Þjóðviljinn - 10.12.1977, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. desember 1977
Umsjón:
Dagný Kristjánsdóttir
Elísabet Gunnarsdóttir
Helga ólafsdóttir
Helga Sigurjónsdóttir
Silja Aðalsteinsdóttir
rikjandi þjóöfélagsgerð. Þær
lýsa yfir andstööu sinni við
kerfið sem byggir á og styður
með öllum ráðum „hana-
hyggjuna” (karlhyggju) sem
allsstaðar blasir við og jafnvel
sósialiskir karlar falla fyrir. Rót-
tækar konur vilja ekki veröa eins
og karlar. Þær vilja ekki enda-
laust láta troða á og fyrirlita þá
eiginleika sem kallaðir eru
„kvenlegir” en upphefja hina
sem nefndir eru „karllegir”, oft á
tiðum þá eiginleika sem hæfa vel
grimmu samkeppnis- og
auðvaldsþjóðfélagi Viö viljum
heldur ekki lengur reka baráttu
okkar upp á skilmála karlasam-
félagsins. Við viljum ekki lengur
vera þrælar sem vinna, tvö- og
þrefaldan vinnudag. Við krefj-
umst þess að allir sósial-
istar styðji róttækar konur i
þeirri baráttu að þær forsehdur
verði skapaðar aö við getum bæði
barist fyrir betra þjóðfélagi og
unnið fyrir okkur og börnum
okkar án þess að þurfa að vinna á
næsta ómennskan hátt.
Breytt gildismat
Við þurfum miklu meira fólk
bæði konur og karla til að vinna af
heilum hug að framgangi sósial-
ismans. Við þurfum fleiri rót-
tækar konur og karla sem eru
reiðubiíin að risa upp og krefjast
breytts gildismats á mannlegum
eiginleikum og manneskjulegri
samskiptahátta en borgaralegt
þjóðfélag leyfir. Og við þurfum
fleiri róttæka karla sem eru þess
reiöubúnir að varpa fyrir róöa
gamalgrónum uppeldisvenjum og
siöum og treysta konum I starfi
og félagsmálum, líta á þær sem
jafningja, uppörva þær og treysta
þeim fyrir rekstri þjóðfélagsins
til jafns við sig.
réttisbaráttu kvenna lið, þó ekki
ætið eins kröftuglega og skyldi.
Karlmenn i hópi sósialista þurfa
að lita i eigin barm. Vilji þeir
framfylgja jafnrétti kynja i reynd
verða þeir að taka heimilin með I
reikninginn. Oft þrifst misréttið i
skjóli þeirrar friðhelgi sem
einkalifiö nýtur og þess vegna er
e.t.v. misréttið hvað mest einmitt
á heimilunum.
Borgaraleg kvennabarátta er
ólik sósialiskri kvennabaráttu.
Borgarakonur vilja óbreytt
þjóðskipulag og þeirra mark og
mið er aðeins að ná sömu
réttindum og karlar.
Ekki upp á
skilmála
karlasamfélagsins
Róttæk kvennabarátta setur
markið miklu hærra. Róttæk-
ar konum vilja hafna
ista og þvi var það að á landsfundi
Alþýöubandalags i siðasta
mánuöi tóku konur á fundinum
sig saman og sömdu áskorðun til
karlkyns félaga sinna um aö lita
smávegis i eigin barm og aðgæta
hvort ekki væri þörf á þvi að
horfast hreinskilningslega i augu
viö sjálfan sig. Askorunin er
svona:
Róttæk
kvenfrelsisbarátta
Eins og kunnugt er, er langt frá
þvi að raunverulegt jafnrétti sé á
tslandi enda ekki við öðru að
búast i auövaldsþjóðfélagi. Auk
þess misréttis sem stafar af
lögmálum þeim sem þetta þjóð-
félag lýtur, þ.e. andstæðunnar
milli vinnu og fjármagns, rikir
hér misrétti sem sérstaklega
bitnar á konum. Kvenfrelsisbar-
átta hefur verið háð hér á landi
um 100 ára skeið og með henni
hafa náðst flest lagaleg réttindi
konum til handa. En einsog dæm-
in sanna er það alls ekki nóg.
Hefðir og siöir láta ekki að sér
hæöa. Lengi var það baráttumál
kvenna að „fá” að vinna úti eins
og kallað var þótt flestar gerðu
þaö af nauðsyn. Nú er svo komið
að langflestar mæður taka þátt i
atvinnulifinu um lengri eða
skemmri tima, enda staðreynd að
þjóöfélagið getur ekki án þess
veriö. Þetta gera þær án þess að
þær forsendur sem nauðsynlegar
eru, séu fyrir hendi, þ.e. dag-
vistarstofnanir, samfelldur skóli
og önnur en „hefðbundin” verka-
skipting á heimilum. Vitað er, aö
meginþungi vinnu og ábyrgðar á
heimilisrekstri og barnauppeldi
hviiir enn á konum. Afleiðingin er
sú aö þessar konur eru sennilega
vinnuþrælkaðasta fólkið á öllu
landinu og er þá mikið sagt þar
sem 8 stunda vinnudagur er langt
frá að vera raunveruleiki, hvort
heldur er fyrir karla eða konur.
Karlar, lítið
í eigin barm
Sósialistar hafa alltaf lagt jafn-
Formáli að ávarpinu
1 sögunni Lifandi vatnið. eftir
Jakobinu Sigurðardóttur verður
manni mjög minnisstæður bylt-
ingamaðurinn Hörður, föður-
bróðir aðalpersónu bókarinnar,
Péturs Péturssonar. Hörður er
bláfátækur, býr I skúrræksni af
þvi að ekkert almennilegt fólk vill
leigja svona bolsa og niðurrifs-
segg viðunandi húsnæði. Hörður
talar af eldmóði um komandi
byltingu og á hann hlusta margir
og alltaf er þröng i óhrálega
kofanum hans á kvöldin. Fátækir
verkamenn koma og hlusta á for-
ingja sinn og hann hrífur alla við-
stadda með eldmóði sfnum. Þeim
eldmóði sem aðeins hugsjóna-
menn geta miðlað öðrum.
En það er einn, eða réttara sagt
ein Sem ekki hlustar og það er
konan hans hún Asta. Hún hefur
engan tima eða orku til þess. Hún
verður að hafa sig alla við til að
haida börnunum þeirra frá hús-
bóndanum svo að þau trufli hann
ekki i spekiræðum Sinum. Börnin
eru fyrir honum aðeins eitthvaö
sem veldur honum óþægindum og
fyrirhöfn.
Hvers vegna erum við að minn-
ast á þetta hér? Hvers vegna
erum við að benda á að Höröur
svoágætursósialistisem hann er,
gleymir að taka tillit til fjölskyldu
sinnar og raunar vanrækir börn
sin á næsta grófan hátt? Það er
vegna þess að við viljum taka
undir þær kröfur róttæks fólks i
kvenfrelsisbaráttum um að ekki
sé nóg að vera byltingarsinnaður
út á við, dagleg breytni manna
viö fjölskyldu sina og annað sam-
starfsfólk verður að taka með i
myndina. Það er ekki nóg að
prédika nauðsyn sósialisma en
haga sér í einkalifi sinu nákvæm-
lega eins og þeir borgaralega
hugsandi menn sem við erum að
gagnrýna. Róttæk kvenfrelsis-
barátta getur ekki sætt sig við
þannig afstöðu karlkyns sósial-
Varpið Hanahyggjunni
Áskorun frá konum á landsfundi Alþýðubandalagsins til karlfélaga
Jón og tippið
1 Dagblaðið 2. des. skrifar Jón úr
Vör Ilflegan pistil um rauðsokka
undir fyrirsögninni „Kynlegur
sértrúarsöfnuður”. Virðist sem
ýmisiegt af þvl sem birst hefur
hér á siðunni og i Forvitinni
rauðri, málgangi Rauðsokka-
hreyfingarinnar, hafi farið heldur
betur fyrir brjóstið (eða eitthvert
annað llffæri) á Jóni.
Hann gerir m.a. aö umræðuefni
lýsingu fimmtugrar danskrar
konu sem birtist hér á síðunni 12.
nóv. Þar segir hún frá þvi að I
uppvextisinum hafi kynferöismál
veriö bannsvæði sem ekki mátti
fara inn á^og siöan lýsir hún
fyrstu kynferðisreynslu sinni.
Þetta var ófögur reynsla og hafði
yfirþyrmandi áhrif á stúlkuna,
sem von var, þvl hún varö vitni að
þvi að sadisti fróaði sér með þvi
aö berja bekkjarbræður hennar.
Jón grípur þennan kafla á lofti
og spyr hvað þessi „öfuguggalýs-
ing” komi við baráttumálum
kvenna.
öllum ætti aö vera ljóst hve
þekking á kynferðismálum er
mikilvæg, en þó er það nú svo að
þaö hafa einkum verið konur sem
barist hafa fyrir aukinni fræðslu á
þessu sviði. Liklega vegna þess
að vanþekkingin bitnar oft hvað
harðast á þeim. Jón úr Vör segist
hafa heimildir fyrir þvi að
ástandið I þessum málum sé mun
betra hér á landi nú en var I Dan-
mörku fyrir hálfri öld. Þetta er
vafalaust rétt, en hitt er jafnvíst
að enn er mikil vanþekking hér á
kynferðismálum, og þá ekki sist
meðal unglinga. Fræöslu I skólum
þarf aö auka, þvi henni er víöast
ábótavant og er sumsstaðar svo
til sleppt. Fyrir þa sem ekki eru i
skóla er i fá hús aö venda, t.d. er
Kynfræðsludeild Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur ekki opin
nema 1 l/2klst á viku (mánudaga
kl. 17-18.30, simi 22406), en hún er
eina slíka deildin á landinu.
Margt mætti nefna til að sýna
fram á nauðsyn aukinnar kyn-
fræöslu hér á landi, jafnvel spán-
nýjar, islenskar llfsreynslusögur.
Ég held þvi aö þessi gamla,
danska saga hafi verið þarft víti
til varnaðar, þótt ekki hafi þetta
verið geðsleg reynsla.
Ýmislegt fleira nefnir Jón úr
Vör I grein sinni, en ég sé ekki
ástæöu til að ræða það hér, nema
hvað mér kom spánskt fyrir sjón-
ir að honum geöjast ekki að orð-
inu tippi. Kallar notkun þess
pempiuhátt og spyr hvort það eigi
„lika að vera gagnlegur liður i
kvenréttindabaráttu að nefna
kynfæri karlmanns jafnbarna-
legu heiti og tippi”. Ég verð að
játa aö aldrei hef ég lagt baráttu-
eða herfræöilega merkingu i
þetta orð, heldur þótt þaö ljúft og
fallegt. En forðast skyldi aö að
nota orö óvarlega eða gera litið úr
tippum I grandaleysi (sbr. barna-
Iegt heiti á kynfæri fulloröins
karlmanns)^. Jón úr Vör er líka
skáld, sérfræðingur 1 orösins list,
og þess vegna ekki úr vegi að
Jón úr Vör
staldra við áminningu hans. Mér
(og liklega fleirum) er þvl for-
vitni á að vita hvað karlmenn,
bæði skáld og aörir, telja viöeig-
andi nafn á kynfærum sinum. Og
þá lika hvað sé frambærilegt að
segja um konur i þessu sam-
bandi.
EG