Þjóðviljinn - 26.11.1977, Blaðsíða 20
DMVIUINN
Laugardagur 26. nóvember 1977
Abalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
L 81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans f sima-
skrá.
FRA BORGARAFUNDI Á HELLU:
Daggjöldin á leikskólanum
35 þúsund kr. á mánuði?
Fyrrverandi oddviti kallaöi kröfur
foreldra „framfœrslubetl” og leik-
skólavistina „fátœkraframfœrslu ”
i blaðinu i gær var sagt
frá miklum og ólöglegum
hækkunum, sem orðið hafa
á daggjöldum leikskólans á
Hellu og þeim fyrirætlun-
um sveitarstjórnarinnar
að reka leikskólann halla-
laust hvað sem tautar og
raular. Forsaga þessa leik-
skóla er í stuttu máli sú, að
kvenfélagið rak leikskóla á
sumrin og var hann starf-
ræktur í skólahúsinu. Vax-
andi þörf hefur verið fyrir
rekstur leikskóla allt árið,
og i fyrrahaust samþykkti
hreppsnefndin að taka að
sér rekstur „fyrirtækis-
ins", með því skilyrði að
reksturinn yrði hallalaus.
hafi fundarins og sagði, að fjár-
hagurinn væri ekki slæmur.
Ástæöurnar fyrir hallanum á
rekstri leikskólans taldi hann
vera slæma nýtingu á honum og
þó fyrst og fremst að daggjöldin
hafi ekki hækkað nógu ört til sam-
ræmis viö verðbólguna. Samt
sem áöur er staðreyndin sú, aö
gjöldin hafa hækkað um 80% á
einu ári, þ.e. frá okt. 1976 til okt.
’77, og er það mun meira en verö-
bólgunni nemur.
Sveitarstjórinn Itrekaöi enn-
fremur þá ákvörðun hrepps-
nefndar að rekstur leikskólans
ætti að bera sig fjárhagslega,
þannig aö hreppurinn leggi aðeins
til húsnæði og greiði hitunar-
kostnað. Leikskólinn er i húsnæði,
sem byggt er að þremur fjórðu
hlutum fyrir fjármagn úr rikis-
sjóði, og hefur hreppurinn haft af
húsinu leigutekjur.
Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri;
leikskólinn veröur að bera sig!
innan við 2% af næstu fjárhags-
áætlun hreppsins, ef miðað er við
eðlilega hækkun milli ára.
Tap á rekstri leikskólans er um
800 þúsund kr. það sem af er
þessu ári. 1 október brá hinsvegar
svo við, að hagnaður varð af
rekstrinum. 27 börn voru þá i
leikskólanum. Hreppsnefndin
ákvað upp á sitt eindæmi (og
ólöglega) aö hækka mánaðar-
gjaldið i 25 þús. kr. Aðeins 2-3 for-
eldrar borguðu þessi 25 þúsund,
en hinir greiddu 20 þúsund kr.
Samt sem áður varð einhver
hagnaöur af rekstrinum i októ-
ber!
A borgarafundinum kom það
einnig fram, að hreppsnefndin
hefur gert það að tillögu sinni, að
foreldrar greiði 2 til 3 mánuði fyr-
irfram, áður en barnið byrjar i
leikskólanum, ,,til að tryggja
ákveðinn fjölda barna”. A fundin-
um viðurkenndu forsvarsmenn
sveitarfélagsins, að rekstur leik-
skólans væri ekki samkvæmt lög-
um og reglugerðum mennta-
málaráðuneytisins, og sögðust
þeir ekki ætla að blanda ráðu-
neytinu I málið eða viðræðurnar
við foreldrafélagið.
Það hefur verið skoðun sveitar-
stjórans á Hellu, að leikskólinn
væri aðeins geymslustaður fyrir
börn, en gildi hans væri ekkert
þar fyrir utan. Sveitarfélagið hef-
ur þannig engin leikföng keypt
fyrir leikskólann, þótt foreldrafé-
lagið hafi lýst þvi yfir að það
mundi fúslega leggja fram fé á
móti hreppnum til leikfanga-
kaupa.
„Nóg fyrir þetta fólk"
Á fundinum var gerður saman-
burður á gjöldum fyrir leikskóla-
pláss i nokkrum sveitarfélögum
viða á landinu, og var hann alls-
staðar Hellu i óhag.
A fundinum var borin fram til-
laga frá foreldrum leikskóla-
barna, formanni barnaverndar-
nefndar og fleirum, þar sem lýst
er yfir stuðningi við leikskólann.
Tillagan var samþykkt með 40
atkv. gegn 1. 1 tillögunni segir
m.a., að vaxandi þörf sé fyrir
þessa starfsemi á Hellu og skorar
á hreppsnefndina að halda rekstri
leikskólans áfram. Þess verði
gætt með hagkvæmni i rekstri, að
daggjöld standi að verulegu leyti
undir rekstri leikskólans, en þau
verði þó aldrei meira en 25%
hærri en I sambærilegum stofn-
unum i Reykjavik.
Jón Þorgilsson, fyrrv. oddviti
og eitt helsta handbendi Ingólfs
Jónssonar á Hellu, sagði á fundin-
um, að það sem hreppurinn legði
tilstarfsemi leikskólans, þ.e. hús-
Framhald á 18.'siðu
Gert var ráð fyrir einum starfs-
manni á leikskólanum, en þar
sem börnin urðu strax 13, varð að
bæta við starfsfólki. Kom þá fram
halli á starfseminni. 1 sumar var
svo slæm nýting á leikskólanum i
tæpa tvo mánuði, en þá voru þar
aöeins sex börn hálfan daginn.
Á að bera sig!
1 fyrrakvöld var haldinn borg-
arafundur á Hellu, og komu leik-
skólamálin þar m.a. til umræðu.
Sveitarstjórinn, Jón Gauti Jóns-
son, skýrði stöðu hreppsins i upp-
Hagnaður í október
A fundinum kom fram, að
hreppsnefndin hefur gert for-
eldrafélaginu tilboð þess efnis, að
leikskólaplássum verði sagt upp
l'. desember með mánaðar fyrir-
vara, en á meðan fari fram við-
ræður um breytt rekstrarform
leikskólans. Samt sem áður hefur
hreppsnefndin i raun gefið það
lokasvar fyrir sitt leyti, að rekst-
urinn verði að bera sig. I þessu
sambandi er það athyglisvert, að
hallinn yrði aldrei meiri en 1 1/2
miljón kr. á næsta ári, en það er
A Iþýöubandalagiö Reykjaneskjördœmi:
Síðari umferð forvals
á morgun, sunnudag
28, þing FFSÍ:
Mótmælir samningum
við Færeyinga
Þjóöviljanum barst i gær eftir-
farandi samþykkt frá 28. þingi
Farmanna og fiskimannasam-
bands Islands:
Vegna vaxandi orðróms um
meinta samninga við Færeyinga
varðandi veiðar á umtalsverðu
magni af loðnu á miðunum hér
við land, þykir 28. þingi Far-
manna og fiskimannasambands
tslands ástæða til að vara ein-
dregið við öllum fiskveiðisamn-
ingum við aðrar þjóðir, Færey-
ingar þar ekki undanskildir.
Þar sem engin vissa er til stað-
ar um það magn loðnu, sem óhætt
muni að taka árlega af miðunum
hér, án þess að stofninum sjálfum
stafi hætta af, varar þingið sér-
staklega við hinum meintu samn-
ingum við Færeyinga, og bendir
á, að afkoma færeyskra skipa og
Happdrætti Þjóðviljans
5 dagar
eftir þar til dregið verður
— Opið i dag á skrifstofunni
Grettisgötu 3 kl. 9-12,30.
GERIÐ SKIL
fyrirtækja i fiskvinnslu sé með
þeim hætti að nauðsynjalaust sé'
að þrengja okkar eigin kosti
þeirra vegna i þessum efnum.
Þingið minnir á þá Ortröð sem
rikir á miðunum við SA- og S-
ströndina á hinni hefðbundnu
loðnuvertið, bæði vegna fjölda og
stærðar skipa. Þar er farið um
viðkvæm fiskimið. Hvað varðar
sildarstofninn, sem verið er að
tryggja til framtiðar, verður að
fylgjast þar sérstaklega með og
viðhafa einstaka varúð og tillits-
semi.
Það er álit sjómanna og fjöl-
margra annarra, að loðnustofn-
inn eigi að vera, og sé, nokkurs-
konarbaktrygging okkar, ef aðrir
veigamiklir fiskistofnar bregðast
af einhverjum orsökum.
Þing FFSI vill i framhaldi af
framansögðu visa til fyrri af-
stöðu sambandsstjórnar varðandi
umsókn um heimild handa M/S
ísafold til loðnuveiða hér við land
og árétta þann skilning, að við ts-
lendingar einir höfum nægan
skipakost til að anna hráefnisþörf
fiskim jölsverksmiðjanna að
óbreyttum aðstæðum.
Við teljum islenska sjómenn
færa um að veiða það magn, sem
talið er eðlilegt að taka af miðun-
um hér við. land. Þvi undirstrik-
um við það álit, að öllum fisk-
veiðisamningum við erlendar
þjóðir beri að hafna.
Síðari umferð forvals
Alþýðubanda lagsins í
Reykjaneskjördæmi fer
fram á morgun, sunnudag.
Kjörstaðir sem eru hinir
sömu og í fyrri umferð
forvalsins verða opnir frá
kl. n árdegis til kl. 22.
Þeir eru:
Garðabær: Gagnfræðaskólinn
við Lyngás.
Hafnarfjörður: Skúlaskeið 20,
efri hæð (hjá Sigrúnu)
Kcflavik: Vélstjórasalurinn,
Kópavogur: Þinghóll.
Kjósarsýsla: Gerði (hjá Run-
ólfi),
Seltjarnarnes: Félagsheimilið
niðri.
34 gáfu kost á sér til siðari um-
ferðar forvalsins, sem fer þannig
fram að félagar i Alþýðubanda-
laginu i Suðurnesjum, Hafnar-
firði, Garðabæ, Kópavogi, Sel-
tjarnarnesi og Kjósarsýslu rita
nöfn 10 manna úr þeim hópi á
seðil i þeirri röð, sem þeir vilja
hafa þá á lista Alþýðubandalags-
ins i Reykjaneskjördæmi i næstu
alþingiskosningum.
Uppstillinganefnd vinnur úr
niðurstöðum forvalsins og hefur
þær til hliðsjónar þegar að upp-
stillingu kemur.
BLAÐBERAR
óskast í eftirtalin hverfi:
1. Laufásvegur og Fjólugata
2. Hátún, Höfðatún, Miðtún og Samtún
3. Rauðalækur og Bugðulækur
4. Þórsgata, Týsgata, Skólavörðustigur
(efri hluti), Lokastigur
óvenjumikið er um veikindi meðal blað-
bera, og eru íbúar viðkomandi hverfa
beðnir að hafa nokkra biðlund með okkur
þess vegna.
Okkur vantar tilfinnanlega blaðbera i þessi
hverfi, þó ekki væri nema til bráðabirgða í
nokkrar vikur. Það er hálftímaverk að bera út
í hvert þessara hverfa.
uOÐv/um
Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna
Siðumúla 6 — simi 81333.