Þjóðviljinn - 10.12.1977, Side 4
4 SÍÐA — ÞJóÐVIfcJINN Laugardagur 10, desember 1977
Málgagn sósialisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis.
Otgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Óiafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson.
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Sföumúla 6, Simi 81333
Prentun: Blaöaprent hf.
Hákarlarnir,
eða bara
sardínurnar?
Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra
og formaður Framsóknarflokksins, sendi
Þjóðviljanum bréf i fyrradag. Hann segist
þar ekki ætla að veita syndurum neina af-
lausn: aðeins verði tekið við þvi fé inn á
opnu gjaldeyrisreikningana sem aflað
hefur verið með lögmætum hætti. Fróð-
legt verður að sjá hvernig Ólafur
Jóhannesson ætlar að koma þessu i fram-
kvæmd en hann lætur ekkert uppskátt um
framkvæmdina i nefndu bréfi. I bréfinu til
Þjóðviljans minnist ráðherrann heldur
ekki á hvernig hann ætlar að snúa sér
gagnvart þeim aðilum sem eiga stórfelld-
al innistæður erlendis — oft með ólög-
legum hætti: Bréf hans bendir þvert á
móti til þess að viðskiptaráðherrann og
formaður Framsóknarflokkins sé með
hugann við það eitt að ná inn fé þeirra sem
eiga smærri gjaldeyrisupphæðir i erlend-
un bönkum. Þó er vitað að fáeinir stór-
laxar eiga verulegar fjárfúlgur i er-
lendum bönkum. í útvarpinu i fyrrakvöld
neitaði Albert Guðmundsson, efsti maður
á lista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik, að
hann ætti gjaldeyrisinnistæður i Banda-
rikjunum eða Danmörku. Hins vegar neit-
aði hann að svara þeirri spurningu hvort
hánn ætti gjaldeyrisinnistæður i frönskum
bönkum. Hann benti þó á til áréttingar að
hann hefði verið i Frakklandi i 14 ár.
Þessi neitun Alberts Guðmundssonar á
þvi að svara mikilvægum spurningum er
ákaflega fróðleg. Hún ætti einnig að verða
viðskiptaráðherra landsins ihugunarefni.
Vill viðskiptaráðherrann beita sér fyrir
þvi að kannaðar verði innistæður hákarl-
anna erlendis, eða á að láta nægja eins og
fyrri daginn að elta uppi sardinurnar? Vill
Albert Guðmundsson ekki samþykkja það
að fram fari opinber athugun á fjárreiðum
heildsala erlendis? óliklegt er að hann
hafi á móti þvi, maðurinn, sem lýsti sig
reiðubúinn til þess að fela opinberum
aðilum rannsókn mála vegna prófkjörs-
kostnaðar einstakra frambjóðenda. Varla
ætti slikur riddari réttlætisins að geta sett
sig upp á móti rannsókn á gjaldeyrisinni-
Margir
flokkar undir
sama nafninu
í grein hér i Þjóðviljanum á fimmtu-
daginn var minnt á að Sjálfstæðisflokkur-
inn hefði i raun skipst uþp i marga stjórn-
málaflokka sem störfuðu undir sama
nafninu. Albert Guðmundsson staðfesti
þessar athugasemdir Þjóðviljagreinar-
innar i úvarpsþætti i fyrrakvöld. Hann
sagði að innan flokkseigendafélagsins,
sem er einn valdahópurinn i Sjálfstæðis-
flokknum, starfaði sérstakur sértrúar-
flokkur með Geir Hallgrimsson i broddi
fylkingar. Þetta eru athyglisverðar upp-
lýsingar frá Albert Guðmundssyni! For-
sætisráðherra landsins er samkvæmt
þessum upplýsingum eins konar æðsti-
stæðum íslendinga erlendis hvar sem þær
innistæður kunna að vera geymdar.
Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra,
er einnig yfirmaður gjaldeyrismálanna og
bankamála. Honum ber þvi skylda til þess
fyrstum manna að ganga ákveðið fram i
þvi að forsendur spillingarinnar verði
upprættar og það tafarlaust. Það verður
fylgst með athöfnum sem athafnaleysi
viðskiptaráðherrans á þessu sviði. Frétt-
irnar um inneignir íslendinga i einum
dönskum banka eru alvarleg krafa um at-
hafnir. Kannski að ólafur gæti leitað ráða
hjá Albert Guðmundssyni efsta manni á
lista Sjálfstæðisflokkisns i Reykjavik? —
s.
prestur i sértrúarsöfnuði og Styrmir Gunn
arsson ritsjóri væntanlega kapellán. —
Þannig er Sjálfstæðisflokkurinn kominn
eftir forystu Geirs Hallgrimssonar i
nokkur ár5 kjósendur, sem greiða Sjálf-
stæðisflokknum atkvæði vita ekki hvað
þeir eru að kjósa: Flokkurinn er orðinn
■ haugur, hrúgald glundroða alls konar
gjörólikra sjónarmiða. Sjálfur er Geir
aðeins æðsti prestur i sértrúarsöfnuði —
innan flokkseigendafélagsins x. Hann er
formaður i broti af broti af Sjálfstæðis-
flokknum. Undir forystu hans er Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem fyrrum var sterk-
asta stjórnmálaaflið i landinu að liðast i
sundur, forysta Sjálfstæðisflokksins er
einna likust ráðherrum i samsteypustjórn
margra flokka. Geir Hallgrimssyni hefur
ekki einu sinni tekist að halda „flokkseig-
endafélaginu” saman, hann er i besta falli
formaður i fámennri sértrúarkliku. Völd
hans byggjast á þvi að formaður annars
flokks, ólafur Jóhannesson afhenti honum
lykilinn að stjórnarráðinu. s.
Ad beygja
sannleikann undir
stílbrögdin
Andrew Gilchrist sem eitt
sinn var sendiherra Breta á Is-
landi hefur gefið út nokkurs
konar endurminningar sinar frá
Islandsárunum. Þau voru all-
söguleg, þroskastriöiö vegna 12
milna landhelginnar og póiitisk
átök hér innan lands. Andrew
Gilchrist hefur þann kost aö
vera skemmtilegur, og iðulega
lætur hann staðreyndirnar,
sannleikann, lönd og leið, ef það
þjónar betur stilbrögðunum. En
i bókinni eru samt sem áður
býsna fróðlegar upplýsingar um
utanrikisþjónustu Bretaveldis
og um afstöðu sendiherrans til
einstakra stjórnmálaafla á Is-
landi á sinum tima.
Þekkti kommún-
isma og
silungsveiði
Hann segir I upphafi bókar-
innar „Þorskastrið og hvernig á
að tapa þeim” frá þvi hvers
vegna hann varð fyrir valinu
sem sendiherra á Islandi: Tveir
eða þrir menn höföu neitaö að
fara til íslands. Þá vildi svo til
að vinur hans i stöðunefndinni
mundi allt i einu eftir Gilchrist.
Hafði Gilchrist minnt á tilveru
sina með þvi að senda vininum
kort frá silungsveiði i Taupo-
vatni á Nýja-Sjálandi. Vinurinn
dró óðara þá ályktun að
Gilchrist hlyti að hafa vit á fisk-
veiðum og spuröi: „En Andrew
Gilchrist? Ég held að hann viti
þó nokkuö um fiskveiðar.”
Stöðunefndin greip „hálmstrið
fegins hendi”, segir I bókinni og
„ekki spillti þaö fyrir að annar
gamall vinur minn sagði að
kommúnismi væri meginvand-
inn á tslandi og spurði hvort
Andrew hefði ekki verið sér-
fræðingur I kommúnisma I
Þýskalandi. Það var reyndar
heldur ekki satt,en kannski vissi
ég meira um kommúnismann
en um þorskveiðar.”
Gilchrist heldur áfram um
ógnir kommúnismans: „A fundi
sem haldinn var i utanrikis-
ráðuneytinu einum eöa tveim
dögum siðar til að setja mig inn
i starfið var mér dyggilega bent
á ógnunina sem stafaði af
kommúnisma á Islandi og að öll
vandræði okkar af fiskveiði-
mörkunum stöfuðu af ráða-
bruggi islenska kommúnista-
flokksins til að þjóna hagsmun-
um Rússa.
Formenn flokkanna
spila bridge
Ég minnist þess að þegar ég
hafði dvalið eitt ár á Islandi
sagði ég vini minum að stjórn-
málamenn á tslandi væru fyrst
og fremst Islendingar og siðan
stjórnmálamenn og aö formað-
ur ihaldsflokksins og formaður
kommúnistaflokksins spiluðu
saman bridge á hverju Iaugar-
dagskvöldi og hefðu náið sam-
starf um allt sem lyti að fisk-
veiðideilunni. Þó að þetta væri
engan veginn nákvæm lýsing I
einstökum atriðum var þessi
einföldun mála sannari en þær
hugmyndir sem ráðamenn i
London virtust hafa. Samt tók
ég eftir þvi að meðan þriðja
þorskastriðið stóð virtist utan-
rikiáráðuneytiö enn fræða bresk
blöð um illvilja kpmmúnista.”
Kom ráöherra
í rúmid
Andrew Gilchrist segir i bók-
inni einnig frá skemmtilegum
þáttum úr daglegu lifi. Til dæm-
is:
„Islenskir stjórnmálamenn
drekka jafnmikið og aðrir og
njóta einnig umburðarlyndis
þjóðarinnar gagnvart þeim sem
drekka of mikiö við hátiöleg
tækifæri. Oftar en einu sinni hefi
ég borið islenskan ráðherra út i
bilinn sinn og einu sinni kom ég
nokkuð stórvöxnum ráðherra I
rúmið og fannst engum neitt til
um það.”
Hákarlaverkun
r
Islendinga
Og annað dæmi um hákarlsát
íslendinga:
„Við og við rekur dauöan há-
karl i fjörur á Islandi. Sá sem
finnur rekinn hákarl, flýtir sér
að grafa hann og merkir stað-
inn. Oítast nær sópar næsta flóð
merki hans burt. Ef það gerist
ekki kemur hann aftur að
nokkrum mánuðum liönum og
grefur hræið upp.”
helstu einkenni Islendinga: „al-
úð, gestrisni, tryggö, bráölyndi,
virðing fyrir bókmenntum og
listum, töluvert skopskyn og
nokkur undirhyggja i umræðum
og deilum.”
Margir málarar á
hvern ferkílómetra
Og hann veitir ýmsu athygli á
Islandi:
„Þaö er bæði furðulegt og
hyglisvert hversu mikiö er i
listmálara á tslandi. Frá ]
fyrir um það bil 80 árum he
áhugi á listum aukist svo m
að nú eru fleiri listmálarar
hvern ferkilómetra á tslandi
i nær nokkru öðru landi.”
Margt fleira mætti rekja fr<
legt og skemmtilegt úr b
Andrews Gilchrist. Það verð
gert siðar. _