Þjóðviljinn - 26.11.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.11.1977, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. ndvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 María Bergom-Larsson er sænskur bókmennta- fræðingur. Hún er reynd- ar ekki ókunn lesendum Þjóðviljans því í haust var löng þýdd grein eftir hana í blaðinu. María skrifar um menningar- mál í blöð og tímarit í Sví- þjóðog hún hefur skrifað nokkrar bækur. Tvö greinasöfn hafa komið út eftir Maríu: MSnniskan í det vertikala samhailet (1974) og Kvinnomedvet- anda (1976). Siöari bðkin Kvinnomedvet- anda eða Vitund kvenna hefur að geyma margar firna skemmtilegar ritgeröir. Þar er fjallað um ýmislegt sem mótar vitund kvenna og er þ.a.l. sam- gróið hugsunarhætti okkar og hugmyndum. Hér á eftir ætlum við aö þýða og endursegja eina ritgerð úr þessari bók: Hún heitir Heimur tiskunnar-^frelsi kvenna til neyslu. Maria byrjar á þvi að staö- hæfa að sjálfsmynd okkar og mynd okkar af heiminum sé að miklu leyti mótuð af fjölmiðl- um. Á sama hátt gegni tisku- myndir viku- og dagblaða stðru hlutverki I þvi aö búa til mynd kvenna af þvi hvernig þær séu eða eigi að vera. Við getum tekið afstöðu til boðskapsins I texta, segir Maria, og við getum mæta vel séð hvert er verið að fara þar. En það er miklu erfiðara og ill- yrmislegra að sjá hvað er verið að segja með mynd. Hún smýg- ur inn i vitund okkar, höfðar til tilfinninga fremur en skynsemi og þessvegna höfum viö minni möguleika á þvi að verjast áróöri mynda en texta. Þess vegna er það mikilvægt að at- huga hvaða. boðskap og hug- myndir tiskumyndirnar hafa að færa konum. Umsjón: Dagný Kristjánsdóttir Elisabet Gunnarsdóttir Helga ólafsdóttir Helga Sigurjónsdóttir Silja Aöalsteinsdóttir Það er svo fallegt og gott að vera I silkifötum” TL_ r pu ert ung og sæt í... Tiskan og auglýsingarnar eru óaðskiljanleg að dómi Mariu, hvorugt getur án hins verið. Hún teflir þvi fram nokkrum til- vitnunum i John Berger o.fl. sem fengist hafa við þaö að sundurgreina goðsagnaveröld auglýsinganna: Auglýsingin reynir að gera þann sem á hana horfir svolitið óánægðan með lifshætti sina. Ekki samfélagið i heild heldur stöðu sina i þvi. Auglýsingarnar reyna siðan að koma þvi á framfæri að kaupi hann það sem auglýst er þá batni þetta allt saman. Hún býður honum betri útgáfu af sjálfum sér. Auglýsingarnar breyta neysl- unni i eins konar staðgengil lýð- ræöisins. Maður getur valið sér mat (föt og farartæki) og þetta val kemur i staðinn fyrir mikil- vægar pólitiskar ákvarðanir. Auglýsingar gera allt sem i þeirra valdi stefndur til að fela eöa dreifa þvi sem er ólýðræðis- legt i samfélaginu. Og þar er það sem er að gerast i heimin- um falið lika. Ef þannig er litið á málin má segja að auglýsing- arnar séu n.k. heimspekikerfi. Þær skýra allt með eigin hug- tökum — túlka heiminn á sinu máli. 1 samræmi við þetta tók Maria Bergom-Larsson svo heilan árgang af Feminu (1977) og fór að athuga hvernig konur eru túlkaöar i tiskumyndunum þar. A Islandi er ekki aðeins hægt að kaupa sænsku Feminuna heldur lika danska útgáfu auk guð má vita hve margra tegunda af dönskum, sænskum og norskum kvenna- blöðum. Blööin sem Maria at- hugaöi eru þannig virk hér heima auk innlendrar fram- leiöslu af sama tagi. Heimur tiskunnar Tiskan er undirstaða all- flestra kvennablaðanna og les- endum þeirra ér boðið aö gjöra svo vel — þær megi sækja lifsstil sinn og fyrirmyndir, sjálfsmynd og persónuleika i heim tiskunn- ar. Og hvers konar sjálfsmynd er okkur boðin i tiskumyndun- um? Hvernig lita konurnar þar út, hvernig eru samskipti þeirra við aöra menn og hvernig er fé- lagslegt umhverfi þeirra? Konurnar i heimi tiskunnar eru nánast allar ungar, fagrar og grannar. Elli er hreinlega bönnuð i tiskuheiminum: þar eru konurnar siungar og reynslu af lifinu er alls ekki að sjá á þeim. Ungir likamar, ung and- lit, engin merki um reynslu venjulegra kvenna af vinnu og barneignum. Vinna er heldur ekki til i tiskuheiminum. Þar rikir eilifur fritimi þar sem hlæjandi fallegt fólk sprangar um i fallegu umhverfi. A tisku- myndum Feminu erum við i bikini á Vestur-indisku eyjunum eða i gönguferð i safarifötum úti i sveit eða hlæjandi að dorga niðri- á bryggju. Þess á milli fá- um við okkur glas á e-m bar eða látum okkur dreyma á bekk i lystigarði. Heimur tiskunnar er timalaus heimur, óraunveru- legur og kyrrstæöur. Brosandi veröld Konurnar á tiskumyndum Feminu eru alltaf glaðar, bros- andi eða hlæjandi. Tilfinningar eins og reiði, hryggð, fyrirlitn- ing eða girnd eru alls ekki til i þessari óskamynd af kvenfólki — ekki fremur en vinna, elli, vont skap og sorg, sem aldrei uppáfellur þessar konur. I stað eiginleika og tilfinninga sem tengjast hversdagslifi og vinnu svo sem leiða, lúa, þreytu, sorgar.fitu og ellimarka kemur allt það sem gæti einkennt áhyggjulaust lif i eilífu frii s.s. æska, fegurð, gleöi, hvild, kæru- leysi og sjálfsörygggi. 1 þessari mynd af konum má raunar vel þekkja „gamlar og góöar”hugmyndir um kvenlega eiginleika og þær hafa haft vel útilátin áhrif á sálarlif kvenna, segir Maria. Það er óbrúanlegt bil á milli þeirra fáu tilfinninga sem kvenlegum konum leyfist að sýna annarsvegar og raun- verulegra þarfa þeirra til að tjá tilfinningar sinar hins vegar. Afleiðingarnar af þessu eru sprengingar — reiði verður að móðursýki, árásarhneigð er barin niður og verður tómlæti eða þunglyndi. Konur á tiskumyndum gera alls ekki neitt: þær vinna ekki ogtala ekki saman, þær eru aö- eins glaðar og ánægðar — ekki yfir neinu sérstöku heldur er gleði þeirra sjálfhverf og óper- sónuleg. Annað er uppi á ten- ingnum i textunum við mynd- irnar. Þeir eru mjög persónu- legir og kumpánlegir: ,,Við (Þú og ég) viljum rósótt föt I sum- ar.. okkur finnst... við saum- um... okkur liður vel i frotte-föt- um... þú ert... þú litur vel út ef... þér finnst.... o.s.frv.” Samskipti kvenna A flestum myndunum er að- eins ein kona. Stundum eru þó fleiri en ein fyrirsæta á mynd- unum en það er áberandi að þeim er stillt upp eins og þær séu einar. Samvinna eða sam- skipti eru hverfandi litil. Við skulum lita á myndina af stúlkunum tveimur á bekknum. Þær eru i bleikum og ljósbláum kjólum. 1 myndatextanum seg- ir: ,,þaö er svo fallegt og gott aö vera i silkifötum” (!) Myndin á sem sagt að sýna velliðan og fegurð. Sambandsleysi kvenn- anna er algert. Sú til vinstri horfir dreymandi út úr mynd- inni til vinstri og sú til hægri horfir niður i grasið við fætur sér. Þær snúa hvor frá annarri, lokaðar og sjálfhverfar, sokkn- ar niður i drauma sina. Um hvaö skyldi þær vera að dreyma? (Alveg áreiðanlega ekki um sósialska byltingu) Stundum hlæja fyrirsæturnar hver framan i aðra en oftast horfa þær jafnframt á eitthvað langt i burtu. Stundum snertast þær en þrátt fyrir nálægðina eru þær undarlega fjarlægar hvor annarri, lokaðar inni i sjálfri sér og fullar af sjálfsdýrkun (narkissisma). Það eina sem þær eiga sameiginlegt er þessi hrifning og gleði yfir eigin feg- urð segir Maria Bergom- Larsson og i þvi felast einu tengsl kvenna I heimi tiskunnar. Tískan ogkynferöiö Sjálfhverfar og smábrosandi fyrirsætur blasa við okkur á mynd eftir mynd. Margar eru dreymandi. Hvers vegna? Langar þær i eitthvað? Hvað skyldi þær langa i? Það er ekk- ert sérlega langsótt að imynda sér að þær langi i eitthvað af þessum fallegu fötum sem eru á myndunum — langi til að kaupa þau. En fötin eru vitaskuld ekki markmið i sjálfu sér heldur eru þau til þess ætluö að gera kon- urnar aðlaðandi og kynþokka- fullar. Fyrir hvern? Karlmenn koma þessu máli ekkert við á tiskumyndunum. Langanir kvennanna beinast allar að þeim sjálfum: fallegum fötum, fallegum hlutum sem þær skreyta sjálfar sig með svo aö þær verði girnilegri á markaðn- um. Mynd sú sem Maria Bergom- Larsson dregur upp af konum I heimi tiskunnar er ekki sérlega glæsileg. Konurnar eru óvirkar, sjálfhverfar og sjálfsdýrkandi brúður. Þær sýna litið af tilfinn- ingum og vissulega enga vits- muhi. .. en þær geta keypt föt. A næstu siðu sem við höfum verður haldiö áfram úttekt Mariu á tiskunni og þeirri hug- myndafræði sem i henni er fólg- in ásamt þvi hvernig fariö er að þvi að selja góssiö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.