Þjóðviljinn - 20.11.1977, Síða 16

Þjóðviljinn - 20.11.1977, Síða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. nóvember 1977 Smásaga eftir LILJU Arið sem ég fæddist höfðu um nokkurra ára skeið verið miklar umræður um uppeldi nýrra vel- ferðarborgara. Hvað ætti að gera til að veita hinum nýju meðlimum þjóðfélagsins þá öryggiskennd sem gerði þeim kleift að nýta sem best arf forfeðranna. bessar umræður urðu vegna niðurstaðna rannsókna einhvers bandarisks prófesors. Mér var einhverntímann sagt nafn hans.. þvi miður hef ég gleymt þvi. Hann rannsakaði byltingarmenn ýmisskonar og setti fram þá kenningu að þeir væru menn sem hefðu lent utangarðs i þjóðfélag- inu vegna þess að i uppvextinum hefði láðst að veita þeim það öryggi sem þeir þörfnuðust. Allt frá þvi augnabliki sem þeim var þrýst út úr öruggum kviði mæðra sinna hefði þeim fundist tilveran svifa i lausu lofti. .. þess vegna gerðust þeir seinna byltingar- menn. Þegar niðurstöðurnar voru birtar opinberlega ullu þær svo miklum æsingi að menn fengu vart vatni haldið. — 1 nánum tengslum við þetta var rætt um hvað væri hægt að gera til að koma i veg fyrir að öryggisleysi þjáði suma frá vöggu til grafar. Þýski sálfræöingurinn, heim- ^pekingurinn, uppeldisfræðingur- inn og mannvinurinn Fritz Hel - schmidt Stratz leysti málið að lokum. Greinargerð hans var löng og ýtarleg og það tók Stratz 3 ár að ganga frá henni. Hún var prentuð i bókarformi og kom hér á markað mánuði eftir að hún var fyrst birt opinberlega i heima- landi Stratz. Menn tóku henni tveim höndum, umræður um hana urðu langar og strangar, blöðinbirtulangarklausurúrhenni. - — Lausnarorð dagsins var ,,Búr”. ,,Foreldrar, setjið börn ykkar i búr”, stóð stórum stöfum á for- siðum dagblaðanna. Stratz leiddi rök að þvi i greinargerð sinni að i búri fyndist börnum þau vera komin aftur i sinn fyrri dvalar- stað (inni i móðurinni). Þau yrðu þvi rólegri og gleymdu fæðing- unni og allri þeirri geðshræringu sem fylgdi henni. Á fyrstu mánuðunum, jafnvel fyrsta árið mælti Stratz með lokuðum búr- um, eins konar kössum. Seinna mætti svo skipta yfir i rimlabúr. Hugmyndin náði þegar miklum vinsældum og fjöldi foreldra ósk- aði eftir búrum handa börnum sinum. tslenskir heildsalar hófu innflutning á búrum i stórum stil jftw og brátt mátti fá hér búr af öllum i~-stærðum og gerðum. I- ; Þannig stóðu málin þegar ég, i % mikilli geöshræringu, leit fyrst dagsins ijós. Foreldrar minir voru i fjölmennum hópi foreldra í sem akvað að lylgja hugmyndum t~ Stratz og iétu setja mig i búr ; strax og búið var að klippa á naflastrenginn. Að sögn foreldra minna var ég óvær fyrst i stað en róaðist brátt. Þegar yngri systir min fæddist höfðu foreldrar okkar fengið það mikla trú á aðferðinni að hún var, hiklaust, einnig sett i búr. A við og dreif um ibúðina voru krókar niður úr loftinu svo búrin væru ekki bundin við einn stað. Fyrsta minning min er úr barnaherberginu. Búr okkar systranna héngu hlið við hlið. Ég var þá komin i rimlabúr, hún var ennþá i „kassa”. Ég man að ég orgaði af öllum kröftum og reyndi að komast út. Mamma sagði mér seinna að ég hefði verið á fyrsta mótþróaskeiði búra-barna, þá eru þau farin að geta „gengið með” og eru ákaflega óróleg i nokkra daga meðan þau eru að átta sig á að þau komast alls ekki út. Systir min, sem hefur trúlega vaknað við ópin i mér, byrjaði lika að orga og mamma kom þjótandi inn. Hún færði búrið mitt inn i litið herbergi sem viö kölluðum alltaf skonsuna og þar fékk ég að dúsa þar til ég þagnaði. Það næsta sem ég man var að ég átti afmæli og fékk nýtt búr i afmælisgjöf. Pabbi tók mig út úr gamla búrinu minu og það var skritið að sjá heiminn, sléttan og rimlalausan. Ég var fegin þegar pabbi lét mig inn i nýja búrið og lokaði dyrunum á eftir mér. Svo fékk ég kók og brúna tertu. Ég man eftir næstum öllu sem gerðist frá þvi ég var u.þ.b. 5 ára, þ.e. atvik sem breyttu dögunum eitthvað, annars var lif okkar systranna ákaflega rólegt og i ákveðnum skorðum. (Fritz Hel- smith Stratz segir á einum stað i greinargerð sinni: Börn verða óróleg ef umhverfi þeirra og að- stæður eru ekki eins frá degi til ,dags.) Systir min var 2 árum yngri en ég. ég var oft afbrýði- söm. Samt fannst mér stundum gaman að vera eldri og ég var montin af að fara i skóla á undan henni. Ég var innrituð i sexárabekk i skólanum i hverfinu. Mamma fór með mig i skólann og sótti mig afturá hverjum degi. t skólanum var mikið af krökkum. Sum voru i búrum eins og ég en önnur alveg laus. Þau voru alltaf á iði i sætun- um og þau hvisluðust á. Þau striddu okkursem vorum i búrum og köstuðu bréfkúlum og strok- leðrum i gegnum rimlana. Þegar ég sagði pabba og mömmu frá þessu urðu þau reið og mamma hringdi i kennarann. En kennar- inn sagðist ekkert geta gert og vildi meira að segja að pabbi og mamma slepptu mér úr búrinu. Ég fór ekki aftur i þennan skóla. Næsta vetur byrjaði ég i heima- vistarskóla þar sem voru bara krakkar i búrum. Við vorum öll fjarska róleg og hlýddum þvi sem okkur var sagt. Ég komst strax i A-bekk, en sum- ir voru tossar og voru i H-bekk. Skólastjórinn sagði að þeir sem væru i A-bekk gætu farið i lands- próf ef þeir væru duglegir, ... hann sagði ekkert um H-bekkinn, en hann sagði að þeir sem væru i E-bekk ættu að herða sig til að komast i A-bekkinn. Það voru bara þrir 7 ára bekkir i skólanum. Við þekktumst öll og vissum al- veg hverjir voru tossar. Við striddum þeim ekki, því við vorum vel upp alin og viss um að toggarnir gátu ekki gert að þvi að þeirvoru tossar, en stundum plöt- uðum við þá... við hlógum samt aldrei að þeim nema þegar þeir heyrðu ekki til. Seinna kom systir min i skólann. Ég hjálpaði henni aðeins, annars vorum við ekki mikið saman, árgöngunum var haldið sér. Svo fór mér að leiðast i búrinu. Ég vissi að samkvæmt kenning- um Stratz var ég að komast á annað meiri háttar mótþróa- skeiðið (það höfðu verið nokkur minni háttar á milli), en mér var alveg sama. Ég vildi komast út. Fyrst var ég ein en svo tókum við okkur saman fjórar. Við ætluðum að brjótast út úr búrunum og flýja. Ég veit ekki hver kjaftaði frá, en einhvernveginn komust kennararnir að þvi að við ætluð- um að flýja. Við vorum allar látn- ar i sérherbergi i mánuð og skóla- stjórinn sagðist skyldu skrifa for- eldrum okkar ef þetta kæmi fyrir aftur. — En smám saman hætti okkur að langa út, það var ekki minnst á þetta framar. Allir sem hafa alist upp i búri vita hvað þar er rólegt og öruggt. Maður þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu. Allt er i föstum skorð- um. Matur á sérstökum timum, maður lærir, maður leikur sér. Allt eftir fyrirfram ákveðnum reglum sem aðrir sjá um að sé framfylgt. Pabbi, mamma, kenn- ararnir, rikisstjórnin, kirkjan og ...já, jafnvel guð almáttugur sjá um heiminn, hagræða öllu og snúa á besta veg. Maður þarf engar áhyggjur að hafa, bókstaf- lega engar. Og þannig verður það alltaf. Stratz segir á einum stað: „Ein meginforsenda þess að ein- staklingur sem elst upp i búri geti verið rólegur og öruggur og seinna óaðfinnanlegur þjóðfé- lagsþegn er, að hann sé alltaf frá fyrstu tið viss um að engin róttæk breyting muni dynja yfir og að aðrir muni alla tiö sjá um öll meiriháttar verkefni. Sá sem lifir lifi sinu i búri á að geta verið viss um að rikið muni alla tið sjá hon- um fyrir öllum nauðsynjum og koma i veg fyrir að honum eða búri hans sé ógnað. öruggur ein- staklingur, einstaklingur sem er alinn upp i vissu, verður siðar meir fyllilega fær um að gæta sjálfur lykilsins að búri sinu — hann veit að það mun ekki verða honum til góðs að fara út..”, Ég tók barnapróf 12ára. Þá fór ég i framhaldsdeildina sem var i heimavistarskólanum. Ég var enn i A-bekk og átti að fara i landspróf. Það gerðist ekki margt i framhaldsdeildinni — ég held mér hafi leiðst, Við höfðum stundum ball. Þá var farið með okkur niður i samkomusalinn og búrunum raðað á gólfið hverju á móti öðru. Svo dönsuðum við saman. Flestir höfðu búr sem þeir gátu staðið uppréttir i, ég man samt eftir stelpu sem hafði ekki fengið nýtt búr siðan hún var átta ára. Búrið hennar var orðið allt of litið svo að hún gat alls ekki dansað, hún sat og horfði á. Stundum fannst mér að hún hlyti að vera leið að geta ekki dansað með okkur hinum og mig langaði að fara og tala við hana en ég þorði það ekki. Það var stofnuð menntadeild við skólann. Við sem tókum Iandsprófgátum þess vegna hald- ið áfram beint upp i menntaskól- ann en verið áfram á sömu heimavist. Stratz telur æskilegt að ekki sé verið að hringla með búrabörn á milli skóla. Það sé þeim fyrir bestu að vera alltaf á sama stað. Ég kunni orðið prýðisvel við mig i búrinu og langaði ekki vitund út. Ég las i greinargerð Stratz að þriðja og siðasta stór- mótþróaskeiðið væri einhVers- staðar á timabilinu 16 — 20 ára. Ég vissi að sumir i skólanum voru komnir á þetta skeið þvi það var foreldrafundur og tvær stelpur voru settar i einangrun. — Einn daginn, eftir að mér hafði verið færður maturinn minn, gleymdist að læsa búrinu. Ég beið þangað til ég var ein i herberginu, ýtti svo varlega á búrdyrnar. Þær opnuð- ust. Ég starði út. „Ætti ég að fara? Ég get farið. Ég get farið út úr búrinu og farið hvert sem ég vil”. Ég sat lengi við opnar búr- dyrnar og tautaði við sjálfa mig. Ég man ekki alveg hvað gerð- ist.... ég hlýt að hafa sofnað. Ég hrökk upp við að einhver skellti búrdyrunum aftur og læsti þeim. 1 marga daga á eftir hugsaði ég um hvað hefði getað gerst. Hvað hefði ég gert eftir að ég var komin úr búrinu? Samt var ég hálft i hvoru fegin að ég hafði verið kyrr. Systir min kom i menntadeild- ina, ég sá aðeins meira af henni en áður.og mig langaði til að tala við hana. Við þekktumst ekki mikið þvi þó að við værum saman heima i frium töluðum við sjaldan saman, við sátum mest hvor i sinu búri i herbergjunum okkar. Siðasta veturinn minn i skólan- um kom strið. Skólastjórinn lét fara með alla inn i salinn og sagði okkur að það væri komið strið. Við skyldum samt vera alveg ró- leg þvi við hefðum styrka og ör- ugga stjórn sem léti ekkert koma fyrir okkur. Við ættum aö halda áfram i skólanum og stuðla að góðu gengi lands okkar með þvi að stunda námið vel og valda eng- um vandræðum. — Dagarnir liðu og ekkert breyttist. Við vissum að það var strið en ég held að ekkert okkar hafi hugsað sérlega mikið um það. Ég vaknaði eina nóttina og skólinn brann.....ég sá út...það var ekkert þak....ég lá á gólfinu, einhverjir æptu... ég var ekki i búrinu minu. Ég man að ég æpti: „Hvar er búrið mitt? Látið mig fá búrið mitt!” Það kom enginn og loks staulaðist ég á fætur og mér var illt i höfðinu. Svo reyndi ég að hlaupa. Ég hafði séð menn hlaupa i biómyndum og sjálf hafði ég hlaupið i búrinu, þetta var bara svo allt öðruvisi. Samt komst ég af stað og kallaði á systur mina. Svo komst ég út, og j)að var fólk fyrir utan húsið. Einhverjir voru að bera búrin út. Skólastjórinn stóð með gjallarhorn og hrópaði: „Nemendur á einn stað! Ef ein- hverjir hafa týnt búrunum sinum eiga þeir að gefa sig fram við kennarana!” — Ég gaf mig ekki fram. Ég sá að skólinn brann og allt i einu varð ég glöð. Ég fór til fólksins sem var að horfa á og þóttist lika vera komin til að horfa á eldinn. Svo sá ég að þeir komu með systur mina. Hún lá i hnipri i búrinu sinu og það var op- ið. Það var farið með hana i hóp- inn til hinna. Ég læddist nær. Ég komst alveg til hennar án þess að nokkúr tæki eftir mér. Svo hvisl- aði ég nafnið hennar og rétti höndina inn um opnar dyrnar. Hún hafði legið með lokuð augun en þegar hún heyrði rödd mina opnaði hún þau, — svo tók hún i höndina á mér. Ég dró hana til min, út úr búrinu. Við stóðum svolitla stund og héldum fast i hvor aðra. Svo, meðan allir voru uppteknir að horfa á eldinn, laumuðumst við burt. Fyrst fór- um við hægt til að vekja ekki á okkur athygli, þegar við vorum vissar um að enginn sæi til okkur hlupum við. Við hlupum saman systir min og ég burt frá eldinum, burt frá búrunum, við hlupum saman út i myrkrið og nóttina. Og það voru stjörnur á himninum og við vorum glaðar. Okt. '11 Lilja.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.