Þjóðviljinn - 10.12.1977, Blaðsíða 9
Laugardagur 10. desember 1977 . ÞJOÐVILJINN — SIÐA 9
Atvinnuleysi á Stokkseyri
Hraðf rystihús Stokkseyrar er lokað og starf sf ólki þess
hefur verið sagt upp störfum. Bátarnir liggja bundnir
við brygg ju og sjómennirnir ganga atvinnulausir. Togar-
inn Bjarni Herjólfsson, sem Stokkseyringar eiga að ein-
um þriðja á móti Eyrbekkingum og Selfyssingum, land-
aði i gær 130—140 tonnum í Haf narf irði,og þar er af linn
unninn. Stokkseyri byggir afkomu sína einvörðungu á
útgerðinni og f rystihúsinu. Þar eru engin önnur atvinnu-
fyrirtæki svo heitið geti.
Blaðamaður og Ijósmyndari Þjóðviljans fóru til
Stokkseyrar í gær. 88 manns voru komnir þar á atvinnu-
leysisskrá um hádegisbilið í gær, 72 karlar og 16 konur.
Miklu fleiri konur eru að vísu atvinnulausar, en þeim
finnst ekki taka því að láta skrá sig. Þær fá nefnilega
engar atvinnuleysisbætur, ef makar þeirra hafa yfir
1700 þús. króna árstekjur.
Á skrifstof u Verkalýðs- og sjómannafélagsins Bjarma
á Stokkseyri hittum við formann félagsins, Björgvin Sig-
urðsson, og varaformann, Grétar Zóphaníasson.
Tómiegt var aö lita yfir pökkunarsalinn i frystihúsinu á Stokkseyri. Hér vinnur enginn I dag, og liklega
ekki næstu vikurnar. (Myndirnar tók —eik)
Höfuðatvinnu-
vegirnir sveltir
— Hraðfrystihús Stokkseyrar
er hlutafélag, sagði Grétar. —
Hreppurinn á 86% hlutabréfa, en
afganginn eiga einstaklingar hér.
Það má þvi segja, að hver fjöl-
skylda á staðnum eigi i frystihús-
inu. Fyrirtækið á sex báta, sem
allir hafa stöðvast. Þrir þeir
minnstu hafa legið við bryggju
siðan i september. Einn veiddi i
net og hætti veiðum 26. nóvember
vegna aflaleysis. Tveir voru á
sildveiðum, annar með reknet og
hinn með hringnót. Hér er lika
netaverkstæði og þar hefur vinna
að sjálfsögðu stöðvast h'ka. Tog-
arinn Bjarni Herjólfsson kom til
landsins i mars i fyrra. Miklar
vonir voru við hann bundnar, þvi
hann átti að brúa bilið og halda
hér uppi nægri atvinnu á þeim
timum, sem gæftir væru lélegar
fyrir bátana. En það bregst nú
eins og annað. Frystihiísið fær
ekki lánsfé til áframhaldandi
rekstrar. Peningar lánastofnana
virðast fara til ýmissa aðila,
meðan höfuðatvinnuvegirnir eru
sveltir.
— Er það rétt,Björgvin, eins og
ýmsir fjölmiðlar hafa haldið
fram, að lokun frystihússins stafi
eingöngu af aflatregðu bátanna?
— Það er að sjálfsögöu alvar-
legt mál að fiskur i sjónum virðist
mjög vera að þrjóta. En forráða-
menn hraðfrystihússins á Stokks-
eyri og eigendur báta hér hafa
sýnt mikinn dugnað og árvekni i
að afla hráefnis. Bátarnir hafa
verið sendir á fjarlæg mið, oft við
erfiðar aðstæður, og hvert tæki-
færi hefur verib nýtt i þeim efn-
um. Það er þvi sannarlega heldur
kaldranalegt af stjórnvöldum og
lánastofnunum að loka á alla fyr-
irgreiðslu, vitandi það, að þetta
er eina atvinnufyrirtækið á staðn-
um og stöðvun þess jafngildir
allsherjaratvinnuleysi i þorpinu.
Framhald á bls. 18.
Dagbjört Sigurðardóttir (t.v.) og Sigurbjört Kristjánsdóttir: Það þarf
kraftaverk eða gerbreytta stjórnarstefnu, ef þetta á að iagast I janúar.
Björgvin Sigurösson (t.v.) og Garðar Zophoniasson: Kaldranalegt af stjórnvöidum og lánastofnunum
að loka á alla fyrirgreiðslu, vitandi það, að þetta er eina atvinnufyrirtækið á staðnum...
Fær starfsfólk
frystihússins
vinnu í
bönkunum?
Rætt viö Dagbjörtu Siguröardóttur
og Sigurbjörtu Kristjánsdóttur
verkakonur á Stokkseyri
Dagbjört Sigurðardóttir og Sig-
urbjört Kristjánsdóttir eru meðal
þeirra verkakvenna, sem misst
hafa atvinnuna vegna iokunar
frystihússins.
Sigurbjört segist vara búin að
vinna i frystihúsinu I 15 eða 16 ár
og hún man ekki eftir svo algeru
atvinnuleysi og stöðvun eins og nú
er. — Að visu hefur afli dregist
saman undanfarin ár og þá hefur
stundum komið örlitið hlé i
desember, en oft hefur lika verið
unnið alveg fram að jólum. En nú
hefur öllu starfsfólki frystihúss-
ins verið sagt upp nema verk-
stjórum, einum vélstjóra og
skrifstofufólki. Það hefur aldrei
gerst áður.
— Hvað hafa margar konur
unnið i frystihúsinu?
— Nú i haust unnu 30-40 konur
þar, segir Dagbjört. — Nokkrar
vinná i saltfiski. 1 sumar voru
hins vegar 60-70 konur i vinnu i
frystihúsinu og mikið er um að
skólafólk frá Selfossi vinni i
frystihúsinu hér á sumrin. Vinnan
i frystihúsinu byggist mjög á
starfi húsmæðra og 24 húsmæður
eru nú fastráðnar þar, en sára-
fáir karlmenn eru á fastráðning-
arsamningi. Samt hallast alltaf á
okkur þegar litil vinna er. Þá er
okkur sagt upp, en karlmennirnir
halda áfram að vinna.
— Hvað finnst ykkur um þessa
lokun frystihússins nú?
— Það virðist hreinlega verið
að leggja þetta allt niður. Svo er
reynt að telja okkur trú um að
kaupið okkar séof hátt. Já, það er
enginn vafi á þvi að okkur er
kennt um þetta. — Maður hlakk-
aði til að fá togarann hingað, seg-
ir Sigurbjört, — og við héldum að
þá yrði alltaf næg vinna. En það
er sárgrætilegt að láta togarann
selja aflann i öðrum landshlutum
meðan við erum atvinnulaus.
— Frystihúsið vantar rekstrar-
fé, segir Dagbjört. — Og það er
einkennilegt að ekki skuli litið til
þessara þorpa sem eru hreinlega
að leggjast i auðn. A þinginu
þrefa þeir um setuna, meðan hér
og á Eyrarbakka rikir atvinnu-
leysi og reyndar viðar um land,
t.d. á Þórshöfn og Bildudal. 1
haust var lengi lokað i Þorláks-
höfn og Stokkseyri er þvi þriðja
þorpið á Suðurlandi, þar sem
svona fer. Samt dettur engum i
hug að minnast á þetta á Alþingi.
Við þurfum að gera þær kröfur til
okkar þingmanna, að þeir geri
átak i þessum málum.
— Er ekki hugsanlegt, að menn
taki til bragðs að flytja burt úr
þorpinu, ef svona heldur áfram?
— Það segir sig náttúrlega
sjálft, að menn sem eru búnir að
koma sér upp húsi hér og hafa bú-
ið hér lengi flýja ekki i burtu fyrr
en i fulla hnefana. En margir
myndu jafnvel flytja burt ef þeir
gætu. Agætu starfsfólki hefur
verið sagt upp, og eflaust fara t.d.
þeir sjómenn, sem það geta, á
aðra staði.
— Hvað má búast við að þetta
ástand vari lengi?
— Héðan eru nú gerðir út 8 bát-
ar, en einn var seldur héðan i
haust. Eins og málið horfir nú við,
er ekkert hægt að segja um hvort
þeir fara út eftir áramót. Það er
ekki fyrirsjáanlegt eins og er. Og
það bendir ekki til að skjót við-
brögð séu i vændum, þegar ekki
fæst fjármagn til viðgerða eða
viðhalds þeirra. Jafnvel þótt fjár-
magn fengist strax um áramót,
þarf allan janúarmánuð til að
undirbúa bátana, þvi flestir
þeirra þurfa að fara i slipp. Við
erum ekki bjartsýn á að vinna
hefjist hér aftur fyrr en i fyrsta
lagi i febrúar. Það þarf krafta-
verk eða gerbreytta stjórnar-
stefnu, ef þetta á að lagast i janú-
ar.
— Hvað er til ráða?
— Það þarf að skipta um
stjórnvöld i þessu landi. Það er
verið að reisa hvern bankann af
öðrum hér i byggðarlögunum á
Suðurlandi. Við höfum nú fjóra
banka til að segja nei við okkur.
Bankarnir eru orðnir óhugnan-
legt risaveldi i þjóðfélaginu. En ef
til vill getur frystihúsafólkið hér
fengið vinnu i bönkunum!
— eös