp. Amma eins hafði veriö aö kaupa tæki af öörum sem þarna var. Haiin var greinilega sölumaður fyrir DDT sjónvarpstæki eða eitthvaö i þá áttina. Hann lýsir hinum ágætu greiösluskilmálum og fer siðan aö tala um nýjustu tækni á þessu sviöi: Svo ýtir þú á einn takka. Búmm! Og svo fer allt af staö, segir hann. Hinir standa meö glas i hendi og glampa i augum. Ég fer skyndilega aö dauðskammast min fyrir aö eiga ekki litasjón- varpstæki og hafa ekki einu sinni hugsaö mér aö kaupa þaö. Ég er nú meiri lúöinn. Nú veiti ég þvi athygli aö nokkrir menn af öðru sauöahúsi bætast I salinn. Margir þeirra eru i skitugum lopapeysum og gallabuxum, sumir hálfheim- óttalegir, aörir eins og af öðrum heimi. Einn er td. griöarstór, lotinn i heröum, feitur og I vaö- stigvélum. Þaö er engu likara en hann hafi gengiö beint úr björgum inn á barinn. Hann vindur sér aö Ellert Schram sem þarna er kominn i hóp fyrr- greindu mannanna og spyr hvar sé hægt aö pissa. í hvers konar samkvæmi er ég eiginlega kom- inn: Ég veit ekki mitt rjúkandi ráö. En brátt skýrast þessi mál. Hér ætla að pissa I kross Junior Chamber og Ananda Marga. Hins vegar verða fundarhöldin aöskilin sem von- legter. Þegar JC-mennirnir eru komnir inn til sin og stóri maöurinn kominn á WC fer mér á ný aö liða betur. Ég fæ mér aftur i glas og smátt og smátt verð ég meö sjálfum mér og hugurinn reikar. Svo skelli ég hátt upp úr — en átta mig strax og lit kafrjóöur og fumandi i kringum mig. Þessar kerlingabækur! Af hverju má maður ekki hlæja aö hugsun sinni? —GFr Hvar er næsta KRON búð Matvöruverslanir Langholtsv. 130 Simi: 22715. Álfhólsvegi 32 Kópav. Simi: 40645. Hliðarvegi 29 Kópav. Simi: 40923. Snorrabraut 56 Simar 11245 og 12853 Tunguvegi 19 Simi: 37360. Stakkahlið 17 Simi: 38121. Dunhaga 20 Simi 14520 og 13507. Norðurfell — Eddufelli 8 Simar: 71661 og 71655. Mjólkurbúöir Álfhólsvegi 32 Kópavogi, Hliðarvegi 29 Kópavogi, Dunhaga 18-20 Domus Laugavegi 91 — Simi: 22110 Liverpool Laugavegi 18a. — Simi: 11395 Járnvörubúðin Hverfisgötu 52 — Simi: 15345 Nu er frost á Fróni.. þvi er nauðsynlegt að huga að vetrarbúnaðinum. AÐ PISSA í KROSS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.