Þjóðviljinn - 17.12.1977, Síða 16

Þjóðviljinn - 17.12.1977, Síða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagurinn 17. desember 1977 Bækur úr Ljóðhúsum Samastaður í tilverunni eftir Málfríöi Einarsdóttur Málfríður Einarsdóttir er mörgum bók- menntavinum kunn af kvæðum sínum f rumortum og þýddum og af f rásögnum og ritgerðum sem birst hafa i tímaritum og blöðum. í bók þessari, sem er ólík flestum endurminningabókum öðrum, lýsir hún ,,samastöðum" sinum fyrstu þrjá áratugi aldarinnar. Umhverfi, þjóðlif, fólk, sálarlíf er framkallað af lifandi nærfærni og með slikum stílþrótti að sjaldgæft er. 302 bls. Verð kr. 5400.- Fiðrið úr sæng Daladrottningar Ljóö eftir Þorstein frá Hamri Frá því Þorsteinn frá Hamri hóf skáldferil sinn fyrir tæpum tuttugu árum hefur list hans auðgast og tekið á sig ný blæbrigði með hverri nýrri bók, en ekki er ólíklegt að Fiðrið úr sæng Daladrottningar verði talin heilsteyptasta Ijóðabók hans. 64. bls. Verð'kr. 3600.- Augað i f jallinu Ljóö eftir Elisabeti Þorgeirsdóttur Elisabet Þorgeirsdóttir er ung skáldkona, ættuð frá ísafirði. Hún yrkir um viðfangs- efni og vandamál ungs fólks, gleði og sorg, — og einnig stundum i gamansömum og ofurlitið hæðnislegum tón. Aðeins fá þess- ara I jóða hafa áður birst á prenti og er þetta fyrsta bók Elísabetar. 84 bls. Verð kr. 2880,- Bókaútgáfan Ljóðhús I.aufásvegi 4, pósthólf 629, Simar 17095 & 20040 Jólahangikjötið komið ! Hálfir skrokkar, læri, frampartar, hryggir. Einnig fæst úrbeinað hangikjöt í lofttæmdum umbúðum. REYKIÐJAN HF. SMIÐJUVEGI 36 @ 76340 Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garöabæ onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verötilboö SÍMI 53468 Röðull — Blað Alþýðubandal. í Borgarnesi Alþýöubandalagiö i Borgar- nesi hefur nú hafiö blaöaútgáfu. Raunar er þaö ekki fyrsta til- raun Alþýöubandalagsins til útgáfu á blaöi. En ýmis ljón hafa verið i vegi þess, að þaö gæti komið regulega út og það helst, aö oröiö hefur aö vinna blaöiö að mestu leyti i Reykja- vik. Nú er þessari hindrun hins- vegar rutt úr vegi, þar sem blaöið á aðgang aö offset-fjölrit- ara heima fyrir og er hann eign stéttarfélaganna i Borgarnesi. „Þessvegna bindum við nú von- ir viö blaöiö og útkomu þess og starfskrafta höfum viö nóga og ekki vantar heldur áhugann”, segir Jenni R. Ölason i bréfi til Landpósts. Blaðiö ber nafniö Röðull, 18 blaösiöur i hentugu broti, smekklegt að frágangi. Efni þess er m.a.: Viötal við for- mann Alþýöubandalagsins i Borgarnesi, Eyjólf Magnússon, og nefnist þaö öflugt starf. Aö hugsa og tala, forystugrein eftir E. M. Halldór Brynjúlfsson rit- ar grein um kaupin á Bjargs- landi. Birtar eru fréttir frá verkalýðsfélögunum. Rætt er viö Húnboga Þorsteinsson, sveitarstjóra, um aðal-skipulag byggðarlagsins. Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á Skálpa- stööunvritar greinina Dagblaöiö og landbúnaöurinn. Auk þess eru ýmsar fréttir i blaðinu. 1 ritnefnd blaösins eru: Jó- hannes Gunnarsson, sem jafn- framt er ábyrgðarmaður, Grét- ar Sigurösson og Halldór Brynj úlfsson.. I ávarpi frá ritnefnd- inni segir m.a.: „Þaö er samdóma álit okkar að til þess að blaðið geti náð þeim tilgangi, sem við ætlum þvi, þá veröur þaö aö vera opiö öllum þeim, sem i það vilja skrifa. Viö erum óhræddir aö birta skoðanir þeirra, sem standa Alþýðubandalaginu viðs fjarri. Meö þessu skapast gagn- legar umræður, sem öllum eru til góðs. Greinarnar verða ein- ungis að vera málefnalegar og lausar við skitkast manna á milli. Einnig áskilur ritnefnd sér rétt til að visa frá greinum, sem aö hennar mati eiga ekki erindi i blaðið”. Aformað er að blaðið komi út á tveggja mánaða fresti. — mhg Tala búfjár á Suðurlandi Öþurrkasumrin á Suðurlandi hafa aö sjálfsögðu ekki látið sig án vitnisburðar. Þar fækkar bæði nautgripum ogsauðféá þessum árum,en hrossin sækja allsstaðar á nema i Vestmannaeyjum, en þó einkum i Arness- og Rangárvallasýslum. Mest er þó hrossafjölgunin i Arnessýslu eða tæp 600 hross á þessum þremur árum. Nautgripir Sauðfé Hross 1974 1975 1976 1974 1975 1976 1974 1975 1976 V-Skaftafellssýsla 2389 2176 2196 42203 42522 42588 1006 1084 1042 Rangárvallasýsla 9736 9415 9240 67819 66912 67211 8486 8644 8749 Arnessýsla 11453 10937 11004 75740 74072 73009 5341 5680 5938 Vestmannaeyjar 201 262 271 28 35 9 A þessu árabili hefur nautgripum þannig fækkað um 1138, sauðfé um 2884 en hrossum fjölgað um 877. — mhg Kvenfélagasamband Suðurlands Hálfrar aldar á næsta ári Kvenfélagasamband Suður- lands er 50 ára á næsta ári. Leit- ast verður við að minnast þess á viðeigandi hátt, sagöi formaður Sambandsins, frú Sigurhanna Gunnarsdóttir á Læk i ölfusi, er blaðið ræddi viö hana fyrir nokkrum dögum. Sambandið nær yfir Árnes- og Rangárvallasýslur. Kvenfélög- in i þvi eru 29 að tölu og meölim- ir þess um 1400. Eins og nærri má geta hefur Skíðalyfta í Böggvistaðafjalli Þessa dagana hefur verið unnið að þvi af miklu kappi að koma upp skiðalyftu i Böggvi- staðafjalli við Dalvik. Standa vonir til að þvi verki veröi lokiö i þessum mánuði. Lokið er viö uppsetningu á möstrum, fimm millimöstrum og tveimur enda- möstrum. Voru millimöstrin smiðuð hérlendis en endamöstr- in keypt frá Austurriki, ásamt ýmsum búnaði öðrum. Lokið er við aö leggja raflinu að lyftunni og tenging i nánd. Toglengd þessarar nýju lyftu er um 460 m, en hæðarmunur á endamöstrum er um 140 m. I er I en( Kvenfélagasamband Suður- lands viða tekið til hendi á 50 ára ferli sinum. Ber þar hæst stuðning þesk við margvisleg menningar- og liknarmál. Eins og sakir standa beinir það orku sinni einkum aö sjúkrahúss- byggingunni á Selfossi. Nýlega stóð það t.d. fyrir sölu á 30 þús. jólakortum, og rennur andvirði þeirra til sjúkrahússins. Þá hef- ur Sambandið fengið Sigrúnu Guðmundsdóttur til þess aö gera myndastyttu, sem afhent verður sjúkrahúsinu að gjöf, er það verður vígt. Kvenfélagasambandið hefur og gengist fyrir margháttuðu námskeiðahaldi. Það hefur t.d. haft á sinum vegum konu, sem kennt hefur fatasaum. Það hef- ur gengist fyrir kynningu á brunavörnum. Það hefur staðið fyrir námskeiði i bilaviðgerð- um. — Og nú leit blaðamaður undrandi upp. Bilaviögerðum? — Já, þvi ekki það, sagði Sigur- hanna Gunnarsdóttir kimileit. — Þér finnst bilaviðgerðir sjálf- sagt ekki vera kvenmannsverk en við erum nú bara svo margar orðnir bilstjórar, konurnar á Suðurlandi, og við kærum okkur ekkertum að komast ekki leiðar okkar vegna karlmannsleysis þótt billinn okkar bili eitthvað litilsháttar. Það getur komið sér vel að við getum bjargað okkur sjálfar. Hér mætti auðvitað lengi halda áfram ef rekja ætti til ein- hverrar hlitar hálfrar aldar sögu, en það biður betri tima. Hinsvegar máttu gjarnan bæfa þvi við, sagöi Sigurhanna, að ekki gæti hið opinbera gefið okkur betri afmælisgjöf en þá, að falla frá kröfunum um sölu- skatt frá kvenfélögunum. Hann mun hvort eð er ekki draga rik- isvaldið langt eftir að það hefur staðiö yfir moldum kvenfélag- anna. sg/mgh Umsjón: Magnús H. Glslason

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.