Þjóðviljinn - 26.11.1977, Blaðsíða 3
r ■
Israel-Egyptaland:
Framámenn Vestur-
bakkahéraða
til Kaíró?
JERCSAMLEM 25/11 Reuter —
Þrir forustumenn Araba i Vestur-
bakkahéruðunum og tsrael hafa
lýst þvi yfir, að þeir séu reiðubún-
ir að fara tii Kaíró til viðræðna
við Sadat Egyptaforseta, ef þeim
verði formlega boðið. Þessir þrir
eru meðal átta arabiskra forystu-
manna i Vesturbakkahéruðunum
og ísrael, sem sagt er að þegar
hafi verið boðið óformlega til
Kairó. Erindi þeirra verður að
sögn að leitast við að komast að
niðurstöðu um það I félagi við
Sadat, hverjir eigi að verða fuil-
trúar Paiestinumanna á fyrir-
hugaðri ráðstefnu um deilumál
Austurlanda nær i Genf.
Deilan um það, hverjir eigi að
mæta fyrir hönd Palestinumanna
i Genf, hefur til þessa verið
helsta hindrunin i vegi tilrauna til
að koma ráðstefnunni i kring.
Israelsmenn þverneita ennþá að
viðurkenna PLO, aðalsamtök
Palestinumanna, sem réttmætan
aðila til að mæta fyrir hönd Pale-
stinumanna á ráðstefnunni. —
Allir þeir átta, sem til greina
kemur að fari til Kairó, eru vin-
veittir Egyptum og hittu Sadat að
máli er hann heimsótti ísrael um
s.l. helgi. Israelska stjórnin brá
við titt og veitti Aröbum þessum
fararleyfi, jafnskjótt og óform-
legt heimboð Egypta barst.
Sumir forystumanna Araba i
Vesturbakka - héruðum, þar á
meðal borgarstjórar mikilvægra
borga, hafa lýst yfir andstöðu
sinni við heimsóknina, sem þeir
teija að muni grafa undan PLO,
er þeir telja hin einu lögmætu
samtök allrar palestinsku þjóðar-
inrtar.
Harrar fallín?
Hart sótt að Eþíópum
á tvennum vígstöðvum
MOGADISHU 25/11 Reuter —
Fregnir benda nú til þess að orr-
ustan um Harrar, fornfræga borg
í fjöllum Eþfópiu austanverðum,
sé hafin, er þar er nú þungamiðja
striðsins milli Eþíópiu og Sómali-
lands. Hefur lengi verið búist við
Zapuvarar
við tflboði
LUSAKA 25/11 Reuter — Tals-
maður Afriska þjóðasambands-
ins I Zimbabwe (ZAPU), sem
Joshua Nkomo veitir forstöðu,
varaði i dag ródesiska blökku-
menn við þvi að taka nokkyrt
mark á nýtilkomnu tilboði minni-
hlutastjórnar hvitra Ródesiu-
manna um samstarf við blökku-
mannasamtök, sem fá að starfa i
Framhald á bls. 18.
að Sómalir greiddu atlögu að
borginni, sem þeir telja sér nauð-
synlegt að ná til þess að tryggja
aðstöðu sina i fylkinu Ogaden,
sem þeirhafa unnið af Eþiópum i
stríðinu, sem nú hefur staðið i
fjóra mánuði.
í Mogadishu, höfuðborg Sóma-
lilands, hefur heyrst að Sómalir
hafi þegar tekið Harrar, en þær
fréttir hafa ekki verið staöfestar
ogEþiópar neita þviað borgin sé i
nokkurri hættu. A miðvikudaginn
höfðu sendiráðsmenn i Addis
Ababa eftirmánni frá Harrar að
Sómalir væru þegar komnir inn i
höfuðborgina og að þar geisuðu
nú götubardagar. Þá hefur frést
að Sómalir hafa rofið vigiinu
Eþiópa við Kombúltsja, norður af
Harrar, og gæti það þýtt að þeir
gætu nú ráðist að vamarliði
borgarinnar frá hlið. Hafi Sómal-
ir tekið Harrar, er það mesti sig-
ur þeirra i striðinu til þessa.
Talsmaður sjálfstæðissinna i
Eritreu hélt þvi fram i Róm i dag
að skæruliðar sjálfstæðissinna
heföu nýverið unnið mikinn sigur
Strikuðu svæðin eru héruð þau i
Eþióplu og Keniu, er Sómalir
gera kröfu til. Sómalir munu nú
hafa unnið mestan hluta þessa
svæðis i Eþiópiu,og borgir þær,
sem merktar eru inn á kortið,
hafa allar komið mjög við sögu i
striðinu.
á eþiópskum her, sem reynt hafi
að opna veginn milli hafnarborg-
arinnar Massava og Asmara, höf-
uðborgar Eritreu, og fellt þá
nokkur hundruð hermanna.
Eþiópar eiga nú mjög erfitt með
að koma að sér birgðum erlendis
frá, þar eð Sómalir hafa rofið
járnbrautarlinu þeirra til Djibúti.
Eina hafnarborgin, sem komist
verður nú til frá Addis Ababa
landveginn, er Assab i Eritreu.
Papandreú:
Frábiður sér áhrif krata
AÞENUBORG 24/11 — Andreas
Papandreú, leiðtogi Panhellen-
isku sósialistahreyfingarinnar,
sem varð aðalsigurvegari nýaf-
staðinna kosninga þar i landi,
sagði i dag að flokkur hans myndi
vinna að þvi að koma á fót sam-
bandi sósialistaflokka i Mið-
jarðarhafslöndum. Sagði Papan-
dreú að flokkur hans væri andvig-
ur þvi að ganga i alþjóðasamband
sósialiskra og sósialdemó-
kratiskra flokka sökum þess, að i
þvi réöu norðurevrópskir sósial-
demókratar mestu, einkum
vesturþýski flokkurinn. Einnig
væri þetta alþjóðasamband mjög
undir bandariskum áhrifum.
Panhelleniska sósialistahreyf-
ingin vann þrumusigur i kosning-
unum, fékk rúmlega 25% atkvæða
og þvi nær tvöfaldaði fylgi sitt frá
siöustu kosningum. Er flokkurinn
nú helsti stjórnarandstööuflokkur
landsins istað Miðjubandalagsins
áður, en það stórtapaði. —■
Papandreú sagði ennfremur, að
hann vildi að flokkur hans kæmi
upp samböndum við riki bæði i
austri og vestri, jafnframt þvi
sem hann leitaði eftir tengslum
við stjórnmálaflokka i Miðjarðar-
hafslöndum og á Balkanskaga.
Hann sagði að eins og stæði væru
viðskiptasambönd Grikklands við
Efnahagsbandalag Evrópu
Grikkjum óhagstæð og mælti með
þvi að Grikkir tækju Norömenn
sér til fyrirmyndar um samninga
viö EBE.
Brottflutningur íslendinga eftir móðuharðindin:
Stóð til ad flytja 10—
12 þús til Danmerkur
Sagnfræðinga hefur greint á um
það hvort alvarlega kom til
greina að flytja lslendinga á Jót-
landsheiðar eftir Móðuharðindin
1783. Nú hefur fundist I Þjóð-
skjalasafni álitsgerð um þetta
mál skrifuð 1784 af Skúla
Magnússyni fógeta sem tek-
ur af öll tvímæli um að alvar-
leg umræða hefur farið fram á
æðstu stöðum i Kaupmannahöfn
um brottflutning Islendinga.
Álitsgerðin er birt i heild sinni i
nýjasta hefti af timaritinu Sögu
sem kom út i gær,og skrifar Aöal-
geir Kristjánsson skjalavörður
inngang að henni.
Þessi álitsgerð, sem ekki hefur
verið kunnugt um fyrr, fannst i
skjalasafni rentukammersins i
Þjóðskjalasafni Islands.
Skúli fógeti leggst eindregið
gegn þvi að 10-20 þúsund Islend-
ingar verði fluttir úr landi og ber
þvi m.a. við að hætt sé við að þeir
muni ekki þola loftslag og breytt-
arlifsvenjurog auk þess stráfalla
i drepsóttum svo sem bólu og
mislingum eins og raunin hafði
orðið á með islenska stúdenta i
Kaupmannahöfn.
Þá kemur fram i álitsgerð
Skúla aö helst hafði komið til
greina að flytja þá Islendinga
sem bágast áttu á heiðar Jót-
lands, til Finnmerkur eða Kaup-
mannahafnar.
— GFr
Laugardagur 26. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 3
99
Taliö frá vinstri: Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri AI-
menna bókafélagsins, Sir Andrew Gilchrist og Eirikur Hreinn
Finnbogason, útgáfuritstjóri Almenna bókafélagsins. (Mynd
eik.)
Ég spilaði
Bach, en
ekki Chopin
Gilchrist, fyrrum sendiherra Breta
á íslandi, kynnir bók sína
um tólf milna þorskastriðið og fleira
99
„ Ekki veit ég til þess
aö fyrrverandi atvinnu-
maður í knattspyrnu
hafi oröið forsætisráð-
herra í nokkru landi/ en
kannski verður Albert
fyrstur til þess." Þetta
skrifaði Sir Andrew Gil-
christ, fyrrum sendi-
herra Bretlands á
íslandi, fyrir um það bil
ári um Albert Guð-
mundsson, borgarráðs-
mann og alþingismann
með meiru.
Stendur þetta i bók Gil-
christs, sem Almenna bóka-
félagið hefur gefið út i þýðingu
Jóns O. Edwald. Eftir úrslit
prófkosningar sjálfstæðis-
flokksmanna i Reykjavik er
ekki fjarri þvi aö ætla, að ein-
.hverjir kunni aö hugsa sem
svo aö þarna hafi Gilchrist
mælst spámannlega.
Gilchrist var hress og reifur
á fundi með blaðamönnum,
'pegar bók hans var kynnt, og
lét brandarana óspart fjúka.
Þegar Brian Holt frá breska
sendiráðinu gekk i salinn,
sagði Gilchrist: „Enter the
spy.” (Kemur njósnarinn.) Og
þegar fréttamaður gat þess að
ummælin um Albert i bókinni
yröu honum trúlega nokkur
lyftistöng i stjórnmálunum,
ákallaði Gilchrist Guð.
Bók Gilchrists hefur titilinn:
Þorskastrið og hvernig á að
tapa þeim. Er hér um að ræða
endurminningar Gilchrists frá
Islandi, en hann var sendi-
herra Breta hér á landi 1956--
60, á timum tólf milna þorska-
striðsins. Þá varð fræg sú
saga, að meðan reiðir íslend-
ingar létu grjóthriðina dynja á
breska sendiráðinu dag einn
haustið 1958 hafi Gilchrist set-
ið sallarólegur við pianó og
leikið lög eftir Chopin. Sú saga
er i einu atriði röng, segir Gil-
christ. Það var nefnilega
Bach, sem ég spilaði.
„Það er enginn vandi að
draga ákveðin atriði út úr bók-
inni og halda þvi fram aö hún
sé mjög andislensk, og á sama
hátt er auðvelt að draga út úr
henni önnur atriði og fullyrða
að hún sé mjög andbresk,”
sagöi Gilchrist. Hann segist
ekki ganga að þvi gruflandi að
islenskum lesendum muni
mislika ýmislegt, sem þar
stendur skrifað, en hin atriðin
séu þó miklu fleiri, sem Bret-
um muni mislika. Eins og
bókartitillinn bendir til er höf-
undur þeirrar skoðunar að
Bretar hafi haldið heldur
klaufalega á spilunum i
þorskastríðunum og aö Islend-
ingar hafi reynst þeim þar
miklu slyngari á vettvangi al-
þjóðastjórnmálanna.
1 bókinni kemur höfundur
viða við, segir frá kynnum sin-
um við Islendinga almennt og
sérstaklega kunningjum og
vinum, sem hann eignaðist
hérlendis, svo sem þeim
Bjarna Benediktssyni for-
sætisráðherra, Haraldi A.
Sigurðssyni og Albert vita-
verði i Gróttu. Hann segir
raunar aö Haraldur hafi knúð
sig til að skrifa bókina.
Þorskastriöið skipar að sjálf-
sögðu mikið rúm i bókinni, og
einnig segir þar frá lax- og
fuglaveiðum höfundar, en
hann er mikill sportmaður.
Island er fyrsta landið, þar
sem bókin kemur út, en gert er
ráð fyrir aö hún komi einnig út
i Bretlandi.
A blaðamannafundinum
kom Gilchrist viða við og
sagðist meðal annars ráð-
leggja Islendingum að hætta
að rækta banana i gróðurhús-
um. „Hver kærir sig yfirhöfuö
um banana?” sagði hann.
Væri Islendingum miklu nær
að rækta tóbak i gróðurhúsun-
um; með þvi gætu þeir losnað
við að kaupa það af Banda-
rikjamönnum og þar með rétt
við óhagstæðan viðskipta-
jöfnuð sinn.
Sir Andrew Gilchrist er
fæddur i Skotlandi 1910 og hef-
ur lengst af starfaö i utan-
rikisþjónustu Breta siðan 1933.
1970 lét hann af opinberri
þjónustu.
Bókin er 226 blaðsiöur auk
nafnaskrár og prýdd nokkrum
myndum. Prentun annaðist
Prentsmiðja Arna Valdimars-
sonar og bókband Bókbands-
stofan örkin. Káputeikning er
gerð i Grafik, og hönnun og
umbrot og útlit hefur annast
Stefán Ólafsson.
dþ.
Stuðningsmenn Þjóð-
viljans í Reykjavík
Þeir sem beðnir hafa verið
um að dreifa happdrættismið-
um i hverfum Alþýðubanda-
dragast að gera skil.
Dregið veröur 1. desember
þannig aö nauðsynlegt er að
lagsins i Reykjavik eru beðnir koma miðunum i Happdrætti
um að láta það ekki lengur Þjóðviljans 1977 út strax.