Þjóðviljinn - 04.12.1977, Side 4

Þjóðviljinn - 04.12.1977, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. desember 1977 Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjdri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Clfar Þormóösson, Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Sföumúla 6, Sfmi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Samfylking um pólitísk viðfangs efni verkalýðs hreyfingarinnar Núverandi rikisstjórn lét það verða eitt af sinum fyrstu verkum að framkvæma stórfelldari kjaraskerðingu en dæmi voru til um áður á jafnskömmum tima. Með þessari afstöðu sinni og athöfnum kallaði rikisstjórnin yfir sig andstöðu verkalýðs- hreyfingarinnar og þeirra pólitisku afla sem þar höfðu og hafa forystu. 1 fyrstu reyndi verkalýðshreyfingin að sækja á með almennum faglegum vamaraðgerð- um, en það tókst þó ekki betur en svo að kaupmáttur launanna hélt áfram að skerðast þrátt fyrir nokkrar kauphækkan- ir, ,,rauð strik” og fleiri samningsatriði sem áttu að vega upp á móti kjaraskerð- ingarstefnu rikisstjómarinnar. Frammi fyrir þessari stefnu rikisstjórnarinnar annars vegar og reynslunni af kjarasamn- ingum undanfarinna missera og skerð- ingu kaupmáttar stóð siðasta þing Al- þýðusambands íslands, sem haldið var fyrir réttu ári. Það þing lagði þess vegna ekki einasta áherslu á hina faglegu sam- stöðu og kjörin i þrengstu merkingu, held- ur einnig sérstaklega á ýmis pólitisk mál. Þannig samþykkti ASÍ-þingið ályktun þar sem skorað var á rikisstjórnina að segja af sér. Jafnframt lagði þingið áherslu á nýjar baráttuaðferðir: í fyrsta lagi var lögð áhersla á eina aðalkröfu um 100.000 króna lágmarkslaun. í öðm lagi var lögð áhersla á nýjar baráttuaðferðir til þess að fylgja þeirri kröfu eftir. í þriðja lagi var lögð áhersla á launajöfnunarstefnu. Allt þetta gekk eftir. Verkalýðshreyfingin sneri vörn i sókn: haldist sá kaupmáttur sem samningarnir gera ráð fyrir þegar kemur fram á næsta ár hefur verkalýðs- hreyfingin náð myndarlegum og eftir- minnilegum árangri. Megninástæðan er sú að verkalýðshreyfingin bar gæfu til þess að tvinna saman hina pólitisku og hina faglegu baráttu. Þessi reynsla sýnir að verkalýðshreyf- ingin getur knúið fram kauphækkanir, betri kaupmátt, gegn fjandsamlegri rikis- stjórn. Hins vegar sýnir reynslan einnig að til þess að verja þessar kauphækkanir þarf styrkur verkalýðshreyfingarinnar pólitiskt að verða enn meiri en hann er nú. Atvinnurekenda flokkar, pólitiskir fulltrú- ar Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna — hafa yfirgnæfandi meirihluta á alþingi. Það er þess vegna ljóst að það þarf bæði sterka pólitiska og faglega samstöðu til þess að verja þau kjör sem unnist hafa með verkföllum og hörðum stéttaátökum i siðustu kjarasamningum ASÍ og BSRB. Kosningabaráttan að vori mun standa um það að verja kjörin, hún mun snúast um það hvor aðilinn verður sterkari, sá sem styður hagsmuni verkalýðsins eða sá sem stendur með atvinnurekendum. 1 þeim efnum liggja staðreyndirnar ljósar fyrir: Annars vegar er Alþýðubandalagið, hins vegar Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Alþýðuflokkur- inn hefur kosið að róa á mið Glistrupis- mans eftir fylgi að vori þannig að megin- andstæðurnar eru óumdeilanlega þær sem nefndar voru. Komi Alþýðubandalagið enn sterkara út úr kosningunum að vori en það er nú mun styrkur þess ráði úrslitum i sókn og vörn verkalýðshreyfingarinnar. Komi rikisstjórnarflokkarnir sterkir út verður staða verkalýðsins veikari en áður. Þess vegna verða kosningarnar að vori kosningar um kjörin, kosningar stétta- baráttunnar og hinnar nýju sjálfstæðis- baráttu. Verkafólk og launamenn á íslandi sýndu það i kjaraátökum ASí og BSRB á þessu ári að samstaðan tryggir árangur, sigur, jafnvel þótt i landinu sitji fjandsamleg rikisstjórn. Sama samstaðan þarf að einkenna hina pólitisku baráttu verkalýðshreyfingarinnar — allra is- lenskra launamanna — á næsta vori. Kosningar eru samfylking um pólitisk viðfangsefni — kjarabarátta er sam- fylking um faglegar kröfur. Hundrað sólarorkustöðvar Fyrir skömmu samþykktu visindamenn CMEA-landanna ýtarlega áætlun um sameiginlegar rannsóknir á sviði nýtingar sólarorku. Er þetta verk mjög mikilvægt f yrir orku- iðnað framtíðarinnar. / Glitrandi skál safnglersins snýst hægt eftir sólarganginum til þess aö safna heitum straumi sólargeislanna. Hinn stóri spegill safnar geislunum beint og veitir þeim inn í röð sólarrafhlaða. Raf- orkan sem sólargeislarnir framleiða er notuö til þess að knýja hreyfil litillar dælu sem dælir dýrmætu vatni upp af 20 metra dýpi þessa sólbakaða lands, 1.5 rúmmétra á klukku- stund. Þannig starfa sovéskar sólarorkustöðvar á gresjum Kara Kum-eyðimerkurinnar. t mörgum lýðveldum Mið-Asiu er stunduö kvikfjárrækt. Búféð er rekið á graslendi. ósjaldan þarf að flytja þangað vatn á bilum jafnvel með þyrlum eða flugvél- um. Rúmmetri af vatni getur kostað 27—29 rúblur. Ekki alls fyrir löngu fundu visindamenn ferskt neðanjarðarvatn i Kara Kum-eyðimörkinni. Liggur það á 200, 600 og sums staðar 1000 metra dýpi. Það krefst mikillar orku að ná vatninu upp á yfir- borðið. Óhagkvæmt er aö nota diselvélar til þess, þvi það kostar bæði vélamenn og eldsneyti. Þarna kom sólarorkudælan til sögunnar, handhæg og auðveld i notkun. Þegar sól skín ekki? Þetta er svo sem gott og blessað segja efasemdamennirnir, en hvað gerist þegar ekki er sólskin? Sólin er óáreiðanleg orkulind; það getur verið skýjað og þá stöðvast vélarnar. Gætum að hvað reynslan sýnir. 1 Túrkmeniu eru t.d. að meðaltali 320—350 sólskinsdagar, eða nánar sagt 2700—3275 sólskinsstundir á ári. Þetta er alveg nóg til þess að tryggja rafmagn og vatn, ekki aöeins á gresjunum, heldur og á I austri og vestri er leitað að hagstæðum orkugjöfum afskekktari bólstöðum. Og svo er einnig hægt að safna vatninu i geyma og raforkunni i rafhlöður. Sólarorkustöðvar eru þó ekki enn orðnar aðalorkugjafinn i eyðimörkinni. Stærsti galli þeirra er hve raforkuframleiðslan er dýr. Raforka framleidd i sólar- orkustöð er nálega 500 sinnum dýrari heldur en sú sem vatns- orkustöðvar framleiða. Þess vegna er notkun þeirra enn tak- mörkuð. Margbreytileg notkun Nú eru um 100 litlar sólarorku- stöðvar starfræktar i Sovétrikj- unum. Þær eru notaðar nyrst á norðurslóðum, lengst i suðri, i Kaliningrad-héraði i vestri og á austurströndinni. Sólarorku- stöðvarnar eru notaðar i hinum ólikustu greinum atvinnulifsins, t.d. koma þær sjómönnum að gagni. A afskekktum stað i Barentshafi er raforka framleidd handa vita með sólarorkustöð. A sumrin yfir siglingatimann er þarna nægilegt sólskin. Sams konar vitar eru starfræktir við Eystrasalt (i Kaliningrad) og viö Logavatn. Við BAM-járnbraut- ina i Tsjitahéraði eru sóiarorku- stöðvar notaðar til raforkufram- leiöslu fyrir veðurstöðvar. Aj gaslindasvæðum Mið-Asiu fram- leiða þær orku fyrir endurvarps- stöðvar. Sólargeisla má nota til að kæla ' ibúöir. Sólarorkuloftkæling hefur verið sett i tilraunahús i Turkmeniu. Hefur hún starfað i ' tvö ár, án þess að bregðast. Unnið er nú að þvi að hanna samskonar hitakerfi. Á það ber að leggja áherslu, að sólarorkustöðvar hafa verið starfræktar i a.m.k. 10 ár án þess að bregðast. Endast þær betur en margar þær vélar sem iðnaður nútimans framleiðir. Framtíðin Hvaða framtið eiga sólarorku- stöðvar fyrir sér? Verður notkun þeirra útbreidd? Við lögðum þessar spurningar fyrir N.S. Lidorenko, kunnan sovéskan sér- fræðing i orkumálum. Ég er þess fullviss, sagði hann, að sólarorkustöðvarnar eiga mikla framtið fyrir sér. E.t.v. verða þær aðalorkugjafinn á næstu þúsund árum. Orkuforði hnattarins fer smám saman þverrandi. Sérfræðingar telja að efnafræðilegt eldsneyti, s.s. kol, olia og gas muni aðeins endast i 150 ár. Margir lita á kjarnorkuver sem framtiðarlausnina. En þar er við mörg alvarleg vandamál að glima. Bæði kjarnorku- og efna- fræðilegt eldsneyti mengar um- hverfið með geislunum og úrgangsefnum er myndast við brennslu þeirra. Þetta þýðir það að við þurfum að koma upp öflug- um geislunarvörnum, hreinsi- stöðvum og geymslum fyrir geislavirk úrgangsefni, en það er bæði kostnaðarsamt og veitir ekki 100% tryggingu. Sólarorkan veldur ekki um- hverfismengun og er i reynd óþrjótandi næstu ára þúsund- irnar. í þvi felast gifurlegir yfir- burðir hennar. Jólahangikjötið komið ! Hálfir skrokkar, læri, frampartar, hryggir, Einnig fæst úrbeinað hangikjöt í lofttæmdum umbúðum. REYKIÐJAN HF. SMIÐJUVEGI 36 © 7 63 40 vísindi og samfélag Framfarir i geimtækni urðu til þess að sólarorkustöðvarnar voru fullkomnaðar. Sólarorkurafhlöð- ur voru i fyrsta sinn notaðar i þviðja sovéska gervihnöttinn árið 1958. Siðan hefur rannsóknum á þessu sviði fleygt fram. Sovétrik- in gegna nú forustuhlutverki á þvi sviði að breyta sólarorku i raforku. Visindamenn CMEA- landanna hafa tekið saman hönd- um um fullkomnun sólarorku- stöðva. Rannsóknirnar verða framkvæmdar samkvæmt einni samræmdri áætlun. Þetta starf hefur mikið bæði hagnýtt og fræðilegt gildi. Rannsóknir á grundvallarlögmálum eðlisfræði færa okkur nær þvi marki að þekkja eðli rafmagnsins i efninu. Ráðstafanir til þess að draga úr kostnaði við sólarorkustöðvarnar skipta afarmiklu máli i sambandi við hagkvæmni þeirra. Margir sérfræðingar telja að verð sili- contrasistora muni á næstu 10—15 árum lækka niður i aðeins brot af þvi sem það er nú. Þegar allt kemur til alls kostar kiló af efni sem notað er við gerð sólarorku- rafhlaðna aðeins um rúblu. Það er hreinsun efnisins sem er dýr. En aðferðirnar fara stöðugt batn- andi. Sólarorkustöðvarnar 100 eru þannig aðeins byrjunin. Og litlar tilraunastöðvar eru undirstaða að háorkustöðvum framtiðarinnar sem munu vinna hreina, ókeypis orku úr sólinni. — APN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.