Þjóðviljinn - 20.11.1977, Síða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. nóvember 1977
■F:
■tHr~
■hsm
BtAÐBERAR
óskast i eftirtalin hverfi:
Hverfisgata-
Kaplaskjól
Laufásvegur
Rauðalækur
Hraunbraut
(Þjóðv. & Timinn)
Skjólbraut
(Þjóðv. & Timinn)
Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna
Síðumúla 6 — sími 81333.
PWDVIUINN
ÍÍEÖII>
V
Framtíðarstörf
Okkur vantar strax kjötiðnaðarmenn og
aðstoðarfólk til kjötvinnslu og kjöt-
skurðar.
Vinsamlegast hafið samband við fram-
leiðslustjóra i sima 19750.
Búrfell h/f
Kjötvinnsla — kjötsala
Skjaldborg v/Lindargötu
simi 19750 — Reykjavlk
Starfsfólk óskast
Félagsmálastofnun Reykjavikur óskar
eftir að ráða starfsfólk til starfa i fjöl-
skyldudeild.
Æskilegt er að umsækjandi sé félagsráð-
gjafi eða hafi menntun á sviði félags-
visinda.
Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist Félags-
málastofnun Reykjavikur, Vonarstræti 4,
101 Reykjavik, fyrir 25. nóvember n.k.
153 Felagsmalastofnun Reykjavikurborgar
W Vonarstræti 4 sími 25500
Aðalfundur
Aðalfundur V.M.S. verður haldinn i
Hamragörðum, Hávallagötu 24, Reykja-
vik, fimmtudaginn 24. nóvember n.k., kl.
9.30 árdegis.
Dagskrá samkvæmt 9. gr. samþykkta
V.M.S.
Vinnumálasamband Samvinnufélaganna.
Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur
Sigurður Sigmundsson
andaðist fimmtudaginn 17. þessa mánaðar.
Rakel Sigríður Gisladóttir
Signiundur Sigmundsson
Sigurður Sigurðsson Eygló Egilsdóttir
Jón Sigurðsson Sigurðína Þorgrimsdóttir
Magnea S. Sigurðardóttir Ólafur Eiriksson
erlendar
bækur
Terra Nostra.
Carlos Fuentes. Translated
from the Spanish by Margaret
Sayers Peden. Secker &Warburg
1977.
Höfundurinn er fæddur i Mexi-
kó 1928 og er nú sendiherra Mexi-
kó i Paris. Hann er meðal fremstu
höfunda, sem nú skrifa á spænsku
og bækur hans hafa veriö gefnar
út vitt urrfheim.Þessi bók kom út
i heimalandi höfundar 1975 og
birtist nú i fyrsta sinn á ensku.
Sögusviðið eru lönd Spánarkon-
ungs, timinn fimmtánda og
sextáhda öld, persónurnar
spænska konungsættin og fjöl-
margir prestar, þjónar og múga-
menn. Atburðarásin, lif allra
manna á öllum öldum, kristallað i
atburöum þessara tima. Inntakið
óttinn og afskræmingin, úrkynjun
og fáránleiki. Sagan er þriþætt og
atburðarásin hverfur til upphafs
sins. Fortiöin og nútíðin mynnast
i timaleysunni og sagan verður lik
ust stórkostlegu málverki. Frá-
sagnarmátinn minnir á legendur
og dæmisögur fortiðarinnar. Ný
álfa er uppgötvuð og sólin gengur
aldrei til viðar i stórrikinu, sem
tekur fliótlega að hrörna og
hrörnunina gerir inni i konungs-
ættinni. Stórkostlegasta bygging-
arframkvæmdin er Escorial,
þetta upphafiega grafhýsi, þar
sem hinstu leyfar úrkynjaðrar
ættar eru lagðar til hvildar. Höf-
undurinn notar sögupersónur, en
þær hlýta gerð sögunnar. Filippus
fagri og Jóhanna hin geöveika
feröast um þennan þjóðsöguheim
i leit að þvi sem ekki finnst á
jörðu niðri. Höfundurinn nær
mögnuöum andstæðum mannlifs-
ins eins og þegar Fillippus ráfar
um i grafhýsunum i hálfrökkrinu
þar sem andrúmsloftið er þrungið
reykelsisilmi og fyrir utanlerjar
bóndinn akurinn I sólskininu og
gleðst yfir gróðri jarðar. Samtöl-
in eru ákaflega vel gerð og þau
verða einkum til þess að magna
andrúmsloft verksins, og hefur
höfundi tekist að skapa heim inn-
an heimsins, ekki sist með sam-
töiunum sem verða bestu per-
sónulýsingar bókarinnar.
Höfundinum tekst einnig að tjá
yfirskilvitlega atburði, sem svo
eru kallaöir, á þann hátt að þeir
falla að atburðarás verksins og
veröa eðlilegir I heimi þess,
stundum raunverulegri en þaö
sem nefnt er raunveruleiki.
Þetta er löng saga tæpar 800
blaðsiöur en hún er þannig gerð
að hún mætti þessvegna vera
lengri. Þetta er mögnuö og stór-
kostleg skáldsaga unnin af mikl-
um listamanni.
Church and People 1450-
1660.
The Triumph of the Laity in the
English Church. Claire Cross.
Fontana/ Collins 1976.
Höfundurinn er fyrirlesari i
sögú við Háskólann I York. Bókin
er gefin út i bókaflokki Fontana,
„Library of English History”.
Hún er um þær breytingar sem
verða i lok miðalda I kirkju og
stjórnunarmálum á Englandi. Á
miðöldum voru tvö öfl að verki,
páfi og biskupar annars vegar og
hins vegar konungur og lávarðar.
Lollardistar, sem komu upp sem
sértrúarflokkur seint á 14. öld
mögnuðu andstööuna við rlkjandi
skipulag. Leikmenn tóku að gera
kröfur um aukin áhrif i kirkju-
málum og einnig að krefjast
sjálfstæðis I trúarefnum, þarna
greri það sæði, sem Lollardistar
sáðu, eftir þvi sem timar liðu.
Höfundur greinir frá baráttu leik-
manna til að afla sér áhrifa innan
kirkjunnar á öllu þessu timabili,
sem bókin spannar.og einnig lýsir
hann á hvern hátt pólitisk og
samfélagsleg þróun miðaðist oft
við þessa baráttu leikmanna. Eft-
ir siðaskiptin snerist þessi bar-
átta gegn ensku biskupakirkjunni
og þá kom einnig til leiks enska
þingið. Höfundurinn notar nýj-
ustu heimildir og niðurstöður ým-
issra höfunda um þessi efni og
sýnir fram á hina stöðugu baráttu
klerkdómsins við leikmenn um
skipulag og stjórn ensku kirkj-
unnar. Þetta er fræðilega samið
rit og bregöur vissu ljósi á ýmsa
þætti enskrar kirkju og sam-
félagssögu.
Börn eignast börn í
stórum stíl í USA
Það keinur fram i bandariskum
skýrslum, að mjög hefur fjölgað
barnsfæðingum með táningum á
aldrinum 15—17 ára. I sama
mund hefur mjög dregið úr
barnsfæðingum hjá öllum þeim
sem eldri eru, frá 18—19 ára aldri
og upp úr eða um 29% á siðast-
liðnum áratug.
Ekki er vitað hvað pessari ung-
lingafrjósemi veldur. Vitað er að
unglingar nota getnaðarvarnir i
miklu rikari mæli en áður, en þeir
eru lika miklu iðnari og framtak-
samari i kynlifi en áður. Og þá
vill það oft verða svo, að fyrst
koma samfarir, þá ólétta — og
getnaðarvarnirnar enn siðar.
Vísindi og samfélag
Framhald af bls. 4.
ingar hafa komið fram með þá
kenningu að allt lif sem á jörðinni
þrifst nú hafi komið frá einum
sameiginlegun forföður, fyrir 3,5-
4 biljónum ára.
Þessi upprunalegi forfaðir, sem
ekki er til eða ekki er þekktur i
dag, klofnaöi i tvær þróunar-
brautir, þar sem forfeður nú-
timalifs, gerla og kjarnfruma er
að finna.
Hið nýja lifsform dr. Woese lik-
ist gerlum að innri gerð, en
erfðafræðilega er það af öðrum
stofni.
Einnig komust þeir að þeirri
niðurstööu, aö efnafræðilegt
niðurbrot og uppbygging stærri
sameinda fari fram á frumstæð-
ari hátt og ólikan þvi sem gerist
hjá gerlum.
Ég hef ekki trú á að þetta sé
fyrsta eða upprunalegasta lifs-
formið sem fram kom á jörðunni,
sagði dr. Woese I viðtali viö IHT,
en þaö hefur liklega þróast að ein-
hverju leyti frá sameiginlegum
forföður alls lifs á jörðinni.
Samt sem áður er þetta eitt af
elstu og upprunalegustu lifsform-
um jarðarinnar og nú vitum við
að það eru a.m.k. þrjú en ekki að-
eins tvö lifsform sem til eru á
jöröinni I dag.
(Þýttog endursagt.)
Kópavogs- leikhúsið
Snædrottningin eftir Jewgeni Schwarz Sýningar i félagsheimili Kópavogs laugardaga kl. 15 sunnudaga kl. 15 Aðgöngumiðasala i skiptistöð SVK við Digranesbrú. Simi 4-41-15, og i félagsheimili Kópavogs sýningardaga kl. 13- 15. Simi 4-19-85.
'ifZÞJÓflLEIKHÚSIfl
DÝRIN t HALSASKÓGI
i dag kl. 15'
Fáar sýningar.
STALIN ER EKKI HÉR
2. sýning i kvöld kl. 20.
Rauð aðgangskort gilda.
3. sýning fimmtudag kl. 20.
GULLNA HLIÐIÐ
51. sýning þriðjudag kl. 20.
Næst siðasta sinn.
TVNDA TESKEIÐIN
MIÐVIKUDAG KL 20.
Litla sviöiö:
FRÖKEN MARGRÉT
Þriðjudag kl. 2il.
Miðasala 13,15 — 20.
LKIKFfilAC
RPA’KIAVlKUR
SAUMASTOFAN
i kvöld. Uppseit.
Föstudag kl. 20.30. Fáar sýn-
ingar eftir.
SKJALDHAMRAR
Þriðjudag. Uppselt.
Laugardag kl. 20.30.
GARY KVARTMILJÓN
Fimmtudag kl. 20.30. Fáar
sýningar eftir.
Miðasala i Iðnó kl. 14-20.30.
Simi 16620.
BLESSAÐ BARNALAN
i Austurbæjarbiói miövikudag
kl. 21. Siðasta miðvikudags-
sýning á þessu ári.
Miðasala hefst i Austurbæjar-
biói á mánudag. Opin kl. 16-21.
Simi 11384.
ALÞÝÐU-
LEIKHÚSIÐ
Skollaleikur
Sýningar I Lindarbæ
i kvöld kl. 20.30
fimmtudag kl. 20.30.
Fáar sýningar eftir.
Miðasala kl. 17-19 og 17-20.30
sýningardaga. Simi 21971.
Borgt irðingar
SKOLLALEIKUR
Alþýðuleikhúsið sýnir
SKOLLALEIK
jSýning i Borgarnesi
þriðjudag kl. 21.00
Miðasala frá kl. 20.00 sýning-
tardag.