Þjóðviljinn - 10.12.1977, Side 2

Þjóðviljinn - 10.12.1977, Side 2
2 StPA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 10. desember 1977 AF KÓLESTRÓL Það hefur mjög farið í vöxt á undanförnum árum að stofnaðsétil einhverrar úlfúðar milli bænda annars vegar og fólks í þéttbýlinu hins vegar. Slik misklíð á sér upphaf í þeirri stað- reynd að annar aðilinn f ramleiðir neysluvöru, en hinn neytir hennar. Hinir fyrrnefndu fá of litið fyrir sinn snúð, en hinir síðarnefndu þurfa að borga of mikið fyrir framleiðslu bænda. Sannleikurinn er vist sá, að mestur hluti bændaá fslsndi lepur dauðann úr kúskel, landbúnaðarafurðir eru allt of dýrar, en peningarnir lenda einhvers staðar ,,annars staðar" eins og sagt er. Haft er fyrir satt að bændur fái ekki nema helminginn eða tæplega það af því verði, sem neytendur þurfa að greiða, og er að sögn fróðra manna kominn tími til að fara að kíkja á það hvort ,,Sam- bandið" á einhverra meira en lítilla hagsmuna að gæta, til dæmis varðandi óhóflegan og niðurgreiddan útflutning á búvörum. En nóg um það. Svo margir sérfræðingar hafa að undanförnu gripið til stílvopnsins til að benda á lausn landbúnaðarvandans að ástæðulaust er að ég fávís maðurinn bætist i þann marglita hóp. Hins vegar finnst mér leitt, þegar bænd- ur, sem eru alls góðs maklegir, gerast bros- legir úr hófi fram eða réttara sagt þeir menn sem sigla undir flaggi bændastéttarinnar, en eru í raun og veru harðir fulltrúar þeirra milliliða, sem að margra dómi eru öðru frem- ur valdir að því öngþveiti sem skapast hef ur í markaðsmálum bænda. Slíkt hef ur óneitaniega gerst að undanförnu. Markaðsmál landbúnaðarins hafa öðrum málum fremur verið í brennidepli, og virðast forsvarsmenn bænda, Framleiðsluráðs og Sambands á einu máli um það að neytendur séu hættir að éta mat úr sveit, af því að þeir hafi verið dáleiddir af áróðri illmenna, sem vilji landbúnað feigan á (slandi. Versti andskoti landbúnaðar á íslandi er að þeirra dómi Jónas Kristjánsson, sem er þeirr- ar skoðunar að búsmali bænda sé ekki „heil- agar kýr" fremur en bændur sjálfir,og hefur verið talsvert ómyrkur í máli um þessi efni að undanförnu. Gegnustu bændur, menn sem jafnvel hafa verið orðaðir við mannvit, hafa geystst framá ritvöllinn eða í útvarp og sjón- varp og haldið því fram að áróðursherferð óvina bænda sé orsök offramleiðslu á búvör- um. Áróðursmeistararnir eru svo — að Jónasi undanskildum — vísindamenn, læknar, mann- eldisfræðingar og aðrir vísindamenn, sem komist h'afa að þeirri niðurstöðu að kyrrsetu- mönnum sé dýrafita lífshættuleg. Læknar segja hjarta- og æðasjúklingum umbúðalaust, aðef þeir vilji f restaþvísvolítið að drepast, þá beri þeim að draga úr, og helst leggja niður, neysluá nýmjólk, rjóma, smjöri, feiti, mjólk- urosti, tólg og f eitu kjöti, en auka af tur á móti neyslu grænmetis, ávaxta kartaflna, undan- rennu, fisks og kornmetis. Þessu hafa svo bændasamtökin svarað með því að herða á auglýsingum á þeirri fæðu,sem sérfræðingar telja bráðdrepandi, og halda henni í skaplegu verði. (Mjólk , smér, rjómi, hnakkaspik, bringukollar og síðubitar), en hækka þær afurðir, sem drepa mann hægar (nautakjöt 100% undanrenna 68%) svo úr hóf i að Ijóst er, að landslýð er ekki ætlaður hægur dauðdagi. Þá hefur verið bent á, að sennilega væri hægt að auka neyslu á búvörum með því að auka niðurgreiðslur, fella niður söluskatt á landbúnaðarafurðum, banna fisk og græn- meti. Hjartaslög og önnur viðmóta tískufyrir- brigði vaða nú uppi í öllum velferðarþjóð- f élögum, og fólk er að reyna að f reista þess að halda i líftóruna og fresta þvi að geispa gol- unni. Sumir halda að ráðið sé að fara eftir því sem læknar segja, borða magarín, sakkarín, kornmat, grænmeti, svart kaff i og sykurlaust, nautakjöt og f ugla. Svona hugsunarháttur ber ekki vott um mikla þjóðhollustu, og ættu landsmenn að vera þess minnugir að eitt sinn skal hver, hvort sem er, deyja, en bændur í landinu, framleiðsluráð þeirra og Samband íslenskra Samvinnufélaga verða að lifa áfram. Lausnin á vanda dreifbýlisins er sú, að þétt- býlingar hefii rjóma-, smér- og fitusvall þar til yfir lýkur, og ostafjöll, smérfjöll, ketfjöll og aðrir kólestrólfjallgarðar munu hverfa eins og dögg fyrir sólu. Upplagt er að nota fæðingarhátíð frelsarans, jólin, til fram- angreinds svalls. Og þá fer vel á þvi að syngja gamla jólalagið: Nú skal halda heilög jól, háma i sig kostinn, kræsingar og kólestról, þótt kransæðin sé brostin. Flosi. Guðmundur Framhald af 20 síöu. meistari unglinga um siöustu áramót. Skákin varö hvorki fugl né fiskur, þvi eftir aöeins tólf leiki bauö Diesen jafntefli sem ég þáöi. Snemma dags þriöju umferö- arinnar fékk Guömundur aö vita aö andstæöingur hans, undrabarniö Shóel Benjamin, væri veikur og gæti ekki teflt. Benjamin, sem er aöeins 13 ára gamall, hefur svo sannarlega komið skemmtilega á tívart i þessu móti þvi i fyrstu og ann- arri umferö vann hann tvo reynda og þekkta skákmeistara þá Soltes og Valvo. Guömundur tefldi siöan þessa skák viö Benjamin i gærkvöldi. Skákjn varð mjög flókin og spennandi. Guðmundi sem hafði svart, tókst meö ná- kvæmri taflmennsku aö ná frumkvæðinu, en heldur ekki mikið meira. Benjamln varöist öilum vinningstiiraunum af mikilli nákvæmni. Eftir 48 leiki var siðan samiö um jafntefli. En ég varö sem sagt að ganga óstuddur til leiks f 3. umferö gegnPeterBisias, hafði hvittog komst litið áleiöis gegn slavneskri vörn. 1 miötaflinu varö gamla manninum fóta- skortur og kom upp drottning- arendataflþar sem ég haföi peöi meira. En meö góðri vörn tókst honum þó að halda sinu.og skák- inni lauk með jafntefii. Fjóröa umferðin gekk ekki átakalaust fyrir sig. Guðmund- ur var aftur i sviðsljósinu, nU gegn litt þekktum skákmanni Watson að nafni. Þeir tefldu franska vörn og varö skákin snemma geysiflókin og skemmtileg. Watson tefldi af mikilli dirfsku og hugmynda- flugi og þar kom að Guömundur varð að sætta sig viö jafntefli. EnWatson vildimeira,og þegar hann hugöist skáka drottningu Guömundar á e4 af meö riddara á f2 sást honum yfir biskup sem stóð á a7 og gat einfaldlega hirt þennan vigreifa riddara. Annað eins orðbragö og for- mælingar hefur maöur sjaldan heyrt eins og þegar Watson upp- götvaði mistök sin. En Guö- mundur sat eftir rólegur sem endranær, en ánægjuglottið leyndi sér þó ekki. Viö skulum virða fyrir okkur hvað gerðist: Hvitt: Guömundur Sigurjtíns- son. (Kgl, De3, Ba7, Rd2, Hal, Hbl, h2, g3, a5, c2, d5.) Svart: Watson. (Ka8, Dc6, Hh8, Hf6, Rf4, b7, e5, g7) Watson lék hér i 28. leik ....Dxd5? Hann hélt sig vera aö vinna skákina, en hefði hann leikið ...28. Rh3+ 29. Khl - Rf2 heföi hann t.d. tryggt sér öruggt jafntefli. Framhaldiö heföi orö- ið 30. Dxf2 Hxf2. 31.dxc6Hhxh2 og þráskákar. Ég tefldi viö Henly og átti slæman dag. Eftir örfáa leiki var ég kominn i mjög erfiöa stööu sem vart gat annaö en hriðversnað. Henly vann svo skákina i 54. leik. Viö vorum ansi þaulsetnir viö borðiö I 5. umferöinni. Ég haföi hvitt gegn Larry Evans og fékk nákvæmlega ekkert út Ur byrj- uninni. Afram hélt þó tafliö, og aðþvikomaömértókstaö plata hann i mjög flóknu endatafli. 1 61. leik, eftir sex klukkustunda baráttu, gafst hann svo upp. Guðmundur hafði svart gegn Brasker. Skákin fór I biö eftir 60 leiki og er staöan mjög jafntefl- isleg. Þeir héldu svo áfram i morgun, og endaöi skákin meö jafntefli. Staöa efstu manna er þessi: 1. Lein Sovétrikjunum 4.5 v. 2. -4. Disen USA, Fedrowic USA og Guömundur Sigurjónsson 3.5v. 5.-6. Rohde USA og Soltis USA 3 v.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.