Þjóðviljinn - 20.11.1977, Síða 21
Sunnudagur 20. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21
— Var það hann þarna sem seldi yður skinnkáp-
una?
— Þér eruð sannur vinur. Bregðist alltaf við
eins og ég sjálf.
Maður á að halda fyrir munninn þegar maður
geispar!
Vœrudraumur vökumanns
Eitthvert skemmtilegasta ljóð
Stephans G. Stephanssonar er
Kolbeinsljóð, þegar hann lætur
Kolbein kveðast á við kölska og
sigra hann, svo kölski volaði und-
ir lokin:
Yrkirðu, Kolbeinn, alla hætti
og eykur vandann?
þú ert ekki fyrir fjandann.
Mansöngurinn að annarri rimu
I Kolbeinsljóði er þannig:
Lýst að storð er loft til fulls.
Leika i skorðu geimsins
leifturborðar lýsigulis:
ljósin norðurheimsins.
Hljótt að kalla um hættuferö
hafs og fjalla styrkra,
sem þar fallið vofi 1 værö
veldi allra myrkra.
Vetrarraumar lofts og lands
lúra, en kraumar á þeim.
Værudraumar vökumanns
vaxa naumast hjá þeim.
Milli skers og báru heldur
Stephan sinni stefnu og segir:
Þó að Kára þyki ég
þróttasmár að ferja,
minum árum mæli ei veg
millum báru og skerja.
Alltaf getur manni lagst eitt-
hvað til. Sigurður Breiðfjörð hef-
ur eflaust reynt það:
Trú þú ekki um ungan prest
aö hann verði rækur.
Lesið hefur hann máske mest,
maöurinn, gamlar bækur.
Mestan halda ég vanda vil
að veiða dökkva kjólinn.
öllum verður eitthvað til,
þá upp i koma stóiinn.
Alltaf er hægt að hafa eitthvað i
hjáverkum eða fyrir stafni milli
þess sem skylduverkum er sinnt.
Hjálmar Þorsteinsson á Hofi hef-
ur þekkt það og kveöið:
Þó að frjósi fyrir ál,
felist ljósið sterka,
kveð ég drósum munamái
milli fjósaverka.
Þaö er ekki öllum hent að var-
ast vá veraldarinnar. Guðrún
Arnadóttir frá Oddsstöðum kvað:
Týnist gjarna gata naum
gteymist kjarni máisins:
Dalsins barn i borgarglaum
brestur varnir tálsins.
Það má ætla að Káinn hafi ekki
haft kvennahylli þegar hann kvað
Mér er óðar erfitt stjá,
enginn Ijóöasvanur,
yngisfljóðum er ég hjá
ekki góðu vanur.
Um deilur manna kvað séra
Benedikt Eyjólfsson i Bjarnar-
nesi:
Margir deilur meina sér
mikil lukkugæði,
frægum sigri framar er
friður og þolinmæöi.
Sættin getur verið góð; þó fer
þaö eftir þvi hver i hlut á,eða svo
hefur veriö álit Páls Vidalins þá
hann sagði:
Þótt þú lofir fögru,fljóð,
fer þaö sem er vani.
Sættin veröur á Svenskra móð,
sem þeir gera við Dani.
NU er vetur i bæ. Veöurstofan
segir að mikið hafi snjóaö um
vestur-og norðurland, vegir otöíö
ófærir; þetta hefur raunar gerst
fyrr, þvifyrir nokkrum árum sið-
an orti norðlendingurinn Armann
Dalmannsson þessa visu:
Fjöllin klæðir kaldur snær.
Kristals-þræðir titra.
Ljómar bæði land og sær.
Ljós í hæðum glitra.
í fjarlægð eru Fögrufjöllin.
Richard Beck kvaö:
Satt er það, viö eldumst öll,
árin hraöfleyg liða;
en yst við sjónhring Fögrufjöll
fjarri landi blða.
NU eru draugar ekki eins tiöför-
ulir um byggð og auönir sem áður
var, engin ný draugasaga sögð.
Það var annaö i tiö Páls Vidalins
eftir þvi sem hann segir i þessum
þremur visum:
Dimmt mér þótti Dals við á,
dró af gaman að hálfu,
að mér sóttu þrjótar þá
þrir af satans álfu.
Um hagann draugar svipa sér
svo sem eldibrandar,
þykir gaman að þessu mér,
það eru danskir fjandar.
Svo var röddin drauga dimm
sem dunur I fjallaskarði,
nú hef ég heyrt þá hljóða fimm
I Hólakirkjugarði.
Fyrir nokkrum árum voru ein-
hverjir tilburðir með draugagang
á Saurum I HUnaþingi. Þá urðu
þessar visur til:
Efla spaug við æðri mátt,
æsa taugar, sálir þvinga.
Opna hauga upp á gátt
ýmsir draugar Húnvctninga.
Saura vandinn vekur þá,
verður andinn hálfur,
drauga gandi ekur á
eins og fjandinn sjálfur.
AJP.
Nokkru siðar var sú saga sögö
hér sunnanlands, að gömul kona
sem hafði legiö I gröf sinni i nokk-
ur ár væri farin aö ganga aftur og
gera mjög vart við sig. Um það er
þessi visa:
Dáin sögð, en gangi greiö,
gamla æviveginn,
hún sé fyrir löngu leið
á Ilfinu hinumegin.
AJP
Það átti vist ekki vel við að
prestar væru grófir i orðum, en
Asgrimur Vigfússon Hellnaprest-
ur kvað við spurningabarn:
Skömm er hér og skömm ei þver,
skömm er nú i ráðum,
skömm er að þér og skömm að
mér
og skömm að okkur báðum.
Mörgum hefur þótt gott að hafa
friðsama sambúð við aðalinn.
Sigurður Pétursson sýslumaöur
lýsti þvi I þessum tveimur visum:
Nú er ég hólpinn, rní hef ég fríð,
nú er ég garpur mesti,
aðalinn dingla ég aftan við
eins og tagl á hesti.
Þótt eitthvað falli ekki þekkt
í aöals háu standi,
tek ég þvi meö þýðri spekt,
það er taglsins vandi.
En hver brýtur ekki bátinn
sinn? Ragnhildur Lýösdóttir|
kvað: Við hafið:
Aldan smá og yndisleg
ekkaþrungin grætur,
ætli hún þrái eins og ég
yl og bjartar nætur.
Alein þaut hún upp á grund
undir fjörudrangann,
og með sinni mjúku mund
mér hdn strauk um vangann.
Hún I skyndi frá mér flaut
fram að næsta skeri,
á þvf hornin af sér braut,
út á haf svo réri.
Við höfum okkar brotiö bát
á blindu skeri kifsins
og þess vegna orðið mát
á taflborði lifsins.
Næturhljóðin geta stundum
verið nokkuð nöturleg og smogið
gegnum merg og bein, en lika
ómað undur þýtt. Vesturislend-
ingurinn Kristinn Stefánsson
kvað:
Vill ei huggast vatnsins jóö,
vinds I ruggu grætur:
Inn um gluggann ölduhljóö
óma úr skuggum nætur.
Það var annaö mál aö yrkja
um undirgefnina eins og Kristinn
gerði með þessari visu:
Jafnan blauð og jámæiin
jarmi gnauöar lausum,
kinkar auðmjúkt einfeldnin
ótai sauðar-hausum.
Annar vesturislendingur, Gutt-
ormur J. Guttormsson, kvað um
ylhýra málið:
Einhver sagði, islenskt mál
opinberað getur
allt,sem býr i okkar sál,
öllum tungum betur,
Þvi er ei aöeins unnt að tjá
allt sem hpgsast getur,
heldur sjötiu sinnum má
segja það alltaf betur.
t Pontusrimum eftir Magnús
Jónsson prúða eru þessar tvær at-
hyglisverðu visur:
Nóttin sveipast himnahjúp,
heldur Ijós á flótta,
stóran skugga dró yfir djúp
daginn myrkrið sótta.
Dagurinn kom, en renndi rauð
reiðum sólin augum,
hlakkar fold þá fögur að bauð
i fylgsn; myrkradraugum.
Nú er sagt þungfært á Mið-
fjarðarhálsi vegna snjóa, en
greiðfært hefur þar veriö þegar
Guðmundur Friðjónsson á Sandi
var þar á ferð og orti:
Gefur sýn um láð og lög
lengi, kvelds og morgna,
þar sem Gretti þjáði mjög
þungur dómur norna.
Gata, eigi grýtt né þröng,
glóir f sólarljósi.
óðum styttist langa-Iöng
leið að Blönduósi.
Visuhelmingurinn Útvarps-
dyrum, o.s.frv. hefur fengið botn
frá Sigurði Draumland á Akur-
eyri, svo visan yrði þá svona:
„(Jtvarpsdyrum enn er læst
engin mynd á skjánum.”
Skrambinn mun þar skemmta
næst
meö skaflajám á tánum.
Sigurður bætir svo við:
Má þar lita myndir frá
myrkum heimi brölta
og hlusta litið hrifinn á
hófadýrið tölta.