Þjóðviljinn - 17.12.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.12.1977, Blaðsíða 13
Laugardagurinn 17. desember 1977 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 13 Fulltrúafundur Búnaðarsambands Eyfirðinga Gagnrýnir Stéttarsambandið Laugardaginn 10. des. gekkst Búnaðarsamb. Eyjafjarðar fyrir fundi með fulltrúum frá öllum búnaðarfélögum á sambands- svæðinu. Tilefni fundarins voru samþ. siðasta fundar Stéttar- samb. bænda þar sem samþ. var heimild til álagningar 25% skatts á kjarnfóður. i þvi tiiefni var gerð eftirfarandi samþykkt: „Fulltrúafundur Búnaðar- samb. Eyjafj. haldinn að Hdtel KEA 10. des. 1977 harmar þá samþ. siðasta fundar Stéttar- samb. bænda þar sem ætlað er að leggja á bændur landsins 25% skatt á innflutt kjarnfóður. A sama tima og aðrar stéttir þjóð- félagsins fá stórfelldar kjarabæt- ur samþ. stéttarfundur bænda stdrfellda kjaraskerðingu á stétt- ina i formi nýrra skattlagninga. Fundinum er ljóst að vandi er á höndum með sölu landbúnaðar- afurða og að gera þurfi ráðstaf- anir til úrbóta i þeim málum, enda hefur almennur bændafund- ur i Eyjafirði samþ. allýtarlegar tillögur um hvaða stefna skuli tekið i þeim málum. Þar var m.a. mælt með þvl, að komið yrði á kvótakerfi til tak- mörkunar á framleiðslu, svo og bentá möguleika tilskattlagning- ar á gripum. Þar var einnig bent á fleiri leiðir til aukinnar hag- kvæmni i búrekstri, sem gera mundibændum kleift að draga úr framleiðslu án verulegrar tekju- skerðingar. Þessar tillögur Ey- firðinga virðast hafa verið einskis metnará aukafundi Stéttarsamb. þrátt fyrir það að forustumenn þess höfðu áður látiö I ljtís, að verulegt tillit yrði tekið til þeirra tillagna, sem kæmu frá Bænda- fundum. Virðist svo sem að aðgerðir til að hafa stjórn á framleiðslumál- um landbúnaðarins til frambiíðar falli i skugga þess að leysa máliö frá degi til dags. Ein sú lausn, sem virðist vera einblint á af ráðamönnum er skattlagning á kjarnfóðri, til verðjöfnunar á framleiðslu bænda. Erhér um dulbúna kjara- skerðingu að ræða og kemur illa við margan bóndann og verður heldur ekki séð að slikur skattur dragi úr framleiðslu. öll ræktun gripa á undanförnum árum hefur stefnt að þvi marki að auka af- urðir þeirra og hefur sú stefna verið rekin af leiðbeiningaþjón- ustunni. Miðað við þá stefnu og þá nauðsyn, að hver gripur skili fiil- um afurðum, verður að telja það algjört glapræöi að ætla sér aö skattleggja kjarnfóður með það takmark fyrir augum, að draga með þvi úr afkastagetu gripa. Einnig getur slikt beinlinis verið hættulegt heilsu þeirra. Fari svo að einhver bóndi dragi Ur fram- leiðslu með minnkandi notkun á kjarnfóðri, skerðir það einnig tekjur þeirra til viðbótar skatt- lagningunni. Er mest hætta á að þeir verði verst úti i þessu, sem standa höllustum fæti og gæti jafnvel riðið þeim að fullu fjár- hagslega. Verður að telja furðu- legt að samtök bænda sjálfra standi fyrir slikum aðgerðum. Þá kemur skattlagning á kjarn- fóðri til með að auka misræmi milli búgreina og sú samþykkt, að heimilt verði að endurgreiða skattinn til þeirra, sem framleiða svina- og kjúklingakjöt, veröur einungis til þess að gera aðstöðu þeirra enn sterkari og auka á vanda sauöfjárframleiöenda. Þegar allt þetta er skoðað virð- ist einsýnt, að betra sé að taka hærra verðjöfnunargjald. Slikt gjald er öllum ljóst og er þar ekki verið að fela vandamálið I dul- búningi skattlagningu eða kaup- skerðingu. Jafnframt þarf að vinna að þvi að draga úr framleiðslunni, þó þannig, að til sem minnstrar tekjuskerðingar komi fyrir bónd- ann, s.s. með lækkun á rekstrar- liðum. Þvi skorar fundurinn á al- þingismenn, að fella heimild til álagningar á kjarnfóðurskatti til verðjöfnunar, komi slikt frum- varp til afgreiðslu á Alþingi”. Þá kom 'fram eftirfarandi til- laga vegna nýfaliins úrskuröar yfirdóms um verðlagsgundvöll: Fundurinn ....mótmælir harð- lega nýföllnum úrskurði yfir- nefndar, þar sem gengið er fram- hjá vel rökstuddum kröfum bændasamtakanna. Krefst fund- urinn þess að oddamaður yfir- nefndar geri opinberiega grein fyrir forsendum þessa úrskurðar”. Eftirfarandi tillaga kom einnig fram, af gefnu tilefni: Fundurinn... „mótmæhr harö- lega og vitir hlutdrægan frétta- flutning i fjölmiðlum gagnvart hækkuðu verði á landbúnaðarvör- um. Sem dæmi má nefna túlkun fréttamanna hjá hljóðvarpi og sjónvarpi i kvöldfréttum 7. des. s.l., þar sem hlutleysisskylda þessara stofnana var gróflega brotin, smb. spurningu frétta- mannsSjónvarps, þar sem leitast var við að fá fram neikvæð sjón- armið neytenda gagnvart iand- búnaðarvörum. Ennfremur mótmælir fundur- inn skefjalausum og órökstudd- um áróðri um óhollustu landbún- aðarvara, sem gengur svo langt, að beinn atvinnurógur má teljast. Fundurinn krefst þess að rlkis- fjölmiðlar gæti betur hlutleysis- skyldu sinnar”. Allar þessar tillögur voru sam- þykktar i einu hljóði á fundinum. -mhg. JOLAPLÖT Fálkinn hefur sent frá sér jólaplöturnar í ár. Þar er að finna fjölbreytt úrval, tónlist fyriralla, unga sem aldna. Hljómplata frá Fálkanum er vegleg jólagjöf. í MORGUNSÁRIÐ - Ólafur Þórðarson Fyrsta sólóplata Óla í Ríó. Á plötunni flytur Óli einungis frumsamda tónlist ásamtnokkrum þekktum tónlistarmönnum. EINTAK - Bergþóra Árnadóttir Á þessari plötu syngur Bergþóra við undirleik nokkurra helstu hljómlistarmanna landsins, eigin lög við Ijóð ýmissa valinkunnra íslenskra skálda. í GEGN UM TÍÐINA - Mannakorn Enn betri plata en sú fyrri. Á plötunni eru tíu ný lög eftir Magnús Eiríksson og allir textar utan eins eru eftir hann. FALKANS BJÖRK - Björk Guðmundsdóttir Björk er aðeins ellefu ára. Hún syngur, spilar og semur lög. - Nú hefur hún sungið á plötu með aðstoð nokkurra af þekktustu popptón- listarmönnum landsins. Þetta er einstök plata fyrir æskufólk á öllum aldri. LONLÍ BLÚ BOJS - Vinsælustu lögin Nú eru öll bestu lögin komin á eina plötu. Mörg þeirra eru ekki lengur fáanleg á öðrum plötum. Eignist þessa frábæru plötu. KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR Þetta eru tvær hljómplötur sem gefnar hafa verið út í tilefni 60 ára afmælis kórsins. Plöturnar innihalda sýnishorn af söng kórsins allt frá árinu 1930 til ársins 1975. Þessar plötur þurfa allir unnendur karlakórssöngs að eignast. F ALKIN N U1 ^ííÆáááÆ fRPtNwl KlHLAlllil rwrrrww ® BINVHK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.