Þjóðviljinn - 26.11.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.11.1977, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. nóvember 1977 Þegar amma var á miðjum aldri, mamma tíu ára og ég mínus tíu, var gerð öreigabylting í Rússlandi. Sagt er að bylting þessi hafi markað tíma- mót þar í landi og hafa raunar síðan setið þar á valdastóli ,,fulltrúar öreiganna". Þá er litið svo á að þessi umsvif í Rússíá austur haf i haf t gíf urleg áhrif um alla heimsbyggðina og er sú skoðun svo útbreidd að núorðið er farið að hafa hana fyrirsatt. Hinir snauðu fóru að láta sér detta í hug að lífsins gæði gætu varla verið aðeins fáum útvöldum ætluð, heldur bæri valdhöfum að hafa almenningsheill að leiðar- Ijósi t athöfnum sinum. Þar í sveit sem valdhafar og málpipur þeirra voru í álnum, fékk þessi skoðun ekki byr undir báða vængi og þurftu hinir snauðari oft að sigla þéttan beitivind í áttina að því tak- marki að fá að lifa mannsæmandi lífi. Inni þessa mynd fæddist ég. Mamma var þá tvitug og farin aðtrúa á réttlætið i heiminum, en amma á miðjum aldri og trúði á guð og góða siði og tók ég strax í barnaæsku trú ömmu minnar. Trú mín á guð fór þó þverrandi eftir því sem aldur færðist yf ir mig, og þegar ég var tíu ára gerði ég samning við ömmu mína þess ef nis að mér yrði ekki lengur gert að f ara með bænir upphátt. Hvað viðvék góðum siðum var ekki hægt að komast að neinu samkomulagi við gömlu konuna; engar undanþágur voru veittar í því efni. Þegar leið að fermingunni var ég löngu hættur að hugsa um guð og amma raunar hætt að spyrja mig hvort ég færi með bænirnar í hl jóði. Ég lét þó tilleiðast að fermast útaf brún- skjóttum fola, sem ég hafði lengi haft ágirnd ,á og ég hafði von um að mér mundi áskotnast í fermingargjöf. í staðinn fyrir ,,föður, son og heilagan anda" fékk ég svo ,,peninga, hjól og brúnskjóttan fola" Á næstu árum hætti ég síð- an að trúa á allt nema þann brúnskjótta og hugmyndir mínar um himnaríki voru bundnar því einu, hvort mér tækist að gera góðan hest úr göldum fola. Þetta tamningarskeið er enn ekki á enda runnið, f olinn raunar brokkgengur og dyntóttur, þótt gangur kunni að leynast í honum. Þannig fargaði ég guði mínum fyrir óstýri- látan fola og mun ekki láta af þvi að reyna að laða fram kosti hans,þó litlir séu, þar til yfir lýkur. En það eru f leiri en ég, sem hafa tapað föð- ur syni og heilögum anda og hafa jafnvel gleymt eigin fola í æðislegri leit að guði sínum. Sumum hef ur tekist að höndla guðinn i mynd einhvers mikilmennis með holdi og blóði, eða hagkerf is, sem sé til þess fallið að leysa allan vanda mannlegs lífs. Einn er þeirrar skoðunar að ætli maður að horfa í réttlætis átt, hljóti maður að horfa í austur; annar telur réttlætis- áttirnar jafn margar og gráðurnar á kompásnum,ef ekki fleiri. Sjálfur horfði ég löngum í austurveg í von um að þaðan kæmi lausnin á vanda mannkynsins, en hef nú ef satt skal segja gef ið upp þá von og lái mér þeir sem vilja. Og ef satt skal segja virðast þeir færri og færri sem trúa því,að sannleikans sé helst að leita í Kreml. Mér skilst að í Vestur-Evrópu séu Moskvulínukommúnistar nær óþekkt fyrirbrigði, ef frá er talið Portúgal nú um stundarsakir. Margir hallast hinsvegar að því að það sem rétt kann að vera í dag geti verið rangt á morgun. í þessum hópi eru formenn stærstu komm- únistaflokka Vestur-Evrópu, þeir Marchais, Berlinguer og Carillo, sem fékk ekki að tala í Moskvu á sextíu ára afmæli rússnesku bylt- ingarinnar af því að grunur lék á að hann mundi ía að því í ræðu sinni að hugsast gæti að rússneskt stjórnarfar hæfði ekki á Spáni. Sem betur fer ríkir trúf relsi á Islandi og mín vegna meiga þeir sem trúa á Stalin, Malen- koff, Bulganin, Vorissiloff, Krúsjeff, Brésnef og Kósigín vera sælir í sinni trú; trúrækni er sumum í blóð borin, en öðrum ekki, og vaf a- laust er f ramkvæmdanefnd Sovéska komm- únista flokksins líka átrúnaðar verð. Hvað sem öðru líður hafa þeir herrar ekki setið auðum höndum síðastliðin sextíu ár. Og að lokum er vert að óska Sovétríkjunum til ham- ingju með sextiu ára byltingaraf mælið, sem — ef marka má sjónvarpið — var haldið hátið- legt á rauða torginu með yf irgripsmiki11i sýn- ingu á gereyðingarvopnum og drápstækjum að ógleymdri hersýningu, sem oss virtist ná- kvæm eftirlíking af stórfenglegustu hersýn- ingum Göbbelsar heitins á nasistatímabilinu með tilheyrandi stechschritt, paradenmarsch og gánsemarsch, sem útlagt hef ur verið á ís- lensku ,,gæsagangur". Svo segja má að f átt sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Þetta gátu þó rússar lært af nasistum. Ég segi nú bara: Vonandi er þetta ekki það sem koma skal og held áfram að fást við galdan fola minn. Hvernig hljóðar raunar ekki gamla góða Ijóðið: Loff Majenkoff mala lifir enn hann Molotoff þótt læknar vilji Stalin feigan voff, voff, voff þá lifir Molotoff, þá lifir Molotoff. Flosi. AF GÖLDUM FOLA Leikbrúðuland byrjar sýningar Nú fer jólamánuður í hönd, og i tilefni af þvi hefjast sýningar á jólaleikriti Leikbrúðulands að Frikirkjuvegi 11, á sunnudaginn kemur, 27. nóvember. Leikþátt- urinn fjallar um lítinn dreng, sem er einn heima með ömmu sinni á jólanótt. Þá taka álfar og jóla- sveinarað flykkjast heim að bæn- um. Einnig koma þau nokkuð hér við sögu hjónin Leppalúöi og Grýla. Sunnudaginn eftir þessa fyrstu sýningu fellur ein sýning niður, vegna þess að Leikbrúðu- landi hefur verið boðið með jóla- sveina sina til Luxemburg. Eftir heimkomuna frá Luxemburg hefjast sýningar aö nýju að Fri- kirkjuvegi 11 og verða þá 2 sýn- ingar fyrir jól, sunnudagana 11. og 18. desember. Sýningar eru að Frikirkjuvegi 11 kl. 3 og hefst miðasala kl. 1. Svaraö er i sima Æskulýðsráös Reykjavikur frá kl. 1 á sunnudög- um. Ljóðatónleikar John Speight, baritonsöngvari, og Sveinbjörn Vilhjálmsdóttir, pianóleikari, halda tónleika fyrir nemendur tónlistarskóla Akra- ness 28. nóv. n.k. og i Norræna Húsinu 29. nóv. n.k. kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru lög eftir Schubert, Vaughan-Willi- ams, Berkeley og Britten. Auk þess veröa frumflutt islensk lög eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Jón Ásgeirsson og Sigursvein D. Kristinsson. Heilsu- hringurinn stofnaður Fyrir nokkru hófu áhugamenn um nútima heilsurækt undirbún- ing 'að stofnun samtaka á þvi sviði. Var svo stofnfundur þeirra haldinn sunnudaginn 6. nóvember sl. og hlutu þau nafnið „Heilsu- hringurinn”. Markmiði sinu — alhliða heilsu- rækt — hyggst félagið ná m.a. með þvi að stuðla að auk- inni útivist og heilsu- samlegri þjálfun og vinna að þvi að tslendingar not- færisér sem best þær heilsulind- ir, sem islenskur jarðvegur, loft- slag og landslag býr yfir. Með þvi aö koma stööugt á framfæri rit- uöu máli um þau efni, sem félagiö hyggst vinna að, og með þvi aö stuöla aö fræöslu um heilsusam- lega notkun fæðubótaefna, sem viðurkennd eru af læknum og vis- indamönnum vestan hafs og aust- an. Og loks hefur félagiö i undir- búningi samstarf við hliðstæð Framhald á bis. 18. Mál og menning — Heimskringla: F orlagskynning Mál og menning efnir til for- lagskynningar i Norræna húsinu i dag, laugardaginn 26. nóvember kl. 16. Að þessu sinni veröa eftirtaldar bækur kynntar: Seiöur og hélog eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson, Baráttan um brauöið eftir Tryggva Emilsson, Draumur um veruleika, islenskar sögur um og eftir konur, Helga Kress sá um útgáfuna, Búriö,saga handa ung- lingum og öðru fólki eftir Olgu Guðrúnu Arnadóttur, Sautjánda sumar Patrickseftir K.M. Peyton i þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur, Elsku Mió minn eftir Astrid Lind- gren i þýöingu Heimis Pálssonar og Vélarbilun i næturgalanum eftir Ólaf Hauk Simonarson. Kjarnavopnin og Hannes Hólmsteinn Blaðinu hefur borist svofelld athugasemd: 1 Þjóðviljanum 15. nóvember sl. birtist „frétt” um fund, sem boðað var til um vestræna sam- vinnu af málfundafélagi Mennta- skólans á ísafirði vegna áskor- unar okkar Kristjáns Hjaltasonar og Skafta Harðarsonar á „her^ stöðvaandstæðinga” um aö mæta okkur á framhaldsskólafundum. Var ég einn frummælenda. Segir svo um mig i fréttinni: „Hann var m.a. spurður að þvi hver væri af- staða hans til geymslu kjarnorku- vopna á Keflavikurflugvelli og svaraði nann því að vörnum landsins væri vel borgið ef_svo væri.” Var Þjóðviljafrétt- inni þess vegna valin fyr- irsögnin: Fylgjandi kjarna- sprengjum á Keflavikurflug- velli”. En hún er ósönn meö öllu. Ég var alls ekki spurður þessarar spurningar, heldur benti ég sjálfur á mótsögn i máli annars ræöumanns: hann hafði i ööru orðinu sagt, aö litlar sem engar varnir væru á Islandi, en i hinu, að kjarnorkuvopn væru án efa falin i herstöðinni á Miðnesheiöi. Annað sagði ég ekki á fundinum um kjarnorkuvopn. Þess má geta, að ég gerði vigstöðu þeirra norðuratlantshafsþjóða, Islend- inga og Norömanna, sem eru ekki varðar með kjarn- orkuvopnum, að umtalsefni i grein i Morgunblaðinu 10. sept. sl. og færði rök fyrir þeirri skoðun, að Islendingar kæmust af án kjarnorkuvarnarbúnaðar. En ef Þjóðviljamenn hafa frekari áhuga á skoðunum minum á utanrikismálum er þeim vel- komið að ræða við mig eða lesa greinar minar um þessi mál. Þeir vitg það vonandi, aö ég er tilbúinn til þess að hjálpa þeim, þegar þeir hrasa af vegi sannleikans. Hannes H. Gissurarson 15. nóv. 1977 Aths.: Vegna ofangreindrar greinar Hannesar Hólmsteins sneri Þjóðviljinn sér til Halls Páls Jónssonar á tsafirðiog innti hann nánar eftir ummælum Hannesar á fyrrgreinum fundi um her- stöðvamál. Hallur Páll sagðist hafa skrifað það orðrétt eftir Hannes Hólmsteini á fundinum aö Framhald á bls. 18.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.