Þjóðviljinn - 10.12.1977, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. desember 1977
Námsmenn mótmæla:
Óhagstæðustu lánin
— námslán eru að fullu vísitölutryggð
Siöast liöinn fimmtudag söfn-
uöust námsmenn fyrir utan Al-
þingishúsiö til aö mótmæla skertu
framlagi til Lánasjóös islenskra
námsmanna á fjárlögum næsta
árs. Aðeins er gert ráð fyrir aö
unnt veröi að veita námslán sem
nema 85% af umframfjárþörf
hvers og eins. A þinginu 1970-’71
var þvi lofað aö áriö 1975 myndu
námsmenn fá lán er næmi 100%
af umframfjárþörf þeirra, sam-
kvæmt mati Lánasjóðsins, en
efndirnar hafa heldur betur látiö
á sér standa. Lánasjóöur hefur
metiö fjárþörf námsmanns sem
býr utan foreldrahúsa á 82.300
krónur á mánuði, en að óbreyttu
ástandi verður ekki unnt aö lána
nema 85% af þeirri upphæö eöa
69.995 krónur.
Við leituðum til Guðmundar
Magnússonar ritstjóra Stúdenta-
blaðsins, til að fá frekari upplýs-
ingar um aðgerðirnar á Austur-
velli.
Einn liöur i þessum aögerðum
var að afhenda fjárveitingar-
nefnd áskorunarbréf frá náms-
mönnum, sagði Guðmundur.
bessi bréf voru undirrituð af
nemendum allra þeirra skóla
sem eiga aðild að Lánasjóðnum
og fólu i sér áskorun til fjárveit-
inganefndar um að hækka fram-
lagið til Lánasjóðsins upp i 100%.
Fyrir hönd fjárveitinganefndar
tók Steinþór Gestsson við bréfun-
um.
En við vorum ekki einungis að
mótmæla þessari 15% skerðingu,
sagði Guömundur. Við vorum um
leið aðmótmæla nýjum úthiutun-
arreglum um námslán sem gengu
i gildi nú i haust og enn fremur
lögunum um námslán frá 1976.
baö er oröiö þannig aö námslán
eru óhagstæöustu lán sem fyrir-
finnast i öllu heila lánakerfinu, og
athuga ber að þetta eru fram-
færslulán en ekki fjárfestingar-
lán. Lánin eru að fullu visitölu-
tryggð og afborganir af þeim
hefjast ári eftir að námi lýkur.
Margendurtekin svik
Viö spurðum Guðmund hvernig
námsmönnum hefði þótt til takast
meö mótmælin. Hann sagði að i
raun réttri bæri ekki að lita á
þessar aðgerðir sem venjulegan
mótmælafund; það hefði ekki ver-
ið boðað til þessa sem fjölmenns
mótmælafundar, heldur væru
námsmenn fyrst og fremst að
leggja áherslu á kröfur sínar um
mannsæmandi kjör. „Við erum
alveg sæmilega ánægð með þátt-
tökuna þó við séum ekkert himin-
lifandi”. bað virðist vera talsverð
deyfð meðal námsmanna og
áhugaleysi varðandi brýnustu
hagsmunamál þeirra. bað á
reyndar sinar eðlilegu skýringar
sem er ekki sist margendurtekin
svik rikisvaldsins við námsmenn.
Fólk er sennilega bara hætt að
trúa þvi,að eitthvað gerist i þess-
um málum.
Eru einhverjar frekari aðgeröir
á döfinni hjá ykkur?
Af ramhaldandi upplýs-
ingastarf
— Við vitum að SINE (Sam-
band islenskra námsmanna er-
lendis) hefur i hyggju að halda
fund á næstunni til þess að ræöa
hvað þeir geti gert. Einnig er fyr-
irhugað framhald á þvi upplýs-
ingastarfi til almennings, sem
Frá mótmælastööu stúdenta viö Alþingishúsiö.
hófst með afhendingu dreifibréfs
á fimmtudaginn.
Eru ekki einhverjir velvilj-
aöir þingmenn?
Við væntum þess að þessar að-
gerðir okkar við Alþingishúsið
beri árangur. 1 næstu viku verða
umræöur um fjárlagafrumvarpið
á þingi og við vonumst til þess aö
einhver velviljaður þingmaður
taki þetta mál upp og leggi til að
upphæðin til Lánasjóðs islenskra
námsmanna verði hækkuð á f jár-
lögunum. „Baráttan heldur
áfram þar til fullur sigur vinnst”,
sagði Guðmundur að lokum.
— IGG
Formaður stúdentaráðs:
Viö viljum kynna
starfsemi deildanna
í Háskólanum
— fjöldinn veit ekki hvað þar fer fram
Sólrún Gisladóttir, formaður
Stúdentaráös, sagöi i stuttu
spjalli viö bjóðviljann. aö jafn-
framt þvi aö kynna almenningi
sjónarmið námsmanna i sam-
bandi viö iánamálin væri nauö-
synlegt aö kynna nemendum
sjálfum betur lánareglurnar.
betta er oröiö svo flókiö mál aö
þaö tekur heilmikinn tima aö
komast igegnum þaö. Viö höfum I
huga aö efna til slikrar kynningar
og enn fremur viljum viö fá geröa
könnun á námsálagi i hinum
ýmsu deildum Háskólans.
bað er vitað mál að vinnuálag
er orðið alveg gifurlegt i mörgum
deildum, allt upp i 70 vinnustund-
ir á viku. Og má vel hugsa sér að
það sé ein ástæðan fyrir þeirri
deyfð sem orðið hefur vart hjá
námsfólki I sambandi við félags-
málastarfsemi. Margir hafa
hreinlega ekki tima til slikra
starfa meðfram náminu, sagði
Sólriín.
bað helsta sem viö erum með í
bigerð er, eins og ég minntist á
áöan, að kynna námsmönnum
Sólrún Gisladóttir.
lánareglurnar og einnig höfum
við i hyggju að fá deildafélögin i
Háskólanum til aö kynna almenn-
ingi, i blöðunum, hvað fari fram
innan veggja skólans og hvaða
kröfur séu gerðar til námsins.
IGG
Tillaga tveggja
Sjálfsstæðismanna:
10% fækk-
un starfs-
fólks
Tveir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, þeir Eyjólfur K. Jóns-
son og Pétur Sigurösson hafa
lagt fram á Alþingi tillögu þess
efnis að rikisstjórninni verði
falið að beita sér fyrir sparnaði i
fjármálakerfinu. Skuli rikis-
stjórnin, að loknu jólaleyfi al-
þingismanna, leggja fram til-
lögur um fækkun starfsmanna
rikisbanka, Framkvæmda-
stofnunar rikisins og opinberra
sjóða um ailt að tiunda hluta og
samræmdar aðgeröir til sparn-
aðar og hagkvæmari rekstrar,
þ.á m. um sameiningu lána-
stofnana, skorður við óhóflegum
byggingum og fækkun af-
greiðslustöðva.
Tryggvi Þór Aðalsteinsson:
Einungis ver-
iö að hindra
að FSV eflist
Samband veitinga- og gistihúsaeigenda:
r
Agreiningur
um túlkun
kjarasamnings
Ot af bréfi SVG hafði bjóövilj-
inn samband við Tryggva bór
Aðalsteinsson hjá Menningar- og
fræöslusam bandi alþýöu sem
stýrt hefur trúnaöarmannanám-
skeiöunum. Hann sagði aö ljóst
væri aö uppi væri ágreiningur, en
túlkun veitinga- og gistihúsa-
eigenda væri ekki i samræmi viö
túlkun annarra atvinnurekenda
þar sem reynt heföi á hana.
Tryggvi ságði að hver trún-
aðarmaður hefði þennan rétt til
að sækja námskeið, þó aö aðeins
einn gæti farið frá hverju fyrir-
tæki á ári eins og stæði i samning-
um. Námskeiðin væru siðan sam-
komulagsatriði milli félaga og i
þessu tilfelli hefðu önnur félög
gefið grænt ljós á það að Félag
starfsfólks i veitingahúsum héldi
þetta námskeið i ár.
Um hvort kosning trúnaðar-
manna væri ólögmæt sagðist
Tryggvi bór ekki geta svarað, en
skv. lögum þarf hún ekki að vera
leynileg og ef henni verður ekki
við komið má tilnefna trúnaðar-
mann af viökomandi féiagi. bá
hefði það veriðhaft eftir veitinga-
manninum iAskiað samtök væru
milli atvinnurekenda um að koma
Iveg fyriraö trúnaöarmenn gætu
sótt námskeiðið, öfugt við það
sem SVG heldur fram.
Ég er þeirrar skounar, sagði
Tryggvi bór, að viðbrögö at-
vinnurekenda við þessari tilraun
Félags starfsfólks i veitingahús-
um að koma upp trúnaöarmanna-
kerfi sé einungis til að hindra að
félagið eflist svo,aö það geti stað-
iö vörð um rétt félagsmanna
sinna.
—GFr
bjóöviljanum hefur borist
greinargerö frá Sambandi veit-
inga- og gistihúsaeigenda vegna
forsiðufréttar um aö þaö brjóti
samninga meö þvi aö hindra
trúnaöarmenn i aö sækja nám-
skeið. t henni segir aö hér sé um
ágreining um túlkun á kjara-
samningum aö ræöa.
Segir aö SVG efi ekki rétt hvers
stéttarfélags til þess aö kjósa sér
trúnaðarmann, en I samningum
standi að aöeins 1 trúnaðarmaður
i fyrirtæki hafi rétt til aö sækja
námskeið á launum og skv. túlk-
un Vinnuveitendasambandsins
beri þvi starfsfólkinu að kjósa
sérstakan trúnaðarmann til að
fara á námskeið, en ef túlkun
Félags starfsfólks á veitingahús-
um yrði tekin gild táknaði þaö að
allt að sex trúnaöarmenn hinna
mismunandi verkalýösfélaga á
hverjum vinnustað gætu krafist
þess að fara árlega á námskeið á
fullum launum I staö eins.
Kostnaður fyrirtækisins yröi þess
vegna annar og meiri en til var
ætlast er um var samið.
bá segir i greinargerð SVG, að
FSV hafi hafnað umræðum um
þetta ágreiningsatriði, og enn-
fremur er þvi visaö frá aö veit-
ingamenn hafibundist samtökum
i að hindra fólk til að sækja nám-
skeiðið. beir hafi einungis verið
settir inn i málin.
bá segir að hvergi hafi farið
fram almennar kosningar meðal
starfsfólks til trúnaöarmanns. A
stöku stað hafi verið atkvæða-
greiðsla i einhverju formi, ein-
ungis þó meöal félaga FSV, en
viðast hvar hafi trúnaöarmenn
veriö skipaðir án undanfarandi
kosningar. __GFr.